Akranes - 01.07.1944, Page 6
90
AKRANES
af þessum búningsherbergjum, — nær
lauginni — eru baðherbergi með heit-
um og köldum steypi-böðum. Úr þeim
er svo gengið út í laugina, og eru það
aðeins nokkur fótmál.
Byggingfn öll er að flatarmáli 270
ferm. en 1263 kbm. Undir öllu aðal hús-
inu er mikill kjallari. Þar er ráðgert að
koma fyrir tækjum til að hreinsa laug-
arvatnið. Þar eru og ágæt herbergi til
geymslu. Ennfremur er þar miðstöðv-
arkynding hússins, svo og fyrir þrifa-
böðin. Gangur er og allt í kringum laug-
ina neðanjarðar.
Á framhlið hússins er pallur til skjóls
yfir dyrum, en þar fyrir ofan er letrað
með stórum stöfum: — Bjarnalaug. —
Þessir menn hafa staðið fyrir verki
við bygginguna: Óskar Sveinsson, sem
haft hefur þar aðal umsjón og fram-
kvæmd. Aðalsteinn Árnason, sem hef-
ur annast alla múrhúðun, utan og inn-
an. Sveinn Guðmundsson, hefur annast
raflögn alla. Vélsmiðja Þorgeirs & Ell-
ert, niðursetningu allra hitunartækja og
vatnslögn að lauginni. Vélsmiðjan Jöt-
unn í Reykjavík gerði svokallaðann
„forvermara“ — það er stór járndúnk-
ur, sem stendur út við ljósastöðina, en
„púst“ vélanna er leitt í þennan kút og
látið hita vatn sem rennur um hann í
mörgum járnpípum. — Annar aðal-
hitagjafi er svo kælivatn mótoranna. —
Lárus Árnason hefur séð um þá máln-
ingu sem þegár hefur verið fram-
kvæmd. Hurðir og glugga hefur Lárus
Þjóðbjörnsson smíðað. Einar Magnússon
var umsjónarmaður hér í fyrra sumar.
Teikningar voru gerðar af skrifstofu
húsameistara ríkisins, í samráði við í-
þróttafulltrúa Þorstein Einarson, Ósk-
ar Sveinson og nefndina. Miðstöðvar-
teikningu gerði Sigurður Flygenring.
Óskar gerði síðan ýmsar tillögur til
breytinga eða viðauka meðan húsið var
í byggingu, sem allar hafa verið til bóta.
Hefur hann verið mjög áhugasamur um
að þetta færi sem best úr hendi. Má hið
sama segja um alla hina verktakana,
sem og alla fasta- og lausamenn, sem
við þetta verk hafa unnið.
Færi ég þeim öllum fyrir hönd nefnd-
arinnar innilegustu þakkir.
Er laugin tilbúin til notkunar?
Sjálfsagt finnst ykkur að það hefði
mátt dragast eina viku enn að vígja
laugina. Því miður er þetta ekki svo
fullgert, sem við hefðum viljað vera
láta. Er því sennilegt að það muni drag-
ast um vikutíma eða svo að hún verði
opnuð almenningi til afnota. En með
sérstöku tilliti til þessa dags og ýmis-
legs þess, sem ég hirði ekki að greina
frekar, var ekki hægt að sleppa vígslu
hennar á þessum degi. Var nefndinni
það þó mjög óljúft, að gera það án þess
að hafa gengið fullkomlega frá þessu
úti og inni. Það er eftir nokkuð af þeirri
múrhúðun er við aátluðum að ljúka.
Þekja lóðina hér í kring. Steypa stokk
um leiðslur til laugarinnar o. fl. smá-
vegis.
Ef til vill mun nú einhver spyrja.
Hvað er laugin heit? í dag var hún 20
stiga heit.
Að hún er ekki heitari stafar af þessu:
Nú er aðeins litli mótorinn keyrður, og
venjulegast með litlu álagi. En eftir því
sem hann erfiðar meira gefur hann
heitara vatn. Til þess að fylla laugina
nú, höfum við látið renna í hana mjög
mikið af köldu vatni. Þegar hún nú er
orðin full, og eingöngu fer að renna í
hana heitt vatn frá mótornum — jafn-
vel með þessu litla álagi — hitnar hún
smámsaman, og þarf vafalaust ekkert
að óttast um kulda í henni þegar fram í
sækir. Síðar er hugsað að hafa hringrás
á vatninu til mótoranna aftur, og mun
það enn hjálpa til um hitann.
Fyrir hvaða jé hejur þetta verið byggt,
og hvað kostar laugin?
Því miður er hvorugu þessu hægt að
að svara tæmandi í dag. Verður því að
nægja í bili, að gera grein fyrir þessu
í höfuðdráttum. Eins og þið sjáið er
verkinu ekki að fullu lokið. í öðru lagi
er nokkuð af reikningum ókomið og ó-
greitt. Nefndin mun hinsvegar þegar
er verkinu er lokið ganga frá heildar-
reikning, og gera skilagrein fyrir því
fé sem farið hefur um hennar hendur
og birta þetta í blaðinu „Akranes“. Þar
verður og gerð grein fyrir gjafavinnu,
og þeim gjöfum sem ekki hefur þegar
verið kvittað fyrir opinberlega.
Það sem nú er búið að greiða vegna
byggingarinnar í efni og vinnu er kr.
218.972,35. Þar með er talin lóðin, enn-
fremur gjafavinna um 20 þús. kr. Þessi
upphæð hefur verið greidd þannig:
Tekjur af skemmtun, gjafir
og áheit kr. 88.972.35
Styrkur úr íþróttasjóði
ríkisins — 50.000.00
Tekin lán (ógreidd) — 55.000.00
Áætlaðar skuldir til viðb. — 25.000.00
Samtals krónur 218.972.35
Af þessu má sjá, að við skuldum enn
um 80 þúsund krónur fyrir utan það,
sem við kann að bætast. Nefndinni æg-
ir þetta ekki. Hún er enn vongóð og
bjartsýn um góðan endir þessa máls.
Hingað til hefur hún ekki þurft að vera
áhyggjufull í þessu efni. Sem litla sönn-
un þessa er mér ljúft og skylt að geta
þeirra stórgjafa, sem okkur hafa borist
í dag og síðustu daga, eða vitað er um,
að muni koma næstu daga:
Frá Óskari Halldórssyni kr. 1000.00
— Petrínu og Pétri Ottesen — 500.00
— Knattspyrnufél. Akraness — 1500.00
— Hljómsveit Akraness — 1030.00
— H.f. Hængur — 5135.40
— Margréti Nikulásdóttur til
minningar um foreldra
hennar og ömmu — 1000.00
— Árna Kristinssyni — 1000.00
— Ólafi Ásmundss. til minn-
ingar um föður hans Ásm.
Þórðarson — 1000.00
— Gísla Vilhjálmssyni — 200.00
— Önnu Jónsdóttur — 50.00
Til minningar um Þorv. heit.
Ólafsson, konu hans, Sig-
ríði Eiríksdóttur og son
þeirra Tómás, frá börnum
þeirra hjóna — 2500.00
Frá Þóroddi Oddgeirssyni — 1000.00
Ennfremur höfum við hugboð um að
næstu daga berist myndarlegar gjafir
frá einstökum mönnum, félögum og fyr-
irtækjum, þar á meðal rífleg upphæð
frá iðnaðarmönnum sameiginlega.
Óskar Sveinsson og kona hans hafa
gefið alla vinnu á þessari veglegu hurð,
gluggum og karmi í aðaldyrum laugar-
innar.
Þá ber að þakka Rafveitunni það raf-
magn, sem hún hefur látið lauginni í té
meðan hún hefur verið í byggingu. Enn-
fremur rafmagnsstjórninni, sem í sam-
bandi við tenginguna við stöðina hefur
sýnt eindreginn velvilja og skilnng.
Sömuleiðis þökkum við stuðning og á-
gæta samvinnu við íþróttafulltrúa rík-
isins, Þorstein Einarsson og íþróttanefnd
ríkisins, ekki sízt formann hennar, Guð-
mund Kr. Guðmundsson skrifstofustj.
Mun hann segja hér nokkur orð á eftir.
Þessum mönnum þökkum við fyrir
komu sína hingað við þetta hátíðlega
tækifæri.
Kvittað hefur verið fyrir gjöfum jafn-
óðum og þær hafa borist. Seinna verður
kvittað fyrir gjafavinnu, hvort heldur
hún hefur verið unnin eða greidd í pen-
ingum.
Fyrir allar þessar gjafir, — stórar og
smáar — velvilja, stuðning og margvís-
lega greiðasemi, þökkum við öllum, er
hlut eiga að máli innilega.
Við krejjumst.
Það er einkennandi fyrir yfirstand-
andi tíma, hve þessi tvö orð eru mikið
notuð. Kröfurnar miklar og margir, sem
krefjast. Samkvæmt eðli allra hluta,
kemur afleiðing af orsök hverri. Það er
ekki hægt að krefjast, án þess að 1-
þyngja þeim, sem kröfurnar á að upp-
fylla. Enginn efast um, að kröfur vorra
tíma hafi oft á tíðum verið reistar á
réttum rökum. Að þær hafi verið und-
anfari framfara á marga vegu og bætt
hag einstaklinga og heilda. En þar hef-
ur gætt öfga eins og oft vill verða. Öfg-
arnar eru þó mestar og hættulegastar,
þegar allir gera kröfur til annarra. —
Hverjir eiga þá að uppfylla þær? Eftir
því eigum við að vera viðtakendur allra
gæða, en aðrir að uppfylla. Hér verður
nefnilega svo sem ávallt að vera hóf á
hverjum hlut, til þess að árangurs megi
vænta.