Akranes - 01.06.1947, Page 11

Akranes - 01.06.1947, Page 11
úrskarandi hirðulaus um mann Sx»—, sem fór að gjörast aldraður. — Síra Andrés tók mikið í nefið og þegar hann var orðinn gamall og hrumur, þurfti hann mikillar umönn- unar við og þrifnaðar, en þessa fór hann hvorutveggja á mis. — En þrátt fyrir þetta kom mönnum saman um, að „orðræður“ hans og viðmót allt bæri vott um jafn göfugan og mikilhæfan gáfumann, þótt liið ytra látbragð hans og klæðaburður svaraði ekki til þessa. — Síra Andrés þótti mjög vænt um Eggþóru og sá ekki neina lesti hennar. Þau eignuðust eina dóttir, sem Þórunn hét, og giftist Brynjólfi Jónssyni ökumanni í Reykjavílc. Þegar síra Andrés var orðinn 75 ára gamall og hafði verið prestur í 45 ár, sagði hann af sér Flateyjarbrauði 1. júlí 1880 og fékk lausn í náð. Hann fór þá norður að Möðru- völlum til Jóns sonar síns, sem þá var þar skólastjóri, með konu sína og dóttir, en þar lifði hann aðeins í 2 ár og dó þar 22. júlí 1882. — Ur Flatey fóru þau prestshjónin norð- ur með póstskipinu, en þá varð Þorvaldur Thoroddsen professor þeim samferða og getur þess,1) að mönnum hafi þótt nýstárlegt að sjá Eggþóru á leiðinni. Hún var nefni- lega með kú í fari sínu, en þessi belja, er hún kallaði Rjúpu var svo mikið uppáhald hennar að hún vildi helst aldrei skilja hana við sig, og alltaf var gamla prestfrúin að vitja um kusu sína á leiðinni. Hún fór, við og við, niður í lestina mjólka hana, strjúka hana og kjassa, og vakti þetta eftir- tekt farþeganna, einkum af því hversu kerling var subbu- leg. Þeir voru þarna farþegar á skipinu, Lárus Sveinbjörns- son háyfirdómari og Hjaltalín skólastjóri, og spurði þá Sveinbjörnsson Iíjaltalín í grannleysúHvaða ódæmans kerling er þetta með kúna ?”En Hjaltalín, sem var rósemin sjálf, svaraði ofurstillilega:„Það er hún stjúpa mín.”Eftir að norður að Möðruvöllum kom, settust þessi gömlu- prestshjón að í litlu koti, sem Nönnuhóll hét, í túninu á Möðruvöllum og þar voru þau í skjóli skólastjórans. Egg- þóra var þar, alla daga, að bjástra eitthvað við kusu sína Rjúpu, en búskapur hennar þótti ekki altaf sem snirtileg- astur,- Síðan fluttist hún til Reykjavíkur og þar dó hún 5. febrúar 1894. ----- Faðir séra Andrésar var, eins og áður getur, hinn merki prófastur, séra Iijalti Jónsson á Stað í Steingrímsfirði. Hann var sonur séra Jóns Sveinssonar á Stað og Guðrúnar Jónsdóttir á Helgafelli, en séra Jón var sonur séra Sveins Guðlaugssonar í Hvammi í Norðurárdal og Helgu blindu Jónsdóttir frá Staðastað. En þarna standa hinar merkustu prestaættir í aldir fram að, þessum mönnum. Síra Hjalti var fæddur á Prestbalcka í Hrútafirði 17(56. Hann fór í Reykjavíkurskóla hinn eldri og útskrifaðist það- an 19 ára gamall, árið 1785. — Þegar hann hafði lokið námi, hagaði hann sér líkt og síra Andrés sonur hans gjörði síðar, og sló sér að líkamlegri vinnu. Hann fór þá heim til foreldra sinna og vann hjá þeim öll almenn sveitastörf næstu 9 árin. '— Þetta hefur eflaust verið þeim feðgum hollt og heilsu- samlegt eftir námsárin, enda voru þeir hraustir og urðu langlífir, þegar miðað er við aldur manna á þeim árum. Svo þegar síra Hjalti var orðinn 28 ára gamall, var liann loks vígður aðstoðarprestur til föður síns. Dr. Hannes biskup Finnsson vigði hann í Skálholti 6. júlí ’94, en vígði þá um leið síra Björn son síra Hjálmars Þorsteinssonar í Tröllatungu, sem síðar varð mesti merkis prestur. Um 1) Þ. Tli. Minningabók II. 9—10. akranes kvöldið sagði herra biskupinn, að nú hefði hann í dag vígt hinn lærðasta prest og hinn bezta prest og átti það fyrra við síra Björn en það síðara við síra Hjalta. — Biskup hefur fundið og kunnað að meta þá einstöku mannkosti og mann- gæði, sem síra Hjalti átti í fari sínu. — Ollum heimildum ber saman um, að hann hafi verið sérstakur gæða- og höfð- ingsmaður. — Þessar mildu dyggðir síra Hjalta hafa gengið í erfðir til afkomenda hans, og hefur hinn göfugi maður, Asgeir konsúll Sigurðsson sannarlega ekki farið varhluta af þeim arfi frá langafa sínum. — Eg þekki líka vel til afkom- enda síra Hjalta, sem konmir eru út af Jóni syni hans, sem fluttist vestur í Breiðafjörð og gjörðist þar bóndi, en af honum eru einstakir heiðursmenn komnir, vel greindir og skýrir. — Þegar síra Hjalti hafði tekið vígslu, varð hann þá þegar varaprófastur föður síns, en 3 árum síðar tók hann við prófastsdæminu. Þá var honum veittur Staður eftir lát föður síns árið 1798. — Hann þjónaði síðan prests- og pró- fastsembætti 33 ár. — Síra Hjalta er lýst svo:1) „Hann var meðalmaður á vöxt, ekki fríður sýnum, vandaður í hegðun sinni, stilltur og gætinn, lærður vel, stirðraddaður til söngs, einhver sá andríkasti og bezti predikari og frægur kenni- maður, skrifaði aldrei ræður sínar, en predikaði jafnan blaðalaust, því að hann hafði frábæra mælskugáfu. Skrif- ari góður og hagorður. Hann var allgóður smiður á tré og járn. Meðaumkunarsamur og nákvæmur við alla nauðlíð- andi. Gestrisinn og veitingasamur framar efnum, því að hann átti oft erfitt í búi vegna ómegðar og tilkostnaðar. Merkismaður var hann jafnan talinn og vinsæll.“ Síra Iljalti var alla tíð hraustur maður, en þegar hann var um sextugt fékk hann meinsemd í kviðholið, sem dró hann til dauða, en úr samkynja illu meini hafði faðir hans einnig dáið og hefur þetta eflaust verið krabbamein. — Síra Hjalti dó 61 árs gamall, 12. febrúar 1827. Hann varð vel við dauða sínum og vissi mæta vel að hverju leiddi. Því kallaði hann saman allt heimilisfólk sitt, konu sína og börnin, sem voru 9 og kvaddi alla með andríkri ræðu. — Hann var jarðaður að sunnanverðu við kirkjuna á Stað og var lagður legsteinn úr ljósgrænum marmara á gröf hans, en á steininn var höggvin grafskrift á latínu, sem síra Andrés sonur hans samdi. Eftir lát séra Hjalta flutti svo Sigríður elckja hans að Kálfanesi, en þá jörð átti hún og börn hennar að mestu leiti, og þó að Sigríður ætti heldur erfitt í búi, hélt hún samt alltaf fram gestrisni sinni og góðgjörðum, enda var hún talin göfugasta kona. — Hún dó 68 ára gömul 8. Júlí 1842.— Séra Hjalti og Sigríður eignuðust 16 börn og kom- ust 9 til fullorðins ára, en enginn sonur þeirra gekk menta- veginn nema séra Andrés. — Hinir urðu merkisbændur og er margt mætra manna af þeim komið. — Ég hefi nú hér að framan getið næstu liða í ættum Ás- geirs konsúls, bæði móður- og föðurættar hans. — Hægðar- leikur væri að rekja þessar ættir fram í landnám, en til þess er ekki rúm hér. — Þess skal aðeins getið, að ættir Ásgeirs konsúls verða allar raktar til mestu höfðingja þessa lands á miðöldunum og til göfugustu landnámsmannanna. 1) Sbr. Præ Siglu. XII, 161. 71

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.