Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6.APRÍL 2004
Sport XfV
Edu vill spila
fyrir England
Brasilíski miðjumað-
urinn Edu, sem hefur leikið
stórt hlutverk hjá Arsenal í
vetur, hefur lýst yfir áhuga
sínum á því að spila fyrir
enska landsliðið. Edu, sem
er 25 ára gamall, hefur
aldrei komið til greina í
brasih'ska landshðið en þarf
hins vegar að öðlast enskan
rikisborgararétt til að vera
gjaldgengur í enska liðið
samkvæmt reglum FIFA en
Edu ætti að geta fengið
hann þar sem hann hefur
dvalið samfellt í Englandi í
meira en tvö ár. „Það vilja
allir spila með landsliði og
i ég er engin undantekning á
því,“ sagði Edu.
KA-menn fá
markvörð
Lið KA í Lands-
bankadeild karla í
knattspyrnu skrifaði
um helgina undir
samning við ungverska
markvörðinn Matus
Sandor sem var til
reynslu hjá félaginu í
síðustu viku. Matus,
serm er 27 ára gamall
og hefur spilað í Finn-
landi undanfarin ár,
skrifaði undir samning
til haustsins en hann
kemur aftur 3. maí.
Geraallttil að
halda Forssell
Forráðamenn Birming-
ham ætla að reyna að fá
finnska framherjann Mikael
Forssell að láni frá Chelsea
næsta tímabil ef þeim tekst
ekki að komast að sam-
komulagi við félagið um
ásættanlegt kaupverð. Ekki
i er vitað hvað Chelsea ætlar
sér að gera við Forssell í
sumar en Finninn hefur
þegar lýst því yfir að hann
vilji spUa reglulega.
FH mætir HK
FH-ingar, sem
höfnuðu í öðm sæti í
* RE/MAX-1. deild karla,
mæta HK-mönnum, sem
höfiiuðu í sjöunda sæti
RE/MAX-úrvalsdeild-
arinnar, í tveimur leikjum
í umspUi um sæti í
úrslitakeppninni. Fyrri
leUcur liðanna fer fram í
Kaplakrika á mið-
vikudaginn kl. 19.15 og sá
seinni á föstudaginn
langa kl. 16.30 í Digranesi.
Sigurvegari úr þessum
leikjum mætir Vals-
mönnum í átta liða úr-
slitum en annars mætast
Haukar og ÍBV, ÍR og
Grótta/KR og KA og Fram.
Franski framherjinn Thierry Henry biður félaga sína hjá Arsenal að dvelja ekki of
lengi við tapið gegn Manchester United heldur einbeita sér að leiknum gegn
Chelsea í kvöld
Hötum ekki tíma til
að svekkja okkur
Franski framherjinn Thierry Henry sat á varamannabekknum
þegar Arsenal beið lægri hlut fyrir Manchester United í
undanúrslitum bikarsins á laugardaginn og horfði upp á
drauminn um þrennuna, sigur í deild, bikar og Meistaradeild,
hrynja til grunna. Hann viH hins vegar gleyma þessum leik sem
fyrst og einbeita sér að leiknum gegn Chelsea í kvöld.
„Við getum ekki hugsað of lengi
um þetta tap og verið niðurdregnir -
það er einfaldlega ekki tími til þess,“
sagði Henry við enska fjölmiðla í
gær.
„Það er stórleikur gegn Chelsea á
morgun [í kvöld] og við verðum að
vera klárir í þann leik. Við megum
teljast heppnir að fá þennan leik
svona fljótt eftir vonbrigðin á
laugardaginn því tilhugsunin um
þennan leik færir mönnum frábært
tækifæri til að rífa sig upp.“
Ekki sáttur við bekkinn
Henry sagðist ekki hafa verið
sáttur við að byrja á varamanna-
bekknum í leiknum gegn
Manchester United á Villa Park á
laugardaginn en sagði þó jafnframt
að hann virti ákvarðanir Arsene
Wenger.
„Eg get ekki verið sáttur við að
sitja á bekknum, það er einfaldlega
ekM minn karakter. Mér finnst ég
ekki vera þreyttur en að sama skapi
skil ég að það er erfitt að spila alla
leiki þegar þeir eru jafn margir og
raun ber vitni," sagði Henry.
Arsenal hefur ekki unnið í
síðustu þremur leikjum sínum og
þrátt fyrir að Henry hafi horft upp á
möguleikann á þrennunni frægu
hverfa út um gluggann sagði hann
að það væri nóg eftir af tímabilinu.
Nóg eftir til að spila um
„Ef bikarinn hefði verið okkar
eini möguleiki á að vinna titil á
þessu tímabili þá hefði þetta tap á
laugardaginn verið gífurlega von-
brigði. Staðreyndin er hins vegar sú
„Við eigum að geta
komið til baka eftir
vonbrigði laugar-
dagsins því að efvið
trúum ekki á sjálfa
okkur eftir það sem
við höfum afrekað á
þessu tímabili þá er
eins gott að hætta
bara."
að við erum enn á fullu í úrvals-
deildinni og Meistaradeildinni. Við
eigum möguleika á tveimur titíum
og ætlum ekki að gefa þá ffá okkur
baráttulaust. Við eigum að geta
komið til baka eftír vonbrigði
laugardagsins því að ef við trúum
ekki á sjálfa okkur eftir það sem við
höfum affekað á þessu tímabih þá er
eins gott að hætta bara,“ sagði
Henry.
Mikið mun koma til með að
mæða á Henry í leiknum í kvöld en
hann hefur ekki náð sér á strik í
undanförnum leikjum miðað við
það hvenrig hann hefur spilað í
allan vetur. Hann var í gjörgæslu
hjá William Gallas, varnarmanni
Chelsea, í fyrri leik liðanna og gerði
lítið í báðum leikjunum gegn Man-
chester United fyrir utan markið
glæsilega sem hann skoraði í fyrri
leiknum.
oskar@dv.is
Dveljum ekki t fortfðinni
Thierry Henry og félagar hans i
Arsenal ætla að einbeita sér að
leiknum gegn Chelsea I kvöld I
stað þess að dvelja við tapið
gegn Manchester Utd. Reuters
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. stráir salti í sár Arsenal
Myndi ekki veðja á sigur Arsenal gegn Chelsea
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, var ekki á þeim
buxunum að veita Arsenal neina
samúð eftir undanúrslitaleikinn á
laugardaginn og gaf lítíð fyrir
möguleika liðsins gegn Chelsea í
seinni leik liðanna í átta liða
úrslitum meistaradeildarinnar á
Highbury í kvöld en liðin gerðu
jafntefli, 1-1, í fýrri leiknum á
Stamford Bridge.
Ranieri á heppni skilið
„Ég myndi ekki veðja á sigur
Arsenal í leiknum. Ég held að liðið
eigi erfiðan leik fyrir höndum á
þriðjudaginn [í kvöld]. Ég held að
Claudio Ranieri eigi skilið að fá þá
heppni sem við fengum í dag miðað
við allt sem hann hefur gengið í
gegnum að undanförnu,“ sagði Alex
Ferguson eftir leikinn á laugar-
daginn.
Það hefur löngum verið grunnt á
því góða á milli Fergusons og Arsene
Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal.
Það ríkti lítil ást á milli þeirra eftír
leikinn, handabandið og kveðjan var
köld og þurr og Wenger var ekki
sáttur við ummæli Fergusons eftir
leikinn.
Hlusta ekki á hann
„Það er langt síðan ég hlustaði á
eitthvað sem þessi maður hefur að
segja," sagði Wenger um ummæli
Fergusons.
Wenger tók áhættu með því að
hvíla sinn besta mann, framherjann
Thierry Henry, og sagðist ekki sjá
eftir því þótt leikurinn hefði tapast.
„Ef ég ættí að velja á milli sigurs í
„Það er langt síðan
ég hlustaði á eitthvað
sem þessi maður
hefur að segja."
undanúrslitaleiknum og sigurs í
leiknum gegn Chelsea þá myndi ég
velja Chelsea-leikinn. Það er
gífurlegt álag á leikmönnum mínum
og leikmaður eins og Henry getur
ekki spilað alla leiki. Hann var
þreyttur en ég vona að hann komi
ferskur í leikinn gegn Chelsea. Við
gáfum samt allt í þennan leik en
úrslitín voru vonbrigði. Ég hef samt
ekki trú á öðru en að leikmenn mínir
sýni þann andlega styrk sem til þarf
tú að klára þennan leik,“ sagði
Wenger.
Hefur ekki trú á Arsenal Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd, telur að Arsenal lendi í
erfiðleikum gegn Chelsea. Reuters