Akranes - 01.07.1944, Side 16
100
AKRANES
að Árni Magnússon og Páll Vídalín semja jarðabók sína
yfir Gullbringusýslu. Þar er hjáleigu þessari lýst svo:
„Jarðardýrleiki er óviss.
Ábúandinn Jón Jónsson.
Landskuld 50 álnir. Betalast með 2^2 vætt fiska í kaup-
stað.
Við til húsabótar leggur ábúandi.
Leigukúgildi er 1 nýlega inn komið, var áður ekkert, en
þá fylgdi hjáleigunni helmingaskip, fjögra manna far, sem
hjáleigumaðurinn átti sjálfur en heimabóndinn í Vík gjörði
út að hálfu og tók annan skiphlutinn af árið um kring
nema um slátt alleina.
Leigur betalast í smjöri heima til bóndans. Leigukúgild-
ið uppyngir heimabóndinn.
Kvaðir eru mannslán árið um kring, gelst in natura.
Dagsláttur einn. Að styrkja til flutninga þegar Bessastaða-
menn kalla. Item að styrkja til að bera fálka.
Kvikfénaður 3 kýr, 1 hestur.
Fóðrast kann 3 kýr.
Heimilismenn 6.
Eldiviðartak hefir ábúandinn nægilegt asamt heima-
bóndanum.
Skipaútgjörð má ábúandinn hafa svo mikla sem hann
megnar frí af bóndanum í Vík.
Vatnsból er næsta því ekkert nema í Víkur brunni eður
Hlíðarhúsa."1)
Eftir þetta fara litlar sagnir af Götuhúsum um hálfrar
aldar skeið. En þegar verið var að koma upp „innrétting-
unum“ laust eftir miðja 18. öld, þurftu þær á töluverðu
landrými að halda. Var þá Götuhúsatúnið lagt til þeirra
nota, ásamt Landakoti og Hólavelli hálfum. í Götuhúsa-
bænum sjálfum bjó allan síðari helming aldarinnar Sig-
urður Erlendsson. Faðir hans var Erlendur Brandsson lög-
réttumaður í Hrólfsskála. Sigurður í Götuhúsum var merk-
ismaður talinn og þótti einn af gildustu borgurum Reykja-
víkur á sinni tíð. Kvæntur var hann Hlaðgerði Guðmunds-
dóttur frá Eyjum í Kjós. Meðal barna þeirra hjóna voru
Sigríður, kona Runólfs Klemenssonar verksmiðjustjóra og
Vigdís, er giftist Grími Ásgrímssyni. Grímur og Vigdís
bjuggu í Götuhúsum eftir að Sigurður Erlendsson féll frá
rétt fyrir aldamótin 1800. Þar ólust upp synir þeirra, séra
Jón Grímsson á Húsafelli og séra Sigurður Grímsson á
Helgastöðum.
Nokkru eftir aldamótin komust Götuhús í eigu Petræus-
ar-verzlunar. Fjölgaði þar þá mjög tómthúsum, en jörðin
sjálf rýrnaði og gekk úr sér að sama skapi. Hét sá Jörgen
Pálsson, sem lengst hokraði þar á fyrri hluta 19. aldarinnar
og fram yfir miðja öldina. Var svo komið árið 1863, þegar
Geir Zoéga eignaðist Götuhús, að þar voru flestir hlutir í
megnustu niðurníðslu. En hann lét ekki bíða að taka til
starfa. Strax á fyrsta ári var farið að rífa upp grjót úr
Götuhúsatúni, slétta það og gera því til góða á allar lund-
ir. Meðan Petræusar-verzlun hafði átt jarðeignina, voru
reist þar mörg smákot, sem starfsmenn hennar ýmsir áttu
og viðskiptavinir. Flest voru kot þessi léleg og lítt hæfir
mannabústaðir, enda mörg í eyði er hér var komið sögu.
Lét Geir rífa tóttirnar og slétta yfir. Leið ekki á löngu unz
þar voru komnir vellir iðjagrænir, sem áður gat að líta
rústir, grjót og þýfi. Árið 1866 er ræktun þessi svo langt á
veg komin, að stjórn Húss- og bústjórnarfélags Suðuramts-
ins ákvað að veita Geir verðlaun fyrir dugnað hans við
jarðabætur. Annar merkur borgari í Reykjavík, Magnús
Jónsson bóndi í Bráðræði, átti einnig að hljóta samskonar
verðlaun fyrir ræktunarframkvæmdir sínar. „En þessir
heiðarlegu menn vildu ekki þiggja verðlaun, til þess að
sitja öðrum fátækari í ljósi,“ segir í skýrslu bústjórnarfé-
lagsins. Sýnir þetta meðal annars, að þegar hér var komið
sögu, hefur efnahagur Geirs verið orðinn fremur góður.
1) Jarðabók Á. M. og P. V. III. bindi, bls. 263—264.
Árið 1870 var gefið dálítið yfirlit um búnaðarframkvæmd-
ir Geirs fram til þess tíma. Þá var hann búinn að gera
Götuhúsatún allt að sléttum velli, en hafði auk þess rækt-
að 3V2 dagsláttu af grýttu og erfiðu landi. Tvíhlaðinn grjót-
garður var kominn umhverfis túnið, stæðilegur og vel
hlaðinn. Töðufall túnsins hafði aukizt úr 40 hestum í 120
hesta.
Á þessum árum hafði Geir einnig stækkað Sjóbúðarhús-
ið og byggt ofan á það, reist sæmileg peningshús og komið
sér upp nokkrum kúm og allmörgum hestum.
Tún það, sem Geir hafði látið rækta, hlaut í munni al-
mennings nafnið Geirstún. Var það um langan aldur feg-
ursta og grasgefnasta túnið í bænum, en hefur nú verið
tekið undir byggingarlóðir. Mun fyrsta húsið hafa verið
reist á Geirstúni 1916, en síðan hvert af öðru.
9. Fylgdarmaður
Fram eftir öldum var það sjaldgæft mjög, að útlending-
ar tækju sig til og ferðuðust til íslands. Virðist fæstum hafa
komið til hugar, að hér væri minnstu vitund að sjá, sem
merkilegt eða skoðunarvert gæti talizt. Vísindi og menntir
lágu einnig í dvala um langt skeið. Flestir vitnuðu til hinna
fornu spekinga, sem talið var að kunnað hefðu allan vís-
dóm og kafað hvert djúp til botns, svo að ekki yrði um
bætt. En þegar hreyfing fór að koma á mannshugann eftir
langvarandi kyrrstöðu, rann það ljós upp fyrir hinum fjöl-
vitrustu spekingum, að raunar stæðu þeir eins og börn
með skeljabrot fáein á strönd hins firnavíða, ókunna og ó-
kannaða hafs. Og þeir fóru að forvitnast um æ fleiri hluti,
fálmuðu sig áfram og víkkuðu jafnt og þétt sjónhringinn.
Sókn var hafin þar sem barist var fyrir aukinni þekkingu
og auknu valdi á sem allra flestum sviðum. Einn þáttur
þessarar framsóknar var sá, að kynnast sem nákvæmast
hnetti þeim, sem mennirnir byggja, bæði að því er hið ytra
útlit snertir, og innri eðlisrökum. Því fóru vísindamenn og
þá sérstaklega „náttúruskoðarar“ að sækja til margra þeirra
landa, sem afskekkt voru og sérkennileg að einhverju leyti,
þótt þeim hefði verið gefinn lítill gaumur áður.
ísland fór ekki varhluta af þeim könnunarferðum, sem
mjög tóku að komast í tízku á fyrri hluta 19. aldar. Raun-
ar hafði það komið fyrir endrum og eins hinar fyrri aldir,
að hingað til lands flæktust ferðalangar erlendir, en oftast
var það einhver sérstök tilviljun sem réði. En á 19. öldinni
öndverðlega, og þó einkum um miðbik aldarinnar, gerðust
íslandsferðir vísindamanna nokkuð tíðar. Þá fór hitt einnig
í vöxt um svipað leyti, að allskonar hefðarfólk og peninga-
lýður tók að skemmta sér með ferðalögum til afskekktra
landa. Vildi slíkt fólk stundum setja blæ einskonar „vís-
indamennsku“ á þessi ferðalög sín, og hafði stundum í
hópnum hina og aðra er við „náttúruskoðun“ fengust. Má
því segja, að hingað til lands hafi verið gerðar út ferðir á
19. öldinni í hinum ólíkasta tilgangi. Sumt voru hreinir
vísindaleiðangrar hámenntaðra manna, en annað einberar
skemmtiferðir yfirstéttarfólks, en auk þess mátti finna
flest eða öll stig þar á milli.
Það voru enskir vísindamenn, sem einna fyrstir gáfu því
gaum, að ýmislegt var vert athugunar á íslandi. Á átjándu
öldinni komu hingað ágætir gestir, er ýmislegt athuguðu
vel og skynsamlega. Má þar einkum nefna Sir Joseph
Banks, stórauðugan mann, lærðan vel og mikilhæfan. Hann
kom til íslands árið 1772, og áttu íslendingar síðan hauk í
horni þar sem Banks var. Kom það hvað skýrast í ljós í
Napóleonsstyrjöldunum, en þá gerði höfðingi þessi íslend-
ingum margvíslegan greiða, og átti mikinn þátt í að bjarga
þeim frá hungurdauða. Með Banks kom hingað Uno von
Troil, sænskur hirðprestur er síðar varð erkibiskup í Upp-
sölum. Framh.