Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Síða 31
r
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 31 ^
Gerum það af því við getum það
Ekkert er andlausara en þegar
fylkingarnar í borginni eru leiddar
saman og þær látnar karpa. Það er
kvartað undan umgengninni í mið-
bænum - svar borgarstjórans er
„plastglös". Minnihlutinn í borginni
er fastur í tfma þar sem fjölskyldur
eyddu öllum stundum í að steypu-
skafa og naglhreinsa. Þar eru „lóðir1'
upphaf og endir alls.
Ég var staddur í strætó um dag-
inn. Vagninn tók að keyra eftir gisnu
leiðakerfinu, lengi, lengi, mér fannst
hann staðnæmast við annað hvert
hús. Enginn kom inn eða fór út. Tím-
inn var hættur að líða. Svo var ég
kominn á torkennilegan stað langt
uppi í fjalli, vissi allt í einu ekki hvar
ég var - það er í fyrsta skipti á ævinni
sem ég hef verið áttavilltur í Reykja-
vík. Yflr mig hvolfdist óraunveru-
leikatilflnning, eins og strætóinn æki
í lausu lofti. Fannst eitt andartak að
ég væri kannski dáinn. Svo tók
strætóinn stóra beygju, keyrði nokkr-
ar stoppistöðvar og þá skiidi ég að
staðurinn sem við höfðum komið á
myndi vera Norðlingaholt.
Nýtt hverfi á tveggja ára
fresti
Af einhverjum ástæðum virðist
borgarstjórnina í Reykjavík ekki
muna um að skipuleggja nýtt hverfi
við ystu mörk byggðarinnar á svona
tveggja ára fresti. Með þessu móti
•verðum við brátt komin upp á Álfs-
nes og svo Kjalarnes - þar sem allir
vita að ekki er hægt að fara út úr húsi
vegna roks.
Ég las í blaði að ekki væri funda-
fært í borginni vegna þess að allir
byggingar- og skipulagsne&idar-
menn væru komnir til Berlínar að
kynna sér skipulag. Þar get ég sagt
þeim til vegar. Maður fer austur þar
Egill Helgason
fór í strætó um
daginn.
Kjallari
sem eitt sinn hét Stalinallé og er svo
kominn til Lichtenberg og Marzhan, í
úthverfi sem skipulagssnillingurinn
Erich Honecker reisti fyrir austur-
þýska alþýðu - sem kunni honum
svo enga þökk fyrir. Þar má þó sjá
bregða fyrir ölkrá eða matvöruversl-
un - í óvæntri ferð minni um Norð-
lingaholt sá ég engin merki um
mannlíf nema gamlan vegavinnu-
skúr sem hafði veri dubbaður upp
sem sjoppa.
Bjarni Ben og sjónvarpið
Borgarstjórnir sem ríktu hér um
og upp úr miðri 20. öld virtust hata
miðbæinn. Þannig hugsaði Honecker
líka. Ég sá um daginn gamlan viðtals-
bút við Bjama Benediktsson þar sem
hann fagnar tiikomu íslensks sjón-
varps - á þeim forsendum að þá muni
fólk ekki lengur vera á ferli. Hámarki
náði þessi andúð á sjöunda og áttunda
áratugnum þegar timburhúsin í bæn-
um fuðruðu upp eins og kyndlar og
hátíðarhöldin á 17. júní fólust í því að
borgarbúum var stefnt á leikvanginn í
Laugardal þar sem þeir vom látnir
horfa á kúluvarp.
Það er líkt og eimi eftir af þessu.
Það hefur verið mikið talað um mið-
bæinn, en ekkert áþreifanlegt kemur
út úr því. Nú er að vísu búið að setja
fram hugmyndir um uppbyggingu á
hafnarsvæðinu, en þar er heldur ekk-
ert áþreifanlegt - engar dagsetningar
eða framkvæmdaáætlun, ólíkt því
þegar hverfin rísa í jaðri borgarlands-
ins. Mann gmnar að ekki verði neitt úr
neinu, að pólitíkusamir séu bara að
kaupa sér frið. Nú þegar er búið að tala
og tala ámm saman bætast enn við
verslanir sem em farnar á hausinn,
búðagluggamir gapa eins og sjónlaus-
ar augnatóftir; alls staðar blasa við lé-
legir húskofar, brunagaflar, vannýtt
svæði og hús. Við þetta bætast óþrifin
- sígarettustubbarnir, fyggjóið og gler-
brotin - sem hafa stórkostlega færst í
aukana síðustu árin.
Engin rök, ekkert vit
Mál stundarinnar er færsla Hring-
brautarinnar. Fyrir síðustu þingkosn-
ingar settust Halldór Ásgrímsson og
Davíð Oddsson niður, áhyggjufullir
vegna lélegs fylgis og atvinnuástands.
Þeir hófu að deila vegafé út um
hvippinn og hvappinn - í hlut
Reykjavíkur kom milljarður. Borgar-
yfirvöld vildu ekki missa af þessu fé -
en þau vildu heldur ekki láta önnur
sveitarfélög á svæðinu njóta góðs af
því. Niðurstaðan var að dregin vom
upp gömul plön um færslu Hring-
brautarinnar. Það hefur ekki tekist að
færa nein rök fyrir því að vit sé í þess-
ari ff amkvæmd. Hún bara er. Við ger-
um þetta af því við getum það, segir
borgarstjórnin. Ekki einu sinni lækn-
arnir á Landspítalanum sem áttu að
njóta góðs af þessu hafa áhuga.
Við sitjum uppi með slappa og
hugmyndalausa borgarstjórn. Ekkert
er andlausara en þegar fylkingamar í
borginni em leiddar saman og þær
látnar karpa. Það er kvartað undan
umgengninni í miðbænum - svar
borgarstjórans er „plastglös". Minni-
hlutinn í borginni er fastur í tíma þar
sem fjölskyldur eyddu öllum stund-
um í að steypuskafa og naglhreinsa.
Þar eru „lóðir" upphaf og endir alls.
Færsla Hringbrautarinnar sýnir að
ekki þarf að taka neitt mark á enda-
lausu jarmi um „samræðustjórn-
mál“.
Stórhugur aldamótakynslóð-
arinnar
Mig langar að benda borgar-
stjórnarliðinu - sem hefur jafnlitla
trú á miðborginni og verkleysi þess
sýnir - á að fara í læri hjá Pétri H. Ár-
mannssyni arkitekt sem er öllum ís-
lendingum betur að sér um sögu
byggingarlistar. Pétur hefur vakið
athygli á því að íslendingar eigi þrátt
fyrir allt ágæta hefð í skipulagi þétt-
býlis. Pétur rekur hana til manna á
borð við Guðmund Hannesson
lækni og Guðjón Samúelsson húsa-
meistara. Bæjarmyndina sem þeir
hugsuðu sér má sjá í hverfum á
sunnanverðu Skólavörðuholti og
umhverfis Landakotshæðina, feg-
urstu hverfum Reykjavíkur. í grein
sem Pétur skrifaði í Lesbók Morgun-
blaðsins fyrir nokkrum árum segir:
„Aldamótakynslóðina íslensku
dreymdi stóra drauma um verðandi
höfúðborg landsins sem smám sam-
an tók á sig mynd á 3. og 4. áratug
aldarinnar, sem kalla mætti gullöld
íslenskrar bæjarhefðar. Veglegar
steinsteypubyggingar risu í mið-
bænum, verslunarhús, bíó og hótel,
sem gáfu erlendum borgarhúsum
lítt eftir í glæsileik. Einna lengst náði
þessi glæsta sýn á Reykjavík sem
höfuðborg í tillögum Guðjóns Sam-
úelssonar að háborg á Skólavörðu-
holti, sem og þeim opinberu stór-
hýsum sem hann teiknaði á þessum
árum: Landspítala, Þjóðleikhúsi og
Háskólá..."
Má biðja um þó ekki væri nema
brot af þessum stórhug?
<!
• Það er auðvitað að bera í bakka-
fullan lækinn að nefna erlendar
stórstjörnur sem
hugsanlega eru vænt-
anlegar til landsins.
(Bruce Springsteen,
vinur götuspilarans
Jójó er reyndar ekki
einn þeirra.) En
þannig er nú samt að
Guðbjartur Finnbjömsson tón-
leikahaldari, sá sem er að þreifa
fyrir sér á því sviði að flytja til
Blandsins tón-
listarmenn
með því að
færa okkur
sjálfan Kris
Kristoffer-
son, hefur
lengi verið
umböðsaðili fyrir hljómsveitina
Dúndurfréttir. Er það ekki síst fyrir
áhuga hans á hljómsveitinni Pink
Floyd sem tengsl hans við Dúndur-
fréttirnar er til komin en sú hljóm-
sveit leikur einkum og aðallega lög
Bréffrá
Seyðisfirði
Dýri Jónsson
Rekstraraöili Hótels öldurmar,
Á dögunum birtist í dagblaðinu
lítil klausa um meint bjórstríð á
Seyðisfirði. Þar er því haldið ffarn að
vegna aðkomu Sigurjóns Sighvats-
sonar, ríkis og bæjarfélags, geti Hót-
el Aldan leyft sér óeðlilega viðskipta-
Lesendur
hætti. Þessu er ekki svona háttað.
Hótel Aldan er í tveimur nýuppgerð-
um sögufrægum byggingum á Seyð-
isfirði. Þessi hús em í eigu hlutafé-
lags sem leigir þær út til núverandi
rekstraraðila; Dýra Jónssonar og er
reksturinn alfarið í hans höndum og
nýtur engra styrkja.
Uppbygging húsahótels á Seyðis-
firði var skref í þá átt að koma húsa-
arfi kaupstaðarins í skynsamleg not.
Félagið sem stóð að uppbyggingu
húseignanna, Fjarðaraldan hf., er í
eigu Seyðisfjarðarkaupsstaðar,
hljómsveitarinnar. Það mun hafa
verið í tengslum við umleitanir
Guðbjarts þess efnis að fá foringj-
ann Roger Waters til landsins sem
erlendur umboðsaðili gaukaði Kris
að Guðbjarti...
• Og enn úr þessum sama ranni.
Annar sem nefndur hefur verið
sem líklegur kandídat til að troða
hér upp er enginn annar en Peter
Gabriel. Munu samningar við hann
hafa verið á góðu róli en eitthvað
mun þó hafa fjarað undan mögu-
leikum þess efnis að hann komi til
landsins í sumar. Gabríel mun hafa
haft á því hug, eftir mikla tónleika-
för og vel heppnaða um Evrópu, að
taka restárnar eins og má orða það:
Heimsækja staði sem hann hefur
aldrei komið til. Ekki gengur allt
sem skyldi varðandi samninga við
þennan fyrrum forsöngvara hljóm-
sveitarinnar Genesis en binda má
vonir við að hann komi sumarið
2005...
Hótel Aldan Bréffrá rekstraraðila Hótels
Öldunnar.
Byggðastofnunar, Sigurjóns Sig-
hvatssonar auk fleiri minni hluthafa.
Þessir aðilar koma að engu leyti að
daglegum rekstri Hótels Öldunnar.
Þess ber einnig að geta að tvíveg-
is var auglýst eftir rekstraraðila að
Hótel öldunni og hefði hver sem var
getað sótt um.
f þúsundir ára hefur laekningamáttur
ALOE VERA plöntunnar, sem kölluð
hefur verið drottning lsekningajurtanna,
>•600 þekktur. Blanda af þessari cinstöku
jurt og fyrsta flokks mjólkurvörum er
hreinlcga ómótstatðileg fyrir þá sem huga
vilja að hcilsunni.
.
■4
f