Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRlL 2004 Fréttir DV Brotist inn í 20 biía Um helgina var tilkynnt um 20 innbrot eða tilraunir til innbrota í bifreiðar til lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni tókst þjófunum ekki ætlunarverk sitt í öllum tilvikum. Bíltæki, fatnaður og geisladiskar virðast ffeista þjófanna mest en einnig var nokkuð um að skemmdarverk væru unnin á bifreiðum. Haglabyssa í hrakningum Um helgina kom mað- ur inn á lögreglustöðina í Reykjavík með hagla- byssu í fórum sínum. Að sögn lögreglu hafði mað- urinn verið beðinn um að geyma gripinn fyrir kunn- ingja sinn fyrir nokkrum árum. Hann kvaðst hafa gert nokkrar tilraunir til að skila byssunni til eig- andans en án árangurs og því ákveðið að koma byssunni til lögregu. Lög- reglan segir að nokkuð hafi verið um að fólk skili byssum til hennar þar sem það treysti sér ekki til að hafa þær á heimilum sínum. Er vorið komið? Þóranna Pálsdóttir veðurfræö- ingur áVeðurstofu íslands „Vorið er komið í bili, en aldrei að vita hvað gerist síðar i vor. Það er kólnandi núna í augna- blikinu, en virðist vera nokkuð gott fram undan. Ekkert hret er sjáanlegt, heldur bara ágætis- veður. Það verður svalt í dag og nótt. Svo verður vætusamt og skýjað á Suðvesturlandi, en fremur hlýtt. En það er aldrei að vita hvað veðrið gerir. Núna eru hins vegar komin tvö ár í röð með alla mánuðiyfir meðallagi í hita." Hann segir / Hún segir „Ég hefþegar boðað að vorið sé komið. Það er auðvitað alltaf smekksatriði við hvað menn miða þegar spurt er hvort vorið sé komiö. Sumir miða við lóuna, aðrir við lund- ann og ég miða við það þegar menn geta byrjað að klóra í görðunum sínum. Þegar ég horfi heildræntyfir veðurlag næstu vikna er ég sannfærður um að veðurfariö muni styðja við þetta líka. Við erum í smákuldakasti núna og meg- um ekki ruglast á því, en eftir það er hlýnandi veður og mildir páskar, en frekarþung- búiðyfir." Sigurður Þ. Ragnarsson jarð- og veðurfræðingur Stefán Logi Sívarsson, síbrotamaður frá Skeljagranda, stórslasaði 16 ára dreng sem vildi kaupa hjá honum kókaín. Hann losnaði úr fangelsi í nóvember eftir að hafa fengið tveggja ára dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann á heimili sínu. Stefán á að baki fjölda tilefnislausra líkamsárása. Bræðurnir frá Skeljagranda Stefán Logi Sivarsson og bróðir hans börðu mann nærri til ólifis i ágúst 2002. i nóvember siðastHðnum slapp Stefán Logi úr fangelsi eftir aðhafa afplánað tvo þriðju af tveggja ára fangelsi. Skeljagrandabroðir stórslasaði ungling Stefán Logi Sívarsson, annar síbrotabræðranna frá Skelja- granda, barði 16 ára gamlan pilt með þeim afleiðingum að hann var hætt kominn á laugardaginn. Miltað í drengnum sprakk og hann hlaut innvortis blæðingar, eftir heimsókn hjá Stefáni Loga. Móðir drengsins segir það hafa verið áfall að frétta af árásinni. „Hann er svona hægt og sígandi að ná sér. Hann verður að liggja algjör- lega kyrr í 10 daga. Hann er mjög kvalinn, enda sprakk miltað í hon- um,“ segir hún. Móðirin kveðst ekki hafa vitað til þess að drengurinn væri í nokkru vinfengi við Stefán Loga. „Ég vissi bara að hann [Stefán] hefði verið brunandi um allan bæ bjóðandi kókaín. Ég held að sonur minn hafi farið þangað til að spyrja hann og hann bara rændi hann og barði," segir hún. Stefán Logi slapp úr fangelsi fyrir aðra stórbrotna líkamsárás i nóvem- ber síðastliðnum. Hann hafði þá af- plánað tvo þriðju Kluta tveggja ára refsidóms. Stefán Lógi og bróðir hans, Kristján Markús Sívarsson, hlutu dóm í maí í fyrra fyrir að höf- uðkúpubrjóta tvítugan mann á heimili sínu þannig að hann var nær dauða en lífi. Þeir báru manninn að „Ég held að sonur minn hafi farið þang- að til að spyrja hann og hann bara rændi hann og barði" göngustíg og reyndu að fela hann nærri Skeljagranda, þar sem þeir töldu hann látinn. Bræðurnir hafa stundað afbrot frá blautu barns- beini, en þeir eru synir síbrota- mannsins Sívars Sturlu Bragasonar sem hlotið hefur á annan tug refsi- dóma. Þegar þeir voru 11 og 12 ára gamlir gengu þeir í skrokk á ungri móður um miðjan dag á Eiðistorgi. Móðirin vildi vernda börn sín frá bræðrunum, en þeir höfðu þá stolið peningum frá börnum sem héldu tombólu og hrækt ítrekað á tombóluborðið. Árið 1997, þegar Stefán Logi var 16 ára, réðst hann á starfsmann Rauða ljónsins á Eiðistorgí sem var að loka staðnum, kýldi hann ítrekað og stal GSM-síma hans. Þeir réðust saman á mann á sextugsaldri við áramótabrennu á Ægisíðu 1998, frömdu saman sex innbrot og gengu saman í skrokk á manni í Hveragerði 23. aprfl 1998. Þá kýldi Stefán Logi mann á fimmtugsaldri við meðferð- arstofnunina Vog og braut í honum gervitönn. jontrausti@dv.is Vill komast í Heimsmetabók Guinness Blindur í kollhnís í Smáralind Bergvin Oddsson ætlar að reyna að komast í Heimsmetabók Guinnes með því að velta sér í koll- hnís í Smáralind á skírdag. Bergvin er 18 ára og hefur verið blindur í þrjú ár: „Ég fékk herpes-vírus í augun sem lagðist á augnbotnana og eftir það varð ég blindur. Þetta hefði get- að komið fyrir alla; hrein tilviljun," segir Bergvin, sem sér þó eilítið ljós þegar hann beitir augunum rétt. En kollhnísarnir í Smáralind eiga nú hug hans allan: „Ég er ekki að þessu til að safna fé fyrir góð málefni. Þetta er bara hugmynd sem við félagarnir feng- um og ætlum að láta verða að veru- leika. Við erum búnir að fara yfir skrárnar í Heimsmetabók Guinness og sjáum ekki að heimsmet í koll- hnísum sé til. Alla vega ekki hjá blindum," segir Bergvin, sem ætlar að rúlla sér í hringi Smáralind ásamt félaga sínum Matthíasi Braga Sig- Bergvin Oddsson Fyrsta blinda mann- eskjan sem reynir að slá heimsmet i kollhnis- um. urðssyni. Þeir bjóða alla velkomna til að fylgjast með: „Maður vill alltaf vera að gera eitthvað nýtt og ekki skrýtið því eft- ir að ég varð blindur er ég stöðugt að þjálfa mig við nýjar aðstæður. Allt er breytt og ég verð að aðlagast áður óþekktu umhverfi. Þetta eru endalausar æfingar og því ágætt að hvfla sig á verkefni eins og þessu - að velta sér í kollhnís í Smáralind," segir Bergvin. Tólf fíkniefnabrot komu til kasta Reykja- víkurlögreglunnar um helgina. Hentu dópi út um glugga bifreiðar Tólf fflcniefnabrot komu til kasta lögregl- unnar í Reykjavík um helgina. í flestum tflvik- um var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða. Meðal þeirra mála sem komu upp má nefna að snemma á laugardags- morgun var bifreið veitt eftirför í Vesturbænum en ökumaður neitaði að stöðva. Eftir nokkurn eltingarleik stöðvaði hann þó bifreiðina og lagði á flótta á hlaupum. Hann fannst þó skömmu síðar í húsagarði nærliggj- andi húss. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur en auk þess fundust á honum fíkni- efni. Rétt eftir miðnætti á sunnudag fór lögregla í íbúð í miðborginni eftir ábendingar um að þar væru seld fflcniefni. í íbúðinni fundust kannabisefiii og tæki tfl neyslu. Stuttu seinna var bifreið stöðvuð í Breiðholti. Þegar menn urðu lögreglu varir reyndu þeir að losa sig við fflcniefni út um glugga bOreiðarinnar. Lögreglan náði þó fíkniefnunum og við nánari rann- sókn fundust á mönnunum fölsuð skOrfki. Dóp Mikið var um eiturlyfl Reykjavik um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.