Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 Fréttir DV Létta búsið í búðirnar Nokkrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Fram- sóknarflokki og Samfylkingunni hafa lagt fram frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir að einkasala ÁTVR með annað áfengi en sterkt áfengi verði aflögð. Með sterku áfengi er yf- irleitt átt við áfengi með meiri vínandastyrk en 22%. Leggja flutningsmenn til að aðrir en ríkið fái að sjá um smásölu léttvíns og bjórs eins og á öðrum sviðum en ekki er um að ræða breyt- ingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkis- ins á þessu sviði. Berfætturá nærbuxum Lögreglan í Reykjavík var kölluð út að veitinga- stað í miðborginni að- faranótt laugardagsins vegna sérkennilegrar hegðunar manns á staðnum. Var hann ber- fættur og á nærbuxun- um einum fata og angr- aði gesti. Hann fékk lög- reglufylgd út af staðnum en náði þá að bera kyn- færi sín fyrir gestum og gangandi. Hann var fluttur á lögreglustöð og fékk næturgistingu í fangageymslu. Afsláttarsjó- mönnum fækkar Samkvæmt svari Geirs Haarde fjármála- ráðherra við fyrir- spurn Marðar Árnasonar hefur þeim sem njóta sjómannaafsláttar af skatti fækkað undanfarin ár, eða úrrúmlega 11 þús- und árið 1994 í rúmlega 8.800 árið 2002. Þetta er 21% fækkun á átta árum. f ónlistarmaður „Ég er nú bara nýlentur hérna á Keflavíkurflugvelli; varað koma frá París og er á leiðinni heim til Isafjarðar," segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktursem tónlistarmaður- inn Mugison.yið héldum þarna tónleika, ég, Trabantog Emillana Torrini. Það var ótrú- legt að upplifa Parls. Kærastan var Landsíminn mérog ég held að efmaður er ást- fanginn þá sé París staðurinn. Manni dettur I hug allar þess- ar klisjur sem maður sér I bíó- myndunum og kemst að þvl að þær eru allar sannar. Nú fer ég vestur I fyrramálið og byrja aö undirbúa listahátíð sem hefstá laugardaginn. Ætli fyrsta verkið verði ekki að þrlfa frystihúsið þar sem hátlðin mun fara fram." Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar krefur Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra svara um hvað hún ætli að gera við vandamálið Jóhannes Geir Sigur- geirsson stjórnarformann Landsvirkjunar. Jóhannes á pnkann sinn aötaka „Þetta voru mjög vanhugsuð ummæli afhans hálfu." Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra Svarar ekki skilaboðum. Hafni telur sér skylt að vernda unga dóttur sína Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar segir að ummæli Jó- hannesar Geirs Sigurgeirssonar stjórnarformanns Landsvirkjun- ar séu aumkunarverð og hafi skaðað fyrirtækið. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra verði að svara því hvort Jóhannes eigi að halda starfi sínu sem stjórnarformaður. Reykjavíkurborg er nærststærsti eigandi Landsvirkjunar með 45% eignaraðild. Álfheiður Ingadóttir fulltrúi Reykjavíkurlistans í stjórn Landsvirkjunar segir að sér þyki miður að að Jóhannes hafi ekki gengið hreinna til verks við að draga ummæli sín til baka. Hins vegar megi benda á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes skaðar ímynd Landsvirkjunar með óheppilegum yfirlýsingum. Valgerður Sverrisdótt- ir svaraði ekki skilaboðum DV um málið í gær. Ekki dugir að klóra í bakkann Kolbrún Halldórsdóttir þing- maður Samfylkingarinnar fjallar um málið á vefsíðu sinni. Þar segir m.a.: „Ummæli stjórnarformanns Lands- virkjunar á samráðsfundi fyrirtækis- ins sl. föstudag hafa dregið dilk á eft- ir sér og skyldi engan undra. Um- mælin, sem fólu í ilHfcs sér lágkúruleg- ar ásakanir á l hendur nátt- j úruverndar- | samtökum ! og öðrum ' andstæðing- um stórfram- kvæmdanna norðan Vatna- jökuls, fólu í sér að þessir aðilar gætu sjálfum sér um kennt að einungis skyldi hafa borist eitt tilboð í byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Þar með ættu þess- ir aðilar ekkert með það að gagnrýna framgöngu þessa fyrirtækis, sem eins og alþjóð veit, hefur átt í stans- lausum útistöðum við opinbera eft- irlistaðila og samtök launafólks vegna meintra brota á vinnulöggjöf. Ótal ávirðingar hafa komið upp á yf- irborðið en engar þeirra hafa komið sérstaklega á óvart þar sem saga fyr- irtækisins gefur til kynna að alls þessa hefði mátt vænta." Álfheiður Ingadóttir segir að það dugi ekki að Jóhannes reyni að klóra í bakkann en málið sé á borði iðnað- arráðherra enda situr Jóhannes í umboði ráðherrans sem stjórnarfor- maður. Árni Þór segir að iðnaðarráðherra verði að svara því hvort hún telji Jó- hannes Geir heppilegan mann til að gegna starfi stjórnarformanns Landsvirkjunar. „Þetta voru mjög vanhugsuð ummæli af hans hálftt," segir Árni þór. Jóhannes Geir Sigurgeirsson Ummæli hans hafa vakið hörð viðbrögð. Ekki í fyrsta sinn Kolbrún segir að þetta sé raunar ekki í fyrsta sinn sem framganga stjórnarformannsins í málefnum Kárahnjúkavirkjunar veki harkaleg viðbrögð. Þannig er þess skemmst að minnast að þingmenn á Alþingi gerðu athugasemdir við ummæli hans um nafngreinda vísindamenn, sem hann taldi nánast tilbúna til að fórna starfsheiðri sínum í pólitísk- 9 Árni Þór Sigurðsson forseti Álfheiður Ingadóttir full- Kolbrún Halldórsdóttir borgarstjórnar Iðnaðarráð- trúi í stjórn Landsvirkj- þingmaður Ekki í fyrsta sinn ^herra verður að svara þvi hvort unnar Miður að Jóhannes dró sem orð Jóhannesar vekja ýhannes haldi starfi sinu. ekki ummæli sin betur til baka. hörð viðbrögð. um tilgangi, eða til að koma í veg fyr- ir tilteknar framkvæmdir á hálendi íslands. í útvarpsviðtali í byrjun des- ember gekk hann svo langt að segja það ganga gegn lýðræði í landinu að umhverfisverndarsamtök og um- hverfisverndarsinnað fólk héldi fram skoðunum sínum eftir að Al- þingi hefði veitt heimild til tiltek- inna framkvæmda og taldi það sér- staklega ámælisvert að upplýsa um gang mála hér á landi við erlenda aðila. Þannig má sjá að skoðanir þær sem stjórnarformaðurinn hafði uppi í ræðu sinni sl. föstudag eru ekki nýj- ar af nálinni, hann hefur látið þær í ljósi áður og ekkert bendir til að þær hafi breyst. fri@dv.is Heyrnarlausir ekki um borð Heyrnarlaus Breti er orðinn langþreyttur á flugfélaginu Ea- syjet en honum hefur í tvígang verið að meinað að fljúga með félaginu. Fyrir rúmri viku bað fé- lagið manninn, sem heitir Steve McKenna, afsökunar á að hafa meinað honum og tíu öðrum heyrnarlausum að fljúga með fé- laginu í desember sl. Rök félags- ins voru þau að heyrnarlausir gætu ekki skilið öryggisleiðbein- ingar - jafnvel þótt þeir væru með túlk sér við hlið. McKenna fagnaði afsökunarbeiðninni en þegar hann hugðist fljúga með félaginu nú um helgina endurtók sagan sig. Farþegar máttu bíða í 45 mínútur meðan McKenna fékk starfsmenn félagsins til að taka sönsum. Barnsfaðirinn ræður Örn Clausen lögmann „Ég kem til með að vernda unga dóttur mína eins og mér ber. Eins og staðan er í dag hefur barnsfaðir dóttur minnar fyrirgert rétti sínum til að þess koma inn á heimilið," seg- ir Hafni Rafnsson faðir móðurinnar ungu sem DV ræddi við fyrir helgi. Eins og fram kom í fréttum DV í gær urðu foreldrar stúlkunnar að senda hana á brott með barnið á föstudag. Barnsfaðir hennar við fimmta mann gerði aðsúg að húsinu þar sem hann gerði kröfu um að fá að sjá dóttur sína. „Framkomu hans er ekki hægt að líða enda vann hann skemmdarverk á húsinu okkar og kastaði meira að segja reiðhjóli inn um gluggann," segir Hafni. Hafni vill árétta það sem haft er eftir honum í blaðinu á laugardag um misnotkun. „Ég kærði hann fyrir að notfæra sér ungan aldur dóttur minnar en ekki kynferðislega mis- Örn Clausen Barnsfaðir ungu móðurinnar hefur ráðið Örn Clausen sem lögmann sinn. notkun. Ég veit ekki hvað því máli líður hjá lögreglunni," segir Hafni sem telur sér skylt að vernda unga dóttur sína. Kristófer Már Gunnarsson, barnsfaðirinn ungi, vildi sem minnst um málið segja þegar eftir því var leitað. Hann tók fram að hann væri ekki búinn að segja sitt síðasta og myndi ekki láta bjóða sér það að fá ekki að umgangast dóttur sína eðlilega. Hann hefur nú ráðið Örn Clausen lögfræðing sér til full- tingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.