Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Qupperneq 31
DV Síðast en ekki síst
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 31
Við erum öll með nef
Fyrir nokkrum dögum fékk ég
blað Geðhjálpar inn um lúguna hjá
mér. Það er vel heppnað og troðfuílt
af pínulitlum auglýsingum sem sýna
svart á hvítu (og í öllum regnbogans
litum) hversu margir eru tilbúnir að
leggja málefninu lið. Og það er
kannski ekkert skríúð því geðsýki er
í raun og veru eins konar norm í
samfélaginu. Ég efast um að nokkur
íslendingur hafi BÆÐI verið alfarið
laus við hnökra á eigin sálariífi OG
sloppið við að horfa á geðsjúkt sálar-
stríð náins ætúngja eða vinar.
Rjúfum þagnarmúrinn
Það sem helst fangaði athygli
mína'var grein með yfirskriftinni
Rjúfum þagnarmúrinn, eftir höfund
sem raunar vildi ekki láta nafns síns
geúð (!) en hvað um það. Greinin er
áhugaverð þótt þar sé svo sem ekki
að finna róttækar skoðanir eða nýjar
upplýsingar.
Þar segir meðal annars: „Undir-
ritaður var fyrir skömmu staddur í
Noregi og kyimúst þar heimamönn-
um og varð satt að segja undrandi á
því hvað þeir töluðu opinskátt um
þunglyndi og aðrar geðraskanir.
Þegar ég spurði hvort þetta væri al-
gengt viðhorf til þessara sjúkdóma
„Ég efast um að nokk-
ur íslendingur haf(
BÆÐI verið alfarið
laus við hnökra á eig-
in sálarlífí OC sloppið
við að horfa á geð-
sjúkt sálarstríð náins
ættingja eða vinar."
Guðrún Eva
Mínervudóttir
fékk blaö Geðhjálpar
inn um lúguna hjá sér.
Kjallari
var mér tjáð að fordómar væru á
miklu undanhaldi. Þar hefði það
haft áhrif að forsæúsráðherra þjóð-
arinnar hefði tilkynnt að hann yrði
að taka sér frí frá störfum um tíma
vegna þunglyndis."
X-Files
Þegar ég las þetta varð mér hugs-
að til hinnar þrálátu kjaftasögu um
deild 10 (eða eitthvað svoleiðis) á
Landspítalanum sem er ekki til en er
samt úl (eins og í Twilight Zone eða
X-Files!). Þar á að vera eins konar
griðastaður fyrir helstu ráðamenn
þjóðarinnar sem þurfi stundum að
laumast til að fá meðferð við sfnum
þrálátu geðveilum. Samsæriskenn-
ing þessi þykir ein sú safaríkasta af
öllum þeim sem eru í umferð (og er
þó af nógu að taka) hvort sem eitt-
hvað er hæft í henni eða ekki. Ég hef
auðvitað ekki hugmynd um hvort
eitthvað er til í þessu, ég á ekki nógu
valdamikla vini.
Þjóðsaga eða hvað?
Ef þetta er satt og rétt eru það
auðvitað gleðitíðindi að fólkið sem
stjórnar landinu skuli þó ekki telja
sig yfir það hafið að leita sér hjálpar
þegar þess er þörf. En ef þetta er hel-
ber skáldskapur eða þjóðsaga þykir
mér það segja meira um stemning-
una meðal þjóðarinnar en nokkur
skýrsla eða skoðanakönnun.
Ég meina: Af hverju gerum ráð
fyrir því að fólk sem stöðu sinnar
vegna þarf að passa upp á orðsporið
Hvar eru þau nú
Fiskaii rolliifur
úp maga konu
r1
Fáir voru þekktari á íslandi á ár-
unum 1975 til 1985 en Baldur
Brjánsson töframaður. Gríðarlega
athygli vakú þegar hann fletti ofan
af andalæknum á Filippseyjum. Þá
flutti Guðni í Sunnu, sá mikli ferða-
frömuður sem var, heilu flug-
vélarfarmana af fslendingum þang-
að en þá voru þar starfandi miklir
andalæknar sem skáru fólk upp
með berum höndum. Baldur var
inntur áhts á þessu og gaf ekki mik-
ið fyrir, sagði þetta einskær töfra-
brögð. Ómar Ragnarsson skoraði á
Baldur að standa fyrir máli sínu
sem hann og gerði. Skar upp konu
nokkra með fingrunum og veiddi úr
maga hennar rollulifur, garnir, egg
og allt mögulegt. fslendingar stóðu
á öndinni og ferðirnar til Filippseyja
aflögðust snarlega.
í dag býr Baldur í Garðabæ, í
friði og ró, þriggja barna faðir og
enn fleiri barna afi. Hann er virðú-
legur kaupsýslumaður sem höndlar
með fasteignir og á sér golf sem
áhugamál. Hefur Baldur verið mik-
ilvirkur í félagsmálum golfara þessa
lands.
hætti sér ekki á geðdeild nema geð-
deildin sé eins konar íslensk útgáfa
af herstöðinni í Ameríku þar sem
geimverurnar eru geymdar? Af
hverju fylgir því svona ógurleg
skömm að vera stundum dálíúð illt í
sálinni? Erum við ekki manneskjur?
Að afneita á sér nefinu
Sextán og sautján ára var ég bók-
staflega að farast úr þunglyndi og
kvíða og hef stundum dansað ná-
lægt brúninni síðan. Flestir sem ég
þekki hafa svipaða sögu að segja. Að
vísu hef ég stundum lent í því, þegar
ég minnist á geðlækna, að í kjölfarið
detú á dauðaþögn. Þá hef ég í sak-
leysi mínu gert ráð fyrir að viðstadd-
ir væru sokknir í minningar um eig-
in hugljúfu eða hraksmánarlegu
kynni af geðlæknum en kannski
voru þetta allt saman vandræðaleg-
ar fordómaþagnir. Hver veit?
Æ, látum ekki svona. Þetta er eins
og að reyna að afneita á sér nefinu,
þegar helmingur þjóðarinnar er á
geðlyfjum og hinn helmingurinn
sjálfsagt meira og minna að harka af
sér eða notast við önnur úrræði. Nei,
ókei, ég skal ekki taka alveg svo
djúpt í árinni, en þið skiljið hvað ég
á við.
#
lan Gillan Söngvari Deep Purple
nú og eins og hann var.
Aukatónleikar
Deep Purple
forn-
„Menn í bransanum
hlógu að Einari Bárðarsyni
þegar spurðist að hann æú-
aði að flytja inn Deep
Purple. Hlógu sig mátt-
lausa. En sá hlær best sem
síðast hlær. Miðasala á
suma aðra tónleika sem til
stendur að halda hérlend-
is er í jámum en miðar á
Deep Purple seldust upp á
mettíma," segir Einar
Bárðarson sem nú vinnur
að því að koma á koppinn
aukatónleikum með þessari
frægu hljómsveit.
Þessi ótrúlega ásókn í miða á tón-
leikana kom tónleikahaldaranum
Einari reyndar í opna skjöldu þrátt
fyrir allt sem og hörðustu aðdáend-
um Deep Purple. En miðað við við-
brögðin telur Einar að þó bætt yrði
við tveimur aukatónleikum þá
myndi verða húsfyllir. 5.300 miðar
eru nú seldir en um þúsund aðdá-
endur Deep Purle þurftu frá að
hverfa miðalausir en örtröð mynd-
aðist við Hard Rock Café á föstudag.
„Menn í röðinni til að kaupa
miða voru á öllum aldri, allt frá 16
upp í 65 ára. Það er ekki síður yngra
Hljómsveitin Mánar Einhverallra vin-
sælasta hljómsveit hippatímans og vilja sumir
meina að þarna sé komin Uriah Heep Islands.
Forsprakkann Labba má sjá lengst til vinstri.
fólk sem æúar að mæta. Þetta er
klassík og kemur alltaf upp á fimm
ára fresú, þetta „heavy rock“,“ segir
Einar kátur. Ekki hefur verið gengið
endanlega frá því hvaða hljómsveit-
ir munu hita upp fyrir Deep Purple
en nú eru miklar líkur á að Mánar frá
Selfossi muni verða önnur þeirra
hljómsveita. Vonir stóðu til að Uriah
Heep kæmi einnig en Mánar eru
Uriah Heep fslands og eru ekki síður
við skap íslenskra áhorfenda.
Líkamsrækt og lífsstíll
Dansrækt JSB er staður fyrir konur á öllum aldri. í opna
kerfinu bjóðum við mikið úrval tfma í sal þar sem fram fer
fjölbreytt þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun: hefðþundnir JSB
tímar, lóða- og styrktartímar, pallatímar, tímar í jazzballett
og yoga. í tækjasalnum gefst þér jafnframt kostur á
einkaþjálfun og leiðsögn. Aðhaldskortin eru svo tilvalin
leið til að sameina kosti opna kerfisins og TT-námskeiðanna.
Rope Yoga
Nýtt heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Markviss
uppbygging og styrking fyrir líkamann þar sem miðjan
- kviðurog bak-gegnir lykilhlutverki.
6 vikna námskeið 2x í viku: Verð: 12.500 kr.
kl. 6:15 miðvikudaga og föstudaga
kl. 7:15 þriðjudaga og fimmtudaga
4 vikna námskeið 3x í viku: Sama verð: 12.500 kr.
kl.13:30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Innritun hafin - Ný námskeið byrja 26. apríl
Vertu velkomin í okkarhóp!
Páskatilboð!
40% afsláttur af árskortum og
6 mánaða kortum í apríl.
DRNSRfEKT
leggur línumar
Lágmúla 9 • 108 Reykjavik • Sími 581 3730 • Bréfsími 581 3732
J