Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 7

Akranes - 01.10.1944, Blaðsíða 7
AKRANES 127 Gils Guðmundsson: íslenzkir athafnamenn /., 7. Geir 2oega Ævisaga Framhald. Og aflvaki þessara framfara var tvímælalaust fiskisýn- ingin í Björgvin. Mun það ekki ofmælt, að aldrei hafi ís- lenzkir menn sótt jafnmikla hagnýta þekkingu til útlanda með stuttri viðdvöl, eins og fulltrúar þeir gerðu, sem á Björgvinjarsýninguna voru sendir. Þar sem Geir var einn sendimanna í fremdarför þessari, og förin bar slíkan ár- angur, sem raun gefur vitni, verður að skýra hér nokkuð ítarlega frá þessu máli, tildraganda, ferðalaginu sjálfu og árangri þess. Mörg orð hafa fallið Jóni forseta Sigurðssyni til heið- urs, bæði fyrr og síðar. Hafa ýmsir rómað það mjög, hví- líkan áhuga Jón sýndi um öll þau mál, sem íslandi gátu orðið til fremdar og velfarnaðar, jafnvel þótt þau væru á mjög margvíslegum og óskyldum sviðum. Gæti maður í fljótu bragði ætlað, að heldur mikið hafi verið úr þessu gert, því að oft vill fara svo, að einn étur aðgæzlulaust upp eftir öðrum dómsorð ýmiskonar um menn og málefni, án þess að gæta þess, hve grundvölluð þau voru upphaflega. En sannleikurinn um Jón Sigurðsson er sá, að því meira sem maður kynnist ævistarfi hans og áhugamálum, þeim mun frekar vex hann oss í augum, unz upp rís fyrir hugar- sjónum vorum tröllaukinn hershöfðingi, sem hefur auga á hverjum fingri, veit til fullrar hlítar hversu mikið má treysta á liðsveitirnar, beitir þeim á yztu þröm, en jafnan með kænsku og snarræði. Og í þessu stríði fyrir framförum lands síns í öllum greinum, var eins og hann gleymdi aldrei neinum vígstöðvum, heldur sótti jafnt og þétt fram á öll- um, eftir því sem skilyrði voru fyrir hendi og orka leyfði. Það vekur ekki neina sérstaka furðu, en er þó vissulega skemmtilegt, að Jón Sigurðsson skuli vekja máls á nauð- syn þess, að senda góða fulltrúa til Björgvin. Slík fram- sýni og umhyggja fyrir hagsbótum í sjávarútvegi var beint áframhald af öðru starfi Jóns Sigurðssonar. Mitt í hörð- ustu deilum um stjórnarhagi, alþingisstappi margvíslegu og vísindastörfum, gaf hann sér tíma til að rita tvær bækur til leiðbeiningar íslenzkum fiskimönnum. Árlega birti hann í ritum sínum verðlag á íslenzkum framleiðsluvörum og hvatti útvegsmenn til að vanda sem bezt verkun sjávar- afurðanna. í rökréttu framhaldi af þessari stefnu skrifaði hann um nauðsyn sjómannaskóla og útgerðarfélaga. Sýndi hann þrásinnis fram á það, að íslendingar hefðu svo mikið atvinnufrelsi, þótt pólitíska frelsið væri af skornum skammti, að þeim væri í lófa lagið að koma fram fjöl- mörgum umbótum, svo framarlega sem ekki skorti þrek og þekkingu. í Nýjum félagsritum 1863 birtist veigamikil rit- gerð eftir Jón um „Stjórnarmál og fjárhagsmál íslands1-. Að greinarlokum leggur höfundur megináherzlu á það, hversu hæglega megi lyfta atvinnumálum. landsbúa á hærra stig og bæta úr ýmsum agnúum, þrátt fyrir skort stjórnarfarslegra réttinda. Um sjávarútveginn farast hon- um orð á þessa leið: „Til fiskiveiðanna hefur að sínu leyti borið nokkru rneira á samtökum hjá oss, en til landbúnaðarins, en þó ekki á nokkurn Tiátt svo sem þyrfti að vera eða gæti verið. Einu sinni var kominn á fót vísir til sjómannaskóla á Isafirði og ábýrgðarfélag handa þilskipum, sem gengu til fiskiveiða, en hvorttvéggja þetta leið á skömmuro. .tíma undir lok. Nú nýlegá höfum vér séð, að menn hafa í Vestmannaeyjum • stofnað ábyrgðarfélag handa þilskipum, og lítur út tiT að það hafi góðan framgang. En eigi síður er það góðs viti, að menn eru sumstaðar farnir að taka betur eftir, hvernig réttast væri að haga fiskiveiðum, og má efalaust vænta þess, að þar af læri menn smám saman betur að þekkja það, sem menn vantar nú, og að forðast það, sem nú eru helztu gallarnir. Það eitt vantar, að menn halda ekki al- mennt fundi með sér, þeir sem kunnugir eru fiskiveiðum og fást við þær, og auglýsa síðan á prenti hið helzta sem fram fer á þeim fundum, eins og Keflvíkingar og Njarð- víkingar gjörðu nýlega, því með þessu móti útbreiddist þekking á fiskiveiðum, og ýmsir gallar leiddust í ljós og yrðu bættir, en þar af leiddi framför fyrir alla í þessum atvinnuvegi. Ef að fiskibændur á Suðurlandi stofnuðu sér fiskifélag, eða enn heldur, eftir vorri hyggju, ef þeir sam- einuðu sig húss- og bústjórnarfélaginu, og fengju það til að stofna sérstaka fiskiveiðadeild í félaginu, þá gæti það orðið fiskiveiðunum á íslandi til hinna mestu framfara. Þar í þeim flokki eru einir hinir efnuðustu menn, og hvergi er ábati uppgripameiri en á sjó, þegar heppni er með, og skip og áhöld eru sem þau eiga að vera; en því heldur mætti eiga von á, að þessir menn mundu hafa bæði ráð- deild á, að sjá hvað gjöra þyrfti og kraft til að koma því til leiðar. Þá liggur fyrir að vanda sem bezt skip og veið- arfæri, og auka aflann með því; læra að hagnýta fleiri fiskitegundir en nú eru nýttar, og fá sér þá veiðarfæri sem þar til þéna; kynna sér fiskiveiðar og aðferð annara þjóða og læra að fylgja með þeim, svo sem með því að senda dug- legan og greindan fiskimann, einn eða fleiri til funda þeirra, sem nú eru haldnir við og við í ýmsum stöðum (í fyrra í Amsterdam; að ári ef til vill í Björgvin, o. s. frv.)‘a) Björgvinjarsýningin var að fullu ákveðin haustið 1864 og auglýst litlu síðar. Skyldi hún standa dagana 1. ágúst til 16. september 1865, og átti að sýna þar hina margvíslegustu hluti. Tók nú að vakna nokkur áhugi heima á íslandi fyrir sýningu þessari. Stjórnarvöldin dönsku fengu tilmæli um að beita sér fyrir málinu. Munu ýmsir áhrifamenn í hópi Islendinga hafa verið þess mjög hvetjandi, og þarf naum- ast að efa að Jón Sigurðsson hafi átt góðan hlut að máli. Hinn 9. maí 1865 birti „Þjóðólfur11 þýðingu á „boðsritinu“ norska, þar sem lýst er hinni fyrirhuguðu sýningu. Fylgja þýðingunni nokkur hvatningarorð frá Þórði Jónassyni, sett- um stiftamtmanni. Þjóðólfsgreinin gefur ýmsar upplýsing- ar um sýninguna, og er hún því birt hér. „Boðsrit til alþjóðlegrar sýningar af fiskafla, veiðarfær- um og öðrum þeim áhöldum, sem höfðu eru til fiskiveiða, er haldin verður í Björgvin frá 1. ágúst til 16. septbr. næstkomandi. Tilgangur sýningar þessarar, sem haldin verður eftir ráðstöfun bæjarstjórnarinnar í Björgvin, og með tilstyrk hinnar konungl. norsku stjórnar, er sá, að gjöra almenn- ingi kunnar þær margskonar fiskiveiðar, og þau meðöl, með hverjum fiskiveiðar og þeir atvinnuvegir, sem standa við þær í sambandi, eru reknir í ýmsum löndum. Sýning þessi nær, líkt og sú, er haldin var árið 1861 í Amsterdam, yfir það sem hér segir: 1. Allar fiskiveiðar á hafinu, hvala- og selaveiðar, jafnt og smá-fiskiveiðar með ströndum fram. 2. Allar fiskiveiðar í flóum, fjörðum og ármynnum. 3. Allar fiskiveiðar í vötnum, ám, elfum og sýkjum. 4. Hvernig efla megi fyrir manna tilstilli viðkomu fiska í sjó og vötnum. Hvað þær margskonar fiskiveiðar snertir, óska menn eít- . ir að fá: a, állskonar afrakstur (product) af fiskiaflá, bæði þann, sem hafður er til matar, sem og til akuryrkju, til ver-ksmiðju og til iðnaðar. b, verkfæri, sem höfðu eru til að verka veiðina, t. a. m. . við-slsegingu, (,,Ganing“) • flatningu, sém og mót af •verkfæf-öm-þéssmnv" • ••- ..... ..... ...... •• •■• c, 'mót' og uppdrætti af byggingum þeim eða áhöld.um,,í 1) Ný félagsrit 23. árg. 1863, bls. 71—72.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.