Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 13
Stal farsímum
meðfölsuðum
pappírum
Síödegis á laugardag
reyndi maður að svíkja vör-
ur út úr raftækjaversl-
un með því að fram-
vísa falsaðri beiðni
frá fyrirtæki. Sam-
kvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni í
Reykjavík tókst
manninum að
svíkja út fjóra far-
síma og komast á
brott með þá áður
en svikin komust upp.
Eftirgrennslan leiddi í ljós
að maðurinn sem hér um
ræðir er góðkunningi lög-
reglunnar og var hann
handtekinn stuttu síðar.
Hundur glefs-
aði hárlokk af
stúlku
Um miðjan dag á
sunnudag var tilkynnt
um lausan hund í Mos-
fellsbæ. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu
mun hundurinn hafa
ráðist á stúlku að leik og
glefsað í hana þannig að
hárlokkur losnaði af
höfði hennar. Hundur-
inn fannst eftir nokkra
leit og var farið með
hann á hundahótel. Á
sunnudagskvöld var síð-
an tilkynnt um slys á
bami á leiksvæði í Breið-
holti. Barnið hafði verið
að róla sér þegar rólan
slitnaði og brotnaði tönn
í barninu við það.
Nebraska er eina ríki Bandaríkjanna sem tekur menn af lífi einungis í rafmagns-
stólnum. Níu önnur ríki brúka stólinn ennþá en þar hafa fangar einnig val um að fá
eitursprautu. Enn á ný hefur aðferðinni við að deyða fanga með rafstuði verið breytt.
Eitt lanpt patstuð í
stað fjögurra stuttra
Yfirvöld í Nebraska hafa ákveðið að dauðadæmdir fangar fái nú
eitt 15 sekúndna langt rafstuð í stað fjögurra stuttra áður. Þessi
breyting er gerð í kjölfar mikillar gagnrýni á að rafmagnsstóllinn
skuli almennt notaður til að taka fólk af lífi. Nebraska er eina rík-
ið í Bandaríkjunum þar sem allar aftökur fara fram í rafmagns-
stólnum - flest önnur ríki þar sem dauðarefsingar eru við lýði
nota eitursprautur.
Yfirmaður dómsmála í Nebr-
aska, Jon Bruning, er ánægður með
breytinguna þótt hann viðurkenni
að til séu mannúðlegri aðferðir við
að taka fólk af lífi. „Við látum til
dæmis svæfa gæludýrin okkar, við
gefúm þeim ekki raflost,“ sagði
Bruning um málið.
Það voru lögmenn nokkurra
fanga sem dvelja á dauðadeild sem
kröfðust þess að aðferðum yrði
breytt. Ekki þykir lfklegt að íög-
mennirnir sætti sig við þessa breyt-
ingu því þeirra krafa var að raf-
magnsstólnum yrði skipt út fyrir
mannúðlegri aðferðir, svo sem eit-
ursprautu sem gefm er á eftir ró-
andi lyfl.
Sérfræðingar halda því líka fram
að fimmtán sekúndna rafstuð geti
verið ávísun á að eldur kvikni í fang-
anum og hann brennist illa. Það var
einmitt ástæða þess að fjögurra raf-
stuða aðferðin var tekin upp árið
1990 en þá kviknaði í höfði manns
sem verið var að taka af lífi. Tíu ríki
Bandaríkjanna leyfa notkun raf-
magnsstólsins ef fangar fara fram á
það. Eitursprauta er langalgengasta
aðferðin sem beitt er en í nokkrum
ríkjum er enn í lögum að beita megi
hengingu, gasklefa eða aftökusveit.
Rúmlega 100 þjóðlönd hafa á
undanförnum árum afnumið
dauðarefsingar en á sama tíma hef-
ur dauðarefsingum frekar fjölgað í
Bandaríkjunum en hitt. Það sem af
er þessu ári hefur 21 verið tekinn af
lífi en alls eru 3.300 fangar á dauða-
deild. Dauðarefsingar eru við lýði í
38 ríkjum Bandaríkjanna; tólf ríki
beita þeim ekki. í 24 ríkjum er leyft
að dæma fólk til dauða fyrir glæpi
sem það framdi undir 18 ára aldri.
Rafmagnsstóll Dauðadæmdir fangar í
Nebraska fá eftirleiðis fimmtán sekúndna
rafstuð. Það er afsumum talið ávísun á að
það kvikni I viðkomandi.
Fjailahjól
verð frá kr. 23.655 stgr.
GIANT Ál stell
frá kr. 29.925 stgr.
Lyftingabekkur
og lóð.
Bekkur með
fótaæfingum
og 50 kg lóðasetti.
Tilboð kr. 19.855 stgr.
QÆ
TM» »•» eeor 1«
Carving skíði
og skíðafatnaður
30% stgr.afsláttur.
Can/ing pakkar.
Tilboð frá kr. 27.900
Femtingargjafír
sem hitta íMARK
Afsláttínn strax við staðgreiðslu 5%
Snjóbretti bSCOTTUSA
Brettaskór .
Bindingar A
Gleraugu TsyWASrAJi
Hanskar
Snjóbrettafatnaður
30 % stgr. afsláttur.
Brettapakkar frá kr. 29.900 stgr.
Lfnuskautar
Verð frá
kr. 10.355 stgr.
Úrval af hlifum
og hjálmum.
Boxpúðar
frá kr. 11.305 stgr.
Boxdropar,
Speedballs
Hanskar.
Billiardborð
Pool
Snooker
Staarðir 4, 5 og
6 fet..
Verð frá
kr. 15.105 stgr.
Heilt golfsett m/poka
frá kr. 23.655 stgr.
Kerrur frá kr, 3.990 stgr.
Mikið úrval af golfvörum.
Alvöru fótboltaspil
Vönduðstöðug borð, 2-8 geta leikið í einu.
Verð frá kr. 11.210 stgr.
A14RKIÐ
Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni
Varahluta- og viðgerðarþjónusta
Verslið þar sem þjónustan er. -m
www.markid.is • Sími; 553 5320 • Ármúla 40