Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Síða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 9 Kostar hönn- un í París Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra opnaði íslenska hönnunarsýningu í hinu virta VIA-galleríi í París í gærdag. Það er ráðuneyti hennar sem kostar þessa sýningu en þar er nú til sýnis fjölbreytt úrval ís- lenskrar hönnunar, m.a. iðnhönnun, fatahönnun, húsgagnahönnun, keram- ik- og skartgripahönnun. Markmiðið með sýning- unni er að koma íslenskri hönnun á ffamfæri í Frakk- landi. Endurskoðun skaðabóta Ásta R. Jóhannesdótt- ir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, hefur lagt fram tillögu á þingi um endurskoð- un skaða- bótalaga. Hún vill að Alþingi feli dómsmála- ráðherra að gangast fyrir endurskoðun á skaða- bótalögum og þá sér- staklega hugað að end- urskoðun á þeim ákvæð- um laganna sem snúa að bótum til eftirlifandi maka eða sambúðar- maka vegna missis fram- færanda. Vill hún að endurskoðuninni verði lokið og frumvarp til breytinga lagt fyrir Al- þingi eigi síðar en 1. nóvember 2004. Vilja fresta Hringbraut í ályktun sem gerð var á borgarafundi um Hring- brautina í vikunni segir: „Borgarafundur, haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur 30. mars 2004 krefst þess að borgaryf- irvöld fresti fyrir- huguðum framkvæmdum við færslu Hringbrautar svo tími gefist til að kynna fyrir kjósendum í Reykjavík alla þætti málsins. Fundurinn skorar á stjómvöld að efria við fyrsta tækifæri til at- kvæðagreiðslu um þetta um- deilda mál, t.d. þann 26. júm' nk., en forsetakosningar fara fram þann dag." Líkamsárás í rannsókn Lögreglan í Vestmanna- eyjum vinnur nú að rann- sókn á líkamsárás sem gerð var í bænum um síðustu helgi. Atburðurinn átti sér stað á Lundanum aðfara- nótt laugardagsins. Þar mun einn gesta hafa orðið mjög æstur, tekið glas og brotið það á andliti annars manns. Sá er varð fyrir högginu var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sámm hans. Árásarmað- urinn var hins vegar hand- tekinn af lögreglu og fékk að róa sig niður í fanga- geymslu. 160 milljóna króna niðurskurður hjá Ríkisútvarpinu veldur því að taka þarf vin- sæla íslenska sjónvarpsþætti af dagskrá. Líklegt er að þættirnir At og í brennidepli verði teknir af dagskrá. Framtíð Af fingrum fram er óljós. Pistlahöfundar og þátt- argerðarmenn munu Qúka frá Rás 2. SMfjaðrir skornar al Ríkissjánvarpinn 160 milljóna króna niðurskurður er yfirvofandi hjá Ríkisútvarp- inu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Stjórnendur Ríkisútvarpsins eru að fara yfir stöðuna þessa dagana, en ljóst er að vinsælir sjónvarps- þættir munu hverfa af dagskránni. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV hefur verið ákveðið að taka sjónvarpsþáttinn At, í umsjón Vilhelms Antons Jónssonar og Sig- rúnar Óskar Kristjánsdóttur, af dag- skrá. Þá er rætt um að fréttaskýr- ingaþátturinn f brennidepli, í umsjón Páls Benediktssonar, verði einnig látinn fjúka. Ekki er ljóst hvort þátturinn Af fingrum fram, í umsjón Jóns Ólafssonar tónlistar- manns, verði áfram á dagslcrá, en hugsanlegt er að Jón snúi aftur í sjónvarpið með annars konar þátt. Þá eru horfur á að fyrirhugaður spurningaþáttur sem Sjónvarpið hafði í smíðum komist aldrei á legg vegna niðurskurðarins. Niðurskurðarins hefur þegar gætt í því að Sjónvarpið hélt enga forkeppni fyrir Eurovision, söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurður um málið vildi Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, ekki staðfesta neitt. „Það er ekki búið að ákveða endanlega hvað verður gert.“ Stjórnendur RÚV vinna nú í því að skera niður um sex til sjö prósent í rekstri stofnunarinnar. Líklegt er að Sjónvarpið þurfi að spara um 110 milljónir og útvarpið um 50 milljónir. Jóhann Hauksson, dag- skrárstjóri Rásar 2, segir að hlust- endur muni finna fyrir niðurskurð- inum, en kjarni dagskrárinnar verð- ur látinn óhreyfður. „Menn munu reyna að spara eins og mögulegt er í afleysingakostnaði. Ýmsir pisdar og pistlahöfundar verða teknir burt í fyrsta versi. Svo eru það einstak- lingar og dagskrárgerðarfólk sem starfar freelance með einn þátt í viku. En ég er ekki kominn svo langt að ákveða hvaða efni verður skorið niður," segir hann. Dæmi um staka þætti sem em á vikufresti em Sýrður rjómi, Partý- zone, Næturvaktin, Geymt en ekki gleymt og Hringir með Andreu Jóns- dóttur. Stefnt er að endanlegri ákvörðun fyrir páska. Spurður um uppsagnir segir Jóhann að föstu starfsfólki Rásar 2 verði ekki sagt upp. í framhaldinu mun útvarpsráð fara yfir breytingar á dagskránni, en staðfestingu ráðsins þarf fyrir breyt- ingum á dagskrá. Ingvar Sverrisson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í útvarpsráði, segir að Ríkisútvarpinu sé haldið í óþol- andi stöðu. „Það er búið að hjakka í sama farinu í áraraðir. Það er ekki búið að ræða hvernig megi breyta tekjustofninum. Sjálfstæðisflokkur- inn er búinn að stjórna batteríinu í mörg ár og nú horfirm við fram á að skera þurfi niður um 160 milljónir nánast í einu vetfangi," segir hann. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri hafði ekki tök á að svara spurningu DV þess efnis hvort einnig ætti að skera niður í stjórn- kerfi stofnunarinnar þegar eftir því var leitað í gær. jontraustíQdv.is Bruninn í Sandgerði í fyrravor Engar skýringar á frystihússbruna „Rannsókninni lauk án niður- stöðu - við náðum ekki lengra og málinu var lagt," segir Loftur Krist- jánsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, um stórbmnann í húsinu sem áður hýsti Fiskverkun Jóns Er- lingssonar í Sandgerði. „Þetta var að minnsta kosti ekki af völdum rafmagns og sennilega ekki sjálfsíkveikja. Að öðm leyti má segja að eldsupptök séu óljós," bætir Loft- ur við. Engin hefðbundinn rekstur var lengur í fiskvinnsluhúsinu. Húsið, sem var um 1.100 fermetrar, var í eigu sona Jóns Erlingssonar. Þar var leigð út geymsluaöstaða fyrir fryst loðdýrafóður úr fiskmulningi frá Skinnfiski. Trillukarlar höfðu einnig haft þar aðstöðu til viðgerða og þar er eldurinn sagður hafa verið mestur. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð fyrst vart. Eldur kom upp í húsinu aðfara- nótt 11. april í fyrra. Erlent verkafólk sem bjó í verbúð í næsta húsi var flutt á ömggari stað á meðan hættan leið Fiskverkun Jóns Erlingssonar Þegarbirti afdegi 11. apríl í fyrra var Ijóst að eldurinn sem geysaði þá um nóttina í Fiskverkun Jóns Erlingssonar hafði endanlega lagt bygging- una að velli. hjá. Slökkvilið úr Sandgerði, Keflavík og af Keflavíkurflugvelli barðist við eldinn fram á morgun. Þegar upp var staðið var húsið talið ónýtt. Það sama gilti um flest sem í því var, þar með taldar fleiri hundmð tonna birgðir af loðdýrafóðri. Brunabótamat hússins var 170 milljónir króna. Byggingin var tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni. Hjá tjóna- deildinni þar fengust ekki upplýsing- ar um hvort málinu væri lokið með uppgjöri, slíkt væri trúnaðarmál. gar@dv.is Unglingaþátturinn At Ákveðið hefur verið að leggja niður einn vinsælasta innlenda ung- lingaþátt sem Ríkissjónvarpið hefur boðið upp á. Viðtækari sparnaður felst meðal annars iað fréttaskýringaþátturinn Ibrennidepli verður látinn falla niður og pistlahöfundum og þáttar- gerðarmönnum verður sagt upp hjá Rás 2. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 ■ 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Bleikjukvísl 10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Bleikjukvísl 10. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja og reka leikskóla fyrir 60 börn á lóðinni. Engin bílastæði eru innan lóðar en gert er ráð fyrir að starfsmenn leggi í tólf bílastæði í Bleikjukvísl og gert ráð fyrir að foreldrar, sem koma með og sækja börn, leggi í átta bílastæði við Streng. Hámarksbyggingarmagn eru 500 m2 og skal bygging vera innan afmarkaðs byggingarreits. Á lóð má staðsetja leik- föng og leiktæki sem tilheyra starfsemi leikskóla og einnig er heimilt að byggja allt að sjö m2 kaldan geymsluskúr allt að 2,6 m á hæð. Tillaga sem gerði ráð fyrir byggingu leikskólans var sam- þykkt í borgarráði Reykjavíkur þann 30. apríl 2002. Á grundvelli þeirrar samþykktar var byggður leikskóli á lóðinni. Framangreind samþykkt var kærð og í framhaldi var deiliskipulagsbreytingin felld úr gildi. Af þessum sökum er tillagan nú auglýst á ný. Tillagan er að mestu í samræmi við áðurauglýsta tillögu nema gert er ráð fyrir að lóð leikskólans stækki til suðurs um 373 m2 úr 1939 m2 í 2312 m2. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16.15, frá 2. apríl til 14. maí 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 14. maí 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 2. apríl 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.