Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 10

Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 10
10 AKRANES Ál L AKPANESS Þessar jólagjafir hafa blaðinu borizt: Frá Sigurði Hallbjarnarsyni 500 kr. Frá gömlum manni á Akranesi, ónefndum, 100 krónur. Blaðið þakkar innilega þessum stórgjöfulu mönnum, og þá ekki síður umhyggju þá og vel- vilja — fyrir blaðinu —, sem að baki þeirra felst. Þeim skilst vel, eins og fleirum, að jafn- vel þetta litla blað gerir nokkurt menningarlegt gagn. Að þar búi menn, sem helzt kjósa að Akranes sé ekki eftirbátur allra annarra um andlegar þarfir landsmanna fremur en athafnir til sjós og lands. Aðrar gjafir og greiðslur til blaðsins. Frá Sig. B. Sigurðssyni Köldukinn I.—II. árg. 50 krónur. Frá Birni J. Björnssyni fyrir III. árg. 50 kr. (Hann greiddi fyrra árg. líka með 50 kr.). Augnlækningar. Á síðasta sumri kom hér augnlæknir í fyrsta nnn á ferðalagi sínu um landið. Skal það hér með þakkað um leið og ekki er hægt að komast hjá því að láta óánægju í ljós í því sambandi. Ekki yfir manninum eða aðgerðum hans, sem hvorttveggja er alltaf með ágætum. Heldur yfir þvi, hve stutt hann stóð hér við í svo marg- mennum bæ, sem hann kemur til í fyrsta sinn. Það hefur komið berlega í ljós, sem í næst síðasta jólablaði var haldið hér fram: Að hér er fjöldi fullorðins fólks, sem þarf augnlækn- ingaaðgerða við, sem hvorki getur eða gerir það nokkru sinni að taka sig upp, jafnvel til svo nauðsynlegra ferðalaga sem hér um ræðir. Hér hefur sem sé orðið vart sárra vonbrigða út af því, hve þessi ágæti læknir, Kristján Sveinsson, stóð hér stutt við. Væri óskandi, að hann vildi og gæti skotizt hingað í vetur í 1—2 daga. Með því að læknirinn er kaupandi þessa blaðs, kemst þetta vonandi fyrir augu hans, og væri þá gott að heyra álit hans um hér greint efni. Er útilokað að endurvekja hér Ieikstarfsemi nýju? Fyrir og eftir síðustu aldamót, — þegar hér var fátt fólk miðað við það, sem nú er — stóð slík starfsemi hér með miklum blóma. Allir góðir kraftar, — sem eitthvað hafa til brunns að bera í þeim efnum — þyrftu nú að sameinast til átaka í þessu efni. Það skal að visu játað, að hér í bæ er af al- menningi lítið ýtt undir listrænt starf eða flutn- ing. Sannast það átakanlega í lélegri sókn bæj- arbúa að góðum söng. Ef Akurnesingar eiga ekki að fá á sig „ó- þokkaorð" í þessum efnum, þyrfti hér á að verða veruleg og varanleg breyting. Þeim, sem starfa að slíkri menningu almenn- ingi til heilla, er illa launað erfiðið með því að forsmá algerlega, er þeir vilja bera fram „gáfu sína“ öllum til andlegrar uppbyggingar. Hér var einu sinni til Lúðrasveit. Væri nú enn meiri þörf en áður á slíkri hljómsveit. — Mundi margur vilja stuðla að því beint eða ó- beint. Ungu menn og konur, takið á ykku rögg. Ef þið komið ekki einhverju í verk á unga aldri, gerið þið það ekki, þegar aldurinn færist yfir. Áfram. Ekkert hik. Kirkjukór Akraness hélt söngskemmtun í Bíóhöllinni á annan jóla- dag kl. 6 e. h. Söngstjóri var Ól. B. Björnsson, en við hljóð- færið Bjarni Bjarnason. Á söngskránni voru 12 lög, þar á meðal kafli úr hinu mikla verki Björgvins Guðmundssonar tónskálds, Óratoríinu „Friður á jörðu“. Kafli sá, sem sunginn var heitir: „Boðið klerkar friðinn", fyrir karla- og blandaðan kór. Er það víst í fyrsta sinn, sem nokkuð er sungið úr þessu verki. Björgvin hefur með því sýnt mikið afrek. Eru margir kaflar tónverksins mjög fallegir. Þegar söngskráin var um það hálfnuð, slokkn- uðu ljósin, er aflgjafinn í rafstöðinni bilaði. — Varð að syngja það sem eftir var við kerta- og vasaljós. Áheyrendum þótti söngurinn vel takast. Hið nýja íþróttahús. íþróttamenn eiga mikinn heiður skilið og þökk fyrir þetta djarflega framtak þeirra og sérstaka dugnað við að koma þessu upp með „amerísk- um hraða". Ef úthaldið um iðkun og efling í- þróttanna verður með jafnmiklum glæsibrag og húsið þannig notast sem til er ætlazt, er vel. Þá verður að því bæði gagn og gaman. Risgjöld hússins voru haldin á gamlaárskvöld með mikilli skemmtun í húsinu. Því miður mun Bakkus hafa verið dýrkaður þar um of. Þyrftu íþróttamenn að útrýma þeim ósóma af samkom- um sínum, eins og margir þeirra hafa um stund haft hug á. Tannaðgerðir. Væri ekki mögulegt að fá góðan tannlækni í Reykjavík til að koma eða senda hingað mann til tannaðgerða nokkra daga við og við? Væri það mikil nauðsyn, þó ekki væri nema til að gera við tennur barna. Annars eru hér margir, sem þurfa slíkra að- gerða, sem ekki eiga heiman gengt, og sízt til langdvalar, þar sem illt er að koma sér fyrir. Undanfarið hefur ágætur tannsmiður úr Reykjavík komið hér einu sinni í viku og tekið mót af fólki. Hefur verið mikil aðsókn til hans og fólki líkað ágætlega við tennurnar frá honum. Nafn hans er Guðmundur Á. Hraundal. Holt er heima hvað. Lifur er minna notuð en vera skyldi, sérstak- lega þegar hún er bezt og nóg er af henni. — Hausar, lifur og kútmagar er ljúffengur og góð- ur matur, og ekki einasta það, heldur einhver hollasta fæða sem fæst og hin kjarnbezta. Getur þetta allmikið sparað eða vegið upp á móti mjólk. Ætti fólk því að nota sér þetta til hins ítrasta, þegar þennan mat er hægt að fá hér á vertíðum fyrir lítið verð. Öll sjávarþorp ættu að vera vak- andi í þessum efnum, ekki sízt þau, sem litla möguleika hafa til að hafa næga mjólk. Fóstur og sími. Bæjarstjórnin hefur nýlega sent póst- og síma- málastjóra bréf um ástand þessara mála hér. — Sérstaklega hina miklu þörf á endur bótum gagn- vart símakerfinu, nýjum tækjum og byggingar nýs húss fyrir póst og síma. Samþykkt var og áskorun um að gera Akranes að 1. fl. stöð A. Það getur ekki dregizt lengur en til næsta sum- ars að gera hér á verulegar breytingar og end- urbætur. Ari Jörundsson á Sólmundarhöfða. Þegar myndin er tekin, er þessi ákafi vinnu- víkingur mitt í önnum heyskaparins. Á það bezt við, að Ari sé sýndur þannig, því letin og löð- urmennskan var honum fjarri. 50% hækkun á öllum símagjöldum kemur illa við þá, sem síminn býr þannig að á einn eða annan hátt, að ekki verður talið sæmilegt. „Vcrðandi". Fyrir síðustu áramót hóf hér göngu sína nýtt tímarit með naíninu „Verðandi“. Er það i fyrsta sinn í sögunni, sem slíkt rit er gefið út og prentað á Akranesi. Ekki er þetta gert að gamni sínu eða til þess að græða á því. — Enda hefur það víst aldrei heyrzt, að hér á landi væri útgáfa tímarita arð- vænleg. — Því er fyrst og fremst ætlað líf til þess að gera þjóð vorri og menningu eitthvert gagn. Væntir útgefandinn, að hann njóti stuðnings allra góðra manna og kvenna í landinu til þess að sú viðleitni megi rætast. Til þess þarf ritið að fá marga áskrifendur. Er þess vænzt, að vel- unnarar þessa blaðs hjálpi til að svo megi verða. Nokkrum kaupendum blaðsins verður ef til vill sendur I. árgangur þess. Það má ekki skilja svo, að verið sé að þröngva mönnum til að kaupa ritið. Ef þeir hins vegar einhverra hluta vegna sjá sér það ekki fært, er þess vinsamlega óskað að þeir endursendi það til baka, — annars verð- ur greiðslu vænzt af þeirrra hendi. í síðasta blaði var í auglýsingu nokkuð skýrt frá innihaldi I. árgangs og fyrirætlunum í fram- tíðinni. Ól. B. Björnsson. Frú Sigríður Lárusdóttir á Vindhæli, varð 75 ára 8. þ. m. Hún er ó- venjulega næm og minnug kona. Kann hún ó- grynni af gömlum og nýjum kvæðum. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Björnsson. Gjaldkeri: Óöinn Geirdal. Afgreiösla: Unnarstíg 2, Akranesi. Kemur út mánaðarlega 12 síður. Árg. 20 kr.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.