Akranes - 01.06.1947, Qupperneq 2
Til fróöleiks og skemmtunar
í Ijóðum og lausu máli
DANlEL A FBÓÐASTÖÐUM 1 IIVItARSIÐU,
var hinn mesti merkismaður, enda talinn spakur
að viti. Hef ég heyrt honum nákunnugan mann
segja, að engan mann hafi hann fyrirhitt á lifs
leiðinni, sem sér finnist eiga eins vel við lýsingu á
hinum spakvitra manni Njáli. Daniel var ákaflega
stilltur maður og prúður. Hann sagði mikið 1
stuttu meitluðu máli, sem ekki var hœgt annað en
taka eftir.
Spakmæli Daníels og snilliyrði hafa orðið fleyg,
a. m. k. um allan Borgarfjörð. Eitt sinn sagði
Daníel þetta: „Ef þú værir ekki gestrisinn, Þiðrik,
og góður sláttumaður, þá veit ég ekki hvað gott
mætti um þig segja.“
Óvíða er Hvítá riðin, þó eru á nokkrum stöðum
vöð á henni, og var svo t. d. lengi fyrir neðan
Fróðastaði. Það var einhverju sinni er Daniel kom
sunnan yfir Hvítá á Fróðastaðavaði, að áin var il\
yfirferðar og talin hættuleg. Þegar Daniel kemur
heim, er sagt að kona hans, — sem fylgdist vel
með því sem fram fór — hafi verið stórorð yfir
þessari biræfni hans og hættu, sem hann hafi sett
sig í. Þá segir Daníel aðeins þetta. „Hún Hvítá
hefði nú tekið við mér þegjandi." Þarna eru ekki
stóryrðin eða mælgin, það er vel viðeigandi svar,
en sýnir ljóslega að hér hefur vissulega ver3
liætta á ferðum.
KVEÐIÐ TIE KRISTANS BERGSSONAR
A SEXTUGSAFMÆEI IIANS:
Sækir á brattann sextugur,
sýnist að aftan fimmtugur.
Tæplega að framan fertugur,
í fasinu sama og þritugur.
Með tápinu skákar hann tvítugum,
og tíu ára strákum fjörugum.
— En sakleysið hans það er svoddan þing
að samboðið er hverjum brjóstmylking.
Ingimundur.
Ut af hugeeidingum um LIST
EINARS JÓNSSONAR:
Hér er sannleiksbrautin bein,
björt sú list og vísdómsgrein,
Guðleg speki himinhrein,
Hávamálin greipt í stein.
Pétur Sigurðsson,
erindreki.
Fyrst. . .
Stálpennar voru fyrst notaðir á Englandi i8og.
★
Brennivín var fyrst búið til á Frakklandi 1310.
★
Fyrsti bankinn var stofnaður í Feneyjum 1157.
★
Gufuvélin var fundin upp af Newcomen á Eng-
landi 1705, en lagfærð svo að notum kæmi, líkt
og hún er nú af James Watt á Englandi 1765.
★
Gufuskip fyrst, sem notað varð, bjó Fulton til
1807 í Ameríku, en árið 1819 fór gufuskip í fyrsta
skipti yfir Atlantshaf.
★
George Stephensen bjó til fyrsta 'nothæfa gufu-
vagninn órið 1829.
★
Fréttaþráður var fyrst lagður svo að notum
kæmi af Samuel Morse i Ameríku 1844.
★
Loftþyngdarmælir var fyrst fundinn upp á
ítalíu af Toricelli 1643.
★
Hitamælir var fyrst fundinn á Hollandi af
Drebbel seint á sextándu öld.
★
Eldspýtur, likar þeim sem nú eru notaðar, voru
fyrst búnar til 1833.
★
Steinkol voru fyrst höfð til eldneytis á Englandi
1350.
★
Steinolía var fyrst notuð til ljósa 1826, en borað
var fyrst eftir henni í Ameriku 1843.
SVONA A FAÐ AÐ VERA.
Dagblað eitt í Ameriku sendi áskrifendum sin-
um svohljóðandi aðvörun og áskorun:
„Hver sá, er skuldar þessu blaði, komi þegar os
greiði skuld sína. Hver só, sem ekki skuldar blað-
inu, er hér með áminntur um að koma þegar op
gerast áskrifandi, til þess að hann geti orðið í
skuld við oss. Hver sá, er vér skuldum, er beðinn
að gerast áskrifandi að blaði voru fyrir þeirri upp-
hæð allri, sem vér skuldum honum, og greiði
okkur auk þess andviröi eins árgangs fyrirfram.
Hver sá, er skuldlaus er við oss og ekki kys að
vera skuldunautur vor, er beðinn að flyjta bú sitt
á annað landshom, til þess að aðrir viðfangsþægari
geti komið í hans stað.“
Skrýtlur.
Maður var í Beykjavík, sem Ámi hét, greindur
maður og gamansamur. Hann var af sumum auk-
nefndur „góta“ af því að hann kastaði oft fram
gátum í spaugi.
Eitt sinn mætti honum maður ó götu og segir:
„Hvemig liður gátunum núna, Ámi minn?“
Ámi: „Allvel, en geturðu sagt mér, hver er
mestur viðbjóður í þessum bæ?“ Hinn vildi ekki
svara þvi. Hann var sjálfur trjáviðarsali í bænum.
1 annað skipti mætti Ámi öðrum manni á götu
og sagði við hann:
„Geturðu sagt mér hver er andríkastur hér í
bæ?“ Sá, sem spurður var, átti lang flestar tamdar
andir í bænum.
★
Hún: „Ég vildi ekki eiga yður, þótt þér væruð
sá einasti karlmaður í heiminum."
Hann: „Þá fengjuð þér mig ekki, því að þá
myndi ég hiðja mér miklu fallegri konu en þér
eruð.“
★
Nirfillinn segir við konuna sina, sem var að
selja upp af sjóveiki:
„Það var skaði, Stina, að þú skyldir ekki verða
sjóveik, áður en þú borðaðir. Þama fór nú þessi
krónan til einskis."
★
Skrifarinn: „Ég get ekki skrifað héma fyrir
kulda, mér er svo ískalt ó fótunum.“
Húsbóndmn: „Skrifið þér með fótunum, ég hélt
að þér notuðuð hendumar til þess.“
★
Skóldsöguhöfundurinn: „Hefurðu lesið nýjustu
söguna eftir mig, eða hvemig likar þér hún?“
Kunninginn: „Já, það er langt siðan ég hef lagt
bók frá mér með jafn mikilli ánægju."
★
Prófessorinn: „Er herra yfirdómarinn heirna?"
Ráðskonan: „Hefur prófessorinn ekki frétt, að
yfirdómarmn er fyrir 10 dögum kominn undir
græna torfu.“
Prófessorinn: „So-so-so, þá vil ég ekki gera hon-
um ónæði, en ég bið að heilsa hunum, verið þér
sælar."
★
Pétur: „Ætlarðu ekki í kirkju í dag? Það væri
réttara en að sitja á ölknæpu allan sunnudaginn."
Páll: „Nei, ég sit kyrr, það er betra að sitja á
knæpunni og hugsa í kirkju en að vera í kirkju
og hafa hugann alltaf í knæpunni."
★
Jón: „Nú er hann Bjami á Seli stokkinn til
Ameríku og hefir arfleitt sveitina að aleigu sinni.“
Hreppstjórinn: „Ætli það sé mikið.“
Jón: „Heilsulaus kona og g börn.“
★
Sumir eyða allri sinni elsku í tilhugalífinu, svo
að þeir eiga ekkert eftir til giftingaróranna.
★
Sá sem er ánægður er ríkur, en sá sem er
óánægður er fótækur.
Sá sem gefur ó að gleyma. Sá sem þiggur ó að
muna.
Falskur vinur er líkur skugga manns. Þegar
sólin skín fylgir skugginn manni, en þegar ský
dregur fyri sólina, hverfur skugginn.
Lestimar festa fljótast rætur, þar sem jarðveg-
urinn er laus.
- ★
A. „Eg skal fullvissa yður um það, að konan
mín er ekki heimtufrek, hún er þvert é móti mjög
litilþæg."
B. „Þessu get eg trúað, að minnsta kosti sýndi
hún það, þegar hún giftist."
★
Móðirin hafði sagt Pétri litla úr ritningunni
um Adam og Evu, að hún væri sköpuð af hans
rifbeini. Næsta morgun vildi Pétur ekki klæða sig
og segir skælandi: „Æ, mamma min, mér er svo
skelfing illt undir síðunni, eg held að eg ætli að
eignast konu.“
★
Faðirinn: „Hefirðu heyrt, að ráðskonan okkar
ætlar að giftast?“
Dóttirin: „Nei, en það er gleðilegt, að við
losnum þá við kerlingarvarginn. Hver er sá
bjáni, sem vill eiga hana?“
Faðirinn: „Eg“.
★
Kennarinn: „Geturðu sagt mér, hvað 1 og 1 er
margt?
Drengurinn: „Þrír“.
Kennarinn: „Þú ert flón. Hvað mikið er þá,
þegar þú og eg stöndum hvor hjá öðrurn?"
Drengurinn: „Tvö flón“.
★
„Heyrið þér, þjónn! Eru blómin ó borðinu gervi-
blóm?“
„Jú; gallinn við veitingahús fyrir jurtaætur er
það, að ef ekta blóm eru á borðinu, éta gestimir
þau.“
★
Dómarinn: „Hve gamlar eruð þér? Minnist
þess, að þér eruð fyrir rétti og megið búast við að
verða látin staðfesta framburð yðar með eiði.
Konan: „Tuttugu og tveggja óra og nokkurra
mónaða.
Dómarinn: „Hve margra mánaða?"
Konan: „Eitt hundrað og sjö.
62
AKRANES