Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 8
8 MÁNUDAGUR 24. MAl2004 Fréttir 1>V Háreysti í heimahúsum Talsverður mannfjöldi var í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt sunnudags og voru flestir við skál. Nokkuð var um að lögregla væri kölluð út vegna gleðskapar og há- vaða í heimahúsum. Þá voru tveir ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Rétt fyrir klukkan sex í gær- morgun var slökkviliðið kvatt til vegna elds í mann- lausri bifreið við Ásvalla- götu. Greiðlega gekk að slökkva. í nágrannasveitar- félögunum, Kópavogi og Hafharfirði gekk h'tíð á að sögn lögreglu og hélt fólk sig almennt til hlés. Þrírstútará Suðurnesjum Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akst- ur í umdæmi lögreglunnar í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Tveir mann- anna voru stöðvaðir í Kefla- vík í morgunsárið og einn í Grindavík. Mikið var um veisluhöld á Suðumesjum um helgina eins og annars staðar á landinu og mikið líf í fólki. Allt gekk þó vel fyrir sig að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ. Okufanturá Akureyri Lögreglan á Akureyri stöðvaði aðfaranótt laugar- dags ökumann sem mældist á 113 kílómetra hraða inn- anbæjar þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kfló- metrar. Annars var helgin óvenjuróleg að sögn lög- reglu þrátt fyrir venjulegt helgarfyllerí í bænum. Til dæmis var enginn stöðvaður vegna gruns um ölvun- arakstur. Ölvaðurá flótta í fyrrinótt stöðvaði lög- reglan á ísafirði drukkinn ökumann í miðbænum. Þegar sá fulli gerði sér grein fyrir hvað verða vildi sá hann þann kost vænstan að taka á rás en sprettharðir ís- firskir lögreglumenn náðu honum skjótt. Að öðru leytí var helgin róleg hjá lögregl- unni á ísafirði. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Qölmiðla móta skoðanir íslensku þjóðarinnar. í rökstuðningi sinum fyrir fjölmiðlafrumvarpinu segir hann fjölmiðla hafa verið misnotaða til að gera árásir á Sjálfstæðisflokk í tveimur síð- ustu kosningum og á Halldór Ásgrímsson fyrir kosningarnar 1999. íslensk stjórnmál nrðin öfunsnúin „Mér þykir mjög merkilegt að heyra hvernig Samfylkingin talar í þessu máli, þessu er einhvern veginn öllu snúið við,“ sagði Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í rökstuðningi fyrir fjölmiðlafrumvarpinu. „Nú er það Sjálfstæðisflokkurinn sem er að reyna að setja hömlur á hluti og Samfylkingin talar fyr- ir algjöru frelsi í öllum málum. Þessu er öllu orðið snúið við í dag í íslenskri pólitík." Gunnar telur að fjölmiðlum sé misbeitt og þeir séu „lámir ráðast á“ Sjálfstæðisflokkinn. Þetta réttlætí lög á fjölmiðla. Hann telur að íjöl- miðlar móti skoðanir fólksins í land- inu og hafi gert það í síðustu tveimur kosningum - með því að fjalla gagn- rýnið um Sjálfstæðisflokk og Halldór Asgrímsson. „Og ef það vefst fyrir nokkrum — ég var kannski einn af þessum efasemd- armönnum í byrjun en eftir I jnt — ’ að frumvarpið kom fram og ég hef séð hvernig fjölmiðlunum hefur verið beitt IB*# ' látlaust segir maður við sjálfan sig: Það er fylli- lega Halldór Ásgrímsson Fjallað var um aö Halldór Ásgrímsson græddi persónulega á kvótakerfinu, sem hann átti þátt I að koma á, í fjölmiðlum 1999.Gunnar Birg- isson segir þetta hafa verið árásir á Hall- dór, og vill lög á fjölmiðla. réttlætanlegt að setja þessi lög. Lflca var þetta gert fyrir ári. í kosningun- um var öllu beitt af fullu afli, allt saman skipulagt," segir hann. Gunnar vísar einnig til umfjöllunar um Halldór Ásgrímsson í ijölmiðl- um 1999, en þá var fjallað um að Halldór, sem átti stóran þátt í að móta kvótakerfið, hagnaðist per- sónulega af því. „Hvernig var það svo í kosningunum 1999? Þá var að vísu þessi fjölmiðlarisi ekki til en þá beittu menn svona aðferðum gegn hæstvirtum utanríkisráðherra Hall- dóri Ásgrímssyni þegar menn níddu af honum skóinn." Að matí Gunnars er andstaða þjóðarinnar við frumvarpið í reynd marklaus - þar eð hún stýrist af áhrifúm ijölmiðla á einstaklinga: „Það er mjög merkilegt að sjá hvern- ig þessir ágætu fjölmiðlar hafa unn- ið. Það var kynt undir varðandi for- setann og neitunarvaldið og allt þetta, ef hann neitaði að skrifa und- ir og málinu yrði skotíð til dóms þjóðarinnar, í þrjá til fjóra daga og síðan var gerð skoðana- könnun. Þá var sagt að 80% væru með því að frumvarpið færi í þjóðar- atkvæði," segir hann og bætir við: „Svona geta menn haft skoðanamynd- andi áhrif á fólk og það er nákvæmlega það sem er gert ' með þessum fjölmiðlum." „Þá var sagt að 80% væru með því að frumvarpið færi í þjóðaratkvæði. Svona geta menn haft skoð- anamyndandi áhrifá fólk og það er ná- kvæmlega það sem er gert með þess- ggjfj um fjölmiðl- Jr um." Gunnar á and- stöðu sína við umfjöll- un fjölmiðla um Sjálf- stæðisflokkinn og Dav- íð Oddsson forsætisráð- herra sameiginlega með Davíð Oddssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Áma Magn- ússyni félagsmálaráð- herra, Halldóri Blön- dal, forseta Al- þingis, og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, aukfjöldaþing- , manna Sjálf- j stæðisflokks sem hafa gagnrýnt fjöl- miðlaumfjöll- un í fjölmiðl- um nýverið á þeim grund- velli að um sé að ræða mis- beitíngu og árásir. Lúðvflc Bergvinsson samfylking- arþingmaður, sagði á Alþingi á föstudaginn í tilefni af rökstuðningi rfkisstjómarinnar að stjómin vildi kúga óþægileg sjónarmið. „í mínum huga er þetta afar sérstakt. Þetta verður náttúrulega fyrst og ffemst að túlka sem lög gegn tflteknum sjónar- miðum. Því verður það ekki túlkað öðmvísi en svo að þar sem þessi sjónarmið em hæstvirtum forsætís- ráðherra óþægfleg sé nauðsynlegt að stöðva þessi dagblöð. Þetta er grafalvarlegt mál.“ Umræðu lauk um fjöhniðlafrumvarpið í hádeginu á laugar- dag. Gert er ráð fyrir að í dag verði greidd atkvæði um fmmvarpið. 1 jontrausti@dv.is Gunnar Birgisson Þingmaður Sjálf- stæðisflokksins undrast að vinstri- fiokkur Samfylkingar skuli andmæia því að setja hamlandi lög á fjölmiðla á sama tima og hægriflokkur Sjálf- stæðisflokks vinni i hamlandi lögum. islensk stjórnmál séu orðin öfugsnú- in. Hingað til hefursú trú að ríkisvald- ið þurfi að ala upp og vernda einstak- linga fyrir„óæskilegum"áhrifum ver- ið ein helsta vísbendingin til að skil- greina vinstrimenn. ísafjarðarbær á móti fjölmiðlafrumvarpi Þingmenn skoði hug sinn vel Bæjarstjórn ísafjarðar- bæjar hefur samþykkt til- lögu þar sem vinnubrögð meirihluta Alþingis við fjölmiðlafmmvarpið em gagnrýnd harðlega. Þar segir orðrétt: „Þau vinnu- brögð em vart tfl þess fall- in að auka virðingu al- Kristinn H. mennings fyrir hinu háa Al- þingi. Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa í sérhverju lýðræðisrfld að málefni er Gunnarsson Einn stjórnarliða á móti frumvarpinu. varða gmndvallaratriði lýðræðisins hljóti ítarlega og vandaða umræðu áður en lagasetning er varðar þau atriði er afgreidd," segir í bókun bæj- arstjórnarinnar. Hvað liggur á? Meirihluti í bæjarstjórn ísafjarðar samanstendur af samstarfi Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins, rétt eins og rflcis- stjórn íslands. Beindi bæj- arstjómin þeim tilmælum til þingmanna Norðvest- urkjördæmis að þeir skoði hug sinn vel við afgreiðslu málsins. Eini stjómarþingmaður- inn sem er á móti frumvarp- inu er úr kjördæminu, Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki. Ein- ar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Krist- jánsson, Magnús Stefánsson og Sturla Böðvarsson styðja fmmvarpið. Svanur Kristjánsson prófessor Undirskrift forseta ylli vonbrigðum Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður kæri mig ekki um að vera áskrifandi að blaði sem styður þessi ólög sem verið er að setja á landsmenn í dag. Mér finnst það ófyrirgefanlegt að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega geti skrifað upp á þetta mál og þessa málsmeðferð. Morgunblaðið má hafa sína skoðun en ég kæri mig ekki um að hafa blað sem styður þetta inni á mínu heimili. Þess vegna ætla ég að segja Morgunblaðinu upp frá og með deginum ídag." Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálaffæði, segir það ljóst af orðum Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta að hann hafi opinn þann mögu- leika að beita málskotsréttí forseta í umdeildum málum. „Ólafur Ragnar sagði í kosningabaráttunni 1996 að hann teldi að þessi réttur væri til staðar. Hann tók • sem dæmi um EES- samninginn að hann ~■'*■■■) v »- hefði talið rétt að neita að skrifa undir hann. Það sem er markvert er lfka að hann sagðist hafa íhugað að neita að skrifa undir Kára- Ólafur Ragnar Grímsson Forsetinn hef- ur til íhugunar hvort hann skrifi undir fjöl- miðlalög rikisstjórnarinnar, sem mæta andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar. hnjúkaframkvæmdirnar og hins veg- ar öryrkjafrumvarpið. Og þar með er, samkvæmt hans skilningi, forsetinn ekki að taka efnislega afstöðu til málsins, heldur að þetta sé mikflvægt mál sem snertí tjáningarffelsi og lýð- ræði í landinu. Hann er ekki að gera neitt annað en að vísa þessu tfl þjóð- arinnar," segir hann. Aðspurður um afleiðingar þess að forseti skrifaði undir fjölmiðlafrum- varp ríkisstjómarinnar segir Svanur: „Það er ljóst að þetta myndi valda miklum vonbrigðum hjá fólki. 70 pró- sent þjóðarinnar telja að það eigi að skjóta þessu til þjóðarinnar. Hins vegar veit maður aldrei hvað er mikill þungi á bak við það. Ég geri ráð fyrir að hjá einhverjum hópi, sennilega mjög stórum hópi, þá myndi það fólk verða fyrir miklum vonbrigðum," segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.