Akranes - 01.07.1944, Side 8

Akranes - 01.07.1944, Side 8
92 AKRANES Ræða Arnljóts Guðmundssonar bœjarstjóra: Góðir tilheyrendur! Við erum komin hingað á sjómanna- daginn 1944 til þess að sjá eitt af fram- faramálum bæjarins orðið að veruleika, til þess að sjá Bjarnalaug fullgerða. Við þetta tækifæri verður manni ó- sjálfrátt hugsað til þess, hversu fákunn- andi og fáfróðir við vorum fyrir manns- aldri síðan. Þá voru syndir menn víðast hvar jafn sjaldséðir og hvítir hrafnar, og það var sagt, að þekkja mætti ís- lendinga frá öðrum þjóðum á því, að þeir sykkju,.ef þeir féllu í vatn, og eng- inn kann tölu á þeim mannfjölda, sem látið hefur lífið fyrir þetta kunnáttu- leysi. Nú er liðin full hálf öld síðan mönn- um varð ljóst, að við svo búið mátti ekki standa og farið var að kenna unglingum og fleirum sund við laugarnar í Reykja- vik. Þaðan barst nokkur sundkunnátta út um land. Lengi munu flestir hafa litið á sundið sem fagra íþrótt, frekar en lífsnauðsyn, en nú er öllum ljóst, að fyrst og fremst er það lífsnauðsyn, að allir sjómenn kunni sund. Nú er markið sett hærra. Löggjöfin stefnir að því, að allir heil- brigðir menn, karlar og konur læri sund, bæði sjávar- og sveitafólk. Hér er um menningarmál að ræða, sem auk þess getur bjargað lífi margra manna. Með byggingu Bjarnalaugar hefur ræzt sú von Akurnesinga, sem eiga allt sitt und- ir sjónum, að eignast sundlaug, sem ger- ir mögulegt, að bæjarbúar standi jafn- fætis öorum landsmönnum á þessu sviði. Það mun sannast, að Bjarnalaug eflir ekki aðeins sundkunnáttu bæjarbúa. — Það fer ekki hjá því, að hún efli einnig heilbrigt íþróttalíf, en af því getur margt gott leitt. Allir vita, hve mikils virði það er, að hafa hraustan líkama, og að íþróttaiðkanir eru hin mesta vörn gegn drykkjuskap -og annarri óreglu, en í- þróttalífi fylgir einnig annar dýrmætur kostur, drengilegur hugsunarháttur, að hafa ætíð rétt við í hverjum leik, ekki aðeins á leikvelli, heldur einnig í öllu okkar lífi og viðskiptum við hvern mann. Eg vík þá að öðru þýðingarmiklu atr- iði viðvíkjandi Bjarnalaug. Þið vitið öll, að bæjarfélagið hefur haft mörg járn í eldinum undanfarið, Vatnsveitan er nýbyggð, gagnfræðaskóli nýstofnaður og skólahús nýbyggt, áður en þetta ár líður verður skólpveita vænt- anlega komin um allan bæinn. Garða- land hefur nýlega verið ræst fram, bæj- arhúsið er nýbyggt, unnið hefur verið að nýlagningu vega og þessa dagana er verið að byrja byggingu nýrra hafnar- mannvirkja. Þrátt fyrir þessar bæjarframkvæmdir hafa bænum borist meiri og stærri gjaf- ir en dæmi eru til á þessu landi. Til elli- heimilis hefur verið gefið stórfé nýlega, s. 1. haust var bænum gefin Bíóhöllin, vandaðasta kvikmyndahús landsins, og nú í dag bætist Bjarnalaug við. Það er satt að segja undravert, að allt þetta skuli gerast á þessum tímum, þegar all- ur heimurinn er í uppnámi. Áður hefur því verið lýst, hvern veg aflað hefur verið fjár til byggingar Bjarnalaugar. Skömmu eftir hið svip- lega andlát Bjarna heitins Ólafssonar, eða 25. apríl 1939, stofnuðu nánustu ætt- ingjar og vinir Bjarna heitins og gaml- ir ungmennafélagar minningarsjóð hans og var sjóði þessum fyrst og fremst ætl- að það verkefni, að koma upp sundlaug fyrir eigið fé eða með tilstyrk annarra. Sjómannasunnudagurinn var haldinn hátíðlegur hér á Akranesi í fyrsta sinn sumarið 1939. Þau félagssamtök, sem aðallega stóðu að sjómannasunnudegin- um voru skipstjórafélagið Hafþór og sjómanna- og vélstjóradeild Verklýðs- félagsins. Það var ákveðið þegar í upp- hafi, að ágóði af hátíðahöldunum skyldi renna til Bjarnalaugar. Það eru þessir aðilar, sem nú hafa verið nefndir, sem aðallega höfðu forgöngu um byggingu hinnar nýju sundlaugar. Árið 1939 var hafizt handa um fjársöfnun til bygging- ar laugarinnar, og nú árið 1944, er laug- in tekin til afnota fyrir almenning. Að sjálfsögðu má þakka verk þetta að nokkru leyti bjartsýnum og djörfum forgöngumönnum, en að baki þeirra hef- ur staðið fjölmennur flokkur félags- lyndra manna, sem látið hafa sér annt um framfaramál og velferð bæjarins. Eg hef ekki lengi verið búsettur á Akranesi, og þekki af þeirri ástæðu ekki Akurnesinga jafnvel og margur annar. Eg verð að segja það í þessu sambandi, og vil taka það fram, að hér er ekki um skrum eða ýkjur að ræða, að hvergi hef ég orðið var við jafn almennan áhuga fyrir því að bæta hag bæjarfélagsins og tryggJa afkomu bæjarbúa sem hér í þessum bæ. Eins og sýnt hefur verið fram á, hefur þessi áhugi komið mjög greinilega fram í verki hin síðustu ár, predikanir um þessi mál eru hégómi, ef ekki fylgir raunverulegur vilji til þess að fórna einhverju í þágu bæjarfélags- ins. Akranes er að vissu leyti bær land- námsmannsins, enda þótt hér hafi verið mannabyggð í meir en þúsund ár. Flest er ógert af því, sem gera þarf til þess að byggja upp bæjarfélag, sem veitt geti bæjarbúum öryggi og þann aðbúnað, er bæjarfélagi ber að gera. Ekkert er slíku bæjarfélagi nauðsynlegra en það, að all- ir bæjarbújar taki höndum saman til þess að efla hverskonar framfarir og menningu. Bygging Bjarnalaugar sýnir bezt, hverju orka má í þessu efni, ef vilji er fyrir hendi. Fyrir hönd bæjarstjórnarinnar þakka ég þá veglegu gjöf, sem hinum unga kaupstað hefur borist í dag. Bæjarstjórn- in metur mikils þann dugnað og elju, sem forgöngumenn þessa máls hafa sýnt, og hug allra þeirra karla og kvenna, sem að baki hafa staðið og stutt málið með vinnugjöfum og fjárframlög- um. Svo sem skýrt hefur verið frá, er Bjarnalaug helguð minningu drukkn- aðra sjómanna, og nöfn þeirra sjó- manna, sem drukknað hafa frá Akra- nesi verða skráð á sérstakan stað í hús- inu. Það voru tilmæli þeirra samtaka sjó- manna, sem staðið hafa að byggingu sundlaugarinnar, að laugin yrði heitin eftir Bjarna Ólafssyni og kölluð Bjarna- laug. Bjarni heitinn er einn þeirra manna, sem drukknað hafa frá Akra- nesi með sviplegum hætti, rétt við land- steinana. Hans verður lengi minnst sem landkunns aflamanns. Á Akranesi og víðar verður hans einnig lengi minnst vegna mannkosta hans og dæmafárra vinsælda. Bæjarstjórnin fagnar því, að sundlaug- verði minnisvarði drukknaðra sjómanna og að hún beri um ófyrirsjáanlega fram- tíð nafn eins ágætasta sjómannsins, sem stundað hefur sjóinn frá Akranesi. Eftir að ræðumenn höfðu lokið máli sínu, fór vígsla laugarinnar fram með þessum orðum Ól. B. Björnssonar: Þetta hús, þessa stofnun, höfum við öll sameiginlega reist í minningu þeirra manna okkar, sem mestu hafa fórnað. Það er Ijós vottur um menning, skilning og ræktarsemi. En hið raunhæfa gildi hefur hún með því að þjóna lífinu um aldur og ævi. Með þessum orðum vil ég biðja þá þrjá vösku sjómenn, sem við sjáum hér í hermannabúningi okkar lands, að vígja „Bjarnalaug“, með því að kasta sér til sunds. Þar með hef ég fyrir hönd þeirra að- ila er mér fólu, afhent bænum þessa sundlaug til eignar, umráða og afnota, samkvæmt því, sem ég hef áður sagt. Lifið heil. Sérstakir gestir við þessa athöfn alla voru þau, ekkja Bjarna Ólafssonar, og Ólafur, sonur þeirra. „Þangað þori ég ekki að líta“. Einhverju sinni reri Hallgrímur Jóns- son hreppstjóri í norðan kælu. Ekki var vindur meiri en það, að róið var undir, en sennilega hefur „útlitið“ ekki verið gott, — að því er einhverjum hásetanna fannst. — Einhverntíma á útleiðinni fara skipverjar að tala um að útlitið sé ekki gott. Hann sé „uppgenginn á heið- ina“. Þar sem Hallgrímur sat við stýrið, sá hann ekki „uppganginn“ á heiðinni, nema að líta við. Þá segir Hallgrímur: „Já, hann er sjálfsagt uppgenginn. Þang- að þori ég ekki að líta. Haldið þið áfram að róa. Það gengur ekki of vel.“

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.