Akranes - 01.06.1947, Síða 7
dómi er muna hann á efri árum.
Ekki er nú tekin með hin afburða góða
ritgerð dr. Sigurðar Nordals, um skáidskap
Gríms, sú er fylgdi útgáfu Snæbjarnar. Þess
gerðisl ekki þörf, þar sem heildarútgáfa er
nú að koma af ritgerðum hans. En jafnt á
hún við nú sem fyrr, spurning Sigurðar:
„Hvenær eignumst vér annað skáld, sem
lætra sé á að heita til harðræða og sæfara?“
Fram með fleiri slíkar útgáfur af höfuð-
skáldum þjóðarinna!
Saga Vestmannaeyja. Eftir Sigfús M.
Johnsen. Útgefandi: Isafoldarprent-
smiðja h. f. 194G.
Hér er um mikla bók að ræða í tveim stór-
um hindum. Er fyrra bindið 338 bls. en hið
síðara 3G0 síður að meðtöldu registri. Því
miður er hér ekki hægt að skrifa rækilegan
i'itdóm um þetta mikla verk. Til þess brestur
fyrst og fremst allan kunnugleik og inargt
fleira.
Rit sem þetta getur verið afburða gott og
næsta mikils virði þó að á því finnist nokkr-
ir smágallar og meira að segja þó verulegir
væru. Er miklu hægara að umbæta í þeim
efnum heidur en vinna frá grunni. Og af
þeirri liætu má enginn láta lijá líða að vinna
í upphafi slík nauðsynjaverk sem þetta.
Þarft verk vinna þeir inenn þjóð sinni, sem
miklum tíma af ævi sinni fórna lil að safna
og semja slík rit, bæja héraða eða alþjóðar.
Ber rit þetta með sér, að mikil vinna er í það
lögð ,og trúlega ekki hver stund greidd liöf.
eftir hæsta taxta. En þeir, sem einhverjar
luigsjónir'eiga, spyrja ekki fyrst og fremst
mn gjald, lieldur gagn.
Yfirleitt mun það reynslan að erfitt sé og
vanþakklátt verk, að semja samtíma sögu.
Hefur það sjálfsagt að einhverju leyti lient
nér, að einum finnst vanta ýmislegt, sem a.
m. k. eigi jafn mikinn rétt á að vera skráð,
sem annað er e'kki liefur fallið niður. En allt
slíkt er sérstaklega hægt að umbæta, einmitt
fyrir að verkið hefur verið unnið, og ritið
koinið út.
Isafoldarprentsmiðja liefur gefið ritið vel
og myndarlega út. Á forlagið skilið miklar
lnikkir fyrir útgáfu slíkrar héraðssögu
Einar Benediktsson: Ljóðmæli I—III.
Isafoldarprentsmiðja li.f. 1945.
Einu sinni sem oftar átti ég tal við ágætan
ákveðinn liagyrðing. Hann gat liitt á að gera
ágæt kvæði þó ekki væru þau listaverk. I
sumum þessara kvæða gátu verið sannar lif-
andi setningar, með mælsku og réttri merk-
ingu. Þessi maður sagði, að Einar Benedikts-
son væri ekki skáld. Hann væri eins og
stundum hefir verið sagt um smiði. „Lærð-
ur smiður,“ en ekki smiður af guðs náð.
Svona geta greindir menn stundum verið
einsýnir, ósannir, eða partiskir. Að sjá ekki
hvort svart er svart, eða hvítt hvítt, eða
segja það móti hetri vitund. Svo langt er
þetta frá réttu mati að Einar Benediktsson
verður sjálfsagt einn þeirra fáu inanna sem
á öllum ölduin verður kallaður listaskáld.
Oumdeilanlega á hvern veg sem metið er.
Vonandi verður hátt til lofts og vítt til
yeggja í hinu „allra helgasta" musteri ís-
lenzkra andans manna. En jafnvel þó að þar
væri þrengra, mun lengra til að Einari verði
þokað þaðan. Svo ber hann af uin djúpsæjar
gáfur, speki anda ,efni, form og framsetn-
ingu.
Eflaust er mörgum samtímamanni Einar
Benediktsson hreinasta ráðgáta. Hvernig
samrýmst geti skáldið og maðurinn. Það
getur hver meðalgreindur maður greint,
eftir að hafa lært eða lesið kvæði Einars.
Einar sjálfur er þar meistarinn sem vísar
veginn. Svo traustur leiðbeinandi er liann
sjálfur og tállaus að eftir lesturinn eða náin
kynni, er Einar ofurmennið ,þar sem óra-
fjarlægð er niður til meðalinennskunnar,
hvað þá ef lengra á að halda niður. Þetta
má þó ekki skilja svo, að Einar geti ekki
komið við „langt niðri,“ en ekki til veru.
Heldur aðeins á ferð. Ekki samdauna sorp-
inu, ætlandi sér þar varanlegan samastað.
Heldur til að vita deili á öllum hlutum.
Dregið þaðan, eða varað við að leggjast svo
lágt. Hann horfir oftast upp, og á hátt uppi
von sína og öruggust vængjatök. Hver ætli
geti t. d. ort „Hnattasund,“ nema marg-
reyndur maður, sem á von á strönguin dómi,
fyrir eigin sök, en veit þó, að „Marmarans
höll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru
hjörtun sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði
þak.“
Eg hygg að vegur Einars vaxi því meir
sem hann „eldist." I fylgd með anda hans
eru svo ótalmargir verndarenglar, og svo
langt er hann — þrátt fyrir allt — á undan
sora og samtíð, að jafnvel þverbrestir í fari
lians með lieilar hersveitir af samtíðar-
mönnurn sem vottum, sem vilja stækka þær
þverbrestmyndir koma að engu haldi, að
því er dómsniðurstöður snertir. Svo langt
er hann á undan og óháður saintíð sinni, að
hann skilur hana, en hún ekki liann. Það
gerir alltaf gæfumuninn um hina mestu
menn. Því annars yrðu þeir samdauna, lág-
fleygir og lítt liæfir til að vera leiðtogar upp
á við. Það er svo sem engin smáspeki í
kvæðinu, sem vitnað var til áðan. Það er
svona:
„Vér köllum ferju á hnatta-liyl,
en hrópið deyr milli hlálofts-veggja.
Oss dreymir. Vér urðuin aldrei til.
Vor öfugsýn er Ginnunga spil,
en yfir liöfðum oss hvinir eggja.
Dularlög semur stjarnastjórnin,
með stranga dóina í eigin sök.
Skammvinna ævi, þú verst í vök,
þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin.
En til þess veit eilífðin alein rök.
Stjörnunnar harn, hví skynjar þú skammt?
I skóla himnanna stöndum vér jafnt.
Ein hrynjandi skriða grjóta úti í geimi
er Guðdómlegt flugeldaskraut vorum lieimi.
Það veist þú allt, en elskar það samt.
Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak
fljóta bæði. Trú þú og vak.
Marmarans höll er sem moldarhrúga.
Musteri Guðs eru hjörtun sem trúa,
þó hafi þau ei yfir höfði þak.“
Þegar talað er um sjálfbyrginga hygg ég
margir, — sem lieyrðu liann stundum og
sáu, — hugsi til Einars Benediktssonar.
Hvað verður úr sjálfbyrgingnum Einari, í
þessu kvæði? „Oss dreymir. Vér urðum
aldrei til,“ segir hann. „Til þess veit eilífð-
in alcin rök.“ Eða þá síðasta erindið. Hann
er ekkert án eilífðarinnar raka.
Einar Benediktsson er meistarinn. Sjá-
andinn. Afrendur að afli eins og Bergrisi.
Gjósandi fjall, eða æðisgenginn stormur,
sem aldrei virðist ætla að lægja. Hann er
fullgildur heiinsborgari, en þó öllum bönd-
um bundinn Islandi einu. Hann er sem blær
eða barn, eða æðisgengið liafið við strönd-
ina. Milli alls þessa er langt, en þó óviðjafn-
anlega skannnt, nátengt og hundið livað
öðru eins og sól og myrkur. Alefling andans
og eilíf undur, sem ekki vér, heldur aðeins
einn skilur og veit rök fyrir.
Einar Benediktsson kemur ekki til þess
að svæfa þig, lieldur vekja þig til fjörs og
ferða. Til þess að vera lifandi vera í leik
alheimsins á liinum glæsta knerri eða fjöru
flaki. Þar sem þú aðeins átt að trúa og vaka.
Þú gengur á skip með fáum, sem fara svo
vítt. Þar sem þú ert óhultari en hjá honum.
Þar sem þú lærir meira en hjá honum. Hann
skilur þig heldur ekki eftir á eyðiströnd
afans. Nægir þar að minna á þetta:
„Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd til Drottins fundar,
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa í gildi.
Hún boðast oss í engils róm.
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
1 aldastormsins straumi
og stundarbarnsins draumi
oss veita himnar vernd og hlé.“
Eftir það ferð þú margar ferðir með Ein-
ari. Eftir fyrstu ferð ræður þú þig á „dreka“
hans, því þú getur ekki á eftir verið bund-
inn eða bátlaus. Hann siglir á sjó eða í lofti.
hvernig sem viðrar. Hann virðist liafa inn-
anborðs siglinga- og sjóntæki, sein eru langt
á undan tækniþróun vorra líma.
Skáldskapur Einars er sannkölluð „gull-
kista“ af dýrindis djásnum, sem ekki aðeins
ljóðelskir menn geta ekki án verið, heldur
ætti hver einasti Islendingur að kynna sér
þau fyr en seinna. Skáldskapur hans er ef
til vill í fyrstu harður viðkomu, eins og
sumir menn, sem því öruggari vinir reyn-
ast, sem minna er eftir af liúsi þess, sem á
vináttu hans.
I öllum kvæðum Einars er Island og al-
heimurinn uppistaðan. Honum liefur víst
aldrei komið til liugar að eignast peninga
til að „lúra“ á þeim. Heldur hefur liann víst
aldrei ort ljóð sér til hugarhægðar, eða til
þess að lifa á. Hann er eins og gjósandi hver
eða fjall, sem það er áskapað. En hann yrkir
ekki til að ata sauri. Það eitt ætti að nægja
til þess að sýna hve „ástir“ hans ogskáld-
gyðjunnar eru sannar og sígildar, að þegar
hann yrkir er hann sifellt í hærra veldi,
hreinleika og göfgi, þrátt fyrir þó að hann
standi báðum fótuin í heimi veruleikans,
þar sem mennirnir leggjast lægst.
Þessi útgáfa af ljóðum Einars Benedikts-
sonar er hin vandaðasta að öllum frágangi,
til mikils sóma fyrir útgefandann.
Fyrir fyrsta bindi er langur formáli eftir
Guðmund Finnbogason, og ber á sér snilld-
arbragð hugar hans og tungu. Svo lengi mun
Einar verða lesinn og lærður á landi hér, að
oft verða ljóð lians gefin út og til vitnað.
Ættu þau þvi að vera víðar en þar sem
mikið er af bókum.
Fækorn. Kristilegt Smáritasafn, I.
Hinn 4. september s. 1. voru liðin 100 ár
frá andláti sr. Jóns lærða í Möðrufelli. Sr.
Jón var öndvegis klerkur á sinni tíð, gáfaður
og vel lærður, sem bezt má marka af viður-
nefni því, er við hann festist, enda kunni
hann t. d. þessi tungumál: latínu, grísku,
hebresku, þýzku, ensku, frönsku, sænsku og
dönsku auk síns móðurmáls.
Ó. B. B.
akranes
67