Akranes - 01.07.1944, Side 3

Akranes - 01.07.1944, Side 3
akranes 87 Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Björnsson. Gjaldkeri: Óðinn Geirdal. Afgreiðsla: Unnarstíg 2, Akranesi. Kemur út mánaðarlega 12 síður. Árg. 20 kr. Prentverk Akraness h.f. Slóð, þá'á þetta elskaða land bjarta og blessunarríka framtíð fyrir höndum.“ Að því búnu bað hann viðstadda að hylla forsetann og hans göfugu frú með ferföldu húrra. Forsetinn þakkaði þessar móttökur og hlý orð í sinn garð og konu sinnar. Hann sagðist muna eftir Akranesi alveg sérstaklega í sambandi við þau tvö nöfn sem forseti bæjarstjórnar hefði minnst á í ræðu sinni, því að á þeim tíma hefðu ekki góðar kartöflur talist vera nein- staðar til nema á Akranesi og afbragðs heilagfiski var alltaf „Akranesslúða“. Hann sagðist vonast til, að er hann kæmi ttæst á Akranes, yrðu hér virkilega sán- ir akrar. Það væri vafalaust auðgert að rsekta hér korn eftir þeirri reynslu, er hann hefði af kornrækt á Bessastöðum. Honum fannst margt, sem hann hefði séð hér og áður heyrt um, bera þess vitni, að hér væri „lifandi bær“ og ósk- aði honum og bæjarbúum allra heilla °g blessunar. Petrea G. Sveinsdóttir talaði síðar ^iokkur orð til forsetans. Að lokinni kaffidrykkju fóru allir við- staddir út fyrir hótelið, þar sem fjöldi bæjarbúa hafði safnast saman kl. 4.45, en þá, og þar, hafði verið gert ráð fyrir að forsetinn talaði til bæjarbúa almennt. Hann var hylltur með dynjandi lófataki fyrir og eftir ræðuna. Að síðustu þakkaði bæjarfógeti for- seta komuna til Akraness og árnaði hon- Urn heilla. Tók mannfjöldinn undir með ferföldu húrra. Að því búnu lagði forseti af stað til Porgarness, en sömu menn, sem tóku á «ióti honum (eins og áður segir) fylgdu honum á leið. — Sýndu þeir honum skemmtistaðinn Ölver, en kvöddu hann þar, þökkuðu komuna og óskuðu hon- Uru góðrar ferðar. Hessar móttökur hér voru látlausar, 6n virðulegar. Þannig kynnti forsetinn srg og í þessari sinni fyrstu ferð. Hann Var ekki með „neina hirð“ eða óhóflegt fildur, heldur einn í litlum bíl með það föruneyti, sem áður er minnst (auk bíl- sfjóra), Það sýnir að hann er hófsmaður Urn flest, eins í því er að landinu veit §agnvart þessu fyrsta virðulega em- bsetti. Hetta blað þakkar forsetanum mjög V6lviljuð ummæli — oftar en einu sinni ~~ og árnar honum heilla og hamingju, °g landinu og þjóðinni blessunar af starfi hans. Onnur stórgjöf til Akraneskaupstaðar Slysavörn - Heilsulind Engum, sem gekk um bæinn sunnu- daginn 4. júní, gat dulist það, að fólk var í hátíðaskapi, að það vænti einhvers óvenjulegs. Að það ríkti ánægja og samhugur — af einhverjum orsökum — meira en venja var til. Tilefnið var tvö- falt. Það var sjómannasunnudagurinn, og þennan sama dag átti að vígja „Bjarnalaug“. Taka hana til afnota, og afhenda hana bænum að gjöf. Næsta sunnudag áður létu sjómenn- irnir fara fram kappróður, svo og ýms- ar íþróttir, alt til ágóða fyrir laugina. Voru það byrjunarhátíðahöld sjómanna þar sem ekki var hægt að koma því öllu að á sjómannasunnud. Kl. 1 þennan dag 4. júní safnaðist saman mikill fjöldi sjómanna — á hafn- argarðinum — og gengu fylktu liði um götur bæjarins. M. a. að heimili pró- fastsins sr. Þorsteins Briem, er gekk með þeim til kirkju, þar sem hann pré- dikaði í tilefni dagsins. (Ræða hans er birt hér á öðrum stað í blaðinu). Kirkj- an var fullsetin og guðsþjónustan hátíð- leg. Rétt fyrir kl. 4 var mikill mannfjöldi samankominn framan við hina ný- byggðu sundlaug á Bjargstúni. Hófst athöfnin kl. 4 með vígsluræðu Ólafs B. Björnssonar formaims framkvæmda- nefndar. Afhenti hann fyrir hönd nefndarinnar, bænum þetta mannvirki að gjöf — skuldlaust — með nokkrum skilyrðum af hendi gefendanna. (Ræða hans er birt hér á öðrum stað í blaðinu) Að því loknu þakkaði bæjarstjóri Arn- ljótur Guðmundson með ræðu. (Ræða hans er birt hér á öðrum stað í- blað- inu). Næstur talaði formaður íþrótta- nefndar nkisins Guðm. Kr. Guðmunds- son um gildi þ^ssa mannvirkis fyrir æsku bæjarins, fyrir aldna og óborna. Hann lýsti ánægju sinni yfir frágangi öllum og fyrirkomulagi þessarar bygg- ingar t. d. um heppilega stærð laugar- innar. Þá talaði forseti í. S. í. Ben. G. Waage, um þau tvö musteri sem nú mætti segja að stæðu hér hlið við hlið. Sem hann sagði hvert á sinn hátt hin mikilsverðustu fyrir líf og framtíð bæjarins. Styrkar stoðir undir andlega og líkamlega heill og farsæld æsku þessa bæjar. Hann sagðist óska og vona að bæði þessi musteri yrðu sótt og not- uð jöfnum höndum, og þyrfti þá enginn að óttast um afdrif æskunnar í bráð og lengd. Að þessum ræðum loknum var mann- fjöldanum boðið að taka sér stöðu alt í kringum laugina, á sólskýli og áhorf- endasvæði, og fór þá síðaðsti þáttur at- hafnarinnar fram — vígsla laugarinnar. — Að því loknu var þreytt kappsund í lauginni. Þegar það hafði farið fram, var hverjum sem vildi, leyft að nota laugina — án endurgjalds — það sem eftir var dagsins og næsta dags. Fór þá hrifningaralda um mannfjöldann. Eftir andartak voru milli 30-—40 manns kom- ið í laugina, og var svo lengst af þessa tvo daga. Öll þessi athöfn fór óvenjulega virðu- lega fram og hátíðlega. Mun hún senni- lega seint úr minni líða þeim er við- staddir voru. Það voru t. d. hátíðleg augnablik er þrír fulltíða sjómenn gengu til enda laugarinnar í fullum sjó- klæðum, viðbúnir þess að vera beðnir að verða fyrstir til að nota þetta mikla, langþráða menningartæki. Skrúðganga sjómanna á leið til kirkju.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.