Akranes - 01.06.1947, Síða 21
Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur,
Magnús Guðmundsson, stúdent,
Ölafur Finsen, fyrrv. héraðslæknir,
Sigríður Jónsdóttir, stúdent,
Þórhallur Sæmundsson, bæjarfógeti.
f stjórn voru kjömir: Ölafur Finsen, formaður,
dr. Árni Árnason og Magnús Guðmundsson.
Séra Friðrik Friðriksson, sem er heiðursborgari
Akranesskaupstaðar, var kjörinn heiðursfélagi.
KIRKJULANDIÐ KEYPT.
Árið 1928 keypti bærinn (hreppurinn) heima-
jörðina Garða, ásamt Jaðri, Sólmundarhöfða, og
nokkru landi hér á Söndunum, allt ofan að merkj-
um einkalóða, og vestur að Landakotsvegi.
Þá var skilið eftir Biekkubæjarland, Presthús- og
Kalmannsvíkurland, en þetta land náði allt niður
að núverandi Merkigerði, og inn eftir svo sem
lönd þessara jarða ráða, og upp að flóaveginum
upp úr bænum.
Þá varð ekki komizt lengra, þó hugur stæði til.
Stundum verður að fara leiðina í áföngum. Láta
timann og margvíslega breyttar ástæður hjálpa
til. Á síðustu árum hefur bærinn stækkað mikið.
Nú er mikið af þessu svæði skipulagt, þó að þá
væri af sumum talið, að það mundi seint byggj-
ast. Á þessu landi á nú að byggja framtiðar barna-
skóla, leikvelli, íþróttasvæði, skrúðgarð o. fl. fyrir
utan um 150 íbúðarhús. Af þessu má sjá, hvort
að þarflausu hafi verið sóst eftir þessu landi af
hendi bæjaryfirvalda. Land þetta er ca. 68 lia. að
stærð. Mikið af þvi er ljótt og lélegt land eins og
er, en frá fegurðarsjónarmiði vart hægt að hafa
það svo lengi enn. Þó er það bænum, ■— vitan-
lega vegna legu þess — ómetanlegt. Er það auð-
grafið, og verður hið fegursta viðbótar bæjarstæði.
Árið 1928 var auðsamið við viðkomandi stjórn-
arvöld, og var svo enn. J>að varð nú að samkomu-
lagi, að landið yrði metið til verðs. Kirkjumála-
ráðherra tilnefndi Gústaf A. Jónasson, skrifstofu-
stjóra, bæjarstjórn Akranesskaupstaðar Ólaf B.
Björnsson, og samkomulag varð að tilnefna Ólaf
Jóhannesson prófessor sem oddamann. Þessir menn
liafa nú þegar skilað matsgerði sinni. Er Jietta
land metið á 55 jiúsund krónur. Hafa báðir aðilar
sætt sig við þetta mat. Greiðsluskilmálar verða
þannig: Kr. 5500.00 (1/10 hluti) greiddur við
undirskrift kaupsamnings, en hitt greiðist á 28
'irum með 4% ársvöxtum.
Akurnesingar geta nú verið ánægðir með þessi
endanlega málalok. Munu sjálfsagt fá bæjarfélög
eiga svo niikið og gott land til að rækta og byggja
a> sem Akranes á. Og sennilega fáir fengið slíkt
land með svo liagstæðu verði sem hér ber raun
vitni.
ÞORGEIR IBSEN,
kennari, hefur verið ráðinn skólastjóri i Stykkis-
hólmi og hefur tekið við því starfi. Þorgeir er
Mjög áhugasamur kennari og ber mjög fyrir brjósti
andlega og líkkamlega velferð nemenda sinna.
Hann er og mjög áhugasamur um íþróttir og
hefur unnið þeim hér mikið gagn með hvatningu
°g beinu starfi. Þorgeirs mun saknað hér og góð-
hugur fylgja honum til starfs ó hinum nýja stað.
Eru Hólmarar heppnir að fá svo áhugasaman og
raglusaman skólastjóra.
Þorgeir bað blaðið að skila kærri kveðju til
allra Akurnesinga fyrir góða viðkynningu og í-
þróttamönnum sérstaklega fyrir góðar gjafir. Þess-
ari kveðju Þorgeirs er hér með skilað.
Iþróttamenn héldu honum samsæti á Hótel
Akranes 22. sept. s. 1.
NtR GAGNFRÆÐASKÓLASTJÓRI.
Guðbrandur Magnússon, sem verið hefur skóla-
hór hann til Siglufjarðar til þess að taka þar
akranes
aftur við íyrra kennslustarfi. Við Guðbrand líkaði
hér vel og fylgja honum góðar óskir héðan. Hann
er afburða skrifari og ógætur dráttlistarmaður.
Hinn nýi skólastjóri er Ragnar Jóhannesson,
cand. mag., fyrrv. fulltrúi i skrifstofu útvarpsráðs.
Óska Akurnesingar og vona, að honum megi tak-
ast ásamt kennaraliði skólans, að gera hann að
fyrirmyndarstofnun í fremsta röð sams konar
skóla. Þar sem hvorttveggja fari saman stjórn-
semi og staðgóð menntun, þar sem ekki sé aðeins
lögð til grundvallar bókleg fræði, heldur og sið-
fágun, samhæfni og aðrir gamlir og nýir kostir,
sem uppbyggja hvert þjóðfélag og er megin undir-
staða þess.
Magnús Jónsson, hinn ágæti kennari skólans,
hefur fengið orlof til þess að ferðast til útlanda
á vegum fræðslumólanna, til þess að kynna sér
og fræðast þar um framkvæmd fræðslulaga, hlið-
stæðum hinni nýju löggjöf hér. Mun Magnús
áreiðanlega nota tímann vel og hvarvetna verða
landi sinu og þjóð til sóma. I stað hans verður hér
kennari i vetur, ungfrú Sigurlaug Bjarnadóttir
frá Vigur.
BARNASKÓLI I BREKKUBÆ.
Eftir að Gamli-skólinn brann, hafa verið hin
mestu húsnæðisvandræði. Enda þótt áður væri
farið að hugsa um skólabyggingu, rak þó þetta
mjög eftir að hafist væri nú handa um byggingu
nýs skólahúss til frambúðar. Þvi miður hefur mis-
skilningur hér heima og á æðri stöðum, valdið
nokkrum drætti ó byggingu þessa skólahúss. Sem
betur fer tefur það nú ekki lengur framkvæmdir,
því búið er að velja skólanum endanlega stað á
Brekkubæjartúni, rétt innan við prestseturshúsið.
Þar er skólanum ætlað mikið landrými á alla
vegu. Á annan veginn milli Vesturgötu og að
lóðum þeirra húsa, sem standa neðan vert við
núverandi Fleiðarbraut. Auk landsvæðisins hefur
þessi staður það til síns ágætis, að þarna er skýlla
í verstu vind- og úrkomuátt, sunnan-landsynningi.
BÆRINN KAUPIR RÖRSTEYPUVÉL.
Um mörg ár hefur bærinn sjálfur látið fram-
leiða skolprör til eigin þarfa. Hefur það verið
gert með handafli, ón sérstakra véla, annarra en
mótanna sjálfra. Nú hefur bærinn fest kaup á
steypuhrærivél, sem hvort tveggja eykur afköstin
að mun, jafnframt því að minnka erfiðið við vinn-
una. Samhliða hafa verið keypt nokkur mun stærri
mót, allt upp i 24". Er hugsað að leggja fyrir
innan bæinn 24" viða skolplögn þvert yfir ]iað
land, sem nú hefur verið keypt.
VERÐLAUNAVERT.
Hér í blaðinu hefur ekki ósjaldan verið kvatt
til betri umgengni og umhirðu húsa og lóða i
bænum. Mó segja, að mikið hafi óunnist í þessu
efni siðustu árin. Eftir þvi sem fleiri bætast í
hópinn, sem skilja hvers virði það er menningar-
lega séð, — fyrir bæ og búendur, — kemur þetta
að lokum til að verða i heild sinni til fyrirmyndar.
1 þessum efnum, — né heldur öðrum — má það
ekki liggja í láginni sem vel er gert, sérstaklega ef
af ber. Er ekki hægt að minnast á þessi mól ón
þess að lofa og prísa þann mann eða heimili, sem
virðist liafa metið hér í bænum, en það er Sveinn
Guðmundsson, rafvirki, við Suðurgötu 45. Þegar
hann, árið 1945, byggði íbúðarhús sitt, hagaði
hann sér þegar á annan veg en venja er til. Áður
en hann vann í húsinu að innan, gekk hann full-
komlega frá þvi að utan. Steypti garð umhverfis
lóðina og sléttaði hana og prýddi á marga vegu.
Um leið og hann hefur lialdið áfram að rækta
tré og blóm ó lóðinni hefur hann haldið húsi og
garði umhverfis sérstaklega vel við, og lætur ekk-
ert drasl eða óþrifnað hafa friðland á sinni landar-
eign. Þetta er svo til fyrirmyndar að verðlauna
væri vert, um leið og það er ein mikilsverðasta
hvatning fyrir aðra bæjarbúa til eftirbreytni.
Friðjón Runólfsson, er nú á góðum vegi með að
hljóta sama lof og Sveinn. Einnig feðgarnir á
Bjargi, Jón Magnússon og Bjöm sonur hans.
Þyrfti bæjarstjómin að útbúa sérstakt viður-
kenningarskjal eða merki, sem væri virðingar- og
Jiakklætisvottur bæjaryfirvaldanna til þeirra dánu-
manna eða kvenna sem svo greinilega sem hér
hafa sýnt í verki þrifnað og fegurðarsmekk, sem
er ómetanlegur bæjum sem byggjast ört.
Hér gæti á sama hátt verið sjálfsagt að verð-
launa fyrirmyndar umgengni og þrifnað ó skipum
bæjarbúa. Einnig skólabörnum, sem skara fram úr
i góðri hegðun og ástundun.
ÓLAFI FINSEN,
fyrrv. héraðlækni voru sýnd margvisleg virðingar-
og vináttumerki á óttræðisafmæli hans hinn 17.
september s. 1. M. a. gerði Læknafélag Islands
hann að heiðursfélaga sínum. 2000 krónur gáfust
þann dag i Styrktarsjóð Ingibjargar og Ölafs
Finsen.
Margir læknar og fjöldi fólks innan héraðs og
utan, heimsóttu hann þennan dag.
LAGFÆRING.
Enda þótt prófarkalestur ó bréfköflum þeim
frá mér, sem birtir voru í síðasta blaði Akraness,
sé miklu betri en nú er almennt á blaðagreinum,
hafa lítilfjör legar villur samt slæðst inn. Sú eina,
sem máli skiptir, er ó bls. 55, 11. línu 3. dólks.
Þar er tvisvar „sjálfstæð“ fyrir „sjálfstæði" og
mætti saka mig um ranga þýðingu ef látið væri
standa_ athugasemdalaust. Sn. J.
GÓÐ HF.IMSÓKN.
Hr. Theódór Ámason, fiðluleikari heimsótti
Bamaskóla Akraness 8. og 9. okt. s. 1. og skemmti
skólabörnunum með fiðluleik, sögum og ýmsum
fróðleik, einkum í sambandi við fiðlur, einkenni
þeirra og gerð. Þótti börnunum mjög gaman að
komu Theódórs, leik hans og frásógn. Var hann
góður gestur og að þvi leyti einsta-ður, að hann
tók enga borgun fyrir skemmtiatriði sin.
Skólastjári, kennarar og nemendur þökkuðu
Theódór heimsóknina og ámuðu honum fram-
tíðarhedla.
HJÓNAEFNI.
Ungfrú I.óa Sigurjónsdóttir, Heiðarbraut 11 og,
Guðmundur Elíasson Vesturgötu ig.
Ungfrú Ása Hjartardóttir, Suðurgötu 23, og
Gunnar Bjarnason, bifvélavirki.
Ungfrú Margrét Ásmundsdóttir, Suðurgötu 25,
og Þórir Haraldsson, Skipasundi 59, Reykjavik.
Ungfrú Valdis Sigurðardóttir, Kjalardal, ug
Þorsteinn Stefánsson, frá Skipanesi.
HJÓNABÖND.
Ungfrú Kristín Kristinsdóttir, Suðurgötu 44, og
Ólafur Guðbrandsson frá Þykkvabæ.
Ungfrú Guðrún Halldórsdóttir, og Gunnlaug-
ur Jónsson, Laugarbraut 5.
Ungfrú Guðmunda A. Guðmundsdóttir, Akranes
Apóteki, og Vigfús Runólfsson, verkstjóri.
SILFURBROÐKAUP.
28. sept. s. 1. áttu hjónin, frú Ásrún Lárusdóttir
og Hjörtur Bjarnason, Suðurgötu 23, 25 ára hjú-
skaparafmæli.
FORSlÐUMYNDIN
er af togaranum Bjarna Ólafssyni. Tekin við komu
hans hingað af Ólafi Árnasyni, ljósmyndara. Þá
tók hann og myndina af skipstjóranum.
8l