Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 4
4 MÁNUDAGUR 24. MAl2004 Fréttir DV Styrmirtrú- lofaður Á heimasíðu Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráð- herra, siv.is, má lesa fréttir af storkinum Styrmi. Styrmir dvaldi eins og al- þjóð veit í Húsadýragarðin- um í Laugardal nokkra mánuði í fyrra. í vor eign- aðist hann kærustu og er sú heppna tuttugu og fimm ára svissneskur storkur. Saman bjuggu þau sér hreiður og í aprfl verpti sú svissneska sex eggjum. Síð- ustu fréttir af skötuhjúun- um herma að tvö eggjanna hafi klakist út. Reykurinn reyndist ryk Lögregla og slökkvilið voru seinni partinn í gær kölluð að fjölbýlishúsi við Skaftahlíð í Reykjavflc en þar hafði verið tilkynnt um reyk í stigagangi. Þegar að var gáð reyndist enginn eldur laus en í ljós kom að verið var að saga steinvegg með steinsög í einni íbúð- inni. Hafði örfínt rykið smogið fram á stigaganginn og valdið þessum misskiln- ingi. Sá þriðji í varðhald Maður, sem lögregla hafði leitað í tengslum við bankaránið í Landsbankan- um í Grafarvogi á föstudag, gaf sig fram á laugardags- kvöld. Hann var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjavflcur í gær, lfkt og tveir menn, 20 og 28 ára gamlir, sem handteknir voru á föstudag. Þriðji maðurinn er 26 ára. Þre- menningarnir eiga að sitja í varðhaldi til miðvikudags. Boeing 747 þota var í yfirvofandi háska eftir flugtak í Hong Kong í desember. Stef- án Kramer flugmaður neitaði að hlýða skipun írsks flugstjóra um að stefna þotunni i Qallshlíð. Flugatvikið skráð hjá yfirvöldum í Hong Kong. Flugstjórinn rekinn úr starfi skömmu siðar. Flugrekstrarstjóri Atlanta segir málin ekki tengjast. Litlu mátti muna að Boeing 747 þotu flugfélagsins Atlanta væri flogið í fjallshlíð eftir flugtak frá Hong Kong í október síðastliðn- um. frskur flugstjóri, ráðinn í gegnum starfsmannaleigu, gaf ís- lenskum flugmanni skipun um að breyta stefnu sem hefði þýtt að vélin hefði skollið í fjallshlíð. Flugmaðurinn, Stefán Kramer, neitaði að hlýða skipun flugstjórans, Michaels Fayev, þar sem hann vissi hvernig aðstæður voru og að stefnubreyting myndi verða áhöfninni og vélinni að fjörtjóni. Heimildarmaður DV meðal flug- manna Atlanta segir enga spurn- ingu vera um það að Stefán hafi sýnt hetjulund með því að rísa gegn flugstjóranum og forða þannig vél- inni og þriggja manna áhöfn ffá brotlendingu. Einar Öskarsson, deildarstjóri flugrekstrardeildar, vill ekki gera mikið með flugatvikið í Hong Kong. „Ég get staðfest að flug- atvik átti sér stað þegar við ^ ■ brottför frá Hong > Kong," segir hann. Einar segir að þar hafi verið um að ræða atvik sem skil- greint ESösSf ssaKsss^ I stjórinn var látinn fjuka. sem SAD, og á við um verklagsregl- ur við flugtak. „Samkvæmt reglugerð ber okkur að tilkynna atvik sem skilgreind eru í 70 liðum. Sem dæmi um tilkynninga- skyld atvik má nefna „Go around" þar sem ekki er hægt að lenda af ein- hverjum ástæðum. Við erum með gríðarlega öflugt tilkynningakerfi sem við höfum byggt upp á undan- förnum þremur árum og erum fremstir hér á landi," segir Einar. Hann segir að flugstjóri hafi til- kynnt um atvikið til félagsins og Atlanta hafi látið viðkomandi yfir- völd vita. „Þetta mál fór beint í rannsókn innanhúss og útkoman var send til yfirvalda í Hong Kong og er þar enn til meðferðar," segir Ein- ar. Hann staðfestir að írski flugstjór- inn er ekki lengur ekki í vinnu hjá Atlanta en hann var rekinn úr starfi vegna trúnaðarbrests í nóvember í fyrra, mánuði eftir flugatvikið. „Brotthvarf hans tengist ekki þessu flugatviki í Hong Kong enda er það mál enn til rannsóknar hjá yfirvöldum," segir Einar. Heimildir DV herma að innan- hússrannsóknin eftir flugatvikið í Hong Kong hafi leitt í ljós að Michael hafi gefið rangar upplýs- ingar um fortíð sína og starfs- reynslu. Hann var því umsvifalaust rekinn. Þormóður Þormóðsson hjá Rannsóknanefnd flugslysa kvaðst ekki hafa fengið tilkynningu um at- vikið enda væri það á forræði yfir- valda á viðkomandi svæði að rann- saka það. Hann sagði að það væri hlutverk Flugmálastjórnar að rann- saka tilvik á borð við þessi. Flug- málastjórn staðfesti á sínum tíma réttindi flugstjórans. Ekki tókst að fá viðbrögð þaðan vegna þessa máls. n@dv.is ■ “oemg 747þotu At J fugtak frá Hong Ko I stjárinn vildibeygja I maðurinn neitaði iv, ] Atlantaþotu sömu g | um ræðir.Myndin er I þeim flugmönnum st I ræðir igreininni. Svarthöfði + Björk = Sönn ást Það stóð í DV að Björk væri svo gott sem búin að fara tvær umferðir á allan karlpening jarðkúlunnar síð- ustu tvo áratugina. Svarthöfða finnst hann vera útundan. Aldrei hafa ást- rflcar hendur Bjarkar strokið létt og frjálst um höfuð Svarthöfða. Hvað þá aðra lfkamshluta. Best gæti Svarthöfði trúað að Björk væri haldin meðfæddum eða áunnum fordómum gegn gáfuðum mönnum. Haldi kannski að þeir séu ekki blóðheitir og þróttmiklir bara af því að þeir eru svo miklir andans menn. Séu hvorki hipp né hopp. Þetta er misskilningur hjá htla Svarthöfði söngfuglinum sem hefur flögrað svo viðþolslaust um höf og lönd. Svart- höfði er þvert á móti afar frambæri- legur. í raun gæti hann verið frábær ábót á ímynd Bjarkar. Það er máhð. Björk + Svarthöfði = sönn ást, út- skorið í bjarkirnar, væri hægt að sýna alþjóðlegu pressunni þegar hún kæmi í heimsókn í sumarhúsið á Þingvöhum. Álftirnar myndu fljúga eins og rándýrir samkvæmiskjólar um loftin blá og himbriminn reka upp sitt ámátlega gaui úti á miðju Hvernig hefur þú það? Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður „Ég hefþað mjög gott núna, þakka þér kærlega fyrir. Ég er nýkomin heim úr einkar ánægjulegri ferð til Jemen og Jórdaníu. I hvorugu landinu hitti ég hryðjuverkamenn eða -konur. Á næstu dögum ætla ég að ræða við félaga mína IVIMA, Vina- og menningarfélagi Miðausturlanda, um fyrir- hugaöa ferö til Sýrlands og Ubanon íseptember." vatni. Inni við kveikir Svarthöfði upp í arninum með geislasverði. Sennilega verður þetta aldrei. Það er best að líta raunhæft á hlut- ina: Svarthöfði er lúði. En úr því má bæta. Það er óþarft að gefast upp þótt vandamálið sé trikkí með meiru. Ákvörðunin hefur verið tekin: Svarthöfði ætlar að verða kúl. Málið er að byggja á þeim grunni sem sameiginlegur er með Björk. Smekk- leysa er Svarthöfða í blóð borið. Eig- inlega vantar ekki nema herslumun- inn að Svarthöfði sé svo forkastan- lega smekklaus að það geti tahst meiðandi fyrir samferðarmennina. Með elju verður Svarthöfði fullkom- lega smekklaus; bókstaflega smekk- leysið uppmálað. Þann dag mun hann halda Björk í fangi sér. Hún mun syngja gegnum tárin um glöt- uðu árin. Svarthöfði. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.