Akranes - 01.03.1949, Blaðsíða 14

Akranes - 01.03.1949, Blaðsíða 14
stjóra, þeim merka manni. Sá Jón hjá honum myndskreytta verðskrá yfir verk- færi, frá verzlunarhúsi einu í Kaup- mannahöfn. Hansen tók upp pöntun fyrir Jón á nauðsynlegum verkfærum, að upp- hæð 60 eða 70 krónur. Þótti hvort tveggja mikið, verð og magn þeirra. Frá því fyrsla og jafnan síðan hefur Jón sjálfur smíðað ýms af sínum verkfærum svo sem strik- hefla, bæði tré og tennur ofl. ofl. Hafa þessi heimaunnu verkfæri verið engu ónákvæmari né endingarverri, en þau sem keypt voru beint frá útlandinu, eins og sagt var í gamla daga. A þessu tímabili mun enginn -smiður hér — og þótt viðar væri leitað — hafa tekið Jóni fram um fjölþættan hagleik og hugvitsemi og óvenjulega vandviikni. Fyrir honum er vandvirknin grundvallar- atriði, skiptir þar engu um hvað unnið er eða hver á að njóta. Hann lætur ekki frá sér fara nema það, sem er fullkomið. í orðastað Jóns væri að vísu réttara að segja: Það sem er frambærilegt. Það lætur því að líkum, að Jón hafi fljótt verið eftirsóttur smiður, enda varð sú raunin á. Ekki aðeins hér og í ná- grenninu, heldur uppi um allt hérað og utan þess. Samhliða hinu fagra formi hvers hlutar, óvenjuiegri nákvæmni og heildar samræmis, komust menn fljótt að ýmsum öðrum mikilvægum yfirhurðum og kunnáttu i fari Jóns. Það var t. d.: Övenjuleg sparsemi um allt efni, og hve haganlega það var sniðið og nákvæmlega ákvarðað til hvers fyrir sig. I’etta átti ekki aðeins við um nýtt efni, heldur engu síður gamalt. Efni, sem í höndum flestra annarra, hefði verið talið lítt eða ekki nothæft. tJr litt nothæfu efni sýndi hann þráfaldlega fullsmíðaða gripi, einstaka að listfengi, nákvæmni og smekk. Gat enginn séð, að hér var smíðað úr gömlu eða lélégu efni. Jón smíðaði allt sem nöfnum tjáir að nefna: Hvers konar smáhluti, búsáhöld til notkunar innanhúss og utan, hvers konar húsgögn, amboð árar ofl. ofl., kommóður, skápa og ýmsa gripi, glugga hurðir og heil hús. Allt lofaði þetta meistarann og jók álit hans, svo að hann varð mjög eftirsóttur til vinnu. Til voru þeir menn, sem þótti Jón ekki að sama skapi hamhleypa, sem hann væri völundar smiður. Hjá fæstum mun það nú fara saman. En til þess að sýna, hve þetta var lítt á rökum reist, var mér vel kunnugt um, að hyggnir menn og útsjónarsamir, fóru ekki dult með það álit sitt á Jóni og verkum hans, sem var þetta: Þeir sögðust ekki nota annan smið, meðan þeir ættu þess kost að njóta verka Jóns. Vegna sérstakrar útsjónar hans og verkhyggni, nýtni hans og nákvæmni um efnisval og notkun þess. Óvenjulega áferð- arfallega og endingargóða vinnu. Þeir sögðu, að þessir óvenjulegu kostir væru miklu þyngri á metunum en flýtir ann- arra. Þar sem hjá þeim flestum færi mikið efni í súginn, tíminn i snúninga, eða að marg vinna þyrfti sama hlutinn, fyrir utan það, sem hyggindi Jóns spöruðu oft vinnu í framtíðinni, og skapaði auðsæ þægindi. Hvert er þá dagsverkiÖ? ' Að nokkru leyti hefur þvi nú þegar verið svarað, og drjúg eru dagsverkm þeirra, sem aldrei eru iðjulausir. Komi það fyrir, að hann telgi ekki eða tini, fæst hann þó við eitthvað það, sem hugur hans og hyggja glimir við, því í öllum efnum er hann greindur og gjörhugull, þar sem hugur hans og hönd mótar allt af list og smekkvísi. Jón byggði ekki aðeins hér á Akranesi eins og áður er sagt, heldur upp um allt hérað og jafnvel utan þess. Hann byggði i „akkorði", tímavinnu eða upp á dag- kaup, allt eftir því, sem óskað var og um samdist hverju sinni. Framan af var greiðsla oft i skjaldaskriflum og baugabrot um, þó vinnulaunin væru ekki há. Hann byggði meira og minna á öllum þessum bæjum í Borgarfirði: Draghálsi, Stóra- Botni, Þórisstöðum, Leirárgörðum, Mið- fossum, Þingnesi, Varmalæk, Skáney, Stóra-Kroppi og Húsafefli, svo aðeins sé getið nokkurra býla. Hér á Akranesi byggði Jón og mikinn fjölda húsa. Allt til þessa dags eru hér margir, sem ekki fara til annarra en Jóns, ef eitthvað þarf að smíða eða gera við, og Jón má því við koma. Áður en Jón kom hingað á Akranes, mun Jörundur Þorsteinss. hafa verið aðal líkkistusmiðurinn. Síðan hefur það að mestu fallið í Jóns hlut að sjá fyrir þeim þörfum, þeirra, sem burtkallast. Því er þessa hér getið sérstaklega, að þar sem annars staðar má sjá óvenjulegt hand- bragð Jóns og smekkvísi. Ekki aðeins ytra borð þessa síðasta hvílurúms, mátti til að vera litalaust um lag og frágang allan, heldur varð innra borðið að sýna hið sama snilldar handbragð. Fyrr og seinna hefur mátt sjá mikinn mismun í þessum efnum á frágangi Jóns, og því sem sótt var til Reykjavíkur af þessu tagi. Mjög oft smíðaði Jón allt skraut á kist- urnar, höldur og hanka, og málaði þær að sjálfsögðu sjálfur. I Jóns augum skipt- ir það engu máli, þótt vansmíðis yrði aldrei vart, — þ. e. kæmist upp. — Hann lætur engan lilut frá sér, sem ekki þolir ströngustu gagnrýni, hvar og hvenær sem er. Það eru til mörg dæmi þess, að Jón hefur endurbætt og lagfært hugmyndir manna í sambandi við gerð og gæði smíð- isgripa. 1 húsum var hann mesti snilling- ur í þvi að koma hverjmn hlut vel og haganlega fyrir og fullnýta hvern krók og kima. Hann hafði ávallt ríkt í huga, liversu saman gæti farið nýting og út- lit, þörf og þrifnaður. Þegar hann byggði sitt eigið hús, Vindhæli 1910, má sjá þessa víða merki utan húss og innan. Þá var hann t. d. fyrstur manna hér með tvær nýungar, sem ekki höfðu þekkst áður. Stóra þriggja faga glugga og hitt, að opna glugga, með því að hafa hjörurnar að ofan í stað þess á hliðunum áður. Gluggajárn- in smíðaði hann sjálfur úr gjarðajárni. Ótrúlegt en satt. Verðlagið fyrir og um síðustu aldamót hljómar nú orðið eins og hreinasta lyga- saga. Skal hér getið til gamans nokkuiTa dæma: Að smíða kommóðu (með fjórum skúffum og ágætum höldum) kostaði með öllu efni 22—24 krónur. Á sama hátt kostuðu koffort 5 krónur. Barnalík- kista kostaði með efni g—6 krónur, en fyrir fullorðna 40 krónur, eða jafnvel minna. Þá kostaði tylft af Ó/4" borðum 11—12 krónur. Þá var fetið i batting, 2X4, g aura fetið. 1 trjám kostaði fetið 12 aura. %" panill kostaði þá 1 eyrir breidd- ar tomman. Þ. e. fetið í panel%Xg" kost- aði g aura. Þá kostaði 6 fóta plata af þakjárni kr. í.go, og allt var eftir þessu. Til þess að sýna smíðalaun á heilum húsum á þessu tímabili, má nefna örfá dæmi: Jón smíðaði húsið á Melstað, 7X9 al., (kjallari eða gluggar ekki meðtalið), fyrir aðeins 100 krónur. Þó var húsið stoppað. Fyrsta húsið sem byggt var i Tjörn, tóku þeir að sér í ákvæðisvinnu, Jón og Ölafur smiður Þorsteinsson í Halldórs- húsi. Það hús var 7X10 álnir. Fyrir að fullsmíða þetta liús utan og innan, (að undanteknum gluggum og kjallara) tóku þeir 80 krónur. Jón í Tjörn, sem var á- kaflega duglegur maður, var þá ekki fjáð- ari er hann réðist í bygginguna en svo, að hann varð að fara þessar krókaleiðir til að greiða þessi litlu vinnulaun. Hann réði sig i kaupavinnu hjá Sigurði hómópata í Lambhaga og fékk hjá honum 40 króna fyrirfram greiðslu. Hinn helminginn smiðalaunanna, greiddi hann með „inn- skrift" hjá Böðvari kaupmanni Þorvalds- syni. Eftir þessu voru vinnulaun smiða yfir- leitt. í sveitinni voru daglaun 2 kr. eða rúmar tvær krónur auk fæðis, tímakaup- ið var 2g aurar, ef smiðurinn fæddi sig sjálfur. t þessu kaupi fylgdu vitanlega öll verkfæri og viðhald þeirra. Á Melstað telur Jón, að hann hafi haft sem svarar 2g aurum um timann. Má af því glögg- lega sjá, að vel hefur verið haldið áfram. Árslaunin voru stundum t. d. 200—300 krónur. 38 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.