Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 6

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 6
126 AKRANES — B Æ K U R — Sagnakver. Helgaö minningu Sím- onar Dalaskálds. Sajnað af Snæ- birni Jónssyni. H.f. Leiftur gaf út. Kver þetta eru 199 bls. í því eru þrjár ritgerðir um Símon Dalaskáld. Lýsa sumar þeirra Símoni vel, lífi hans og kjörum, skapferli, kostum hans og göll- um. Enda þótt Símon hafi ekki verið „burðarstrengur“ í lífi og sögu þjóðar sinnar — fremur en flestir aðrir — var hann svo einkennilegur maður og mörg- um kunnur víðast hvar á landinu, að gaman var og gagnlegt að taka saman um hann ýmislegt það, sem gat sýnt hann í réttu ljósi. Það liefur tekist í þessu kveri. Marg- víslegur fróðleikur annar er í kveri þessu, sem betur er safnað en ósafnað og bæði er gagn að og gaman. Þar er t. d. það rækilegasta og sjálfsagt réttasta sem skrifað hefur verið um Katanes- dýrið. Það er greinileg vandvirkni við söfn- un þessa og meðferð alla. Er ítarlega skýrt það, sem skýra þarf í ýmsum til- fellum. Kemur kunnugum það ekki á óvart, fyrst nafn Snæbjarnar Jónssonar er þar við riðið. Hann gerir ekkert af alvöruleysi eða utan garnar. Er vel rit- fær og kjarnyrtur. Það er óvenjulegt að hafa svo ræki- Sigríður, kona Þorvaldar, var hin mesta myndar- og dugnaðarkona, þrifin og vinnusöm, stillt og grandvör. Þó margt væri breytt frá fyrri tímum var við mikla erfiðleika að etja á svo fjölmennu heimili sem hér um ræðir. Þurfti oft að taka til hendinni innan- stokks og utan, enda var það ekki spar- að. Fjölskyldan öll var samtaka í starfi og stríði, og óvenjulega sameinuð, enda var þetta um margt fyrirmyndarheimili. Eg minnist þess frá löngu liðnum dög- um, — þegar engin bryggja var, og leg- ið úti, eða í veri — hve Þorvaldi — og mörgum öðrum ágætum sjómönnum — var annt um velferð skips og útgerðar yfirleitt. Hve ólatur hann — og þeir — voru og sívakandi í þessum efnum. Bæði hann og margir aðrir uppskáru líka í heild sinni af þessari „iðju“ sinni. Þessi umhyggja þeirra og velvirkni treysti böndin milli undirmanns og yfirboðara og gerði þau oft og tíðum órjúfanleg, og urðu báðum aðilum til happs og heilla. Það eru hinar mörgu og sameiginlegu dyggðir, ekki síður en dugnaðurinn og atorkan ein, sem getur átt þátt í því að skapa framtíð manna og lífsöryggi. Sigríður andaðist árið 1936. Eftir að Þorvaldur hætti við sjósókn íékkst hann nokkuð við hapipþéttingu og aði^. landyinny............- • Hann andaðist 16. maí 1944. legan nafnalista í svo litlu kveri sem þarna er, sem er mikill kostur. Að kveri sem þessu er mikill fengur. Ó. B. B. Sigurður Briem. Minningar. ísa- foldarprentsmiðja gaf út. Bók þessi er í stóru broti og er mikið mál. Sigurður Briem er nú gamall. Hann er enn ungur í anda og líkamlega ekki meira lasburða en svo, að engum mundi detta í hug að hann væri eldri en svo sem 65 ára. Sigurður hefur alla ævi verið léttur og launkýminn og er það enn. Hann er prúður maður og stilltur vel, en þéttur fyrir og gjörhug- ull. Hann rasar ekki um ráð fram og lætur ekki „hanka“ sig. Hann vill ekki segja nema það, sem rétt reynist og stenzt sinn dóm. Hann er feikn fróður, stálminnugur og segir óvenjulega vel frá. Allir þeir, sem mest kynni hafa haft af honum á langri ævi hvöttu hann því til að skrifa niður minningar sínar, og fögnuðu því að þær kæmi út í bók- arformi. í bók þessari segir hann létt og lið- lega í stuttum köflum frá ýmsu því, er borið hefur fyrir hann allt frá vöggunni til þessa árs. Það eru auðheyrilega eng- ar ýkjur eða skáldskapur, heldur það, sem gerzt hefur. Sagt frá því opinskátt og umbúðalaust. Það má nærri geta að þar sé víða komið við af manni, sem svo lengi hefur lifað, víða verið, margt starf- að og við marga haft saman að sælda. Fáir íslendingar munu víðar hafa farið um landið og fáir þeirra munu víðar hafa farið um önnur lönd. Frá öllu þessu er sagt í þessari bók, og má af því m. a. marka, hve víða er komið við. Sigurður Briem er merkilegur maður, traustur og ábyggilegur, en þó léttur og liðlegur, með óvenjulega frásagnargáfu. Mikils metinn og góður embættismaður og enginn tækifærissinni. Hann dregur ekki fjöður yfir, að hann hafi fundið lífs- förunaut, sem var honum mikils virði. Frú Guðrún Briem er ein af þeim af- burðakonum. sem skilja hvers virði það er fyrir hvern einstakling og þjóðina í heild að eignast fyrirmyndar heimili. Það er hennar heimur og þeirra kon- ungsríki. Bók þessi verður vafalaust mikið les- in. Ó. B. B. Úr byggðum Borgarfjarðar. Eftir Kristleif Þors'teinsson. Þórður Kristleifsson bjó til prentunar. ísafoldarprentsmiðja h.f. gaf út. Þetta er mikið rit, 344 bls. í stóru broti, enda er þarna safnað saman í eina heild flestu því, sem Kristleifur hefur skrifað til þessa, að undanteknu því, er birtist á sínum tíma í Sögu Borgarfjarð- •ar. En auk þess kemur hér frá þessum gamla fræðaþul mikið af nýju efni, er aldrei hefur birzt áður. Á því er sama handbragðið sem alltaf áður, létt og lát- laust, lipurt og aðlaðandi, svo að maður er sólginn í lesturinn. Frásagnarefnin eru mörg og margþætt, en öll skemmti- leg og fræðandi. Kristleifur er ekki að teygja lopann endalaust og gera efnið með því leiðinlegt og óhæft til lesturs. í formálanum er Kristleifur eitthvað að tala um „afturfararár“. Þess sést hvergi merki á því sem hann skrifar enn, að um afturför sé að ræða. Hann hefur áreiðanlega enn sem áður sömu tök á lesandanum, og á meðan er hon- um óhætt að skrifa. Eg vona, að þetta sé aðeins fyrsta bindi af áframhaldandi verki „Úr byggðum Borgarfjarðar“. — Kristleifur man svo langt, og veit svo margt um menn og málefni í byggðum Borgarfjarðar á síðustu öld, að samtíð vor og saga má engan veginn við því að missa af þeim fróðleik öllum, sem hann hefur möguleika til að gera „arðbæran", svo girnilegur sem hann er til lesturs. Eg vona því að minn góði vinur Krist- leifur vinni enn „meðan dagur er“, og að allir aðrir, sem að því geta stutt, skilji þessa þörf og hjálpi þar til. Ó.B.B. Vaxtarrækt. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu tímum, bætt fæði og margvíslega heilsu- vernd og leiðbeiningar, vantar mikið á að almenningur sé nógu vakandi fyrir heill sín og sinna í þessum efnum, eða þeirra, er þeir eiga að umgangast. Það er nefnilega eitt grundvallaratriði að gefa því gaum, sem styrkir eða eykur viðnámsþrótt vorn sem mest og bezt gegn sjúkdómum. Það er frumskilyrð- ið, því læknistilraunir síðar eru einmitt ofoft afleiðing af vanrækslu sjálfra vor. Einhverntíma á lífsleiðinni munu flest- ir viðurkenna þann sannleika, að heils- an sé lífsins mesta hnoss og gæði. Það er því mikils virði og næsta nauð- synlegt að fá góðar og gagnorðar leið- beiningar þeirra manna um þessi efni, „sem hafa komist að raun um hvað bezt sé“. Hinn kunni íþróttafrömuður, Jón Þorsteinsson, hefur einmitt gert þetta í ágætri bók, sem hann nefnir „Vaxtar- rækt“. Þar eru margar mikilsverðar leiðbeiningar um heilsuvernd, margvís- legar æfingar til nota við heimilis- og einkaleikfimi, bæði fyrir börn og full- orðna. Menn eins og Jón, sem „með- höndla“ þúsundir manna með mismun- andi kvilla, hefur í gegnum langt starf og mikla reynslu gott tækifæri til að greina hismið frá kjarnanum. Virðist sá skilningur koma fram 1 þessari bók. Blaðið vill því eíndregið mæla með því að fólk kaupi þessa litlu ágætu bók. Kynni sér hana rækilega og notfæri. —: Mundu að heilsa þín og barna þinna. er raunverulega þinn eingsti. jjár$ióðv.x.pg~ sígild eign þjóðar þinnar. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.