Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Side 10
7 0 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 Fréttir DV Þekktu þjóf- inn þremur vikum síðar Um helgina var upplýst- ur þjófnaður á sígarettum í matvöruverslun í austur- borginni frá því fyrir þrem- ur vikum síðan. Þá var kassa af sígarettulengjum stolið úr versluninni. Ör- yggismyndavél náði mynd- um af þjófnum og er hann mætti sl. föstudag til að kaupa í matinn þekkti starfsfólk verslunarinnar hann. Lét það lögregluna vita að gaurinn var mættur aftur. Fékk þjófurinn svo far upp á lögreglustöð þar sem hann játaði brot sitt. Guðrún Ögmundsdóttir lagði fram fyrirspurn um fjölda tilkynninga til barna- verndarnefnda landsins. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, svaraði því til að 4.665 tilkynningar hefðu borist 2002. Guðrún segir það benda til að íslensk yfirvöld standi sig þokkalega á vaktinni. Guðrún Ögmundsdóttir „Ég kýsa að lita jákvæðum augum á þessar tölur og þá aukningu tilkynninga sem eg hygg ad sé að eiga sér stað, þvi mér sýnist fólk vera meira vakandi en áður og þá er frekar hægt að hjálpa börnunum fyrr," segir Guðrún. Baðkari stolið Töluvert var um innbrot á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Meðal þeirra inn- brota sem til- kynnt voru til lögreglu má nefna að úr ný- byggingu í Graf- arvogi var stolið baðkari, veltisög og fleiru. Þá fór bíræfinn þjófur inn í skrifstofuhúsnæði í austur- borginni og stal þaðan far- tölvu, farsímum og fleiru eftir að starfsfólkið hafði brugðið sér frá til að borða hádegismat sinn. forstjóri Landsvirkjunar Þykir lipur í samskiptum og góður diplómat. Þá er hann einnig Ijallmyndarlegur og gat sótt töluvert fylgi meöal sjálfstæðiskvenna sökum þessa. Raunar gátu margar þeirra vart haldið vatni af hrifningu yfir honum. Hann á einnig gott með að koma fyrir sig orði í ræðu og riti. mál á dag Á árinu 2002 bárust barnaverndarnefndum landsins alls 4.665 tilkynningar um slæman eða ónógan aðbúnað barna en það samsvarar tæplega 13 tilkynningum hvern einasta dag ársins. 4.655 tilkynningar til barnaverndarnefnda Þetta kom fram i svari sem félagsmálaráð- herra lagði fram ígær við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur Samfylkingu um barnavernd. Þetta kom fram í svari sem félags- málaráðherra lagði fram í gær við fyrirspurn Guðrúnar ögmundsdótt- ur Samfylkingu um barnavernd. „Ég kýs að líta jákvæðum augum á þess- ar tölur og þá aukningu tilkynninga sem ég hygg að sé að eiga sér stað, því mér sýnist fólk vera meira vak- andi en áður og þá er frekar hægt að hjálpa börnunum fyrr," segir Guð- rún um svörin. Flest tilvikin smávægileg Guðrún segist telja að enn skorti nokkuð á að leikskólarnir tilkynni til barnaverndamefnda, enda mikil- vægt að sem fyrst sé gripið inn í slæman eða ónógan aðbúnað barna. „Að öðru leyti sýnist mér að við séum að standa okkur þokkalega á vaktinni." Árni Vigfússon í forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík segir að töl- urnar séu alis ekki dl marks um eitt- hvað ófremdarástand. „Það verður að hafa í huga að okkur ber skylda til að dlkynna bæði stórt og smátt til barnaverndarnefnda og því em inni í þessum tölum t.d. tilkynningar vegna barna sem brotið hafa útivist- artíma eða tekið sælgæti óffjálsri hendi úr sjoppu. í lunganu af þess- um málum er um smávægileg atvik að ræða þar sem aðgerðir barna- verndaryfirvalda eru ólíklegar. Ég hef ekki gögnin tiltæk en mín tilfinn- ing er sú að alvarlegri tilvikum fari ekki fjölgandi. Það hefur að minnsta kosd ekki verið umræða um slíka þróun," segirÁrni. Fimmta hvert barn spurt Fái barnaverndarnefhd rök- studdan grun um að lfkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska ged verið hætta búin sökum ffamferðis, vanrækslu eða vanhæfni foreldra eða að barn stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni, er nefndinni skylt að kanna málið án tafar. Nefndin skal hafa það að mark- miði að afla sem gleggstra upplýs- inga um hagi barns sem í hlut á og getur í því skyni leitað aðstoðar sér- fræðinga. Foreldrum er gerð grein fyrir því að tilkynning hafi borist og að könnun sé að hefjast. Algengast er að byrjað sé að ræða við foreldra og barnið sjálft hafi það aldur og þroska til. Árið 2002 var leitað efrir upplýsingum hjá barninu sjálfu í 21% tilvika. fridrik@dv.is 4.665 TILKYNNINGAR ÁRIÐ 2002 HVAÐ VAR VERIÐ AÐ TILKYNNA? 2.370 frá lögreglu. 1.440 vegna gruns um afbrot barns. 508 frá öðru foreldrinu. 726 vegna gruns um vanrækslu barns. 395 frá nágrönnum. 582 vegna gruns um áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra. 394 frá skóla, sérfræöiþjónustu skóla, fræðslu- eða skólaskrifstofu. 441 vegna gruns um áfengis- og vímuefnaneyslu barns. 258 frá lækni, heilsugæslu eða sjúkrahúsi. 240 vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gegn barni. 41 frá barninu ,ialfu 211 vegna hegðunarerfiðleika og tengslaröskunar barns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.