Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 9

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 9
AKRANES 129 r Gjafir og greiðslur til hlaðsins Tryggvi Benónýsson f. III. árgang 25 krónur. Helga Þórðardóttir f. III. árgang 25 krónur. Ásmundur Jónsson Borgarn. f. III. árg. 50 kr. Arngr. Fr. Bjarnason f. II. og III. árg. 50 kr. Jóhann Skaptason sýslum. f. I—III. árg. 60 kr. Edvard Frederiksen f. II. og III. árg. 50 kr. Steingrímur Árnason f. III. árgang 50 krónur. Einar Sigurðss. skipstj. f. II. og III. árg 50 kr. Kristinn Brynjólfsson f. III. árgang 50 kr. Frá gömlum Akurnesing (konu í Rvk) 100 kr. Eiríki Kristjánssyni f. II. og III. árg. 50 kr. Barða Barðasyni f. I.-—III. árgang 100 krónur. Fyrir alla þessa rausn og velvilja þakkar blaðið innilega. Leiðrétting. í síðasta blaði eru nokkrar vísur eftir Símon Dalaskáld. Ríkarður Jónsson myndskeri hefur bent á, að fyrsta vísan muni ekki vera rétt. — Mun hún eiga að vera svona: Lætur skunda Kristján knör, keimbings fram á heiði, heppinn undra álmabör úr Sólmundarhöfðavör. Blaðið þakkar Ríkarði fyrir þessa leiðrétt- ingu, sem vafalaust mun vera rétt. Áheit á Bjarnalaug. Frá Guðmundi Benediktssyni 100 krónur. — Kærar þakkir. — Ól. B. Björnsson. Bánardaegur Ari Jörundsson, hinn ötuli og árvakri ágætis- drengur andaðist hinn 23. október af afleiðing- um bílslyss. Á Ara var nokkuð minnst hér í jólablaði 1942, og ef til vill betur síðar. Við hið sviplega fráfall og jarðarför mannsins míns, Ara Jör- undssonar, virtust allir, bæði imér kunnugir og ókunnugir, vera mínir beztu bræður og systur. Samúðin og hjálpfýsin var takmarkalaus. Öllu þessu góða fólki þakka ég hjartanlega. En alveg sérstaklega þakka ég mínum ágætu nágrönn- um á Sólmundarhöfða alla þeirra vinsemd fyrr og síðar. Mér auðsýndur kærleikur veit ég streymir frá góðu fólki, og, eins og hver sáir, svo uppsker hann. — Kristjana Hallsteinsdóttir. Aímæli Frú Guðný Stefánsdóttir Hvítanesi varð 75 ára 7. nóv. s. 1. Hannes Guðnason Lykkju varð 75 ára 12. nóv. síðastl. Frú Kristín Runólfsdóttir Björk verður 50 ára 14 nóv. n. k. Guðim. J. Guðmundsson skósmiður verður 70 ára 15. nóv. n. k. Frú Elísabet Jónsdóttir Sigurhæð verður 50 ára 18. nóv. n. k. Akraneskaupstaður i>yggir tvö 60 tonna skip Hinn 23. október samþykkti bæjarstjórnin að semja við Dráttarbrautina á Akranesi um bygg- ingu tveggja 60 tonna skipa. Verður þegar haf- ist handa með efni, sem hér er nú til og telja má líklegt að fáist. Annan bátinn kaupir s.f. Sigurfari, en öðrum er enn óráðstafað. Alúðar-þakkir færi ég Akurnesingum fyrir alla þá vinsemd og rausn, er þeir sýndu imér við burtför mína héðan. Blessun og hamingja fylgi öllum störfum Ak- urnesinga bæði á sjó og landi. Akranesi, 5. okt. 1944. Svafa Þórleifsdóttir. Þakkir. Fyrir skömmu barst gagnfræðaskólanum hnattlíkan að gjöf frá Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Eg þakka fyrir gjöfina, og þær hlýju óskir, sem fylgdu með gjöfinni, til okkar kennara og nemenda skólans. Jafnframt vil ég þakka And- rési Níelssyni fyrir lipurð hans og hjálp- semi við að útvega gagnfræðaskólanum kenslu- bækur og annað, er skólinn hefur þurft. Skólastjóri. Þakkarávarp Hugheilar þakkir til allra, sem auðsýndu mér vinsemd á fimmtugsafmæli rnínu 22. 10. Vilhjálmur Benediktsson Efstabæ. Sr. Halldór Kolbeins prestur að Mælifelli í Skagafirði var hér nokkra daga I oklóbermánuði. Messaði og flutti þrjú erindi í kirkjunni um andleg mál. Hann hefur ferðast á vegum kirkjuráðs í þessum er- indum til nokkurra staða. Þ. á. m. Eyrarbakka og Stokkseyrar, um Borgarfjörð og til Akur- eyrar. Sr. Halldór Kolbeins er heitur og áhuga- samur prestur og góður ræðumaður. Erindi þessi voru allvel sótt, og líkuðu vel. Gullhrúðkaup Hinn 20. október s. I. áttu þau heiðurshjónin í Melshúsum, Kristín Árnadóttir og Sigurður Jónsson gullbrúðkaup. Sigurður er hér borinn og barnfæddur, en ■ Kristín í Hafnarfirði. Þau eru bæði fyrirmynd- ar hjón að háttprýði, dugnaði, þrifnaði og reglu- semi. Blaðið óskar þe:m til heilla og hamingju með það, sem eftir kann að vera ævinnar. Frú Hulda Jónsdóttir, Suðurgötu 21, annast afgreiðslu blaðsins hér í bænum. Tekur hún og við áskriftum nýrra kaupenda, og annast innheimtu blaðsins innan- bæjar. Þess er vænst, að þeir sem enn ekki hafa greitt blaðið, láti ekki innheimtumanninn fara margar ferðir. Það væri vel þegið af þeim, sem gætu kom- ið því við, að greiða blaðið til Huldu sem fyrst. Iðni og atorka og háar hugsjónir, — sem menn viija offra einhverju fyrir — gerir lífið að sigursælum leik. Öfund, leti og ómennska gera það að harm- leik, og umhverfið allt að kvalastað. Æska þessa bæjar — og vonandi allur al- menningur — hefur nú hafið nýtt átak skiln- ings, menningar og þroska. Hún hefur án þess að viðhafa nokkrar vangaveltur byrjað bygg- ingu stórhýsis — íþróttahúss — örfáa metra frá Bjarnalaug. Til hamingju ungu menn og meyjar. Áfram í sama ,dúr‘. „Starfið er margt, en eitt er bræðra- bandið. Það er að elska, byggja og treysta á landið". Bærinn okkar á að vera fyrirmynd en ekki eftirbátur annarra um manndóm og þroska æskunnar. Frá Bjarnalaug í haust er laugin dálítið misheit eftir veðri. Hefur mikill vindur mest áhrif í því sambandi. Hún er oft yfir 20 stig. Fyrir nokkrum dögum var hún 24 gr. heit. Laugin er mikið notuð, þeg- ar hún er vel heit. Virðist sem bærinn fylgist nákvæmlega með því, sérstaklega börnin. í vetur verða ekki kennslunámskeiS tyrir unglinga, en ef fullorðnir hefðu liug á að stunda slík námskeið fram að hátíðum, mundi það verða auðsótt mál. Þeir, sem vildu sinna því, snúi sér til laugar- varðar, Helga Júlíussonar. Góðar fréttir. í gagnfræðaskólanum er nýstofnað bindindis- félag, stofnendur voru 63. Félagið mun bráð- lega ganga í Samband bindindisfélaga í skól- um. Hér er um að ræða tvíþætt bindindi, þ. e. á vín og tóbak. Þetta er svo stórt spor til menningar og þroska, að allir Akurnesingar mega fagna. Það ber að þakka og umfram allt styðja skólann og styrkja ungmennin í þessum þeirra fagra ásetningi. Hann getur markað veruleg spor til gæfu þeirra og gengis á lífs- leiðinni. Akranes verður með góðu eða illu að útrýma vín- — og helzt líka — tóbaksósómanum úr lífi bæjarbúa. Það er jafnaðarlegast illur ávani eða ósómi, sem oft endar í algeru siðleysi og spillingu, sem valdið getur þjóðarsmán. Nemendur skólans eiga þakkir skilið fyrir þetta framtak þeirra og skilning á mikilvægi þessa máls. Slíkar þakkir eiga og kennarar skól- ans. Það er óskandi, að þeim takist í samein- ingu að gera þetta ágæta áform að verulegum ávinning fyrir þá sjálfa, skólann og Akranes um langa framtíð. Húsmæðraskólasjóður Akraness Eftirtaldar minningargjafir um frú Helgu Guðbrandsdóttur bárust sjóðnum við andlát hennar: Frá Kvenfélagi Akurnesinga kr. 1200.00 Frá Valdísi Böðvarsdóttur kr. 1000.00 Samtals kr. 2200.00 Kvittast hér með fyrir gjafir þessar með þakklæti. Framvegis veitir frú Ingunn Sveinsdóttir minningargjöfum móttöku. Verða slíkar gjafir færðar inn í sérstaka, þar til gerða bók, er síðar verður geymd í Húrmæðraskóla Akraness. Svafa Þórleifsdóttir. Fyrirspurn Eg er lengi búinn að glíma við það að út- rýma værunni úr höfðinu á ír ér, en gengur það mjög illa. Hvað ætli gæti helzt hjálpað í þessu efni? Sá, sem ekki er „vœru“-kœr. Svar Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar í Eimskip i Reykjavík hefur afbragðsgóðan hárþvottalút, og miklum mun betri en almennt gerist. Það er fengin nokkur reynsla fyrir því að þessi þvottur heldur værunni líklega alveg í skefj- um, ef höfuðið er þvegið úr honum með hæfi- legu millibili. Brunabótagjuldum er veitt móttaka hvern virkan dag að Vest- urgötu 61, kl. 4—7 síðdegis. Vinsamlegast, mun- ið að greiða iðgjöldin scm fyrst. Umboðsmaður:

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.