Akranes - 01.06.1947, Page 9

Akranes - 01.06.1947, Page 9
fædd í febrúar 1846. Þau áttu 2 dætur, Kristínu. sem átti Þorstein Ólafsson, en þau bjuggu á Krossi, Kjaransstöðum og viðar. Kristín á nú heima i Akurprýði hér i bæ. Sigríður missti Eyjólf mann sinn eftir skamma sambúð, en giftist aftur 21. des. 1884 Kristjáni Guðmundssyni. Kristján var fæddur og upp alinn vestur í Dölum. Fæddur 20. júlí 1853. Hann kvæntist fyrir vestan konu þeirri er Elinborg hét, Stefánsdóttir, 24. júli 1880, en missti hana 10. júlí 1882. (Elinborg þessi var systir Ingibjargar, konu Sigurgeirs á Geirsstöð- um, en Kristján og Sigurgeir voru bræð- ur). Þau Sigríður og Kristján bjuggju á Sól- rnundarböfða, og áttu þessi börn: Guð- mundur Sveinn, Elinborg, gift Júliusi Ólafssyni, vélstjóra í Reykjavík, og Guð- ný, saumakona i Reykjavík, ógift. Kristján á Höfðanum var afburða dug- legur maður og góður drengur, vel gefinn og velviljaður. Hann þótti afbragðs sjó- niaður og ágætur formaður. Átti og gerði út skip frá Sólmundarhöfða, en stundaði síðar mikið sjómennsku á skútum. Krist- ján tók hér veigamikinn þátt í félagsstarfi, bæði i Góðtemplarareglunni og síðar Bárufélaginu. Stóð hann framarlega í báðum þessum félögum sakir starfshæfni smnar. Kristján var hið mesta karlmenni, en geðgóður, léttlyndur og tiRögugóður í hverju máli. 1 einu orði sagt góður dreng- ur. Kristján Guðmundsson á Höfðanum fórst ásamt syni sínum á kútter Emilíu í hina mikla mannskaðaveðri 7. apríl 1906. Ekki varð langt á milli þeirra hjóna, Sig- ríðar og Kristjáns, því hún andaðist á Sól- mundarhöfða 24. janúar 1907. Sigríður var góð kona og mikilhæf, sem sjá má af eftirfarandi eftirmælum um hana. Glaðlyndi lýsti og göfugmennsku svipur þinn fyrir sjónum vorum. Framkoma dagleg djörf, en látlaus vakti hjá mönnum virðing þina. Hagsýni, ráðdeild, lijartagæzka, þolgæði, traust og tápmikill hugur vér fundum að var þitt föruneyti, seni efldi þinn styrk á ævibraut. Þú stóðst sem bjarg er bifast eigi hörð þá að kom hörmungafregn, en lrjartanu blæddu blóðug tár, þá mann og son þú misstir í einu. A K R A N E S Stríðið er endað, er nú rótt þitt engilblíða hjarta, þig hryggir engin hörmunganótt í himinsalnum bjarta. Andi þinn gleðst við unaðsstund, og æðstu sælu nýtur við ástvina þinna fagran fund, sem framar aldrei þrýtur. Dagsverk unnið þökkum þér með þreki í friði og striði, þin minning lieiðruð ætíð er ættingja þinna prýði. Hvíldu í friði, sofðu sætt, sú er bótin meina, þú gleymist ei, þvi mannorð mætt er mannsins bautasteinar. G. H. Árið 1882 býr Árni bróðir Sigríðar líka í Brekkubæ. 1885 býr þar Bjarni, bróðir Þórðar á Vegamótum. Með honum bjó fyrst hér, og svo í Ameriku, Guðrún syst- ir Jóns Guðmundssonar í Garðhúsum. En 1886 kemur þangað sá maður, sem síðan bjó þar lengi. Það var Þórður Jónsson, gullsmiður. Hann var sonur Jóns Magn- ússonar pósts og konu hans Þórunnar Þórðardóttur. Kona Þórðar var Ingibjörg Einarsdóttir, mydarleg og mikilhæf kona. Þeirra börn eru Einar, úrsmiður í Hafnar- firði, Þórunn, prestsekkja í Grindavík, og Guðrún, ógift, rúmliggjandi á Hafnar- fjarðarspítala í fleiri ár. Frá þeim hjón- unrnn verður nánar sagt í öðrum þáttum. Þórður byggði í Brekkubæ árið 1907 hús það, sem þar stendur enn. Þórður Jónsson andaðist þar 22. apríl 1939, en nokkru áður hafði hann eftirlátið stjúp- syni sínum, Böðvari Jónssyni, ábúð á Brekkubæ, eða haustið 1934. Böðvar var sonur Ingibjargar af fyrra hjónabandi. Hann hefur síðan búið í Brekkubæ ásamt konu sinni, Guðrúnu J. Jóhannesdóttur, ættaðri úr Eyjafirði. Þau eiga einn sin, Ingva að nafni. Böðvar er lærður skósmiður og stundar þá iðn siðan hann kom hingað. Verður nánar sagt frá honum í öðrum þætti. Eins og áður er sagt, er Brekkubær byggður úr Garðalandi, og hefur ævinlega tilheyrt prestsetrinu. Þegar Garðarnir voru á sínum tíma seldir hreppnum voru þessar jarðir teknar undan við söluna: Brekkubær, Presthús og Kalmannsvík. Þegar prestseturshús var reist hér, var það byggt í Brekkubæjarlandi, rétt ofan við landamerkin milli Skagans og Garða. Má því segja, að Brekkubær sé orðið raun- verulegt prestsetur á Akranesi. Þar er nú líka ákveðið að byggja hinn nýja bama- skóla. 29. Götuhús. Ekki er Götuhúsa getið fyrr en 1826. Þó getur skeð að þar hafi verið byggt nokkr- um árum fyrr. En þar býr þá þetta fólk: Jón Þorláksson, húsbóndi, 31. árs, og Jó- hanna Einarsdóttir kona hans, 36 ára. Þau eiga þá einn son, Jón að nafni. Árið 1828 er þar þetta sama fólk. Árið 1833 býr þar Magnús Jónsson, húsm., 57 ára, og Þurið- ur Jónsdóttir kona hans, 58 ára. Hjá þeim er Helga dóttir þeirra, þá 18 ára. Þetta sama fólk er þar enn 1835. Árið 1840 býr þetta fólk í Götuhúsum: Árni Halldórsson, 58 ára, og Sigurborg Guðmundsdóttir kona hans, 40 ára. Þeirra börn eru þá: Sigurður, 12 ára, Halldór, 11 ára, og Árni, 7 ára. Árið 1850 býr þar Guðmundur Pálsson, 51 árs, og Guðborg Helgadóttir kona hans, 45 ára. Þeirra börn eru þá: Guðrún, 10 ára, og Margrét, 3. ára. Árið 1862 er þar Jón Guðlaugsson og Margrét Magnúsdóttir. IJau bjuggu síðan í Götuhúsum meðan Jón lifði, en hann druknaði 27. febrúar 1879. Þau byggðu fyrst og bjuggu á Traðarbakka og verður nánar getið þar. Árið 1862 og lengst af úr því, eru tveir bæir í Götuhúsum og tvíbýli. Eystri og vestri bær. Árið 1865 var í öðrum bænum Guðmundur Ólafsson húsm., 36 ára, og Guðrún Jónsdóttir kona hans, 42 ára. Þá voru hjá þeim þessi börn þeirra: Jón, 6 ára, Jónas, 5 ára, og Guðni, 1 árs. En allir þessir drengir koma hér nokkuð við sögu síðar: Jón skósmiður á Smiðjuvöllum og Laufási, Jónas, síðar á Hól, og Guðni, síðar í Guðnabæ, Bræðraborg og Götuhúsum. Árið 1879 kemur þangað Guðmundur Ólafsson, þá 46 ára, og Ragnheiður Bjarna- dóttir kona hans, 41 árs. Þau komu frá Kjaransstöðum, þar sem þau höfðu verið í húsmennsku hjá Ólafi, bróður Guð- mundar, — en sá Ólafur var afi Ólafs Kristniboða. — Þeir bræður munu hafa verið ættaðir af Hvalfjarðarströndinni. Ragnheiður var dóttir Bjarna Einarssonar, skipasmiðsi í Straumfirði, og þannig systir Guðnýjar móður Halldórs, skipstjóra, í Háteigi, og þeirra mörgu systkina. Börn þeirra Guðmundar og Ragnheiðar voru þessi: 1. Bjarni, f. 1865, druknaði 14. apríl 1912, ógiftur og barnlaus. 2. Jódis, f. 1866, dó ung. 3. Árni, f. 1867, d. 1885. 4. Kristinn, f. 1868, dó ungur. 5. Jódís önnur, f. 1871, ógift vinnukona á Arnbjargarlæk. 6. Magnús, f. 1874, dó ungur. 7. Margrét, f. 9. nóv. 1877, á heirna í Reykjavik. Hennar dóttir, Hrefna Hall- dórsdóttir Oddsonar, búsett í Hafnarfirði. 8. Kristinn annar, f. 1879, druknaði 5. maí 1894. 9. Arnheiður Guðrún, f. 9. nóv. 1884, átti 31. des. 1907 Ólaf Stefánsson frá Skarði í Leirársveit; þau búa í Bx-autar- holti hér, og verður þar nánar getið síðar. Guðmundur Ólafsson var fæddur 1832, dáinn 28. okt. 1907. Ragnheiður var fædd 24. apríl 1838, dáin 28. júlí 1918. Framhald. 69

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.