Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Síða 29
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 29 svaramaour Leikkonan Demi Moore ætlar að giftast unga kærastanum sínum Ashton Kutcher. Leikkonan hefur beðið fyrrverandi mann sinn, leik- arann Bruce Willis, að vera svara- maður því hún telur það auka ltk- urnar á að börn þeirra sættist við nýja fósturpabbann. Bruce er að hugsa málið en þau hafa verið góðir vinir síð- an þau skildu eftir 13 ára hjónaband. Demi ogAst- hon, Bruce og hin 26 ára kærasta hans hittust öll síð- ustu helgi og ræddu málið. Krónprinsinn genginn Leikkonan unga Keira Knightiey verður kannski næsta James Bond gella ef Pi- erce Brosnan fær einhverju um það ráðið. Leikaranum list ekkert á að fá Britney Spears i hlutverkið. „Hún pass- ar einfaldlega ekki (það," sagði leikar- inn. Ef Keira hreppir hlutverkið verður hún yngsta leikkonan sem leikið hefur ástkonu 007 en Brosnan segir ald- urhennar engu skipta, hún sé gullfalleg og hafi hæfileik- ana. Leik- arinn segir næstu mynd sein- asta skiptið sem hann muni leika spæjarann enda sé kom- inn tími til að fara að gera eitthvað ann- að. Leikkonan Debra Messing sem leikur Grace getur ekki tekið þátt i seinustu þáttun- um i þáttarrööinni um Wiil og Grace. Debra er ófrísk og má varla stíga í lappirnar þar sem meðgangan gengur ekki sem best. Höfundar Will og Grace hafa skrifað persónu hennar út úr þáttunum timabund- ið og ætla að halda áfram án hennar. Leik- arinn John Cleese mun ieika gestahlut- verk Iþáttunum en hannfermeðhiut verk nýs eigin manns Karen- ar. Vilhjálmur, krónprins Bretlands, er kominn með kærustu. Sú heppna er 21 árs skólasystir hans úr St. Andrews-háskólanum í Skotlandi. Þau hafa búið saman í lítilli íbúð ásamt tveimur öðmm nemendum í rúmt ár en fóm ekki að vera saman fyrr en um jólin. Stúlkan heitir Kate Middleton og er frá Berks en þar reka foreldrar hennar póstþjónustufyrirtæki sem selur leikföng. Karl krónprins og talsmenn hall- arinnar em brjálaðir við fjölmiðla fyrir að hafa lekið upplýs- ingunum og birt mynd- ir af par- inu en blöð- in höfðu lofað að virða einkalíf ■■ Kronprinsinn Vilhjálmur er loksins genginn út. Sú heppna er 21 árs skólasystir hans. Kærustupar Vil- hjálmur og Kate hafa verið vinir I langan tima en sambandið er nú orðið alvarlegt. prinsanna. Fjölmiðlarnir afsaka sig með þeirri röksemd að almenningur eigi rétt á svo mikilfenglegum fréttum þar sem Kate gæti með trmanum orðið drottning Bret- lands. Karl og sonur hans Vilhjálmur héldu blaðamannafund þar sem þeir vom á skíðum í svissnesku Ölpunum gegn því að fá að vera í friði restina af fríinu. Eftir fundinn laumaði Kate sér til þeirra en ljósmyndarar biðu hennar í laumi. Kæmstuparinu hefur hingað til tekist að halda sambandi sínu leyndu en þau fóm að vera saman stuttu eftir að Kate hætti með sínum fyrrverandi kærasta stuttu fyrir jólin. Parið hefur passað að sjást sem minnst saman opinberlega og yfirgáfu t.d. íbúð sína aldrei samtímis en þegar þau em saman em þau mjög ópersónuleg og láta allt knús og kelerí bíða þar til heim er komið. Kate hefur aðeins verið viðrið- in tískuheiminn og þegar hún tók þátt í sýningu í háskólanum borgaði Vilhjálm- ur morðfjár til að geta setið á fremsta bekk. Þar kom kærastan fram í gegnsæ- um blúndukjól og segja kunnugir hana líta glæsilega út. Mikið hefur verið rætt um hvort Karl ætti að afsala sér krúnunni og láta hana ganga beint til Vilhjálms eftir að valda- tímabili Eh'sabetar drottningar lýkur. Karl hefur ávallt verið afar umdeildur og ekki batnaði staða hans þegar hann var sakaður um að hafa nauðgað þjóni í höllinni en kynhneigð prinsins hefur mikið verið á milli tannanna á fólki. Camilla Parker Bowles, kærasta Kalla, þykir einnig heldur óskemmtilegt val á drottningu og þá sér í lagi í samanburði við Díönu. Vilhjálmur prins hefur aftur á móti verið í uppáhaldi hjá almenningi og fjölmiðlum líkt og móðir hans heitin en kvenmannsleysi hans hefur farið fyr- ir brjóstið á mörgum. Prinsinn er þekkt- ur fyrir glaðlyndi og hlýju og hefur verið eftirsóttasti piparsveinn Bretlands, ef ekki heimsins, í langan tíma en Bretar em afar ánægðir með að hann skuli loksins vera genginn út. Von er á síðustu stúdíóplötu Johnny Cash á þessu ári ef marka má yfirlýsingar upptökustjórans Rick Rubin sem vann með hinum svartklædda á síðustu plötum hans, svokölluðum American-upptökum. Alls hafa fjórar plötur frá þessu upptökutímabili lit- ið dagsins ljós á síðustu árum og áður en að Johnny lést höfðu hann og Rick tekið upp meira en 60 lög. Rick segist ætla að taka næstu mánuði í að fullvinna þetta efni en af lögunum 60 eru rúmlega 20 nægilega góð til að koma út á plötu. Platan mun þá verða sú fimmta í American- röðinni og um leið síðasta stúdíóplata meist- ara Cash. - Johnny Cash Siðasta stúdíóplata Cash kemur út síðar á árinu og mun bera heitið American V. Það er samansafn laga sem Cash vann með Rick Rubin áður en hann lést. Jackson-systkinin Michael og Janet hafa verið valin „Bjánar ársins". Michael var í fyrsta sæti, annað árið í röð en Janet í öðru. í fyrra vann söngvarinn titilinn fyrir að dingla barni sínu fram af svölunum en Janet fær sinn heiður vegna brjóstaatriðs- ins marg- fræga. Britn- ey Spears er í fjórða sæti en Bush forseti í þvítíunda. Bjáni ársins er valinn 1. apríl hvert ár af almanna- tengslafyrir- tæki í Banda- ríkjunum. Stjörnuspá Jón Hjaltalín Magnússon framkvæmdastjóri er 56 ára í dag. „Maðurinn er minnturá það að þó hann standi örlítið betur að vígi varðandi ýmislegt um þess- armundirer ? ekki þar með sagt að hann þurfi að færa sér það í nyt," segir í stjörnu- spá hans. Jón Hjaltalín Magnússon VV Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) 'W ----------------------------------- Ekki leyfa þér að eyða tíma í að mynda með þér líðan sem segirtil um gagnsleysi þegar þrár þínar eru annars vegar því möguleikar þínir eru miklir. H Fiskarnir -20. marsj Þakklæti og framkvæmdir birtast þér en á sama tíma kemur hér fram að þú býrð yfir ótta við að gera mistök sem gerir það jafnvel að verkum að stundum tekst þér ekki að gera neitt sökum hræðslu við að mistakast. cp Hrúturinn (21.mars-19.apm) Þú leitast um þessar mundir við að lesa á milli línanna og ert mjög fær í því en getur þó að sama skapi hæglega lesið annað en er og þá áttu það til að gera mistök með tilfinningar þínar og annarra. Stjarna hrútsins er skilningsrík en þó er eitthvað hér sem angrar hana á tilfinningasviðinu. b Nautið (20. april-20. mai) Leyfðu þér að vera einlæg/ur, áhyggjulaus og kær gagnvart þeim sem þú unnir. Þér hefur verð gefinn sá eigin- leiki að vera þolinmóð/ur og ættir þú að nýta þann hæfileika næstu daga og vikur. L1 Tvíburarnir/27. maí-21.júnl) Ekki ofvernda náungann held- ur hugaðu að sjálfinu alfarið í apríl. Ótt- inn getur hindrað þroska þinn með því að koma í veg fyrir framtakssemi af þinni hálfu. K\Mm-(22.júni-22.júll) Ef þérfinnstvæntingarþínar óraunhæfar skaltu vita að þú ert fær um að yfirstíga hvað sem verður á vegi þín- um. Ljónið (23.júli-22. ágúst) Ekki búast við að fólkið hér í kringum þig sé fullkomið eða viti ósjálfrátt hvað þú þráir því þú ert fær um að heilla hvern sem verður á vegi þínum og ættir ekki að leyfa tilfinning- um eins og hroka, hégómleika, afbrýði- sefni og óréttlæti að hafa áhrif á þig á nokkurn hátt. TTA N[eýflf\(23.ágúst-22.sept.) Taktu á móti hverjum degi eins og hann er á allan hátt og tileink- aðu þér að þiggja það sem þér er gefið. Stjarna meyju ætti að minna sig á að sætta sig við aðstæður og taka öllu sem gerist á skapandi og jákvæðan hátt. o Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú ættir að læra að meta þig að verðleikum og ekki hika við að þróa með þér meira sjálfsálit i framtíðinni. Stjarna vogar er fær um að nota eigin háttvísi á uppbyggilegan hátt. ni Sporðdrekinn ^.0*1-21.™^ Leyfðu þér að upplifa án þess að vera treg/ur gagnvart þeim sem þú elskar og virðir. / Bogmaðurinn (22. rai'.-21. Ekki hika við að sýna um- hyggju þína í verki næstu misseri. Þú gætir átt erfitt með að tjá tilfinningar þínar líkt og þú værir hrædd(ur) um að þær tækju af þér völdin þessa dagana af einhverjum ástæðum. z Steingeitin (22. te.-;9./on.j Þú ert minnt/ur á að lang- rækni ætti ekki að eiga huga þinn um þessar mundir. Hættu að vera háð/ur árangri og þú getur eignast allt sem þú þráir en það sama á við um fyrrnefnda langrækni. SPÁM AÐUR.IS 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.