Akranes - 01.06.1947, Qupperneq 5

Akranes - 01.06.1947, Qupperneq 5
Hjúín gerðtí garðínn frægan I. grein Björns Guðmundssonar frá Núpi. Þegar við lesum mannkynssöguna og jafnframt föðurlandssögu okkar, sem vit- anlega er sérstæður þáttur í mannkynssög- unni, finnum við mjög margt sameigin- legt í baráttunni fyrir lífinu, sem eðlilegt er. En munur á staðháttum og náttúru- landanna mynda mismunandi lífsskilyrði frá öndverðu. En viðhorf og viðskipti fólksirjs, sem löndin byggir hefur verið með ýmsu móti °g ekki nema að sumu leyti háð lífsskil- yrðunum. Má þar til nefna stéttaskipt- mguna innan hvers þjóðfélags. Meðan störfin eru fábreytt verður einungis um fáar stéttir að ræða. A frumbýlisöldum þjóðar okkar er að- ems um tvær stéttir að ræða: bændurna °g hjú þeirra. En svo smáfjölgar. Þegar sjosókn fer að verða sérstök atvinnugrein, myndast sjómannastéttin. Með viðskipt- um innanlands og við útlönd myndast verzlunarmannastétt, með lögbundnn þjóðfélagsskipulagi stétt embættismanna, með iðnaði stétt iðnaðarmanna o. s. frv. Verður þetta að teljast eðlileg skipting eða náttúrleg þróun, en sitt hvað hefur látið ó sér bóla og valdið miklu róti í lífi þjóð- anna og má þar til nefna aðalsmannavald- ið eða aðalsmannastéttina, sem í sumum ríkjum, á vissum tímum, varð svo öflug yfirdrottnunar- og auðvaldsstefna, að rik- isstjórnir og allar aðrar stéttir urðu að lúta henni. Þetta er hægt að telja ónáttúrlega eða óeðlilega stéttaskiptingu. Talið er að Island hafi albyggzt á 60 ar árum, en ekki kemur fræðimönnum saman um, hve margt fólk hafi verið á landinu á Söguöldinni. Landnáma nefnir 417 landnámsmenn, en með sér fluttu þeir all margt manna auk fjölskyldunnar, bæði þræla og frjálsa menn. Fyrsta mann- tal, sem sagan greinir, er tekið laust eftir aldamótin 1100, er Gissur biskup lét telja alla bændur á landinu, þá er þingfarar- kaup áttu að greiða og reyndust þeir að Vera 4560 og liklega talið, að hinir minni bændur hafi verið um 200. Hafa þá búið á landinu um hálft 7. þúsund bændur. En hvað verður þá fólkið margt í heild sinni? Það verður aldrei sagt með nokk- urri vissu, en af líkum má eflaust fara nokkuð nærri um það. Eftir manntölum síðari alda koma að jafnaði 7—8 manns á hvert heimili, en eftir því, sem sögurnar segja um mannfjölda á heimilum ein- stakra manna á Söguöldinni má ætla að fleiri komi á hvert heimili. Geirmundur heljarskinn hafði um 80 frelsingja. Skallgrímur um 60, Þorsteinn Þorskabítur 60, Hörður Grímkelsson fékk 30 hjóna með .Breiðabólsstað. Á Fróðá voru 30 hjóna um haustið áður en reim- leikarnir hófust. Þórður Kolbeinsson telur 16 hjón í sínum bæ. Þráinn Sigfússon hafði 16 vígra karla heima lijá sér. Eftir stórvig voru menn varir um sig og höfðu A K R A N E S fjölmennt t. d. eftir víg Höskuldar Hvíta- nesgoða voru jafnan á Bergþórshvoli nær 30 vígra karla. Guðmundur ríki var tal- inn hafa 120 hjóna og var það einsdæmi. Þetta, sem hér er bent á, er eflaust langt yfir það, sem almennt gerist, en sagn- fræðingar telja að ganga megi út frá 10 manns í heimili að meðaltali og verði þá landsmenn 60—70 þúsund. Af ofanrituðu er augljóst, að megin- þorri landsmanna að fjölda til er þjón- ustufólk, heimamenn húsbændanna, sem áttu þar lögheimili. Vistráðin hjú og þræl- ar voru oftast nefnd hjón. Vinnumenn- irnir húskarlar, griðmenn eða verkamenn eða vinnumenn en konurnar griðkonur eða verkkonur. Stundum var nöfnunum húskarl og þræll blandað saman og að líkindum einnig orðunum griðkona og ambátt þó ekki séu til eins ljós dæmi um það. Þetta er fólkið, sem framkvæmdaraflið í frumbýlingsbaráttu íslenzku þjóðarinn- ar hvíldi á og allar aldirnar fram til vorra • daga, að hestar, verkfæri og vélaafl tekur að létta störfin, hafa islenzku hjúin verið það breiða bak, sem meginátök allra fram- kvæmda hafa hvílt á. Landnámsmenn gátu ekki flutt með sér mikið af vinnu- dýrum og voru því þrælarnir ásamt öðru frjálsu vinnufólki nauðsynlegt. En vitan- lega hefir mönnum þótt vinna þessi erfið og ill og neytt þá stundum bragða til að losna við hana, sbr. Hjörleif og þræla hans. Sagnritarar okkar eru þeirrar skoð- unar, að allir landnámsmenn hafi flutt með sér fleiri eða færri þræla, er þeir settust hér að og telja að langt um fleiri þrælar en frjálsir menn hal’i skipað vinnu- fólksstéttina á fyrstu árum Islandsbyggð- ar. Það er ekki að undra þó mörgum hrjósi hugur við þessu, að lítt athuguðu máli, því ef þrælarnir hefðu aukið kyn sitt í hlutfalli við fjölda þeirra, væri þjóðin nú að meiri hluta til þrælborin. — Verður vikið að þessu síðar. — Þrælahald hefur tíðkast í öllum löndum, um allan lieim og er tæplega úr sögunni enn, þó hvergi muni það löghelgað. Þræll var hvarvetna minnst metna manntegundin og ljót er lýsing þeirra í Rígsþulu: Vas þar á höndum fingr digrir, hrokkit skinn, fúlligt andlit, kropnir knúar lotr hryggr, langir hælar. Og orðtækið, sem komizt hefur á loft um innræti þeirra og andleg verðmæti: „Illt er að eiga þræl fyrir einkavin“ bar þeim ekki fagurt vitni. Þessir aumingja menn, voru ófrjálsir með öllu og eflaust víða illa meðfarnir og átt við bág kjör að búa og það eflaust hjálpað til að viðhalda ókostum þeirra er þeir sáu aðra menn, er með þeim unnu njóta meiri gæða. Mörg dæmi herma sögur okkar, sem sanna að þrælar voru ótrúir, illa innrættir og all- fúsir til illverka. Dæmið um þræla Hjör- leifs hefur áður verið nefnt. Þrælar Ketils Gufu hlupu í burt í fjarvist hans og komu um nóttina á Lambastaði. Þar báru þeir eld að húsum og brenndu bóndann inni og hjón hans öll, og stálu því er þeir máttu. Þegar þeim var veitt eftirför, flýðu þeir allt hvað af tók og hlupu á kaf í sjó- inn. Þegar þeir börðust Þórarinn Máhlíðing- ur og Þorbjörn digri, urðu þrælarnir svo hræddir, að þeir hlupu í ofboði fram af Búlandshöfða og týndust og var þó engin hætta á ferðum, þvi Þórarinn bar hærra hlut og reyndi til að elta þá uppi, en þeir urðu því hræddari. Þegar Snorri goði sótt.i að Arnkeli goða, var hann með þrælum sínum tveimur í heygarði á Örlygsstöðum. Arnkell sendi þá heim eftir liðsafla. Tók annar þeirra, er Öfeigur hét, þegar á rás og hljóp allt hvað af tók, og varð svo hræddur, að hann gekk nálega af vitinu, og hljóp á fjall upp og þaðan í foss einn og týndist. Hinn kom heim á bæinn og tók til starfa sem ekkert væri og sagði eigi tíðindin fyrr en allt var um seinan og Arnkell drepinn. Þórður hinn huglausi í Haukadal þorði ekki að taka vopnið úr undinni er Vésteinn var veginn, svo lik- blauður var hann, að hann þorði hvergi í nánd að koma. Þessi bleyðimennska og önnur eðlisein- kenni þrælanna voru svo ólik og gagnstæð eiginleikum þeim, er forfeður okkar töldu mönnum helzt til gildis og höfðu mestar mætur á, að eigi má undarlegt heita að þeir legðu óvirðing á þrælana, töldu þá naumast með mönnum og vildu helzt losna við þá. Sem betur fer tefla sögurnar þó fram fleiri dæmum um að orðið þræll átti ekki saman nema að nafninu til. Þeir menn, sem landnámsmenn námu með sér á vikingaferðum um Suðureyjar, Skotland og Irland og héldu um tima sem þræla og ambáttir voru margir hverjir af ágætu bergi brotnir, siðaðir vel og mannaðir og stóðu eigi frjálsum mönnum að baki í at- gervi og mannkostum: Þórður goddi átti þræl þann, er út kom með honum og Ásgautur hét. Llann var mikill maður og gervilegur, og þótt hann 65

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.