Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 3

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 3
AKRANES 123 lögðu í slíka hættuför. Fyrir einu þess- ara skipa var Ólafur Bjarnason á Litla- teig. Á öðru Þórður Guðmundsson á Há- teig og á hinu þriðja Pétur Hoffmann. Á því síðastnefnda var Halldór á Grund. Af hans skipi og Þórðar á Háteig komst enginn maður lífs af, en Ólafs skip var það eina, sem komst að landi með alla menn heila á húfi í þessu mikla veðri. Þarna lét þessi vel gefni og mikilhæfi maður lífið. Margar sögur eru til um það, að Halldór hafi vitað feigð sína og sagt það þennan sama morgun, að hann myndi ekki koma 'lifandi úr þessum róðri. Ragnheiður býr áfram á Grund með þessum tveim ungu dætrum sínum. En hinn 17. október 1885 giftist hún í annað sinn Þorsteini Jónssyni hreppstjóra Runólfssonar á Skeljabrekku. Kona Jóns og móðir Þorsteins var Ragnheið- ur Jóhannsdóttir prests á Hesti. Kona séra Jóhanns var Oddný Jónsdóttir Ket- ilssonar, úr Breiðafirði. Þorsteinn var greindur maður og vel hagmæltur sem afi hans. Hann skrifaði ágæta hönd og var meira menntaður en þá var títt um unga menn almennt. Þorsteinn var van- ur almennri sveitavinnu, enda alinn upp í sveit, en stundaði líka snemma sjó á vetrum. Hann fékkst því jöfnum hönd- um við búskap og sjóróðra. Hann var félagslyndur og tók brátt virkan þátt í ýmsum félagsmálum og var um mörg ár kennari. Annars staðar verður nánar sagt frá störfum Þorsteins í hrepps- og félags- málum. Þorsteinn var kátur maður og hress í anda og hrókur alls fagnaðar heima og heiman. Þorsteinn mat konu sína mjög mikils alla tíð, enda ekki annað hægt. Um nokkurt skeið hafði Þorsteinn of náin kynni af Bakkusi. Var það Ragn- heiði, sem vænta mátti, mikil viðbótar raun. En svo rækilega sneri Þorsteinn við í þessum efnum skömmu eftir síð- ustu aldamót, að hann smakkaði ekki vín eftir það meðan hann lifði. Ekki einasta það. Heldur barðist hann með hnúum og hnefum á móti víninu leynt og ljóst. Ragnheiður á Grund var vel greind, sérstaklega ættfróð og ákaflega minnug. Hún var bráð lagleg kona og stór mynd- arleg í senn. Efaðist enginn um að þar fór hefðarkona sem Ragnheiðulr \var. Hún var ein allra þrifnasta kona er ég hef þekkt. Allt var hjá henni í röð og reglu, úti og inni. í útihúsum, á landar- eigninni, og þá ekki síður á hennar eig- in heimili. Þar var hver hlutur á sínum stað, allt saman hreint og fágað hve- nær sem að var komið. Ragnheiður var óvenjulega mikill dýravinur og blóma. Alltaf hafði hún hænsni og -hafði þau þá venjulega inni í kjallara á vetrum, til þess þeim liði nógu vel. Hvergi hef ég nema á Grund séð eða vitað til þess — fyrr eða síðar — að hænsnahúsið væri hvítskúrað á hverjum degi. Hvergi hef ég heldur séð fegurri eða þroskavænlegri blóm en hjá henni. Þau voru blómstrandi allt árið svo að segja. Þrátt fyrir þessa miklu hæfileika og myndarskap allan, tók Ragnheiður eng- an þátt í opinberum málum eða félags- lífi. Þó fylgdist hún vel með og var vel heima í þeim málum öllum. í stjórnmálum, menningar- og mann- úðarmálum, utan lands og innan, kirkju- málum og ættvísi. Hún las það, sem hún gat náð í og komist yfir. Það var held- ur ekki til einskis, því minnið var trútt, svo að allt var henni tiltækt þegar til þurfti að taka. Hélt hún þessu trausta minni svo að segja til dánardægurs. Heimilið var henni allt, enda eitt hið mesta fyrirmyndarheimili sem þekkist. Það fengu margir að sjá og reyna á þeim 67 árum er hún stjórnaði búi með nettleik, rausn og prýði í senn. Hún var mikilhæf kona, blíð og barnsleg, stillt sterk og stjórnsöm, án alls hávaða og fyrirferðar. Ragnheiður var aldrei rík af fé, en hún var rík að gæðum og göfgi, og þess nutu menn og málleysingjar, enda voru t. d. dýr svo hænd að henni að undrum sætti. Hún elskaði blómin eins og áður er sagt. Hún fann í þeim fegurð og ynd- isleik lífsins í sannastri mynd. Hún fann í þeim mikilleik og auðlegð þess máttar sem skóp þau, hreinleikann og sakleys- ið. Enda voru hennar blóm stærri og fegurri, og blómstruðu oftar en nokkur önnur blóm, er ég þekkti. Eg hef aldrei komið á snyrtilegra heimili eða þar, sem andrúmsloftið var tærara og hreinna. Ragnheiði þótti vænt um börnin eins og blómin. Hún fann í þeim unað og yndisleik, ef þau voru saklaus og hrein. Hún bar því mikla umhyggju fyrir þeim — skyldum og vandalausum — og þráði að þau væru ekki hneyksluð af þeim eldri. Að þau gætu haldið hreinleik sín- um og sakleysi út í hið stríðandi líf. Hún þráði að börnunum væri hjálpað til að gera lífið að sigursælum leik, í alvöru og ótta Drottins og meistara lífs- ins. Ragnheiður var innilega trúuð kona. Hún sá elsku Drottins, vizku og náð í öllum hlutum. Hún sá það í brosi barns- ins og fegurð blómanna. í augum skyn- lausrar skepnunnar, sem setti traust sitt á hina miklu vitveru, manninn. Mann- inn, sem oft hefur orðið sér til skammar í viðureigninni við hin skynlausu dýr. Og hún fann þetta bezt í dásamlegri handleiðslu Guðs á henni sjálfri, allt sitt langa — á stundum erfiða líf —. Hún efaðist aldrei um vísdóm hans og gæzku, og hún dó í þeirri öruggu trú, að sú handleiðsla mundi aldrei þrjóta. Þótt haldið liggi lágt, - ,og lœst í dráma, jær andinn hafist hátt í himinljóma. Þetta var hennar trú, og þetta var einmitt sá sálmurinn í sálmabókinni, er hún hafði mestar mætur á. í þessari trúarvissu, hreinleika og göfgi íslenzkra kvenna, er fólginn sigur kynslóðanna, manndómur og þróttur þjóðarinnar fram á þennan dag. Hafa þær ekki meira en nokkuð eitt annað íært okkur frelsi og fornar dyggðir? Og fer þetta ekki allt saman veg allrar ver- aldar ef við hættum að hyggja að þeirra draumum og dýra dæmi? Ragnheiður á Grund lézt að heimili sínu 16. maí 1933, rúmlega 89 ára að aldri, og hafði þá búið þar í 62 ár, en verið 5 ár á Melum eins og áður segir. Ragnheiður Þorgrímsdóttir var 89 ára þegar meðfylgjandi mynd var tekin af henni. ÚR BÓKUM OG BLÖÐUM !*-■ Kaldabras, logsuða og rafsuða. Það ganga þjóðsögur um það, að sum- ir af gömlu íslenzku smiðíunum jdafi kunnað kaldabras, en það átti að vera aðferð til þess að kveikja eða bræða kalt járn saman, í stað þess að sjóða það saman. Það átti þá að vera borinn einskonar lögur á fletina, sem festa átti saman. Eftir skamma stund voru þeir kveiktir örugglega saman. Því miður er þetta þjóðsaga ein og slíkur kaldabras- lögur mun aldrei hafa verið til. En það hafa þó sprottið upp nýjar, ágætar aðferðir til þess að bræða járn og stál saman: logsuðan og rafsuðan. — Við logsuðuna er notaður logi af acetyl- enlofti og súrefni og hann bræðir allt hvað fyrir verður. Við rafsuðu er raf- magn notað á líkan hátt. Með þessum handhægu aðferðum má skera sundur járn eftir striki, jafnvel heila skips- skrokka, og bræða járn og stál saman, svo að samskeytin verði jafn traust og heilt járnið. Slíkar uppfinningar sem þessar hafa feikna þýðingu við margskonar smíðar. Það þarf ekki annað en að minna á gömlu samskeytin á flestum skipa- skrokkum. Stálplöturnar voru nákvæm- lega gataðar, lagðar á misvíxl, glóandi járnnöglum var skotið í götin og þeir síðan hnoðaðir með smásleggjum. Allt var hnoðað saman, og hnoðunin var mik- ill hluti af smíði skipsins. Þá gekk og mikið járn í hnoðnaglana og misvíxlun- ina. Jafnvel íbúðarhús úr stáli voru hnoðuð saman eins og skipin. Nú er þetta að breytast. Stálplöturnar eru nú felldar hver að annarri og bræddar saman. Við þetta sparast efni og vinna og auk þess fer þetta betur. Allt yfir- borð skipa verður þá bárulaust, en það hlýtur að létta skriðinn. Þá hljóta og skipin að verða ódýrari, því sagt er að um 30% af kostnaði við járnsmíðið spar- ist.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.