Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 Fréttir DV Tvö kíló sex mánuðir Hæstiréttur hefttr dæmt íslending, sem lögheimili á í Danmörku, Ásgeir Gunnars- son, í 6 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa í desember sl. flutt með sér hingað til lands tæp 2 kíló af hassi, en hann hafði límt það um sig miðj- an. Þótti sýnt að hassið hafi verið ætlað til sölu í ágóða- skyni. Ásgeir játaði brot sitt greiðlega og taldist ekki hafa áður sætt refsingum sem máli skiptu við refsiákvörð- un í málinu. Þótti brotið al- varlegt og því ekki fært að skilorðsbinda dóminn að hluta eða öllu leyti. Lýsisþjófur fær þrjá mánuði Hæstiréttur úrskurð- aði í gær að dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanninum Ant- hony Lee Bellere skyldi standa óhaggaður. Hann var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að bijótast inn í hús og stela lýsispillum, der- húfu, eyrnahlífum og verkfærum að verðmæti 61 þúsund krónur. Fyrir dómi sagðist Anthony saklaus, en hins vegar var hann handtekinn hálf- tíma eftir innbrotið með 101 spjald af lýsispillum, borvél og derhúfu, sem merkt er eigandanum. Hann hefur hlotið 24 refsidóma frá 18 ára aldri. Lággjalda- flugfélag hækkarflugið Lággj aldaflugfélagið Iceland Express hefur bætt við sig einni flugvél og fjölg- að ferðum til London og Kaupmannahafnar. Fram til þessa hefur félagið flogið einu sinni á dag til borg- anna tveggja, en hér eftir verður flogið kvölds og morgna. Félagið hefur nú yfir tveimur vélum að ráða og hafa þau hlotið nöfnin Ásinn og Tvisturinn. Nöfrún voru fengin úr nafriasam- keppni sem Þorbjörg Lilja Þórsdóttir, kennari í Reykja- vík, vann. Átta þúsund manns skiluðu inn tillögum og komu fram þúsund til- lögur um að nefna vélarnar Huginn og Muninn, eftir hröfnum Oðins. Tvær fiskeldisstöðvar í Tálknafirði urðu gjaldþrota. Byggðastofnun var stærsti kröfuhafinn í aðra stöðina og tók við rekstri hennar. Fiskinum var hvorki fargað né seldur heldur látinn svelta í níu mánuði. Valdimar Leó Friðriksson varaþing- maður segir athæfið varða við lög en Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggða- stofnunar, segir átök við landeiganda spila inn í málið. ByggQastofnun svelti 400 húsund bleikjur „Fiskurinn var örugglega vanfóðraður," segir Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofnunar. I júní á síðasta ári varð fiskeldisstöðin Bleikjan í Tálknafirði gjaldþrota. Byggðastofnun tókvið rekstri stöðvarinnar sem stærsti kröfuhafinn í þrotabúið. Tæplega 400 þúsund bleikjur voru í fiskeldisstöðinni. Byggða- stofnun hvorki fargaði né seldi fiskinn heldur var hann látinn svelta í eina níu mánuði þar til yfirvöld gripu í taumana. „Það hefði alveg verið hægt að bjarga þeim,“ segir Gísli Jónsson dýralæknir. „Bleikjan getur þolað langan tíma án fæðu en í þessu til- viki var orðið eitthvað um sjálf- dauða og restin af fiskinum var í afar slæmu ástandi." Sveltur í níu mánuði Gísli sendi tvö bréf þar sem hann vakti athygli á ástandinu í fiskeldisstöðinni. í fýrra bréfi sínu, dagsettu 8. júní 2003, gerði Gísli al- varlegar athugasemdir við með- ferðina á fiskinum og krafðist þess að Umhverfisstofnun beitti sér í málinu. í kjölfarið fékk sýslumað- urinn á Patreksfirði umboð í mál- inu en ekki var gripið til aðgerða. „Ég sendi ítrekunarbréf í nóv- ember en ekkert gerðist,“ segir „Bleikjan geturþolað langan tíma án fæðu en / þessu tilviki var orðið eitthvað um sjálfdauða og restin affískinum var í afar slæmu ástandi." Gísli. „Það var ekki fyrr en eftir ára- mót að hreyfing komst á mál- ið en þá hafði fiskur- inn legið í svelti í níu mánuði. Valdimar Leó Friðriks- Gísli bendir á Son, varaþingmaður að á sama Segir um saknæmt athæfi tíma var að ræða og mun taka svipuð uppi máiið upp á Aiþingi á teningnum í fiskeldisstöðinni Eyrum, sem er í sama firði. „Þetta eru fyrstu málin í tíu ár af þessum toga og ótrúlegt að þau eigi sér stað bæði í sama firðin- um,“ segir Gísli. „Á endanum tók sveitarfélagið málin í sínar hendur - en það gerðist allt of seint." Varðar vil lög Aðalsteinn Þorsteinsson segir að fiskeldisbransinn sé erfiður og sveiflukenndur. Hann játar því að skiptastjóri hafi gert Byggðastofn- un ábyrga fyrir rekstri stöðvarinnar en segist líta svo á að stofnunin hafi aldrei fengið yfirráðin í sínar hend- ur. „Það var mikill ágreiningur milli okkar og landeigandans en ég get Aðalsteinn Þor- t steinsson, for- stjóri Byggða- stofnunar „Fiskur- inn var örugglega vanfóðraður." Frábær dagskrá á röngum degi ekki tjáð mig nánar um það,“ segir Aðalsteinn. Valdimar Leó Friðriksson, varaþingmaður og fiskeldisfræð- ingur, hefur óskað eftir utandag- skrárumræðu á Alþingi um illa meðferð dýra í gjaldþrota fisk- eldisstöðvum. Hann segir málin tvö á Tálknafirði óhugguleg og varða við dýraverndunarlög. „Það er með ólíkindum að menn skuli leyfa sér þetta,“ segir Valdi- mar. „Ef þetta væru kindur, hestar eða önnur dýr myndi samfélagið trúlega bregðast harkalega við.“ Valdimar segir það einnig ljóst að hér sé um saknæmt at- hæfi að ræða en bendir jafn- framt á að mikil verð- mæti hafi farið í vaskinn „Þetta varðar illa meðferð á dýrum. Þeim sem sér um rekstur- inn - Byggða stofnun þessu tilviki ber að fóðra dýrin oghaldaþeimálífi." simon@dv.is í gær vaknaði Svarthöfði lygilega snemma og snaraðist fram úr rúm- inu. Dagurinn fram undan var þó óráðinn allt þar til dagblöðin gáfu svarið. Svarthöfða hefur alltaf langað til Ástralíu svo hann fór strax eftir hafragrautinn sem leið lá niður í Austurbæ. Þar var Stjörnuleit Frétta- blaðsins með fyrirheit um ferð á suðurhvelið. Það fór léttur fiðringur um Svarthöfða sem hann renndi norður Snorrabrautina og sá tómt hlaðið framan við Austurbæ birtast út um slydduna á framrúðunni. Þetta yrði leikur kattarins að músinni. Það var ekki hægt að tapa í keppni með bara einum þátttak- m Svarthöfði anda. Hvað var aftur klukkan í Sydn- ey þegar hún er ellefu að morgni í Reykjavík? En svo kom í ljós að þarna hlýtur að hafa orðið dagarugl, engir Idol-dómarar mættir og ekki neitt, neitt, húsið ekki einu sinni opið. Maður kemur bara aftur á morgun. Næst fór Svarthöfði upp í Perlu. Það yrði frábært að koma inn í hlýj- una hjá Hitaveitunni og fá sér risa- rækjur á spjóti, risarækjur í salat- beði, risarækjur með ristuðu brauði og salsasósu og risarækjur a la Alfreð Hvernig hefur þú það? I_____________________________________________________________________________________ H sem ég gafút fyrir 13árum. Ég fylgist með kjaraviðræðunum og lit alltaf við i Karphúsinu Hf ööru hverju. Ég er áhorfandi en er það mikill áhugamaður að ég get ekki setið alveg hjá. Ég Wr er mjög ánægður og sáttur með eftirmanninn. Svo fer ég i sumarbústað öðru hvoru og kíki á E náttúruna íveturham íÞingvallasveitinni,"segirÞórirEinarsson, fyrrverandiríkissáttasemjari. Þorsteinsson; risarækjur í risasósu. Og létta drykki. Það kannaðist enginn við neitt í Perlunni. Aftur dagaruglingur. Morgundagurinn var þó að minnsta kosti byrjaður að taka á sig mynd. Þegar leið að kvöldi vandaðist valið. Springsteen í Nasa eða Elvis í Ölveri. En Svarthöfði var ekki lengi að hugsa. Auðvitað tók hann stefn- una á Glæsibæ. Það stenst enginn Elvis Presley að syngja jólasálma. Karl greyið. Vaknaði óvænt upp í biluðum ftystiklefa með útrunninn flugfarseðil ff á 1977 íjakkavasanum. Með þannig miða kemst maður ekk- ert; nema með Icelandair til Keflavik Airport. Og er það ekki tilvalin milli- lending á meðan menn eru að þiðna og ná úr sér mesta hrollinum eftir aldaríjórðung í miðevrópskum djúpfrysti? En Elvis var ekki í Ölveri. Kannski var hann á Burger King. Allt er þegar þrennt er hugsaði Svarthöfði, orð- inn gramur á þessum dagaruglingi. Nú var hann kominn í óstuð og nennti ekki einu sinni að fara niður á Nasa að sjá Springsteen. Söng bara Heartbreak Hotel fyrir tvær hús- mæður úr Álfheimum. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.