Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 Fréttir DV Sænska viðskiptatímaritið Veckans Affarer olli miklum usla í gær þegar það hélt því fram að Ingvar Kamprad væri ríkasti maður heims. Tímaritið Forbes setur Kamprad hins vegar í þrettánda sætið. Hjá Forbes hefur Bill Gates verið talinn loðnastur um lófana síðastliðin tíu ár. Stofnandi IKEA ríkasti maður heims! tngvar Kamprad er orðinn 77 ára og hefur ekki skipt sér afdaglegum rekstri IKEA um nokkurt skeið. Hann er búsett- ur i Sviss þar sem hann vekur athygii fyrir að aká um á gömfum Voivo eins og góðum Svía sæmir. Ingvar Kamprad, sem stofnaði húsgagnaverslunin IKEA, er rík- asti maður heims um þessar mundir. Þessu er haldið fram í sænska viðskiptatímaritinu Veckans Affarer sem kemur út í vik- unni. Þessi óvænta upphefð olli miklum deilum í viðskiptaheim- inum í gær og var meðal annars mótmælt af IKEA. Samkvæmt útreikningum Veckans Affárer eru auðæfi Kamprads metin á fjögur þúsund miUjarða króna, eða sem nemur 53 miUjörðum dala. Bill Gates, sem lengi vel hefur verið talinn ríkasti maður heims, er aftur á móti metinn á 3.300 milljarða króna, eða 47 miUjarða dala. Að mati Svíanna er Gates því fallinn í annað sætið og munurinn sjö hundr- uð milljarðar króna. Tímaritið Forbes, sem gefur árlega út lista yfir ríkustu menn heims, hefur sett Bill Gates í fyrsta sætið síðastliðin tíu ár. Forbes gaf síðast út lista í febr- úar og fast á hæla Gates kom Warren Buffet með 42,9 miiljarða dala. Karl Albrecht, stofnandi Aldi-matvöru- keðjunnar í Þýskalandi, er í þriðja sætí með 23 milljarða dollara. Kamprad var í þrettánda sæti á þess- um lista og mat Forbes auðæfi hans á 18,5 milljarða dollara. IKEA vísaði því á bug í gær að Ingvar Kamprad væri ríkastí maður heims. IKEA segir tímaritið hafa gert mistök með því að meta fyrirtækið í heild sinni og Mta svo á að Kamprad eigi allt heila klabbið. Kamprad eigi ekki IKEA þar sem hann lét fyrirtækið í hendur hollensku stofnuninni INGKAárið 1982. Rifstjóri Veckans Afiarer segir þetta að hluta til rétt. Það sé hins veg- ar Kamprad sem haldi um hina raun- verulegu stjórnartauma hjá IKEA og hann og fjölskylda hans séu eigendur fyrirtækisins þótt það kunni að vera skráð annars staðar. Hann segir jafir- framt að tímaritíð Forbes hafi metíð það svo að Kamprad eigi ekki IKEA. „Við höfum metið það svo að stofn- anir á vegum Kamprad-fjölskyldtmn- ar, sem eiga og reka IKEA, séu hinir sönnu eigendur." Ritstjórinn stendur við frétt sína og segir skýringuna á þessum skyndilegu umskiptum mega rekja til þes að Bandaríkjadollar hefur fallið gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Stofnaði IKEA þegar hann var sautján Ingvar Kamprad er orðinn 77 ára og hefur ekki skipt sér af daglegum rekstri IKEA um nokkurt skeið. Hann er búsettur í Sviss þar sem hann vek- ur athygli fyrir að aka um á gömlum Volvo eins og góðum Svía sæmir. Kamprad er samt aðaleigandi IKEA, sem rekur 180 verslanir í 31 landi, og hefur alla tíð haldið eignarhaldinu innan íjölskyldunnar. Þrír synir hans vinna hjá IKEA og hefur verið talað um að einn þeirra taki alfarið við stjómartaumunum að Kamprad gengnum. Kamprad hóf snemma að sinna viðskiptum, hann var aðeins sautján ára þegar hann skráði fyrirtækið í Sví- þjóð. Það var árið 1943. Kamprad hafði þótt ungur væri sýslað með ým- islegt; selt fisk, tímarit og margt fleira. Hann ferðaðist ávallt á reiðhjóli. Árið 1950 var fyrstí IKEA-bæklingurinn gefinn út en það var ekki fyrr en átta árum síðar að fyrsta IKEA-verslunin var opnuð. Ferðast á reiðhjóli Ingvar Kamprad þykir vera goð- sögn í lifanda lffi. Hann er afar spar- samur og ferðast til dæmis alltaf á al- mennu farrými hvort sem er í lestum eða flugvélum. Reiðhjólið er hans uppáhaldsfarartæki og sést heftír til hans í strætó þegar hann heimsækir Stokkhólm. Hann hefur alla tíð forð- ast að vera í sviðsljósinu og til dæmis ekki lagt í vana sinn að vera viðstadd- ur þegar nýjar IKEA-verslanir em opnaðar í fyrsta sinn. Kamprad hefur að mestu sloppið við að vera aðalefni frétta en fyrir fáeinum árum var hon- um borið á brýn að hafa verið hlið- hollur fasisma á yngri árum. Hann svaraði fyrir sig og sagðist hafa hrffist af Mussolini en verið minna hrifinn af Hitler. Þetta megi hins vegar telja til bemskubreka. DCEA þykir afskaplega stöndugt fyrirtæki og hefur salan aukist jafnt og þétt ár frá ári. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins em í Danmörku. Mestur hlutí hagnaðar fyrirtækisins rennur aftur til þess en hlutí er settur í sjóð í Lúxem- borg sem virkar eins og fjárfestingar- sjóður fyrir Kamprad-fjölskylduna. Talið er að hann nemi á annan tug milljarða sænskra króna. Wliliam Gates 111 Metinn á 46,6 milljaröa Bandaríkjadala. Betur þekktur sem Bill Gates. Ríkasti maður heims slðustu tlu árin samkvæmt Forbes. Gates, sem er 48 ára, er stofnandi og forstjóri Microsoft. Warren Buffet Metinn á 30,5 milljaröa Bandaríkjadala. Buffet er 72 ára Bandaríkjamaður. Hann byrjaði með tvær hendur tómar en hefur hagnast á verðbréfaviðskiptum. EKari AJbrecht Metinn á 23 milljarða Bandaríkjadala. Al- brecht er 84 ára Þjóðverji. Hann byrjaði með tvær hendur tómar þegar hann stofnaði matvöruverslunina Aldi I seinna stríði. Versl- anirAldi eru nú 6.500 talsins. Hann rekur fyrirtækið með yngri bróður sínum. Prins Alwaleed ■ Bin Talai Alsaud ' Metinn á 21,5 milljarða Banda- ríkjadala. Al- saud er 47 ára Sádi-Arabi og hefur hagnast á !* eigin fjárfesting- um. Alsaud hefur barist fyrir umbótum I heimalandi sínu, meðal annars kosningarétti kvenna. PaulAiien Metinná 21 miljarð Banda- rikjadala. Allen erS1 árs Bandaríkja- maður. Hann ereinn af stofnendum Microsoft og starfar þar. Walton-fjölskyldan Ekkja og fjögur börn Sams Walton skipa sjötta sæti Forbes-listans. Hvert um sig er metið á 20 milljarða Banda- ríkjadala. Ekkj- an, Helen R. Walton, er 84 ára en börnin eru Alice 55 ára, Jim 56 ára, John 58 ára og S. Robson 60 ára. Fjölskyldu- faðirinn Sam Walton stofnaði fyrsta vöruhús- ið árið 1962. Vöruhúsið heit- ir Wal-Mart og er stærsta smásölukeðja veraldar. Fjög- ur þúsund Wal-Mart verslanir eru um viða veröld og er eignarhlutur Walton- fjölskyldunnar 38%. Sam Walton lést árið 1992 en talið er víst að hann væri tvöfalt ríkari en Bill Gates væri hann á lífiídag. Uliane Bettencourt Metin á 18,8 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt er 81 árs og án vafa ríkasta kona Frakklands. Bettencourt erfði meirihlutaeign í snyrtivörufyrirtækinu L'Oréalárið 1957 en faðir hennar stofnaði fyrirtækið. Bettencourt á einnig stóran hlut í Nestlé. Lawrence EIHson Metinn á 18,7 millj- arða Bandaríkjadala. Ellison er 59 ára og búsettur i Bandaríkj- unum. Hann eryfir- maður Oracle- tölvurisans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.