Akranes - 01.07.1944, Side 17
AKRANES
101
ANNÁLL AKPANESS
Spyr sá, sem ekki veit
Eftirfarandi spurning hefur blaðinu borist:
Hver synti fyrstur úr Viðey til Reyjavíkur?
Svar:
Ben. G. Waage synti úr Viðey til Reykjavík-
ur fyrstur manna 6. september 1914. Eru því
naestum 30 ár siðan. Þótti það þá mjög vel
gert, og hefur sjálfsagt haft mjög örfandi áhrif
til sundiðkana.
Blaðið mun eftir því sem við verður komið
svara slíkum fyrirspurnum sem þessum, ef að
„garði bera“.
Sumlsýning
Sundsýning var í Bjarnalaug á A)kranesi
sunnud. 27. ág.
Sýningin var haldin í tilefni af tveggja mán-
aða starfi hinnar nýju laugar.
Um 50 börn á aldrinum 7—14 ára sýndu sund,
auk þess var sýnd björgun drukknandi manns
og lífgun úr dauðadái.
Að lokinni sundsýningu barna, fór fram 50
rnetra boðsundskeppni karla.
Að síðustu var keppni um sundmeistaratitil
Akraness, bæði meðal karla og kvenna, vega-
lengdin, sem keppt var á, voru 50 metrar.
Leikar fóru þannig, að af stúlkunum varð
Aðalheiður Oddsdóttir fyrst, synti hún vega-
lengdina á 50,1 sek.
í keppni karla varð Sigurður Guðmundsson
fyrstur, og synti hann vegalengdina á 41,7 sek.
Fyrir hönd sundlaugarráðs afhenti Jón Sig-
tfnundsson sundbol og sundskýlu að gjöf til
sigurvegaranna. í bol Aðalheiðar var saumað
B.L. 1944 (Bjarnalaug 1944). í skýlu Sigurðar
vár saumað það sama, en auk þess var þar
saumuð mynd af sundmanni, sem er að hefja
sig til sunds.
(»jal<l«lagi hlaðsinB var 1. júlí
Bsejarmenn eru beðnir að bregðast vel við
°g greiða árgjal sitt ef til þeirra verður leitað
fljótlega. Kaupendur úti á landi eru vinsam-
legast beðnir að senda það sem fyrst ef þeir
geta án mikillar fyrirhafnar.
Iþrótiamenn á Akranesi
hafa meira en venja er til keppt við íþrótta-
flokka utanbæjar og staðið sig vel. Verður nán-
or sagt frá þessu síðar.
Þátttakan í lýðveldiskosningunum
hér á Akranesi var rösklega 99%.
Lesendum hlaðsins
skal hér með bent á það, að forsíðumyndin í
síðasta blaði, af Jóni Sigurðssyni fæst nú sér-
prentuð, hjá flestum bóksölum landsins og
kostar aðeins 6 krónur. Þess skal getið að af-
greiðsla blaðsins rnun geta útvegað myndina
innrammaða, þeim sem þess kynnu að óska.
I* jölmennt kristilegt mót
var haldið hér 24.—26. júní s. 1. Þar voru 300
fastir þátttakendur. Alla dagana voru fluttar
messur og erindi í kirkjunni. Slíkt mót sem
þetta var haldið hér í fyrra um þetta leyti. En
áður um nokkur ár í Hraungerði í Flóa.
lilaðið Jiakkar vinsamleg hréí,
ummæli og orðsendingar er því berast við og
við. Slíkt er kærkomið og þakkarvert, því það
sýnir ljóslega að ekki fer allt efni þess fyrir of-
an garð og neðan, eða fellur allt í „grýtta
jörð“. Það hafa margir sagst lesa blaðið frá
orði til orðs, en það gera nú — i öllu blaða- og
bókaflóðinu — ekki aðrir en þeir sem hafa af
því gaman og gagn. ekki síst var blaðinu á-
nægja að heyra af hinni velviljuðu umsögn
hins fyrsta forseta íslands um útlit þess og efni.
Leiðrétting.
í síðasta blaði er þess getið að Kristrún Ól-
afsdóttir, (ekkja Jóns Hallgrímssonar) hafi
leigt salarkynni í húsi sínu K. F. U. M. og K.
fyrir starfsemi félagsins. Þetta er ekki alls-
kostar rétt og leiðréttist því hér með: Hún lán-
ar þessi umræddu saiarkynni frjálsu kristilegu
starfi hér í bænum algerlega endurgjaldslaust.
Ef hún leigir það til annara fundarhalda eða
starfs, rennur sú leiga er þar fæst meira að
segja til þessa frjálsa kristilega starfs.
Sjúkraskýlissjóðurinn
Þann 17. maí þ. á. kom frú Jófríður Jóhann-
esdóttir með kr. 300,00 til Sjúkraskýlissjóðsins,
í minningu um Ragnheiði Jóhannesdóttur,
Deildartungu hér, er lést á þrettánda þ. á. Ósk-
aði hún þess heitt að blessun fylgdi peningun-
um og fleirra mætti á eftir fara.
Sé henni innileg þökk.
F. h. Sjúkraskýlissjóðsins
Petrea G. Sveinsdóttir.
Leiðrétting
í grein um foreldra okkar Svein Guðmunds-
son og Mettu S. Hansdóttir er birtist í blaðinu
„Akranes" fyrir nokkru stendur, að hann hafi
verið „léttur í taumi". Þetta finnst okkur dætr-
um hans vera óverðskulduð og ósönn lýsing
og heimfærist illa við festu hans og sjálfstæði
í öllum málum, er hann var við riðinn,
Myndirnar, sem birtar voru í sama blaði,
voru teknar af honum 74 ára og henni 85 ára.
Að öðru leyti þökkum við vinsamleg um-
mæli höfundarins um foreldra okkar.
Akranesi 21. maí 1944.
Petrea, Ingunn og Matthildur.
Athugasemd
Ég vil aðeins með örfáum orðum svara „leið-
ré.ttingu þeirra systra og benda þeim á, að
misskilnings hlýtur að gæta í orðum mínum
„léttur í taumi“. Eg bendi á það víða í grein
minni, hve frjálslyndur, víðsýnn og hvílíkur
framfaramaður Sveinn var. Er hæpið að skilja
orð mín á þá leið, að hann hafi verið einhver
„flautaþyrill“, eða að hver maður hafi getað
vafið honum um fingur sér. En til frekari
skýringar og með öðru orðalagi, er og var
meining mín um skaphöfn Sveins: í hrepps-
málum var hann hinn gætni framfaramaður,
og þess vegna var hann, af gömlum manni að
vera, og af „gamla skólanum" óvenjulega frjáls-
lyndur og framsýnn („léttur í taurni").
Að síðustu þetta: Mér er þessi „leiðrétting"
þess óskiljanlegri, að ég las þessa grein í hand-
i'iti frá orði til orðs fyrir tvær systranna, þær
Petreu og Matthildi, án þess þær þá gerðu
■ hina minnstu athugasemd.
Ól. B. Bjöi'nsson.
Atliugið
Þar sem það hefur komið í ljós, að gengið
nefur verið um hér á Akranesi í íjároonum
fyrir Sjúkraskýlissjóð Akraness, viljum við
undirrituð hér með lýsa yfir því, að stjórn
sjóðsins á engan þátt í neinum slíkum fjár-
beiðnum, og er fólk því varað við að sinna
slíkum beiðnum, nema sönnur séu fyrir því,
að stjói'n sjóðsins standi þar að baki, Jafn-
framt eru það vinsamleg tilmæli okkar, að
þeir gefi sig fram, sem geta gefið einhverjar
upplýsingar í þesu efni.
Akranesi 24. maí 1944.
Petrea G. Sveinsdóttir. Árni Árason.
Frá hæjarstjórninni
M.b. Aldan hefur verið höfð til vöru- og
mjólkurflutning milli Reykjavíkur og Akra-
ness í sumar frá 10. júní, þar sem m.s. Víðir
getur ekki annað þeim, samhliða hinum miklu
fólksflutningum.
Samþykkt hefur verið að láta fullgera teikn-
ingu af verkamannaskýli. Ennfremur að láta
gera tillögu-uppdrátt að eUiheimili og sjúkra-
skýli. Að leggja á þessu ári 250 þús. kr. til
hafnarbóta. Að gefa 10 þús. kr. til hvíldar-
heimilis sjómanna í tilefni af 80 ára afmæli
Akraness. Að hvetja bæjarbúa til að færa upp
mó á þessu vori, m. a. með því að láta að
þessu sinni falla niður gjald fyrir mótaki í
landi bæjarins.
Ivarlakór iðnaðarmanna
úr Reykjavík söng hér í Bíóhöllinn sunnud.
9. júlí síðastl. undir stjórn Róberts Abrahams.
Ekki hefur kórinn á að skipa óvenjulega
góðum röddum, en stjórnandinn hefur þjálfað
söngmenninna mjög vel og „nær úr þeim“ það
sem þeir eiga til. Söngstjórnin fer honum
mjög vel úr hendi og hefur vafalaust mikla
hæfileika til söngstjórnar. Ef til vill hefur ein-
hverjum þótt, sem söngskráin hefði mátt vera
betur valin þegar til heildarinnar tekur. Yfir-
leitt var söngurinn ágætur, mörg lögin falleg
og vel með þau farið.
Það vill um of brenna við að hinar bestu
skemmtanir — svo sem ágætur söngur — séu
ekki eins vel sóttar sem ýmsar lakari, er leitt
til þess að vita. Styðjum öll að réttu mati og
hollara í þessum efnum.
Alíi-e<l An<lrésson
skemmti hér í Bíóhöllinn laugard. 8. júlí,
með aðstoð þeirra Jóns Aðils og Sigfúsar Hall-
dórssonar. Húsið var nær þéttsetið. Skemmt-
’inin fer fram í útvarpsformi. Gengur allt svo
eðlilega fyrir sig, að rafmagnið bilar meira að
segja. Svo að biðja verður hlustendur að af-
saka þetta hlé sem orðið hafi!!! Þulurinn (Jón
Aðils) les fréttir og tilkynningar, en Alfreð les
útvarpssöguna, flytur þáttinn um íslenskt mál
og syngur smellnar gamanvísur með undirleik
Sigfúsar. Það er ekkert hik eða fálm hjá Al-
freð í þessum „kúnstum" þar er allt „öruggt og
óskeikult". Það er veikur maður eða langt
leiddur sem ekki hlær að honum a. m. k. einu
sinni. Það er holt að hlæfija að græskulausu
gamni, jafnvel þó vitleysa sé.
H jartanlega jxakka
ég öllum þeim, sem glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum, blómum og skeytum á sjö-
tugsafmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Jónsdóttir, Gerði.
Afniæli
Ágúst Ásbjörnsson Sigurvöllum átti 60 áx’a af-
mæli 2. ágúst s. 1.
Frú Guðrún Stefánsdóttir Torfustöðum átti 80
ára afmæli 24. ágúst s. 1.
Gunnlaugur Torfason Vegamótum átti 80 ára
aírnæli 29. ágúst s. 1.
Frú Þuríður Guðnadóttir ljósmóðir átti 40
ára afmæli 1. sept. s. 1.