Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRlL 2004
Fréttir DV
Norskur
lögreglu-
maðurféll
Bankaræningjar, klædd-
ir skotheldum vestum og
með gasgrímur, skutu
norskan lögreglumann til
bana í Stavanger í gær.
Bankaránið átti sér stað í
Norsk Kontantservice en
það er peningafjárhirsla í
eigu átta norskra banka. Að
sögn skutu ræningjarnir
mörgum skotum að lög-
reglunni áður en þeir lögðu
á flótta. Ránið er sagt eitt
það umfangsmesta í
norskri glæpasögu og var
gríðarlega vel skipulagt.
Ræningjarnir voru átta tals-
ins og höfðu þeir ekki fund-
ist þegar DV fór í prentun í
gærkvöld.
Læknir í
plati stóð
sig vel
Norskur læknastúd-
ent sem starfaði sem
fuUgiidur læknir í bæn-
um Torsby í Svíþjóð um
tveggja ára skeið þykir
hafa staðið sig með af-
brigðum vel. Læknanem-
inn átti að baki nám í
læknisfræði í Póllandi án
þess að ljúka prófi. Hann
sinnti um 1.200 sjúkling-
um á tímabilinu og að
sögn yfirlæknis var hann
„ekki slæmur læknir".
Ungi maðurinn sinnti
minni háttar aðgerðum
og þótti afar kurteis við
sjúklinga. Búið er að fara
yfir sjúkraskýrslur hans
og kom f ljós að ferillinn
er flekklaus. Honum hef-
ur þrátt fyrir það verið
tjáð að nú skuli hann
ljúka prófi.
Hundurí
refagildru
Hundaeigandi tilkynnti
lögreglunni í Keflavík að
hundur hans hefði fest sig í
refagildru á laugardaginn.
Maðurinn var á gangi með
hund sinn í Sandvík fyrir
viku síðan þegar hundur-
inn festi fót í uppspenntri
gildrunni. Hann skrámaðist
á fæti en meiddist ekki al-
varlega. Gildrur sem þessi
eru ólöglegar en hún var
sennilega ætluð til refa-
veiða en ekki hundaveiða.
Poirot í
tölvuleik
Nýir tölvuleikir þar sem
glæpasögur Agöthu Christie
eru uppistaðan líta brátt
dagsins ljós. Leikendur
verða í hlutverki Hercule
Poirot og Miss Marple og
þurfa að leysa flókin glæpa-
mál. Bamabam Christie,
Mathew Prichard, gaf leyfi
fyrir útgáfunni með þeim
orðum að amma sín hefði
alltaf viljað leita nýrra leiða
til að ná til almennings.
Agatha Christie lést árið
1976 og hafði þá skrifað 79
skáldsögur. Bækur Agöthu
hafa selst í þúsundum
milljóna eintaka og einungis
Biblí'an og skáldverk Shake-
speares hafa selst betur.
Jón Ingi Gíslason einn eigenda Ara á Ögri dvelur löngum í húsi sem hann á ásamt
öðrum í Dómíniska lýðveldinu og drepur þar tímann með óvenjulegu áhugamáli.
Jón Ingi á einnig jörð austur í Biskupstungum en þar stundar hann hestamennsku
á sumrin.
Ræktar bardagahana
í Dóminíska lýdveldinu
Jón Ingi Gíslason, einn eigenda Ara í Ögri, á sér óvenjulegt
áhugamál. Hann ræktar bardagahana á sveitabæ í grennd við
þorpið Cabrera í Dóminíska lýðveldinu og stundar hanaat með
þeim nær daglega. Jón á ásamt öðrum hús í grennd við þorpið
en hann kynntist hanaati þar fyrir nokkrum árum.
„Þetta er þjóðaríþróttin hér í
landi og menn tala varla um annað
sín í millum. Svona svipað og aðrir
tala um fótbolta heima," segir Jón
Ingi. „Það er mikið af mótum í gangi
og hér er keppt í hanaati alla daga
ársins.“
Að sögn Jóns hefur hann að-
stöðu, sem kallast „Trava" hjá vini
sínum sem á sveitabæ í grennd við
þorpið. ,Ætt þessa bónda hefur
stundað ræktun á bardagahönum
og hanaat öldum saman. Fjölskyld-
an er með eitt besta og þekktasta
hænsnakynið í þessari íþrótt og ég
hef fengið að njóta þess,“ segir Jón
Ingi.
Aðspurður af hverju hann hafi
farið út í þessa ræktun og íþróttina
sem fylgir henni segir Jón Ingi að
það sé flókið mál að útskýra og flest-
ir botni ekkert í þessu enda er hann
með mastersgráðu í sálfræði. Ein-
faldast sé að segja að upphaflega
hafi hann tekið þátt í veðmálum
sem fylgja hanaatinu. „Hérna eru
það ekki stórar upphæðir lagðar eru
undir á íslenskan mælikvarða," segir
Hanaat Hanaat iþorpinu Cabrera.
í máli Jóns kemur
fram að nafnið á upp-
áhalds hananum
hans í augnablikinu
er „Skurðlæknirinn ".
Hann segirþetta
hreint magnaðann
fugl sem unnið hefur
niu viðureignir í röð á
síðustu dögum.
Jón Ingi. „En menn eru að veðja um
200 krónum í hverjum bardaga og
það eru eiginlega veðmál upp á h'f og
dauða fyrir viðkomandi því fyrir
þessa upphæð er hægt að fara fjór-
um sinnum út að borða á góðu veit-
ingahúsi hér.“
Skurðlæknirinn
Jón Ingi á jörð austur í Biskups-
tungum og þar stundar hann hesta-
mennsku á sumrum. Á veturna
hins vegar dvelur hann suður í
Dóminíska lýðveldinu svona eftir
því sem tök eru á. Hann vill ekki gefa
upp hve marga bardagahana hann á
eða hvert umfang þessarar aukabú-
greinar hans er. „Þetta er alveg eins
með mig og hvern annan hesta-
bónda sem gefur ekki upp hve mörg
hross hann á,“ segir Jón Ingi. „Eðli
málsins samkvæmt eru svo alltaf
einhver afföll í þessum bardögum
því það er jú barist upp á líf og
dauða.“
í máli Jóns kemur fram að nafnið
á uppáhaldshananum hans í augna-
blikinu er „Skurðlæknirinn". Hann
segir þetta hreint magnaðan fugl
sem unnið hefur níu viðureignir í
röð á síðustu dögum.
Þægilegt líf
Að sögn Jóns Inga er gott að búa í
Dóminíska lýðveldinu. Ekki bara
vegna þess hve loftslagið er þægilegt
og verðlagið lágt heldur er ekkert
stress á fólki eins og gengur og gerist
hér heima. Menn eru aldrei neitt að
æsa sig yfir smámunum og raunar
ekki að æsa sig yfir einu eða neinu.
Þetta er að vísu öðruvísi þegar kem-
ur að hanaatinu. Þá eigi menn það
til að öskra sig hása og blóta öUu í
sand og ösku ef þeirra fugl stendur
sig ekki vel.
Tveggja metra íslenskt körfuboltakvendi frá Akureyri
íslenskur körfuboltarisi í Detroit á 1. apríl
Margir gleyptu við aprílgabbi
markaðsskrifstofu kvennakörfu-
boltaliðsins í Detroit sem kynnti tll
sögunnar nýjan leikmann liðsins á
fimmtudaginn var. FréttatUkynning
var send út þar sem tilkynnt var að
félagið Detroit Shock hefði náð
samningum við m'tján ára gamla,
tveggja metra háa körfuboltastúlku
frá Islandi sem héti Rifla Oslop-
gohtac. Hún átti að vera öllum
körfuboltakonum fremri og skora að
jafnaði yfir fjörutíu stig í leik. Troðsl-
ur áttu að vera hennar sérsvið. Um
leið og tUkynningin hafði verið send
út byrjuðu útvarpsstöðvar í Detroit
að ÍJalla um stúlkuna og hæfileika
hennar. Þjálfarinn BUl Laimbeer
spUaði með og veitti útvarpsstöðv-
unum viðtöl. Stúlkan Rifla var sögð
koma frá Akureyri og búin var til
saga um hvernig íslenski utanríkis-
ráðherrann hefði hringt í forsprakka
Detroit Shock til að vekja athygli
þeirra á þessu fyrirbæri. Ráðherr- ýgjg
ann var sagður hafa talað við Ær
Bandaríkjamennina með hjálp /
túlks. Eftir þetta sagði í tilkynn- M
ingunni að þjálfarinn hefði farið í
og fylgst með stúlkunni í fiski-
bænum sem hún kemur frá.
Hann sagði að stúlkan gæfi
mönnum alveg nýjar hug-
myndir um kvennakörfu-
bolta. Málið vakti
mikla athygli á
körfuboltalið-
inu sem byrj-
aði að selja
ársmiða
daginn
eftir 1.
aprfl.
Halldór Asgrímsson
Utanrikisráðherra Is-
lands varsagður
hafa hringt með
aðstoð túlks i
körfuboltaþjálf-
ara i Detroit og
vakið athygli á
risavaxinni körfu-
boitakonu frá Ak-
ureyri. Nokkrir hlupu
þetta apriigabb i
Detroit.
Bréfið frá
al Kaída
Spænska rannsóknarlögreglan
telur nær allar líkur á því að bréf
sem barst dagblaðinu ABC um
frekari hryðjuverkaárásir sé frá
liðsmönnum al Kaída í Evrópu.
Bréfið barst tveimur dögum eftir
árásirnar á Madrid og hafði að
geyma hótanir um frekari árásir ef
Spánverjar drægju ekki herlið sitt
til baka frá írak. Innanríkisráðherra
Spánar greindi frá þessu í gær og
sagði rannsóknina langt komna í
málinu.