Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 15
til að verjast eyðingu skóga og rækta nýja
garða við heimilin. Þá hefur náðst næsta
mikilsverður árangur i sandgræðslu til að
varna uppblæstri, en auk þess framleiðslu
og búsæld. Er þar áreiðanlega aðeins um
byrjun að ræða, sem á eftir að vinna þrek-
virki á sviði landbúnaðarins og gera landið
fegurra og byggilegra.
Framlög til skógræktar hafa verið þessi:
1910—14 .... kr. 13.650 eða ca. 4550 dagsverk
•93°—34 .... — 24.274 — — 2775 —
1940—45 .... — 242.444 — — 4849 —
1947 .... — 400.000 — — 5000 —
Það er næsta eftirtektarvert við þessa
töflu, að rúml. 13 og hálft þús. kr. 1910—
14 gefa litlu færri dagsverk en 400 þúsund
kr. 1947. Þetta er sannarlega bending til
allrar þjóðarinnar um að hér sé eitthvað
bogið við. Og því miður ekki aðeins hér í
þessu eina tilfelli, heldur svo að segja á
öllum sviðum framleiðslu, vinnu og fjár-
mála.
Bœndatal og búvélar þeirra:
Hér á landi hafa búvélar verið æði ein-
hæfar og óbrotnar fram til síðustu tíma.
Á sýningunni var gerð grein fyrir þróun-
inni á þessu sviði. Þar voru sýnd hin lítil-
fjörlegu tæki liðinna alda, og hvernig þetta
breyttist smátt og smátt til hinna full-
komnustu tækja og afkastamiklu véla. Þar
sem næstum má segja að maðurinn sé á-
horfandi að stórfelldum afköstum, á-
reynzlulítið, með sem fæstum handtökum.
Árið 1946 var tala bænda um 6800. 1
árslok það sama ár var nýtízku búvéla-
kostur þeirra sem hér segir:
Dráttarvélar:
Farmall — Beltisdráttarvélar — Fordson,
Alls 585 vélar.
BifreiSir:
Jeppar ............................. 550
ASrar .............................. 232
Ymiss konar flutningatæki:
Fjórhjólaðir vagnar................. 427
Kerrur ............................ 6442
Hjólsleðar ......................... 472
Heysleðar .......................... 904
J arívinnslutœki:
Dráttarvélaplógar .................. 366
Hestaplógar ....................... 1088
Dráttarvélaherfi ................... 417
Hestaherfi ........................ 1722
Heyvinnsluvélar:
Sláttuvélar ....................... 3527
Rakstrarvélar ..................... 2155
Snúningsvélar ...................... 443
Múgavélar .......................... 173
Heyýtur ........................... 1310
Dppskeruvélar:
Kartöfluupptökuvélar ................ 73
Komskurðarvélar ...................... 7
Þreskivélar ......................... 17
Ávinnsluvélar:
Mykjudreifarar ...................... 11
Þvagdreifarar ...................... 936
Áb.dreif. fyrir tilbúinn áburð .... 220
A K R A N E S
Frá sýningardeild SlS. Eldhús í gamla daga.
Taðkvamir .......................... 402
Valtarar .......................... 1782
RafstöÖvar:
Vatns-rafstöðvar ................... 380
Vind-rafstöðvar ................... 1609
Mótor-i afstöð var ................. 119
★
Hér hefur aðeins fátt eitt verið talið af
deildum sýningarinnar utanhúss og innan,
og allt það sem þar var að sjá. Auk þeirra
deilda, sem áður hafa verið nefndar, eru
t. d. þessar: Deild íslenzkrar ullar. Mjólk-
uriðnaðardeild. Meindýr og plöntusjúk-
dómar. Deild dýralækna. Kjötiðnaðar-
deild. Jarðræktardeild. Deild hlunninda.
Grávörudeild.
Þá var niikill fjöldi einstaklinga og
fyrirtækja sem hafði þarna sýningarhólf
fyrir þær vörur sem þeir selja eða fram-
leiða, útlendar vörur eða innlend fram-
leiðsla. Er þar um mikla fjölbreytni að
ræða og framför á öllum sviðum, frá hin-
um gömlu einhæfu tækjum, sem þjóðin
varð að búa við áður, og gert hefur verið
að nmtalsefni hér að framan. Nú gildir
það fyrir þjóðina að læra, vinna og fram-
leiða af hinu mesta kappi, og gæta feng-
Frá sýningardeild SlS: Eldhús af nýjustu gerÖ.
ins fjár með.forsjá, til þess að hún eigi
þess kost um ókomin ár að notfæra sér, og
búa við hina fullkomnustu tækniþróun
nútímans, þar sem allir landsmenn geti
notið hennar í skynsamlegu samræmi við
þarfir og þjóðareðli.
Enn er ótalið margt og mikið utan aðal
sýningarskálans. Er þar fyrirferðarmest
sýning Sambands ísl. samvinnufélaga, sem
tekur upp stórt hús og mikið svæði.
Þar var deild eldri verkfæra og deild
nýrri véla. Þar sýndu og ýms fyrirtæki
SlS framleiðslu sína. Utan skálans sýna
og ýms fyrirtæki og heildverzlanir fram-
leiðslu sína og erlendar söluvörur, sem á
einn eða annan hátt snerta landbúnað.
Frá þvi um síðastliðin aldamót hefur
orðið mikil breyting i sveitum landsins
um breytta búnaðarhætti, ræktun, girð-
ingar, áveitur, byggingar og búsæld. Bætt
vinnuskilyrði og minna erfiði. Þrátt fyrir
allt þetta er þar sjálfsagt mörgu ábóta-
vant, sem þarf að gefa gaum og lagfæra.
Og samhliða öllum þessum miklu umbót-
um og framförum flýr fólkið unnvörpum
úr sveitinni. Þannig störfuðu t. d. árið
1901 um 46 þúsund manns að framleiðslu
landbúnaðarins og framleiddu fyrir 7,5
milj. kr. Nú telja aðstandendur þessarar
sýningar að 37 þúsund manns starfi við
framleiðsluna, en framleiði nú á sama
hátt vörur fyrir þjóðarbúið, semi nemi um
196 milj. króna.
+
Auk hinna hagfræðilegu yfirlita á sýn-
ingunni, sem hér hefur nú að nokkru verið
getið, sem sýna liina stórfeldu þróun land-
búnaðarins síðustu áratugi, má raunveru-
lega sjá þarna margt furðulegt, sem hægt
er að framleiða hér á landi. Vekur þar að
vonum mesta athygli hið bliða blómskrúð
þessarar sýningar.
Dalverpið, með fossinum, ána og tjörn-
ina var dásamlega fallegt, og sérstaklega
vel fyrir komið. Gaf það sýningunni i
heild sinni ótrúlegan svip og fagurfræði-
legt gildi. Er garðyrkjudeildin í heild sinni
hin mesta fyrirmynd.
Þá vakti línræktin að vonum mikla
eftirtekt. Upphafsmaður hennar hér á
vorri öld, er frú Rakel Þorleifsson. í forn-
öld hefur linrækt verið hér all mikil, sbr.
ýms heiti, svo sem Linakradalur o. fl. —
Línræktin mun þó hafa lagst fremur
snemma niður eins og kornræktin. Eitt-
livað mun þessi mikla nytjajurt nú vera
ræktuð á forsetabúinu á Bessastöðum. Á
sýningunni var sýnt „damask“ úr ísl.
líni. Mun mörgum hafa þótt ótrúlegt, að
hægt væri að framleiða slikan „dýrindis-
di'ik“ úr ísl. stráum.
Tóvinna og töfrahendur:
Margt mátti sjá fagurt i heimilisiðnað-
ardeildinni. Þar mátti meira að segja sjá,
75