Akranes - 01.03.1949, Blaðsíða 4
Hannes Stephensen á Ytra-Hólnii,
(tengdasonur Magnúsar) húsaði þar stór-
kostlega, eftir því sem þá gerðist. Allur
var bær hans málaður að innan, sem mjög
mun þá hafa verið sjaldgæft. Voru her-
bergin með hinum ýmsu litum, enda fengu
gangar og stofur föst nöfn eða heiti eftir
lit þeirra. Má telja víst að þessi hær hafi
verið málaður þegar hann var byggður,
litlu eftir 1830. En hverjir það hafa gert
er algerlega óvíst. Líklega má þó telja að
venjulega hafi það gert beztu smiðir eða
hagleiksmenn, þ. e. þeir, sem byggðu eða
sáu um byggingarnar hverju sinni. Eins og
tiðast var fram á yfirstandandi öld.
Listamaðurinn, sem varð að lifa
á húsamálun.
í Iðnsögu Islands, fyrra bindi bls. 205,
er þess getið, að um miðja öldina, sem leið,'
hafi einn húsamálari verið í Reykjavík,
að nafni Þorsteinn Guðmundsson. Þor-
steinn þessi var þó ekki iðnlærður málara-
meistari. Þar sem hér er um mjög merki-
legan mann að ræða, verður hans hér
nokkru nánar getið.
í ritinu Islenzkir listamenn II., er sagt
nokkuð rækilega frá þessum Þorsteini
málara. Er þar stuðst við ritgerð Einars
Jónssonar myndhöggvara í XII. árgangi
Gðins.
Þorsteinn Guðmundsson er fæddur í
Skarfanesi á Landi, 16. júni 1817, en þar
bjó þá afi hans Þorsteinn Halldórsson.
Eftir ferminguuna var Þorsteini komið til
náms í bókbandsiðn til Guðmundar Péturs-
sonar á Minna-Hofi, sem mun hafa verið
hagur og listrænn. Er talið líklegt að til
þess náms og áhrifa þess, megi rekja löng-
un Þorsteins til að nema dráttlist.
Árið 1838 kynntist Þorsteinn eitt-
hvað þeim nafnkennda manni, séra
Tómási Sæmundssyni, sem kvetur hann
til náms við konunglega listaháskólann í
Kaupmannahöfn. Fer Þorsteinn einmitt
til Hafnar haustið 1844, meira að segja
með stuðningi og meðmælum Steingríms
biskups Jónssonar, en hann hefur vafa-
laust þekkt þetta fólk frá veru sinni í
Odda. Þorsteinn dvelur nokkur ár við nám
í Danmörku, fer mikið fram og fær mjög
góða dóma. Hann fær um nokkur ár styrk
hjá stjórninni. Hefur Jón Sigurðsson verið
hans önnur hönd og hjálparhella eins og
allra annara.
Hinn 3. janúar 1848, sækir Þorsteinn
enn um styrk til konungs. Þar tekur hann
fram, „að hann hafi jafnframt lagt stund
á venjulega húsamálun og fengið tilsögn
i henni. Væntir hann einnig að geta gert
gagn heima með því, þar eð slík málun
sé óþekkt, nema mjög ófullkomin.“ Þor-
steinn mun hafa lært að líkja eftir ýmsum
viðartegundum og steintegundum með
málningu,(eikarmála, marmaramála o.fl.)
28
Hinn 3. marz 1848, leitar Þorsteinn
vitnisburðar listaháskólans um, hvort hann
álítist hæfur til að kenna teikningu i
latinuskólanum í Reykjavík. Forstöðu-
maðurinn (Koch) segir, „að hann hafi
hlotið svo mikla kunnáttu í teikningu, að
hann verðskuldi beztu meðmæli til að fá
kennarastöðu þá, sem hann ætli að sækja
um við latínuskólann i Reykjavik.“
Um þetta leyti voru konungaskipti í
Danmörku; Kristján VIII. fellur frá, en
við ríki tekur Friðrik VII. Hinn 28. apríl
sækir Þorsteinn til konungs um kennara-
embætti í teikningu við latínuskólann. 1
þeirri umsókn segir hann, að hinn frá-
fallni konungur hafi gefið munnlegt lof-
orð um þetta embætti, og hafi það ýtt
undir ástæðundun sina og atorku. Með þvi
að hafa þetta embætti, segir hann og frem-
ur, get ég orðið að liði heima með frjálsri
kennslu, því ekki telur hann nú hugsan-
legt að lifa heima af listinni einni.
Þorsteini voru það mikil vonbrigði, að
hann fékk ekki stöðuna, hvað sem valdið
hefur. Ef til vill má leita orsakarinnar,
beint eða óbeint, til þess ástands, sem þá
hafði skapast í Danmörku. Þ. e. stríðsins
milli Dana og Þjóðverja.
Þorsteinn fór alfarinn heim sumarið
1848, og fór þá fyrst til foreldra sinna.
Hann fór nú að mála mannamyndir,
altaristöflur og fleira. Telur Matthías
Þórðarson, í riti sinu íslenzkir listamenn,
að nokkrar altaristöflur séu enn í kirkjum
hér eftir Þorstein. Sömuleiðis er nokkuð
til af mannamyndum eftir hann, og eru
þær taldar líkar þeim sem þær eru af.
Á einum stað í grein sinni um Þorstein,
segir Einar Jónsson svo: „Þorsteinn gat
ekki lifað af list sinni og varð þvi smám
saman að kveðja hugsjónir sinar. Tók hann
nú að fást við húsamálun og söðlasmíði."
Þorsteinn settist nú að í Reykjavík og
tók nú eitthvað að fást við húsamálun.
Hann hefur verið vel menntaður, hagur
og listrænn og haft mikla löngun til að
verða þjóð sinni að sem mestu liði. Þá
löngun hafa ekki vonbrigði á listabraut-
inni né í einkalífi hans getað gert að engu
né heldur það, að vera neitað um lifvæn-
legt embætti að námi loknu.
Árið 1851 skrifar Þorsteinn málari mjög
merkilega grein i blaðið „Bónda“ um mál-
un húsa. Mér vitanlega hefur þessi grein
hvergi verið prentuð upp, heldur aðeins
vitnað til hennar í Iðnsögu Islands. Þar
sem grein þessi er hin athyglisverðasta,
— miðað við þá tima — og eins og hún
ber með sér, það fyrsta sem skrifað er
um þetta efni hér á landi, vil ég taka hér
upp megin merg þessarar merku ritgerðar
Þorsteins málara:
„Bóndi,“ íslenzkt tímarit, einkum ætlað
fyrir ritgjörðir um ýmsa búnaðarhætti,
atvinnuvegi og vinnubrögð, og fyrir
skemmtisögur. — Kostað og gefið út af
nokkrum bændum. — Ritstjóri: Jakob
Guðmundsson. — Rvík.; — prentað í
prentsmiðju landsins, 1851.
(2. bláÖ, 13. febr. 1831.)
Um málun húsa. (Þorst. GuSm., málari.)
„Af þvi margir hafa talað við mig um
slaga í húsum sinum, og fúa sem þar af
leiðir, sem svo væri mikill, að ný hús
yrðu á fáum árum því nær ónýt, þá hefir
mér dottið í hug, að skrifa fáein orð um
málun á húsum, sem er það ráð, er að
mínu áliti ver þau einna hezt fúa, og undir
eins gjörir þau ásjálegri. En þar ekkert
hefur fyr verið ritað um þetta efni á vora
tungu, vona ég að linur þessar geti orðið
þeim til leiðbeiningar, sem mála vildu
hús sin, einkum stofur að innan, sem er
ómissandi og líka hinum, er heldur vildu
mála en bika hús sín að utan.“-----------
Þá talar Þorsteinn um kvisti og kvista-
lakk. — Um tilbúning litarins. — Um
hve mikinn lit þarf á mikinn flöt. —
Hvernig mylja eigi liti. — Um að þurk-
efni þurfi í málninguna. -— Um hvernig
sjóða megi fernis úr lýsi. — Til grófra
málverka segir hann, að taka megi lýsi,
og sjóða það í potti á hægum eldi. Þá er
það athyglisvert, að i þessari ritgerð sinni
tekur hann fram, að til þess sé hetra sildar-
lýsi eða upsalýsi.
Eftir að hafa skrifað nokkuð um allt
þetta, heldur Þorsteinn svo áfram:
— — —- „Ég hef með linum þessum
reynt til að gjöra efnið svo skiljanlegt sem
unnt er, og ekki talað um neitt það, er
ekki fæst hér á landi. Ekki hef ég nefnt
annað en það bezta og algengasta, sem
litum heyrir til, og undir eins lýst því,
til þess að þeir, er þvílíkt vildu kaupa,
þekktu það um leið og þeir tækju það i
kaupstöðum eða lyfjabúðum. . . .
--------Hér að framan hef ég ekkert
talað um fagra liti eða gyllingar, sem er
viðhaft á ýmislegum húsbúnaði, af því að
það er bæði fallegra og sterkara; ekki
heldur um uppdráttarlist, sem þó er bæði
fögur og þarfleg iþrótt. — Af því þess-
konar verður ekki kennt heima með munn-
legri tilsögn, svo mönnum verði sýnt um
leið hvernig þeir eiga að bera sig að við
ýms handtök, sem þar að líta, þá leyfi ég
mér að bjóða þeim, er nokkuð vilja nema
1 þessari íþrótt að koma hér til Reykja-
víkur, og skyldi ég þá kenna þeim vönduð
málverk, og þeim sem það kynnu að vilja,
jafnframt nokkuð i uppdráttarlist fyrir
sanngjarna borgun. — Til að læra mál-
verk eingöngu ætla ég að laginn maður
þurfi ekki meira en þrjá mánuði; en vilji
hann jafnframt læra nokkuð talsvert í
uppdráttarlist, þarf hann lengri tíma. Hvað
málverkin snertir er mest undir komið að
læra reglurnar og þekkja vel allt sem til
AKRANES
Á