Akranes - 01.07.1944, Page 4

Akranes - 01.07.1944, Page 4
88 AKRANES Kl. 8,30 um kvöldið var svo ágæt samkoma í Bíóhöllinni. Var húsið því nær fullskipað áheyrendum. Þar fór þetta fram: Sigríkur Sigríksson setti samkomuna. íþróttafulltrúi ríkisins Þorsteinn Ein- arsson flutti ræðu um sundíþróttina hér á landi. Þar flutti og Þorgeir Ibsen kennari ræðu um sama efni. Komu þeir víða við í ræðum sínum, enda voru þær ágætar. Sigurbjörn Jónsson skipstjóri las upp formannavísur eftir Pál Guðmundsson. Þorsteinn Einarsson afhenti þarna verð- laun, fyrir þær íþróttir er fóru fram 29. maí og þennan dag, 4. júrií. Karlakór söng nokkur lög undir stjórn Jóhanns Guðnasonar, þ. á. m. lag Inga T. Lárussonar, íslands Hrafnistu- mennn. Undirleik í því lagi annaðist frú Guðmunda Guðmundsdóttir. Þá lék ungfrú Ingibjörg Ólafsdóttir nokkur lög á píanó. Um kvöldið var stiginn dans í Báru- húsinu til kl. 4 um nóttina. Allan þenn- an dag voru samfeld hátíðahöld sem fóru mjög vel fram og voru öllum að- iljum, þar með öllum almenningj til mikils sóma. Mun þeirra lengi verða minnst, og enn lengur mun sú stofnun gera hér gagn sem tengd er við þenn- an dag. Vígsluræða Ólafs B. Björnssonar var á þessa leið: Háttvirtu áheyrendur. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa samkomu okkar í dag. Þó að ekki sé farið lengra aftur í ald- ir en til íslands byggðar, má sannfæra sig um, að sundíþróttin er þá þegar orð- in almenn og mikið iðkuð. Hún hefur því þegar að dómi þeirrar tíðar sýnt það sem síðari aldir hafa ekki afsann- að, að hún er holl og heilsusamleg, auk þess að vera lífsnauðsynleg þeim sem etja við sjó og vötn. í lauganna landi var það létt verk að læra sund og not- færa sér það. Fyrir því liggja órækar sannanir, að þegar á söguöld hafa ís- lendingar notað laugarnar til baða og sundiðkana. Af fornum ritum má t. d. sjá að Snorri hefur setið í lauginni, Bjarni Ólafsson sagt þar sögur, rætt þar um stjórnmál og heimspeki, við þá sem nærstaddir voru. íslendingar voru afreksmenn í íþrótt- um yfirleitt. Ekki síður í sundi nema fremur væri. Nægir þar að benda á er Kjartan Ólafsson þreytti sund við Ólaf konung Tryggvason, er þeir kaf- færðu hvorn annan. Aðdragandi. Að fornu og nýju hefur það verið af- skorið fyrir Akurnesinga að njóta land- gæða í þessum efnum. Þrátt fyrir það eða öllu heldur vegna þess, hafa þeir fundið hversu hér var mikils mist. Um 1880 finna Akurnesingar þegar sárt til örðugleikanna á allri sundkennslu. Og hin unga sveit fann sárt til þessa síðar, því að það er einmitt hún sem hóf hér fyrst hinar virku og verulegu aðgerðir í þessu mikilvæga máli. Starx eftir stofnun Ungmennafélags- ins 1910 var málið tekið til úrlausnar. 1911 hefur félagið sundnámskeið við Leirárlaug. Viðlega nemendanna var ekki alveg á laugarbarminum. Hún var niður í Vogatungu. Það mundi okkar ungu kynslóð nú þykja langur skóla- vegur. Félagið hafði sem sagt um margra ára skeið sundkennslu, ýmist heima eða heiman. Með þessu var unn- ið brautryðjendastarf, sem vitað er að bar nokkurn árangur, og eimir af enn í dag. Félagið byggði tvo sundskála, og hélt uppi sundkennslu við og við þó örðugt væri. Árið 1932 byrjar hrepps- sjóður að styrkja Reykholtsferðir skóla- barna til sundnáms, og hefur svo verið lengst af síðan. Allt sýnir þetta vilja til að skilja þá ríku þörf, sem hér var um að ræða. — Byrjunarkennsla í volgu vatni var vit- anlega hugsuð til að gera framhalds- kennslu og æfingar í sjónum mögulegri en ella. Með þeirri lausn málsins sem við fögnum í dag, má segja að þessu millistígi sé lokið. Árið 1939 reið þung alda yfir Teiga- vörina, — og þennan bæ. — Alda sem skolaði burtu nokkrum hraustum drengjum úr tölu lifenda. Einn þessara manna var Bjarni Ólafsson. Hinn 25. apríl þetta sama ár var stofnaður „Minningarsjóður Bjarna Ólafssonar“, af gömlum Ungmennafélögum, nánustu vinum hans og vandamönnum. í 4. gr. skipulagsskrárinnar stendur svo: „Þeg- ar sjóðurinn, að dómi sjóðsstjórnar ,get- ur einn, eða með aðstoð annara aðila, byggt sundlaug fyrir Akraneskauptún, þá má verja í því skyni öllum höfuðstól sjóðsins fram yfir 3000 krónur“. Nokkru síðar mun það hafa komið til tals á fundi skipstjórafélagsins „Haf- þór“, að styðja eftir mætti þetta áform sem um getur í 4. gr. skipulagsskrár- innar. Það var ennfremur á þessu sama vori sem allir sjómenn hér tóku sig saman um að halda árlegan sjómanna- dag hátíðlegan, (1. sunnudag í jnúí). Kusu þessi félagssamtök sjómanna þá þegar nefnd af sinni hálfu til að sjá um þessi hátíðahöld. Þeir ákváðu jafnframt að ágóði þessa dags skyldi renna óskift- ur til væntanlegrar sundlaugarbygging- ar. Þeir ákváðu og að þessi samtök skyldu berjast öfluglega fyrir fram- gangi málsins í smvinnu við stjórn Minningarsjóðsins. Þá þegar óskuðu sjó- mennirnir eindregið eftir því, að þegar laugin risi af grunni, fengi hún heitið „Bjarnalaug“. Á þennan veg er þetta nafn tilórðið. Er sennilegt að það þyki flestum vel við eiga, og má telja víst að það hafi heldur ekki seinkað fram- gangi málsins. Þelta eru mennirnir, sem vígðu Bjarnalaug. Nokkrir baögestir i lauginni.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.