Akranes - 01.10.1944, Qupperneq 8

Akranes - 01.10.1944, Qupperneq 8
128 AKRANES eða með hverjum verkun aflans fer fram, t. a. m. af reykingarhúsum, gufusuðuhúsum, hjöllum o. s. frv. d, efni þau og áhöld, sem höfð eru til þess að geyma afl- ann (og verja hann skemmdum) t. a. m. salt, lög o. s. frv. e, áhöld þau, sem höfð eru til þess að geyma og senda frá sér afraksturinn af aflanum, svo sem eru: tunn- ur, körfur, kassar o. þ. k. j, skip og báta, sem höfð eru til fiskiveiða, með þeirra rá og reiða og allri reiðslu, eða þeim ýmsu sér- kennilegu pörtum, sem þar til heyra. g, uppdrætti af þeim hlutum, sem nefndir eru undir stafliðnum f. h, allt það, sem heyrir til að gjöra út skip og fiskibáta, svo sem eru tunnur, körfur og áhöld til þess að geyma aflann í á eftir, beitu o. þ. k. i, öll verkfæri, sem höfð eru í rýmsta skilningi til fiski- veiða, ásamt því efni, sem haft er í slík verkfæri, sem og þau, sem höíð eru til þess að barka fiskinet eða til þess að viðhalda með einhverju öðru móti veiðarfær- um þeim, sem tíðkast, frá skemmdum. k, beitu, sem búin er til, ásamt öllu því sem heyrir til þess að geta undirbúið og geymt þá beitu, sem nátt- úran sjálf leggur til. l, uppdrætti af híbýlum fiskimanna í húsum eða á skip- um á veiðistöðunum, sem og klæðnað þeirra og mötu í verinu. m, þjóðleg rit og (?) fiskiveiðar. Til þess að standa fyrir og raða niður sýningunni, hefur bæjarstjórnin í Björgvin kosið undirskrifaða í nefnd, sem með þessu boðsbréfi mikillega skorar á alla þá skips-út- gjörðarmenn, fiskimenn, kaupmenn og iðnaðarmenn, er kynni að vilja leggja til einhverja hluti til sýningarinnar og biður þá að snúa sér bréflega í því efni innan 1. júlí 1865, til „Nefndarinnar er stendur fyrir alþjóðlegri sýn- ingu“ á fiskiveiða áhöldum í Björgvin í Noregi, og að skýra um leið frá, hvaða hlutir það sé, sem þeir ætli að senda til sýningarinnar. Nefndin, og hver einstakur meðlimur hennar, er boðinn og búinn til að láta í té allar þær upplýsingar, sem um yrði beðið. Við hluti þá, sem sýnast eiga og sem verða að vera komnir fyrir 20. júlí 1865, vildi hlutaðeigendur að tilgreina verðið, sem þeir eru falir fyrir, og ef þess er kostur, einnig senda stutta lýsingu af ásigkomulagi þeirra, augnamiði og brúkunaraðferð. Flutningskostnað fram og aftur af þeim hlutum, sem ætlaðir eru til sýningarinnar, borgar nefndin. Björgvin, d. 24. okt. 1864. (Nöfnin). Um leið og þetta boðsbréf, eftir fyrirmælum stjórnar- innar, hér með er birt almenningi, skal ég leyfa mér að leiða athuga minna heiðruðu landsmanna að því, hversu lærdómsríkt og fræðandi það yrði að vera fyrir fiskimenn vora og jafnframt æskilegt fyrir framfarir í fiskiveiðum vorum, sem eins og nærri má geta, í ýmsum atriðum hljóta að standa á baki annara þjóða, ef nokkrir héðan frá landi gætu og vildu sækja þennan fund í Björgvin nú í sumar, og þannig fengið kost á að kynna sér bæði veiðarfæri og ýmsa þá veiðiaðferð og veiðibrellur, sem tíðkast bæði í Noregi og ef til vill líka annars staðar erlendis við fiski- veiðar. Um leið og ég get þess, að útgjörðarmaður gufu- skipsins sem fer milli Danmerkur og íslands, stórkaup- maður Koch, mun fús til að veita nokkrum íslendingum kauplaust far með skipinu, svo get ég líka fullyrt, að stjórnin vill styrkja þetta fyrirtæki, ef hún er beðin um það, líkt og hún gjörði þegar sýningin mikla var fyrir nokkrum árum síðan í Lundúnum. íslands stiptamtshúsi 6. maí 1865 Th. Jónasson, (settur)1*.1) Húss- og bústjórnarfélag Suðuramtsins var um þessar mundir merkasta framfarafélag landsins. Lét það ekki aðeins búnaðarmál til sín taka, en fjallaði einnig um við- fangsefni annarra atvinnuvega, einkum sjávarútvegs. Það tók nú að sér forgöngu í sýningarmáli þessu og auglýsti eftir tveimur eða þremur mönnum til fararinnar, og áttu þeir að bera gott skyn á sjávarútveg og fiskveiðar og „finna hjá sér hug og dug og löngun til að fræðast enn betur í þeirri grein og vinna fósturjörð vorri gagn“. Hét félagið stuðningi sínum og nokkrum styrk til fararinnar. Jafnframt þessu bréfi félagsstjórnar, sem birt var í Þjóðólfi, snéri hún sér til stjórnarvalda landsins og fór fram á það, að veitt yrði nokkuð fé til fararinnar, og þó einkum í því skyni að kaupa sýnishorn af munum þeim og veiðarfærum, sem til sýnis kynnu að verða og sendi- menn teldu líklegt að kæmu að gagni. Eftir nokkurt þóf kom svar stjórnarvalda og var það algjör neitun. Úr ríkis- sjóði skyldi ekki veittur einn eyrir til slíkra hluta. Þegar Hilmar Finsen tilkynnti stjórn félagsins þessi úrslit, stakk hann upp á því, að hafin yrðu samskot meðal bæjarbúa til að styrkja væntar(lega sendimenn. Félagsstjórn tók þeirri tillögu vel og skipaði þegar nefnd, sem hafa skyldi það hlutverk að veita samskotunum forstöðu. í nefndina voru valdir Hilmar Finsen, stiftamtmaður, Jón Sigurðsson, alþingisforseti (þing stóð þá yfir), Jón Guðmundsson, rit- stjóri Þjóðólfs, Árni Thorsteinsson, bæjarfógeti, E. Siem- sen, konsúll og M. Smith, konsúll. Samskot þessi gengu mjög greiðlega. Söfnuðust á nokkr- um dögum 565 ríkisdalir. Var það allmikil fjárfúlga, er tekið er tillit til verðgildis peninga á þeim tímum. Meðan þessu fór fram á Suðurlandi gerðust þau tíðindi vestra, að Bergur Thorberg, amtmaður Vesturamtsins, gat herjað út úr stjórnarvöldunum nokkurn styrk handa manni úr umdæmi sínu, er sækja vildi sýninguna. Valdist til far- arinnar Sumarliði gullsmiður Sumarliðason, gagnmerkur maður, gáfaður og vinsæll. Fór hann utan í júlímánuði og var kominn til Björgvinjar alllöngu áður en sýningin var opnuð. Sumarliði Sumarliðason var fæddur 23. febrúar 1832 í Skálholtsvík í Hrútafirði. Faðir hans var Sumarliði Brandsson, er lengst mun hafa búið á Kollabúðum í Þorskafirði. Strax og Sumarliði óx úr grasi þótti það sýnt, að guðirnir höfðu ætlað honum meiri hlut en flestum mönnum öðrum. Var því líkast, sem allt lægi opið fyrir honum, hvort heldur beita þurfti huga eða höndum. Smið- ur var hann svo mikill, að þar þýddi engum við hann að keppa. Lagði hann snemma stund á gull-, silfur- og úr- smíði, nam slík fræði hjá kunnáttumönnum innan lands og utan, og þótti standa þar í allra fremstu röð. Þá var Sumarliði hinn mesti athafnamaður á öðrum sviðum, stund- aði um skeið sjómennsku af kappi og rak síðar búskap með miklum ágætum. Enn er þess að geta, að hann var liðtækur mjög við héraðsstjórn og áhugamaður um þjóð- mál.2) Þegar sýnt þótti, að samskotin syðra myndu ganga greið- lega, kom stjórn Húss- og bústjórnarfélagsins saman til fundar í því skyni að taka ákvörðun um val sendimanna. Lauk svo þeim umræðum, að ákveðið var að leita til þriggja ágætra manna, sem allir voru nákunnugir sjávarútvegi. 1) Þjóðólfur XVII., 102—103. 2) ALmanak Ó. S. Thorgeirssonar 1917, bls. 120—152.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.