Akranes - 01.06.1947, Side 16
að karlmenn hafa töfrahendnr til hann-
yrða, — sjálfsagt er það þó fátíðara, en
um konur. — En þetta sýnir hinn mikli
dúkur Helga læknis Guðmundssonar á
Siglufirði. Eða heklaði dúkurinn sjúklings-
ins Höllu Bernharðdóttur. Þetta listaverk
hefur hún unnið með — annari — vinstri
hendi, (liún dvelur nú á spítala, og hægri
hendin i gipsi). í þessari deild var mikill
mikill fjöldi fagurra muna, sem ýmist eru
heklaðir eða ofnir. Þar mun einhvern
undra það litauðgi, sem hægt er að fram-
leiða úr íslenzku jurtunum. Litir, sem
sjálfsagt eru allir ekta, um leið og þeir eru
fagrir og fíngerðir. Þarna var og falleg
sjúklingavinna t. d. frá Kleppi og ótal-
margt fleira sem helzt þyrfti að sjá, þó
talið væri.
Þegar litið er yfir þessa miklu og fallegu
sýningu á handavinnu íslenzkra kvenna,
kemur ósjálfrátt í hug manns, að meta og
vega þann mikla þátt sem konan hefur
átt í að klæða af þjóðinni kuldann. Ekki
aðeins það, heldur með varma hjartans,
listasmekk, árvekni og þrautsegju átt ótrú-
lega mikinn þátt í gengi hennar fram á
þennan dag, möguleikum þeim og birtu,
sem bundin er við framtíðina.
Landbúnaðarsýningin er hér alger nýj-
ung, og tekur langt fram því, sem áður
hefur sést á því sviði, enda þolir hún sjálf-
sagt að ýmsu leyti samanburð erlendra
sýninga. Má það furðulegt heita, þegar
tekið er tillit til allra aðstæðna. Að hér
var tíminn naumur. Að langt verkfall
skapaði ýmsa erfiðleika og tafir. Að is-
lendingar hafa ekki fyrr undirbúið svo
stórfellda sýningu. Að hér hefur nefndin
sjálfsagt þurft að hafa nokkra hliðsjón af
kostnaði. Þó ber sýningi í heild sinni þess
engin merki, að það sjónarmið hafi ráðið,
svo glæsilega sem framkvæmd sýningar-
innar er í öllum efnum af hendi leyst.
Yfirleitt er oss ákaflega gjarnt á að setja
út á allt og rakka niður forustu og fram-
kvæmdir allar. Ef það er ekki gert, ekki
einu sinni nartað í menn, hefur fram-
kvæmd virkilega vel tekist. Um fram-
kvæmd og fyrirkomulag þessarar sýning-
ar held ég að svo vel hafi tekizt, að illt
sé að finna þar verulega hnökra á, eða
bláþræði, — svo haldið sé við gamalt tó-
vinnumál. — Að þetta sé á rökum reist,
má marka af hinni algerlega óvenjulegu
aðsókn að sýningunni. 1 þeirri sókn felst
það þakklæti sem stjórn og forráðamenn
sýningarinnar geta vel við unað, en hún
var yfir 60 þúsund manns á þrem vikum
sem hún stóð.
Hvað höfum við þá séð og lært á þessari
merkilegu sýningu um þróun ísl. land-
búnaðar i þúsund ár?
Við höfum séð aftur í aldir. Gamlan bæ
og gömul tæki, sem þrátt fyrir einhæfni
og ömurleik hafa bjargað „að landi,“ þús-
und ára gamalli menningarþjóð, úr sjö
Vorsetinn skoðar gamla bæinn.
alda „álögum.“ Við sjáum gamla bæinn,
þar sem sögur og sagnir um forna frægð
var arin og aflgjafi. Vinnuskóli og á stund-
um „lærður“ skóli líka. I þessum bæ sjá-
um við tengsl og leyndan þráð, sem hefur
haldið samhenginu við hina fornu frægð
fyrstu aldirnar Sem aftur gerir þjóðinni
það mögulegt að koma svo fljótt til sjálfs
sín i athöfnum hins nýja tífna. Sem, ef
rétt er á haldið, á að geta skapað fram-
hald fyrri sögu, og örugga framvindu
nýrra möguleika og menningar ef við
treystum það allt í ljósi og reynzluþroska
°g þjóðareðli þúsund ára gamallar menn-
menningar sem aldrei hefur slitnað, þrátt
fyrir þrautir og þjáningar, kúgun og kald-
hæðni erlendrar þjóðar.
Þegar nú þjóðin stendur á morgni nýrr-
ar aldar, mannfleiri en nokkru sinni fyrr,
með áunna reynzlu og margfalda mögu-
leika fram undan, vantar hana aðeins eitt.
Að velja og hafna, sem reyndur og ráð-
settur maður.
Þegar afskekkt og einangrað land og þjóð
er nú allt í einu komin í þjóðbraut, og
ætlar sér og vill standa við hlið stóra bróð-
ur, eru margar hættur því samfara. Ekki
hættur sem þarf að óttast, heldur varast,
til þess að geta komist yfir þær óttalaust
og án árekstra.
Allt þetta getur þjóðin sem hélt merg
sínum og möguleikum í sjö alda langan
vetur. Aðeins ef hún er trú Guði sínum
og sjálfri sér, sem er eitt og óaðskiljanlegt
ef vel á að að fara. Ef þjóð okkar vanmet-
ur ekki þann megin kjarna eigin arfs og
ávinnings, eða lætur um of af hendi fyrir
„lapið“ af erlendri menningu andlegri eða
verklegri, þarf ekki enn, — jafnvel fyrir
ýms mistök siðustu ára, — að óttast um
líf hennar eða framtíð.
£g vona að hin gömlu orð: Bóndi er
bústólpi, bú er landstólpi, eigi enn eftir að
leggja sitt lóð á metaskálarnar, þegar um
líf, frelsi og framtíð íslenzku þjóðarinnar
er að ræða. Og að sameiginlegt átak með
samhyggð og samvinnu allra landsins
barna standi enn og endanlega vörð um
frelsi hennar og framfarir.
Þessa myndarlegu og merkilegu sýn-
ingu setti forseti Islands, herra Sveinn
Björnsson, sem var heiðursforseti hennar.
Formaður sýningarráðs var Bjarni Ás-
geirsson, landbúnaðarráðherra. 1 fram-
kvæmdanefnd voru: Steingrimur Stein-
þórsson, búnaðarmálastjóri, formaður,
Bagna Sigurðardóttir, kaupkona, Árni G.
Eylands, fulltrúi, Einar Ólafsson, bóndi,
Lækjarhvammi, Guðmundur Jónsson,
skólastjóri, Hvanneyri, og varamaður
hans, Sveinn Tryggvason, ráðunautur.
Framkvæmdastjóri sýningarinnar var
Kristjón Kristjónsson, fulltrúi.
Ég hygg að þessi sýning muni hafa
mikla þýðingu og gera mikið gagn, og að
ýmsu leyti marka tímamót. En ef hún
gæti orðið til þess sem Bjarni Ásgeirsson
óskar i niðurlagi ávarps síns fyrir sýn-
ingarskránni. Að hún verði m. a. til þess
að kenna bændum landsins að þekkja
sjálfa sig og meta sjálfa sig, þá hefur hún
ekki verið haldin til einskis. Þess þarf nú
öll þjóð vor betur og meir en enn er.
Akranesi 12. júlí 1947.
Ólafur B. Björnsson.
Verðhækkanir
og viðjar á öllum sviðum.
Hér sem oftar sannast pað áþreifanlega,
„að heggur sá er hlífa skyldi.“ Æ ofaní æ
stendur ríkisvaldið sjálft fyrir stórkostleg-
um hækkunum á ýmsum sviðum. Oft og tíð-
um algerlega að óþörfu, og sem oft verður
til þess að örfa til hækkunar á öðrum svið-
um. Nú nýlega hefur verið hækkuð stórkost-
lega gjaldskrá Landsímans, án þess að gera
nokkra grein fyrir slíkri hækkun. Væri ekki
hægt að spara eitthvað í rekstri símans? Er
þörf á að þenja símann með slíkum hraða
sem gert liefur verið síðustu ár — á dýrasta
tíma — út um land. Verður ekki þar að
sníða ofurlítið stakk eftir vexti og möguleik-
um öllum í þessu fámenna landi?
Meðan nokkur gjaldeyrir var til voru leyfi
tíðum veitt fyrir öllum fjandans óþarfa.
Ýmsu því sem eitrar líf og líkami þegnanna,
en hins vegar vanrækt að gefa leyfi fyrir
ýmsu því sem stutt gat að auknu heilbrigði
og hollari lífsvenjum. Og nú kemur hin
furðulegasta ráðstöfun, að landsmenn verða
að hafa „uinboð.smenn" í Reykjavík til þess
að geta fengið þau leyfi sem þeim verður
úthlutað. Auk þess að inenn utan að landi
hafa selið í skugganum gagnvart leyfisveit-
ingum þurfa þeir nú sjálfsagt að „kosta um-
boðsmenn“ í Reykjavík. Mun slíkur erind-
rekstur taka illilega upp tíma margra Reyk-
víkinga, eftir þvi sem aðsóknin virðist vera
að þessum handliöfum leyfanna. Þá vekur
það undrun, að þeir aðilar, sem að lang-
mestu leyti afla þessa gjaldeyris þjóðarinn-
ar skuli ekki hafa svo mikið sem eitt at-
kvæði um hvernig honum sé ráðstafað.
76
AKRANES