Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Beckhai' 1 Hvað var númer B._k- hams hjá Man.Utd.? 2 Hvað er númer Beck- hams hjá Real Madrid? 3 Hvað heitir konan hans og hvað kallaðist hún í Spice Girls? 4 Hvenær er Beckham fæddur? 5 Gegn hvaða liði skoraði hann mark frá miðju og hvaða ár? Svör neðstá síðunni Hryðjuverk 2 f raun vill Bin Laden frelsa Sádi-Araba og aðr- ar arabfskar þjóðir und- an pólitísku og efna- hagslegu ofurvaldi Bandarfkjanna svo múslim- skir at- hafha- mennfái betri tækifæri tíl að hag- nýta auðlindir landanna og vinnuafl. Hann telur að hentugasta pólitfska leiðin til að ná þessu sé „íslamskt ríki“ þar sem trúarlegum lögum múslima er þvingað upp á almenning... TU að ná markmiöum sínum notar Bin Laden sömu aðferðir - þótt í miklu smærra mæU sé - og kapftaUstamir sem stýra Bandarfkjunum. f ágúst 1945 vörpuðu þeir t.d. kjamorkusprengju á Hírósíma og drápu af handahóU hundruð þús- unda óbreyttra borgara tU að terrorisera Japani tU að fá þá tU að breyta stefnu sinni... Ástralíu Afsakið hlé Orðiö hlé þýðir skjól og er komiö úrsjómannamáli. Hléborði merkir þá hlið skips sem sneri undan vindinum, og gat að sjálfsögðu verið hvor hliðin sem var - allt eft- ir vindáttinni og stefnu skipsins. Hléboröi var llka stundum nefndur skjólborði. Þar var betra skjól en við hina hliðina sem þá nefnd- ist kulborði. Afþessu eru dregin ýmis orða- tiltæki;halda sig til hlés,dragasigí hlé, eitthvað liggur I hléi (fer ekki hátt), láta í hlé siga viö einhvern (slaka til gagnvart einhverjum), vera til hlés við einhvern (vera öðruvlsien aðrir, hafa skoöanir frá- brugönar skoðunum ann- arra). Stjórnborði og bak- borði eru aftur á móti ein- faldlega hægri og vinstri hliðarskips. æ -O Málið 1.7 - 2 23 - 3. Victoria Adams, Posh Spice - 4.2. mai 1975 - 5. Wimbledon, 1996 Lyfj asparnaður Betra er að spara í sjúkrakerfinu með því að taka ódýrar eftirlíkingar, svo- nefnd samheitalyf, fram yfir dýr sérlyf heldur en að auka hlutdeild sjúkUnga í lyfja- kostnaði. Báðar aðferðir fela í sér undanhald velferðarkerfisins en sfðari leiðin niðurgreið- ir beinlínis stéttaskiptingu þjóðarinnar. öll lyf hafa aukaverkanir, einnig það póli- tíska lyf að efla kostnaðarvitund sjúklinga með því að iáta þá borga hluta af lyfjakostn- aði. Það leiðir tU skiptingar þjóðfélagsins f tvær þjóðir. Annars vegar hafa sumir ekki efni á að borga sinn hluta. Hinir betur stæðu fá hins vegar niðurgreidd lyf. Ríkisendurskoðun telur að spara megi hundruð mUljóna og jafnvel miUjarða á að taka ódýru samheitalyfin fram yfir dýru sér- lyfin. Ef ríkið viU getur það ýtt notkuninni yfir til samheitalyfja með því að borga að mestu fyrir þau en aðeins fyrir þau sérlyf sem talin eru sérstaklega brýn. TiUaga ríkisendurskoðunar gengur raunar skemur en þetta. Hún vUl að ríkið greiði fyrir sérlyf upp að því marki sem hfiðstætt sam- heitalyf mundi kosta. KostnaðarhlutdeUd hins opinbera sé miðuð við lægsta lyfjaverð í nálægum löndum og gerðar séu ráðstafanir tU að ná því verði hér á landi. Ekki er hægt að taka mark á fuUyrðingum lyfjafyrirtækja og lækna um gagnsemi lyfja. Erlend læknatfmarit og fjölmiðlar hafa upp- lýst fjölmörg dæmi um að fréttir af gagnsemi lyfja byggjast á fölsuðum rannsóknum og að mikiU fjöldi lækna og fræðimanna er á bein- um og óbeinum mútum hjá lyfjarisunum. Þeim hefur tekizt að sjúkdómavæða Vest- urlönd. Til dæmis hefur tekizt að selja þá hugmynd að fólk eigi að vera hamingjusamt í sífeUu og þurfi að taka geðbreytUyf, ef ytri aðstæður valda því þunglyndi eða sorg, svefntruflunum eða kvíða, sem allt er eðU- legt og óhjákvæmilegt ástand. Hagkvæmt er að nota þá meginreglu að ódýr samheitalyf séu í flestum tUvikum ágæt- ar eftirlíkingar af dýru sérlyfjunum. Ríkið eða heUbrigðisráðuneydð eða Tryggingastofnun- in eða Landspftalinn geta boðið út samheita- lyf og dregið verulega úr miklum mun lyfja- kostnaðar fslands og nágrannalandanna. Ríkisendurskoðun segir að við notum lyf fyrir 14 miUjarða króna á ári en þyrftum ekki að borga nema 10 miUjarða ef farið væri að ráðum hennar um samheitalyf og ýmislegt annað, svo sem hagræðingu í dreifingu og sölu lyfja. Þetta eru engir smáaurar í bUuðu velferðarkerfi, sem berst í bökkum. Svo að bilað sjúkrakerfi bresti ekki, þurfa ráðamenn að beita öUum tUtækum ráðum til að verjast innri verðbólgu þess og ná fram sparnaði. Lyfin eru þar skýrasta verkefnið. Jónas Kristjánsson Onnin aí umhverlisvernd ÞAÐ ER MERKILEGT hvað ís- lenskum ráðamönnum er í nöp við þá sem eru ósammála ákvörðunum þeirra. í augum íslenskra stjórn- valda eru umhverftsverndarsinnar oftar en ekki stórhættulegir öfga- menn sem best er að vara sig á. Þeir vilji helst af öllu eyðileggja fyrir vel- meinandi stjórnmálamönnum sem hafi meirihluta til þess að gera hlut- ina eins og þeim sjálfum sýnist. Um- hverfissinnar eru sakaðir um að berjast gegn lýðræðinu. Stjórnmála- mennirnir vilja hafa bönd á því hvernig þessi samtök haga sér og hafa uppi stóryrði þegar þau fara yfir strikið að þeirra mati. ÞESSAR SKOÐANIR birtast hvað eftir annað í málflutningi íslenskra stjórnmálamanna og hagsmuna- hópa. Þeir sem vekja athygli á af- leiðingum tiltekinna ákvarðana á umhverfið eru sakaðir um skemmdarverkastarfsemi og óprút- tnar aðferðir. Þetta heyrðist frá Jó- hannesi Geir Sigurgeirssyni sem sakar umhverfisverndarsinna um að hafa dreift „áróðri" á skipulegan hátt til fjármálastofnana og verk- taka til að eyðileggja fyrir göfugum áætlunum um virkjanir á íslenska hálendinu. Halldór Ásgrímsson sagði á Alþingi haustið 2002 að al- þjóðanáttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund hefðu beitt sér hatrammlega og notað rangar upp- lýsingar gegn verktökum sem ætl- uðu að bjóða í Kárahnjúkavirkjun. „Sennilega hafa einhverjir þeirra fallið frá því vegna þess að þessi al- þjóðasamtök, sem eru tiltölulega vel virt, hafa komið á framfæri röngum upplýsingum sem þau hafa fengið á Islandi. Auðvitað er þetta skemmdarstarf og menn ganga mjög langt í þessari andstöðu með þessum hætti.“ Sagði Halldór. HVORKI HALLDÓR NÉ JÓ- HANNES GEIR hafa hingað tii talist til öfgamanna í íslenskri þjóðmála- umræðu en framsóknarmenn eru langt í frá þeir einu sem hafa horn £ síðu umhverfisverndarsinna. Þekkt er hvernig Eiður Guðnason sendi- herra og fyrrverandi umhverfisráð- herra talar um Grænfriðunga og aðra þá sem hafa efast um ágæti þess að skjóta hval. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra talar hátt á ársfundum útvegsmanna og fær lófatak að launum. Við eigum bágt með að sjá hvers vegna íslenskir stjórnmálamenn kjósa að vera í Við eigum bágtmeð að sjá hvers vegna ís- lenskir stjórnmála- menn kjósa að vera í stríði við umhverfis- verndarsinna. Okkur finnst þeir ættu frekar að tala máli umhverf- isverndar og vera til stakrar fyrirmyndar í þeim málum. Fyrst og fremst stríði við umhverfisverndarsinna. Okkur finnst þeir ættu frekar að tala máh umhverfisverndar og vera til stakrar fyrirmyndar í þeim málum. MARGT AF ÞESSU BERGMÁLAR frá Bush-stjórninni í Bandaríkjun- um sem hefur látið þau boð út ganga til fótgönguliða sinna að allt sé í stakasta lagi í umhverfismálum heimsins. Fullyrðingar um minnkun regnskóganna, gróðurhúsaáhrif og lélegt andrúmsloft í stórborgum eru sagðar áróðursstarfsemi og til að sýna fram á rangindi þeirra draga repúblíkanar fram hávísindalegar skýrslur örfárra fræðimanna sem hafa þegið háa styrki frá olíufram- leiðendum. Það þykir okkur hæpinn málflutningur og vonum heitt og innilega að sú þjóð sem mengar mest í heiminum gangist undir al- þjóðlega samþykkta staðla um að koma böndum á mengun. Við von- um að peningar verði frekar settir í að bæta ástandið á þessum hnetti áður en milljarðarnir verða settir í að kanna nýja. ALLAVEGA, hér um helgina kom fram stjórnarformaður Landsvirkj- unar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, og fór mikinn í ræðustól á ársfundi. Ræðan vakti viðbrögð eins og hann hafði sjálfur búist við en það fá- heyrða gerðist nú að hann neyddist til að draga til baka hluta ræðunnar og biðjast afsökunar á því að hafa ekki strokað orðið „óprúttin" út úr skrifaðri útgáfu ræðu sinnar. Getur verið að hann hafi áttað sig á því að íslenskir ráðamenn þurfi að fara að vanda sig betur þegar þeir tala um umhverfismál og umhverfissamtök? Getur verið að Jóhannes Geir hafi þurft að draga í land því sjónarmið af því tagi sem hann hélt fram, hafi farið fyrir brjóstið á nýjasta sam- starfsfyrirtæki íslenskra stjómvalda? TÚcoa hefur lagt sig mikið ffarn á undanförnum misserum til að hafa góða ímynd. Fyrirtækið vill vera besta fyrirtæki í heimi og vill sýna ábyrgð gagnvart samfélögunum þar sem það vinnur. Þannig hafa Alcoa og Landsvirkjun nú ákveðið að ráð- ast í stórverkefhi á Austurlandi til að ala fólk upp í sjálfbærri þróun. Alcoa veit að þeim fjármunum verður illa varið ef það er augljóslega ódýrt pé- err-trikk til að búa til glansímynd. Alcoa veit að það er ekki hagstætt því að vera í slagtogi við menn sem vilja berja á umhverfissinnum. ÞAÐ FER FYRIR BRJÓSTIÐ á Jó- hannesi Geir og Halldóri Ásgríms- syni að sænsk verktakafyrirtæki hafi ákveðið að taka ekki þátt í Kára- hnjúkavirkjun. Það er billegt að ætla að kenna umhverfissamtökum um að við sitjum uppi með sóðafyrir- tækið Impregilo sem er rannsakað fyrir spillingu f Afríku og vill ekki borga skatta á íslandi. World Wildlife Fund Þessi ein þekktustu náttúruverndarsamtök í heimi eru þekkt fýrir merki sitt, pönduna. Samtökin vilja stoppa hnignun umverfisins á jörðinni og byggja ff amtíð þar sem menn geta lifað í samhljómi við náttúruna. Þau vilja: • vemda fjölbreytni lífríkis jarðarirmar • tryggja sjálíbæra nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda • berjast fyrir minnkandi mengun og neysluhegðun sem skaðar umhverBð. Samtökin vinna með herferðum um tiltekin málefni en einnig með því að hafa áhrif á stefnu stjómvalda, með því að fræða almenning og þjálfa fólk til að taka upp betri vinnubrögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.