Akranes - 01.07.1944, Qupperneq 5

Akranes - 01.07.1944, Qupperneq 5
akranes 89 í tilefni af vígslunni sendi Páll bóndi Guðmundsson eftirfarandi vísu: Bjarnalaug á Bjargi stendur, besta minning hans. Uti á sjó við íslandsstrendur aflakóngur lands. Sundnám styrkið, sóma ei hallið saman vinnið fljótt. Akraness á æsku kallið. Æfið líkamsþrótt. Bygging laugarinnar liefst. Síðan 1939 hefur af nefndum aðilum og öllum almenningi verið ötullega unnið að undirbúningi, og síðar bygg- ingu þessa húss sem hér er risið af grunni. Ekki einasta sjómennirnir, — þó þeir eigi þar mestan heiður, — held- Ur almenningur, hefur hlýtt þessu kalli, °g skilið mikilvægi málsins og mikla gildi. Svo vel gekk þetta, að þrátt fyrir dýrtíð og ýmsa erfiðleika fanst áður- uefndri framkvæmdarnefnd, tímabært og nauðsynlegt að byrja á byggingunni vorið 1943. Þá hafði nefndin yfir að ráða um 40 þús. krónum til verksins. Þrátt fyrir fyrirheit um styrk úr ríkis- sjóði var þetta næsta lítið. En við héld- um ótrauðir áfram í þeirri vissu von að úr mundi rætast, enda hefur sú von ekki orðið sér til skammar. í sama mund og verkið hófst, var leitað til allra bæjarbúa um gjafir og vinnuframlög. Mætti þetta í flestum til- felum ótæmandi skilningi, góðleik og greiðasemi. Svo miklum skilningi og al- rnennum, að kuldi og kæruleysi hinna örfáu hefur engu orkað um að tefja, eða fyrirbyggja framgang málsins. Staðarval. Nefndin var þegar sammála um stað fyrir laugina. Var auðsótt mál að fá lóð keypta hjá Kvenfélaginu. Svo stóð á, að nema þurfti litla sneið til viðbótar af lóð Páls Guðmundssonar sem hann átti þarna. Ber að þakka Páli liðlegheit °g velvilja, er hann sýndi um að láta lóð af hendi fyrir sanngjarnt verð. Staðurinn er sérstaklega valinn með hliðsjón af þessu þrennu: 1. Að hann er rniðsvæðis í bænum. 2. Er fallegur og ^iggur vel við sól. 3. Hvað leiðslur eru þarna stuttar að ljósamótornum ,sem er hitagjafinn. Stcerð sjálfrar laugarinnar. Upphaflega ákvað nefndin ágrein- llrgslaust að byggja laugina 25 m langa, ^aeð hliðsjón af að hún taldi það æski- legast, og að hennar dómi fullnægði ekkert annað kröfum tímans. íþrótta- fulltrúi ríkisins Þorstein Einarsson tjáði °kkur þegar reynslu sína og annara í þessum málum. Öll sú reynsla var á þann eina veg, að ekki væri mögulegt að hita hér svo -stóra laug á þann hátt Sem hér væri hugsað. Af reynslu þeirra Sem hita laugar sínar með kolum, sá- um við líka að það var heldur ekki mögulegt vegna óhemju reksturskostn- aðar. Þarna var því um þrent að velja: 1. Að gjald einstaklinga fyrir notkun yrði svo hátt, að draga myndi stórlega úr aðsókn. Að laugin yrði ekki notuð nema fáar vikur á ári. 3. Að rekstur laugarinnar yrði svo mikill baggi á bænum, að af þeim sökum yrði sparað verulega í rekstri, nema þau einu ár sem menn „gengju á 10-köllum“. Þá var næst ákveðið að hafa stærð laugarinnar 16%. m. langa. Við ná- kvæma rannsókn komst nefndin enn að þeirri niðurstöðu, að með þeirri stærð fengist heldur ekki nægjanlegt heitt vatn, til þess að örugt væri að ná því takmarki sem laugar verða fyrst og fremst að uppfylla. Þá kom til tals að Bjarnalaug, jramhlið. Myndin er tekin rétt áður en vigslan hefst. seta skilrúm í laugina, með þá hugsun fyrir augum, að ef til vill yrði síðar komist yfir einhverja af þessum örð- ugleikum, þó ekki væri það nú hugsan- legt. í því sambandi fengum við verk- fræðing til að gera okkur grein fyrir hvað kosta myndi að thita upp slíka laug sem þessa, með ódýru vatnsafls- rafmagni. En þegar við fengum þann dóm, að slíkt kostaði árlega offjár á venjulegum tímum, þá fanst okkur það vera hreint ábyrgðarleysi að afgreiða málið á annan veg en hér hefur verið gert. M. ö. orðum, við sannfærðumst um að með þessari stærð einni næðum við því markmiði sem fyrst ber að keppa að og meta mest: Að fá vel heita, og fullkomlega nothæfa kennslulaug. Ennfremur til að synda í að gamni sínu, og til að halda sundkunnáttunni við. Með þessu eina móti var og stærsti sig- urinn unninn, sá, að fá laug sem reka mætti alla daga ársins, svo ódýrt sem nokkur föng standa til. Þetta eru megin rök okkar fyrir þeirri stærð sem valin var. Nefndin er öll sammála um að það hafi verið allra hag- ur og heill, að bygging laugarinnar skyldi dragast það, að ekki yrðu mistök á í þessu efni. Húsaskipun og annað fyrirkomulag. Við þessa laug er allstórt áhorfenda- svæði, en það þekkist hvergi fyr hér á landi. Þrátt fyrir þó endirinn yrði sá um stærðina að hún yrði ekki methæf, fannst nefndinni sjálfsagt að halda sig við fyrstu hugmynd sína um áhorfenda- svæði. Það var af ýmsum talið úr okk- ur, en við lögðum eindregið fyrir húsa- meistara að teikna laugina þannig. Við erum mjög ánægðir yfir þessari tilhög- un. Með þessu var og miklu hægara að koma fyrir sólskýli, sem fer ágætlega yfir áhorfendasvæðinu. Er ætlast til að við báða enda þess komi steyptir stigar upp á skýlið. Yfirbygging laugarinnar. Mesti vandi nefndarinnar í sambandi við bygginguna var efalaust yfirbygging sjálfrar laugarinnar. Erfiðleikarnir voru meiri í þessu efni en annars fyrir það, að þeir sem reynsluna höfðu annarsstað- ar, sögðu sitt á hvað um gæði og galla opinnar laugar eða yfirbyggðrar. Við litum svo á, að það hefði vafalaust marga góða kosti að geta komist hjá yfirbyggingu. Bjartara og skemtilegra, hollara og heilsusamlegra, kostnaðar- minna í byggingu og rekstri að hafa hana óyfirbyggða. Aðal hættan frá okk- ar sjónarmiði er sót, foksandur og alls- konar rusl. Miklu meiri en sú sem staf- ar af kulda, a. m. k. þegar mótorarnir eru meira eða minna notaðir. Hugsun okkar var því lengi sú, að geta tekið laugina í notkun fyrir miðjan vetur, svo þegar á liðnum vetri hefði getað feng- ist fullkomin reynsla í þessu efni.En því miður gat það ekki orðið. Með hliðsjón af þessu gerðum við engar ráðstafanir til yfirbyggingar í bráð. Og einmitt af þeim sökum eru veggirnir í kringum laugina sjálfa ekki múrhúðaðir, því að það er aðeins til að kasta peningum, að getra það ef byggt verður yfir. Við ger- um því ráð fyrir að reynsla verði látin skera úr um þetta efni á næsta vetri, ef þessi reynsla hefur ekki þegar fengist við notkun í sumar og haust. Laugin sjálf er 12.50 m. á lengd og 6.75 m. á breidd. Dýpt laugarinnar er mest 2 metrar, en 90 cm. þar sem hún er grinst. Áhorfendasvæðið er þrír upp- hækkaðir pallar við suðurhlið. Breiðir gangar eru á hina þrjá vegu. Forhlið og aðaldyr snúa að Freyju- götu. Framan við húsið eru myndarleg- ar tröppur. Af þeim er gengið inn í and- dyri laugarinnar. Inn að lauginni liggja 3 smá herbergi hvert við hliðina á öðru. Norðast — og næst stiga upp á efri hæð, þar sem Rauða-krossdeild Akraness hef- ur Gufubaðstofu — liggur herbergi, sem ætlað er fyrir aðgöngumiðasölu, við hlið þess er herbergi fyrir kennara, og þá fyrirhúsvörð.Úröllum þessum herbergj- um liggja dyr út að lauginni. Úr and- dyrinu er ennfremur til beggja handa gengið inn í búningsherbergi laugar- gesta. Hægra megin, — eða að sunnan- verðu — fyrir konur, en í norður álm- unni fyrir karla. Þar inni eru bekkir og 22 fataskápar hvoru megin. Snyrtiher- bergifylgiroghverjum þessara klefa.Inn

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.