Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004
Fréttir DV
Varðskip tók
togara
Varðskip stóð togara að
meintum ólöglegum veið-
um í gær og vísaði skipinu
til hafnar. Löggæslumenn á
varðskipinu mældu
möskvastærð poka botn-
vörpu togarans og reyndust
möskvarnir of þéttriðnir.
Togarinn var að karfaveið-
um með fiskibotnvörpu.
Sýslumaðurinn á Seyðis-
firði hefur málið til rann-
sóknar.
Kosningar
boðaðará
Haítí
Þingkosningar verða
haldnar á Haítí á næsta ári
eftir því sem
Gerard
Latortue for-
sætisráðherra
landsins sagði
á blaða-
mannafundi í
gær. Eins og kunnugt er var
ástandið á Haítí í uppnámi
fyrri hluta þessa árs vegna
uppreisnar sem endaði
með því að forseti landsins
flúði land. Nú hafa stjórn-
málaflokkar og fulltrúar fé-
lagasamtaka komist að nið-
urstöðu um að halda kosn-
ingar á næsta ári.
Átak gegn
hryðjuverkum
Yfirmaður lögreglunnar
f New York segir að nú sé
verið að undirbúa
átak til að verja
járnbrautir og
strætisvagna borg-
arinnar fyrir árás-
um hryðjuverka-
manna. Þegar
átakið verður kom-
ið á fullt verða alls
um 2.800 lögreglumenn í
eftirliti samgöngutækja og
verður aðallega fylgst með
neðanjarðarlestarkerfi
borgarinnar. Þá verða
skyndikannanir gerðar í
lestum og á lestarstöðvum.
Einnig verða símalínur
opnaðar þar sem glöggir
farþegar geta tilkynnt
grunsamlegt athæfi.
Jóhannesdóttir
„Þaö liggur á að breyta ákvæði
skaðabótalaga þar sem kveðið
ernúá um fáránlega útreikni-
reglu sem stórlega skerðir dán-
arbætur fyrir missi fullfrísks
framfær-
Hvað liggur á?
anda/'segir
Ásta R.Jóhannesdóttir þing-
maður, sem vill breyta skaða-
bótalögum og hefurlagt fram
þingsályktunartillögu í þvl
skyni.,,1 tilfellum þarsem fram-
færandi deyr í vinnuslysi gerir
reglan ráð fyrir að draga frá
bótum greiðslursem hann
hefði fengið sem 100% öryrki
hefði viðkomandi lifað. Þetta er
stórgallað kerfisem þarfað
breyta sem allra fyrst, svo fólk
llði ekki fyrir svona lagasetn-
ingu."
Mikill urgur er vegna úrslitanna í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól-
anna, en mörgum sýnist sem Stefán Pálsson dómari hafi ekki gætt nægrar ná-
kvæmni. Niðurstaðan var sú að í raun voru tvö stig höfð af Borghyltingum sem
máttu bíta í það súra epli að sjá á eftir „hljóðnemanum“ í hendur Versló.
Hefðbundinn Gettu
betur skandall
Stefán Pálsson Heldur uppi harðri málsvörn
og þykirþetta mál með fiðluna leiðinlegt
gagnvart þeim sem unnu i keppninni. Verið
sé að varpa rýrð á þeirra sigur.
„Þetta er vitlaust. Auðvitað er rétta svarið fiðla. Konsertmeistari
leikur á fiðlu. Það er ekki til neitt hljóðfæri sem heitir 1. fiðla,"
segir Sigrún Eðvaldsdóttir en hún er konsertmeistari Sinfóníu-
hljómsveitar íslands ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur.
Borghyltingar Sjálfir liðsmennirnir eru furðurólegir þó vissulega sé þetta svekkjandi. En þeir
gera ekki ráð fyrir aðgripið verði til aðgerða.
Lið Verzlunarskóla fslands Þeim ernú legið á hálsi að hafa unnið Gettu betur ómaklega.
Símalínur í Borgarholtsskóla hafa
verið rauðglóandi og fólk hefur komið
þar á framfæri ábendingum þess efn-
is að höfð hafi verið stig af skólanum í
úrslitaviðureigninni í Gettu betur -
spumingakeppni framhaldsskólanna.
Þar áttust við í æsispennandi viður-
eign BorgarholtsskóÚ og Verzlunar-
skóli íslands. Spurt var um hljóðfæri
það sem konsertmeistari í sinfómu-
hljómsveit léki á og sögðu Borghylt-
ingar fiðla. Svarið sem dómari var að
fiska eftir var 1. fiðla og fengu þeir því
ekki stigið sem þá svo sárlega vantaði
því Versló náði að merja leikinn í
bráðabana og sigmðu svo þar.
Fólk sem ekkert veit um klassík
„Þetta er náttúrlega bara brand-
ari,“ segir Sigrún en sjálf var hún um
hríð í Fjölbraut í Garðabæ áður en
hún flaug utan til náms. Hún á því
ekki hagsmuna að gæta í þeim skifn-
ingi. „Ég skil misskilninginn þegar fólk
veit ekkert um klassíska tónlist." Önn-
ur ábending varðar spumingu um
hvar Sing Sing-fangelsi sé. Verslunar-
skólinn svaraði í New York en réttara
er að segja fangelsið fræga í New York-
fylki því ekki er það í borginni sjálfri.
MikiU hiti er vegna málsins og Gunn-
laugur B. Ólafsson raungreinakennari
við Borgarholtsskóla staðfestir það og
spyr: „Þarna em tvö atriði sem gefa
tvö stig og dómari meðhöndlar það á
umdeilanlegan hátt. Annað má segja
að Versló fái stig fyrir vitlausa spirni-
ingu, en í hinu tilfellinu fær Borgar-
holtsskóli ekki stig fyrir rétt svar. Nú
spyr maður sig: Er keppnin ekki farin
að skipta skólana það miklu máli með
öllu því tilstandi og undirbúningi sem
þarf til, þannig að úrslitin megi ekki
ráðast af röngum forsendum eða
spumingum?"
Úrskurðarvald dómara endan-
legt
Aðstoðarskólameistari Borgar-
holtsskóla er Bryndís Sigurjónsdóttir:
„Það hefúr verið gríðarlega mikið í
okkur hringt vegna þess. Ég þori ekki
að segja til um hvort við grípum til
einhverra aðgerða eða förum í kæm-
mál. Varla og í það minnsta ekki fyrr
en alveg er fyrirliggjandi að þama
hafi verið farið rangt með.“
Bryndís segir að afar erfitt
hafi verið að meta þetta í
hita leiksins. Ilún hefur
sett sig í samband
viðRÚV
„Fastneglt er fyrír-
fram hvaða svör
menn vilja fá fram.
Og ræðurþarengu
hvort umer að ræða
litla krúttlega liðið
eða stóri Ijóti mamm-
onsskólinn
og rætt málið við Andrés Indriðason
sem ffamleiðir þættina. „Mörgum
finnst þetta ekki rétt. Og ef þeir hefðu
fengið rétt fyrir þessa fiðluspumingu
hefði ekki komið til bráðabana og þeir
unnið. Mér sýnist þama vera um óná-
kvæmni að ræða. En þetta er náttúr-
lega leikur og þetta er búið,“ segir
Bryndís og veit vart í hvom fótinn hún
á að stíga. Telur ólíklegt þó að gripið
verði til sérstakra aðgerða vegna
þessa.
Andrés Indriðason vísar málinu
hins vegar alfarið til dómarans og
spumingahöfundarins Stefáns Páls-
sonar. „Já, við Bryndís áttum saman,
afskaplega ánægjulegt spjall," segir
Andrés. „Hún sagði mér að nokkrir
hefðu haft samband vegna þessa. En
úrskurðarvald dómara er endanlegt.
Stefán dæmir þetta svona og þá skal
það rétt vera. Þeim dómi verður ekki
haggað eftir á.“
Nemendur svekktir en rólegir
Nemendur Borgarholtsskóla em
furðulega rólegir vegna þessa máls.
Valgeir Ragnarsson heitir formaður
nemendafélagsins og hann segir fé-
lagið sem slíkt ekkert ætla að aðhafast
í þessum máli. „Þetta var auðvitað
mjög sárt. En svona er þetta.
Við nennum ekki að
standa í þessu."
Og í sama streng
tekur fyrirliðinn
Steinþór Amsteins-
son. „Keppnin er
búin. Þetta er bara
leikur. Dómarar gera
mistök. Ég kýs frekar
að svekkja
mig á
spum-
ing-
um sem ég svaraði vitíaust en átti að
vita svarið við." Steinþór bendir þó á
að svekkjandi hafi verið að þetta
skyldi vera í beinni útsendingu þannig
að ekki var hægt að ganga úr skugga
um að þetta stæðist. Hann bendir á
atvik sem átti sér stað í viðureign MR
og MH. Sá þáttur var tekinn upp fyrir-
fram og þá var einfaldlega keppnin
stöðvuð og gengið úr skugga um hið
rétta." Þá var einmitt spurt út í hljóð-
færi þannig að ekki virðist Stefán Páls-
son vera á heimavelli þegar þau em
annars vegar.
Málsvörn dómarans
„Merkilegt að fólk haldi það að ég
telji að til séu tvö aðskilin hljóðfæri
sem heita 1. fiðla og 2. fiðla," segir
Stefán Pálsson dómari og spuminga-
höfundur. Hann segir algerlega fyrir-
liggjandi að verið var að fiska eftir
stöðunni sem konsertmeistari gegnir
en ekki verið að spyrja út í hljóðfærið
sem slíkt. Stefán segir að ekki þurfi
annað en fara á heimasíðu Sinfómu-
ltíjómsveitar íslands og þar komi hin
skýra goggunarröð vel ffam. Þetta sé
spurning um virðingarstöðuna 1.
fiðlu. Spumingin var að sögn Stefáns
svohljóðandi: „Hvaða hljóðfæraleik-
ari í Sinfóníuhljómsveit nefriist
konsertmeistari?“
Stefán segir þetta nánast árvissan
viðburð að allt fari í háaloft vegna
spumingakeppninnar. „Regla frekar
en undantekning að menn rjúki upp
eftir keppnina. Að hluta til er það
vegna þess að fólk hefur gaman af því
að vera klókari en dómarinn. Liðin
em oft spakari. Mér finnst þetta leið-
inlegt gagnvart þeim sem vinna í
keppninni. Verið að varpa rýrð á
þeirra sigur. Og frekar þykir mér
þetta furðulegt mál með þessa
blessuðu fiðlu,“ segir Stefán full-
viss um að Sinfóníufólkið sem
ólmast láti prívatafstöðu stjórna
geði sínu.
Krúttlega liðið gegn stóra
Ijóta mammonsskólanum
„011 þjóðin, utan þeirra sem tengj-
ast Verzlunarskólanum, hélt með
Borgarholtsskóla," segir Stefán og
Steinþór Arnsteinsson Segir verst að
þetta hafi verið I beinni útsendingu og ekki
hægt að ganga úrskugga um hvers lags var.
„En þetta er búið. Þetta er bara leikur."
nefnir að þeir Borghyltingar hafi verið
ákaflega viðkunnalegir drengir. „Auð-
vitað má dómari ekki halda með
neinu liði en það má alveg koma fram
að Versló hefur aldrei verið uppá-
haldsskólinn minn. Fastneglt er fýiir-
fram hvaða svör menn vilja fá fram.
Og ræður þar engu hvort um er að
ræða litía krúttíega liðið eða stóri ljótí
mammonsskólinn. “
Stefán játar að nokkuð klúður liggi
í spumingunni um Sing Sing og borg-
ina sem það ffæga fangelsi er í. „En
það er nú eins og með frelsisstyttuna
og sem í raun er ekld í New York held-
ur New Jersey. Sem sagt ekki í borg-
inni sjálfri. En það er rétt, þetta er
ónákvæmni. Óhjákvæmilega slæðast
inn smávillur og ónákvæmni þó
margir lesi yfir."
Stefán segir úrslitin standa. „Ég
játa að í sumum fyrri umferðum gerði
ég mistök sem ekki skiptu máli hvað
úrslitin varðar. Og ég hef ekki orðið
var við annað en þetta hafi mælst vel
fyrir. Nú er ég að fara að fá mér kaffi
eða bjór með Borgarholtsskólaliðinu
á eftir og gef meira fyrir álit þeirra en
annarra. Og þeir em rólegir. Það er
aðalmálið. Verslingamir unnu þetta
vegna þess að þeir vom aggressívari.
Borgarhyltingar eiga þess kost að
verða með óbreytt lið að ári og ættu
að beina kröftunum að þeirri
keppni."
jakob@dv.is