Akranes - 01.03.1949, Blaðsíða 6
Fjórir Gamlir visímenn. Frá vinstri: Sæmundur Guðmundsson fyrrum Ijósmyndaii. Oddfreður Odds-
son, Jón Jónsson og Ólafur Halldórsson frá Síðumúlaveggjum.
BYLTING TÍL BATNAÐAR
IV. GREIN
Rekstiir og ráðlag
Það þarf ekki að koma oft á Elliheimil-
ið Grund, eða dvelja þar, lengi, til þess
að sannfærast um fyrirmyndarrekstur á
þessu stóra fyrirtæki, sem svo myndarlega
er vaxið úr grasi af engu, eins og þessi
grein sannar svo áþreifanlega. Þarna er
allt með myndarbrag utanhúss og innan.
Regla, umh}'ggja og þrifnaður skipar þar
auðsjáanlega virðulegan sess og árangurs-
rikan. Eins og áður er sagt, vill Gísli for-
stjóri ekki reka neitt lengi með öfugum
árangri. Þetta sannar bezt yfirlit það. sem
hér fer á eftir:
Tekjurnar hafa skipzt undanfarin 2 ár
þannig: 1946 1947
Kaupgreiðslur ......... 27,09% 26,58%
Matvæli .............. 40,41— 36,21—
Hiti og ljós 3P7— 4.22—
Hreinlætisv. og lyf . . . , 1,66— 1,80—
Viðhaldskostnaður . . . . 11,56— 10,06—
Annar kostnaður 2,91 — 2,64—
Opinber gjöld 0,85— i,77—
Vaxtareikningur 3,93— 2,30—
Varasjóðstillag 2,49— 5-30—
Fyrningar 4,62— 7,76—
Regstrarhagnaður . . . . 1,31- i,37—
100,0% 100,0%
Allar hlutfallstölur, sem forstjórinn
sjálfur getur haft nokkur áhrif á, fara
sílækkandi. Það er t. d. eftirtakanlegt, að
opinber gjöld — á þessu fyrirtæki, sem
þó ber ekkert útsvar, — ha'kka, á einu ári
eins og hér má sjá um meira en 100%.
Það er enn eitt talandi tákn um, að rétt
er — og hin mesta þörf — að stinga þar
við fæti.
Það er athyglivert á ársreikningi lyrir
síðasta ár 1947, að heimilið græðir á rekstr-
inum í heild sinni yfir 24 þúsund kr.. Auk
þess, sem þá er búið að leggja í varasjóð
yfir 90 þús. kr., og afskrifa af húseign og
áhöldum yfir 137 þús. kr. Það græðir á
hverjum lið, sem rekinn er í sambandi
við heimilið. Á þvottahúsi, búrekstri og
heildarrekstri heimilisins. Ef Gisla væri
ekki af ýmsum orsökum varnað frekara
olnbogarúms, teldi hann auðvelt að lækka
fljótlega verulega mánaðargjöld vist-
manna.
Stjórn Elliheimilisins.
Slíkt starf, sem stjórn Elliheimilisins
hefur þannig tekið að sér og unnið frá
upphafi, er mikilla þakka vert. Því frem-
ur, sem það er unnið sem áhugastarf —
kauplaust — en þó af einlægni og eldmóði.
Enda þótt mest hvíli það á herðum for-
stjórans, byggist það vitanlega líka mikið
á stjórn þess og sérstaklega á því, hvernig
samstarfið og samvinnan er milli stjórnar
og forstöðumanns. Það hygg ég að vera
muni með ágætum, enda eru allir menn-
irnir, sem hlut eiga að máli, ’ valinkunnir
menn, sem um áratugi hafa offrað tíma,
fé og starfskröftum í þágu mannúðar og
menningarmála á þessu, eða öðru félags-
málasviði. 1 sambandi við þetta starf. slær
sr. Sigurbjörn Á. Gíslason öll met á þessu
landi. Virðist hvorki áhugi hans né starfs-
orka vera farin að láta á sjá. Á síðastl.
sumri fór hann t. d. til Skotlands, til þess
að sitja þar alþjóða Biblíufélagsfund, svo
og kristilegt mót í Danmörku og Svíþjóð.
f þessari sömu ferð fór sr. Sigurbjörn
einnig til Finnlands, en þar hefur liann
unnið merkilegt mannúðarstarf. Er það
fólgið i þvi, að hann hefur verið milli-
göngumaður um að Islendingar gæfu með
fátækum heimilislausum börnum. En það
er kunnugra en frá þurfi að segja, hve hin
finnska þjóð fór hörmulega út úr striðinu
við Rússa.
kenna, ekki aðeins af Akureyringum, held-
ur alþjóð. Þetta sýnir ljóslega hvað hægt
er að gera, þar sem af áhuga og einlægni
er gengið til starfs. Reynslan mun sanna,
að flest börn er hægt að „hertaka" á þenna
hátt, ef þau eru látin sjálfráð, eða hvött
af foreldrum til slíkrar þátttöku. Að sumu
leyti eiga prestarnir nú hægra um vik en
áður að sinna kristilegu unglingastarfi. I
mörgum tilfellum mun og vera hægt að
fá kennara til samstarfs, eins og reynslan
sýnir ljóslega á Akureyri. I hinum stærstu
bæjum hefur og verið létt á prestunum
með því að létta af þeim húsvitjunarkvöð-
inni. Ýmsir hafa talið það tjón fyrir kirkju
og kristindóm,’þar sem þær hafi verið sér-
stítkur tengiliður milli prestsins og heim-
ilanna. Þar sem svo stendur á, væri það
þvi vel þegið, ef prestarnir vildu gera
tilraun til að fylla það skarð, með því að
tengjast heimilunum á ný með þáttöku i
kristilegu unglingastarfi. Sú reynsla, sem
fengist hefur á Akureyri með fyrirmyndar-
starfi sr. Péturs Sigurgeirssonar, sýnir vel
þörfina og þýðingu þessa mikilvæga starfs.
Það sýnir hin mikla sókn barnanna og
þakklæti foreldranna til sr. Péturs.
AUt i sambandi við þetta starf á Akur-
eyri er svo fullkomið og með miklum
myndarbrag, svo vel skipulagt, að það
tekur af öll tvímæli um, að þarna er unnið
af eldlegum áhuga og ríkum skilningi á
mikilvægi starfsins. Ég vona, að aukin
störf og umsvif hins unga prests vaxi ekki
svo mikið frá því sem nú er, að hann geti
ekki áfram um langan tíma leitt þetta
merkilega byrjenda starf sitt. Vona einn-
ig, að sá árangur sem þegar hefur náðst,
safni saman góðu fólki honum til aðstoð-
ar, svo að ekki þurfi nein lægð að mynd-
ast vegna anna prestsins, því alltaf Ijölg-
ar fólkinu þar eins og annars staðar.
Með ýmsu móli má koma prestunum
hér til hjálpar, ef ráðandi menn og hugs-
andi í sóknunum, skilja hina miklu þýð-
ingu, sem handleiðsla kirkjunnar getur
haft á hina ungu þjóðfélagsborgara.
0. B. B.
30
AKRANES