Akranes - 01.07.1944, Síða 7

Akranes - 01.07.1944, Síða 7
akranes 91 Það er einkennilegt, hve hér hefur í þessum efnum sem mörgum öðrum skipt algerlega í tvö horn. Síðasta kynslóð gerði engar kröfur eða litlar. Og ef þær voru gerðar, þótti ekki fært að ætlast til alls af öðrum í því falli. Nú gerum við öll takmarkalausar kröfur til ann- arra. En hverjir eiga þá að uppfylla þær? Fórna öllu. Þegar kröfurnar eru miklar, liggur í augum uppi að miklu verður að fórna. Annað hvort í gæðum °§ göfgi eða annarri áþreifanlegri gjald- gengri mynt. Út frá öllu þessu tali um kröfurnar skulum við athuga það, sem á þessari stund er hugsun næst. Þetta mannvirki, sem við stöndum hér við í dag. Það, sem hér er aðalmarkmiðið og allra hugur beindist fyrst að, að leysa, var vitanlega að fá hér volga, nothæfa kennslulaug til afnota fyrir ungmenni bæjarins og aðra þá, sem vildu nota þetta mikla heilsu- og menningartæki. Það leynir sér ekki, að sá hluti þessarar byggingar, þ. e. laugin sjálf, — sem er kjarni og mergur málsins — kostar lítinn hluta þess, sem byggingin kostar í heild sinni. Er þann- ig líklegt, að margir kalli það umbúðir einar í þessu sambandi. Nú vil ég engan veginn segja, að allt þetta mikla hús og þeir miklu fjármunir, sem það kostar fram yfir laugina sjálfa, — sem að vísu tr mergur og markmið þessa máls, — séu hóflausar kröfur hins nýja tíma fram yfir alla þörf og skynsemi. En þó við viðurkennum það ekki, verðum við að viðurkenna hitt, — sem er óumdeil- anlegt, — að í sambandi við hvert nýtt átak eru nú á tímum gerðar fyllstu kröf- ur, sem kosta mikið fé, tíma og fyrir- böfn. Og þá komum við enn að þessu. Hvar verða kröfurnar eða óskirnar upp- fylltar, ef allir standa að því að gera þær til annarra? Hverjir verða þá þessir aðr- ir, ef við hugsum setninguna á enda? Það er einfalt mál fyrir mig einan að gera kröfur til ykkar allra. En málið vandast mikið, ef þið gerist öll kröfu- hafar í viðbót. Gott fólk. Það gleður mig innilega, að geta með sanni sagt, að við höfum hér öll gert naikilsverða og virðingarverða tilraun til þess að sigrast á þessum veikleika vorra tíma. Við höfum frjáls og þving- unarlaust — með óvenjulega miklum ár- angri — snúið þessu fagurlega við. Við höfum sameinast um að heimta af sjálf- um okkur að uppfylla eina mestu þörf °g nauðsyn þessa bæjar á líðandi stund. Að koma upp því mikla menningartæki 1 þrifnaði og heilsuvernd, sem stofnun þessi vissulega er. Og hún er ekki ein- asta það, — sem þó er næsta mikilsvert. '— Heldur hefur hún samhliða og ekki siður raunhæft gildi fyrir atvinnu, líf °g afkomu meginþorra allra einstakl- þessa bæjarfélags, sem þá um leið — og óumdeilanlega — er allra hagur og heill. Þeir, sem gera kröfur til sjálfra sín, eiga auðveldan aðgang að uppfylling þeirra hjá öðrum. Hér erum við þá komin inn á eitt undursamlegasta og óskiljanlegasta svið tilverunnar. Undur og óskiljanlegan mátt fórnarinnar. En út í það skal ekki farið verulega hér. Allur almenningur í þessum bæ og Akurnesingar í fjarlægð hafa án hinnar minnstu aðstoðar bæjarfélagsins reist þetta ágæta menningartæki, sem við tökum til afnota á þessari stund. Mér hefur verið falið af viðkomandi aðilum að afhenda bæjarstjórninni — Akraneskaupstað — þessa byggingu eins og hún nú er, til ævinlegrar eign- ar og umráða, með eftirgreindum skil- yrðum: í því sambandi er bezt að lesa hér gjafabréf það, er sent var bæjar- stjórninni hinn 27. maí s. 1., og hljóðar svo: „Eftirtalin félög og stofnun: Skip- stjórafélagið Hafþór, sjómanna- og vél- stjóradeild Verklýðsfélags Akraness og Minningarsjóður Bjarna Ólafssonar, beittu sér fyrir byggingu sundlaugar þeirrar, er hér er risin og hlotið hefur nafnið „Bjarnalaug“. Bygging laugar- innar með tilheyrandi böðum er að verða lokið. Fyrir hönd ofanritaðra, höfum vér á- kveðið, í fullu trausti til vilja allra ann- arra, sem hér hafa lagt fé til eða fyrir- höfn, að afhenda mannvirki þetta eins og það nú er, skuldlaust, Akraneskaup- stað, til ævinlegrar eignar, með eftir- greindum skilyrðum: 1. Að laugin sé rekin með almennings- heill fyrir augum, og að aðgangur að henni eða böðum sé ekki selt hærra verði en sem þarf til viðhalds og til að standa undir rekstri. 2. Að skipstjórafélagið, sjómannafélög- in og stjórn Minningarsjóðs Bjarna Ól- afssonar megi velja 3, af 5 manna nefnd er sjái um rekstur laugarinnar. Bærinn velji tvo menn í nefndina. 3. Að á þar til gerða stöpla — framan við laugina — sem byggðir verði utan um núverandi flaggstengur, láti bærinn eftir nánara samkomulagi síðar, letra öll nöfn þeirra sjómanna, er héðan hafa drukknað — og vitað er um — svo og síðar, jafnóðum er slík slys bera að höndum. 4. Að húsi og tækjum sé ávallt vel við haldið, til þess að allt þetta svari þeim tilgangi, sem að er keppt. Akranesi, 27. maí 1944. F.h. Minningarsjóðs Bjarna Ólafssonar, Ól. B. Björnsson. Níels Kristmannsson. Júlíus Þórðarson. F.h. Skipstjórafélagsins Hafþór, Axel Sveinbjörnsson. F.h. vélstjóradeildar Verklýðsfélagsins, Gunnar Guðmundsson. F.h. sjómannadeildar Verklýðsfélagsins, Guðm. Sveinbjörnsson. Til bæjarstjórnar, fyrir hönd Akranes- kaupstaðar. Bæjarstjórnin tók þessu boði með þökkum, og lætur það væntanlega í ljós hér í dag. Með þessu litla átaki, sem hér er unn- ið, höfum við viljað ryðja úr vegi einni hindrun á þroskabraut bæjarbúa. Við höfum og með því viljað varða veginn — til átaka og athafna — eftirkomend- um vorum, með því að gera fyrst kröfur til sjálfra okkar. Með 3. lið skilyrðanna fyrir gjöf þess- ari til bæjarins, vildum við undirstrika og minna eftirkomendur vora rækilega á skyldur sínar við þá, sem á hverjum tíma fórna lífi sínu fyrir þennan bæ. Fyrir þetta blessaða land. Eg hef hér áður minnst á nafn laug- arinnar. — Það ber ekki að skoða sem minnisvarði yfir þann dáðadreng einan. En nafn hans sómir sér vel sem sam- nefnari og fullgild sönnun fyrir því, að það sé og eigi að vera um allar aldir ó- brotgjarn minnisvarði yfir alla þá menn, sem á sama hátt hafa fórnað lífi sínu fyrir þennan bæ. Við viljum í þakklátri lotningu minnast þeirra allra á þessari stund. Við biðjum Guð að blessa þá alla, ættingja þeirra og vini, lífs og liðna, hvort sem þeir eru hér nær- eða fjær- staddir. Við höfum engu fórnað. En við höfum með þessu átaki sýnt lítinn vott þess, að við munum þessa menn, og að minning þeirra er okkur heilög. Fyrir þessa máttugu samstillingu — að hafa beint kröfunuro inn á við til okkar sjálfra — hefur okkur tekist að leggja framtíðinni þær skyldur á herð- ar, að vaka yfir og láta ekki falla í gleymsku nöfn þeirra vor á meðal, sem mestar dáðir drýgja á hverri tíð. Hús þetta er byggt á Bjargi. — Á Bjargstúni. — Bjarni Ólafsson byggði líf sitt á Bjargi aldanna. Við vitum og að fjöldi þeirra manna, sem við minn- umst ,í dag með þessari byggingu — nöfn þeirra verða hér skráð samkvæmt framansögðu — hafa líka gert það á sama hátt. Þess vegna biðjum við þann Guð, sem þeir treystu, sem var þeirra Bjarg, hæli og styrkur í sorg og gleði, í lífi og dauða, að blessa þetta hús, þessa stofnun og starf hennar meðan hún stendur. Við undirstrikum þá ósk okk- ar og von með því að syngja hér á eftir: A hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg. Bað Ólafur þessa menn að syngja sálminn: Jón Árnason, Bjarna Bjarna- son og Jón Sigmundsson, en hann lék sjálfur undir á orgel.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.