Akranes - 01.06.1947, Side 18
aðist aftur um sömu staði og sumarið áður og var til skiptis
hjá frændfólki mínu. A Gimli var ég oftar en einu sinni og átti
þar alltaf góða daga. Þar hitti ég vin sem ég hafði ekki vitað,
hvað orðið var af. Hann var drengur í skóla hjá mér í Suður-
götu og síðan hafði ég ekki séð hann. Hann hét Einar West-
mann og átti unga syni. Eg fékk ætíð beztu viðtökur hjá hon-
um. Það er alltaf svo ánægjulegt að finna aptur drengina sína
orðna að nýtum og góðum mönnum. —Eg var talsvert líka í
Selkirk hjá séra Steingrími og voru það ætíð góðar stundir.
Elzti sonur hans, Octavius, var þá á brautbúningi. Hann átti
að fara til Japan og verða þar kristniboði á vegum kristni-
boðsfélags Vestur-íslendinga.
Eg var á prestafundi, sem haldinn var á Baldri hjá vini
mínum, séra Friðrik Hallgrímssyni. Sá fundur hafði það sér-
staka viðfangsefni, að fullgjöra þá sálmabók, er í smíðum var
fyrir Kirkjufélagið. Sömuleiðis var rætt um fyrir komulagið á
Guðsþjónustugjörð þeirri og líkaði mér vel sú handbók.
Ég heimsótti þar litla drenginn, sem ég sumarið áður hafði
skírt dauðvona. Nú var hann liðlega ársgamall og mjög efni-
legur. Unga fólkið í Argyle gaf mér til minja stórt og fallegt
krossmark með silfurlitaðri Kristsmynd á. Það var kærkom-
inn gripur, sem alltaf minnir mig á góða og blessunarríka daga
hjá prestshjónunum í Argyle og unga fólkinu þeirra. — Um
miðjan september yfirgaf ég svo Winnipeg og vinina þar. Það
var all erfitt, því að ég bjóst ekki við að koma þangað aftur;
hafði hugsað mér, næsta sumar að halda heim til Islands yfir
New York. Mér var haldið þar skilnaðarsamsæti veglegt og
ungu vinirnir mínir gáfu mér mjög vandaða ferðaritvél.
Síðan hélt ég til Minneota til að þjóna þar um veturinn.
Síðasti vetur í Ameríku.
1 Minneota var mér fagnað hið bezta, og tók ég þegar til
starfa. 011 fundarhöld og þess háttar byrjaði þegar. Eg byrjaði
þegar á fermingarundirbúningi til næsta vors. I bænum voru
10 börn, fimm drengir og fimm stúlkur. Eg hafði þau auð-
vitað í tveim flokkum, drengjaflokk og stúlknaflokk. Það voru
flest af þeim vel gefin börn, og var skemmtilegt að kenna
þeim. Eg hafði hvern flokk tvisvar í viku, tvo tíma í senn.
Undir hvern spurningartíma fengu þau útvalinn kafla úr
Nýja-Testamentinu og áttu að búa sig undir bæði á íslenzku
og ensku. Svo lásu þau fræði Luthers, því ekki var hægt að
fá neitt lærdómskver, og urðu því fræði Luthers að vera
beinagrind trúarlærdómanna. Eg lagði kirkjuárið, þ. e. Guð-
spjöllin og pistlana til grundvallar fyrir Nýja-testamentis
fræðslunni.
I Ameríku-sóknunum hafði ég aðeins samveru við börnin
einu sinni í viku á virkum degi og spurningatíma eftir messu
og máttu þá allir, sem viklu vera viðstaddir þann tíma.
Þessi fermingarundirbúningur var mér hið yndislegasta
starf af öllu preststarfinu.
Síðan hef ég saknað þessa starfs. Einn drengur meðal ferm-
ingarbarna minna þenna vetur hét William Graham. Hann
var ekki Islendingur. Foreldrar voru ensk, og tilheyrði faðir-
inn Presbytera-kirkjunni og móðirin Biskupa-kirkjunni ensku.
En þar sem engir söfnuðir úr þeim kirkjudeildum var þar á
slóðum, létu þau börn sín fermast , lútherskum kirkjum. Eldri
börn þeirra höfðu verið fermd í norska söfnuðinum, en dreng-
urinn kaus að fermast í íslenzku kirkjunni. Viðkynni mín við
þenna dreng urðu mér til hinnar mestu gleði. — Enginn af
þeim drengjum, sem ég hafði með að gjöra, festu eins djúpar
rætur í minningum mínum eins og hann. Mig langar til að
vígja honum eina blaðsíðu eða svo.
Fyrra haustið er ég kom til Minneota, fékk ég brátt að
heyra um einn dreng í bænum, sem væri hinn mesti vandræða
drengur. Var sagt að hann væri svo ódæll, að ekkert tjónkað-
78
ist við hann, hvorki heima hjá honum eða í skólanum. A göt-
unni væri hann Hka svo illa kynntur, að jafnvel foreldrar
bönnuðu drengjum sínum að vera að leikjum með honum. Eg
heyrði á einum kvenfélagsfundi margar sögur um ódælsku
hans og drengjapör. Er ég hafði hlustað um stund á þessar
sögur, varð mér að orði: „Þetta hlýtur að vera alveg ágætasta
mannsefni.“ Þær konurnar urðu forviða. Eg býst við að þær
hafi tekið orð mín sem í gamni töluð. En eg hafi fengið þetta
álit á honum. Nú langaði mig mjög til að kynnast lionum.
Hann var þá eitthvað 12ára gamall. Nokkru síðar þurfti eg að
skreppa til Minneapolis. Er ég kom aftur, og gekk heimleiðis
frá járnbrautarstöðinni með all þunga tösku í hendinni, lá
leið mín eftir all krókóttum stíg ,er lá í gegnum dálítinn lund.
Ég sá þá dreng rétt á undan mér, sem gekk sömu leiðina. Ég
sá því aðeins á bakið á honum. Allur limaburður hans var svo
mjúkur og fjörlegur að mér var unun að horfa á hann. Hann
var fallega vaxinn og var auðséð að hann réði ekki við sig af
fjöri. Hann sparkaði svo fimlega í allt lauslegt á veginum, og
stundum beygði hann höfuðið aftur á bak og spítti í stórum
boga upp í einhverja greinina framundan sér. En það var ein-
hver yndisþokki yfir öllum hans hreyfingum, eins og hver taug
í líkama hans iðaði og dansaði af fjörinu. Mér datt strax í hug,
að þetta væri Willy og hvatti sporið. Ég komst upp að hlið-
inni á honum og ávarpaði liann. Hann tók vel undir það. Eg
sá að augun voru björt og snör. Ég spurði hann að nafni og
stóð það heima við hugboð mitt. Eg sagði við hann: „Þú
mundir víst vera viljugur að halda á tösku minni lítinn spöl,
meðan ég fylli pípu mína og kveiki í henni?“ Hann var vilj-
ugur til þess og tók töskuna. Ég tróð svo í pípuna og fór mér
að engu ótt. Við töluðum saman á meðan. Ég spurði: „Ertu
ef til vill í íslenzka söfnuðinum hér í bænum?“ „Nei,“ sagði
hann. „Það var nú leiðinlegt,“ sagði ég, „ég er nefnilega nýi
presturinn við St. Pálskirkjuna og hefði mér þótt vænt um að
hafa svo myndarlegan og röskan dreng í mínum söfnuði.“
Hann leit á mig hálf undrandi. „Já, mér lízt svo vel á þig, og
ég tók eftir hvað þú ert liðugur og fjörlegur í öllum hreyfing-
um, og hve duglegur þú varst að sparka og það var reglulega
snilldarlegur bogi hjá þér, er þú spíttir upp í greinarnar.“
Hann nam staðar eitt augnablik og horfði á mig eins og til að
sjá, hvort ég væri að gjöra gys að honum. „Já, ég meina þetta
og þykir mér vænt að sjá, hvað þér fer þetta vel. Ég veit að
þú gjörir þetta ekki á almannafæri, og ég held að þú sért líka
duglegur drengur í öðru og þarft aðeins að temja þig. Þess
vegna vildi ég að svona röskur drengur yrði góður kunningi
minn ef þú værir í söfnuði mínum. Ég sé á þér, að þú ert gott
mannsefni, því að mér lízt svo vel á þig.“ Hann svaraði fáu til
og ég fór að tala við hann um skólann og leiki drengjanna. Ég
ætlaði þá að taka töskuna, en hann vildi bera hana fyrir mig.
Þegar við komum heim til mín, þá lét ég hann bera töskuna
inn í stofu mína. Ég þakkaði og sagði: „Þú ættir nú laun skilið
fyrir hjálp þína!“ Lengra komst ég ekki, því hann kvaðst ekk-
ert vilja fyrir það. Ég sagði: „Ég kæri mig nú heldur ekki um
að borga þér í peningum, því að þú gjörðir þetta svo vingjarn-
lega, en þetta Nýja-testmenti skaltu hafa til minningar, því
þitt testamenti er víst orðið slitið.“ Ég á ekkert testamenti,“
sagði hann. „Þess þá heldur skaltu liafa þetta.“ Ég gaf honurn
fallegt testmennti á ensku og voru í því prentuð rauð strik
undir öll bein orð Jesú. Ég skrifaði svo á saurblaðið nöfnin
okkar og nokkur vingjarnleg orð. Hann þakkaði fyrir. Ég
spurði hvort hann vildi nú ekki heimsækja mig aftur. Hann
tók dræmt í það. „Ég er ennþá svo ókunnugur hérna, og mér
þykir svo vænt um dreingi, svo að þú mundir gjöra mér gleði
og skemmtun, ef þú kæmir stundum til mín.“ — Svo.fylgdi ég
honum til dyra og kvaddi hann. Ilann gekk niður stíginn út
að götunni. Ég stóð á tröppunum og horfði á eftir honum.
Þegar hann ætlaði að fara að opna hliðið, tók liann allt í einu
A K R A N E S