Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Síða 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004 9
Hraðiávegum
Fimm ökumenn voru
teknir fyrir of hraðan akstur
í umdæmi lögregiunnar á
Snæfellsnesi um helgina.
Annað var uppi á teningn-
um í umdæmi lögreglunnar
í Vík í Mýrdal. Þegar sólin
fór að sla'na í gærmorgun
hóf lögreglan þar að fylgjast
með umferð á þjóðvegi eitt
og um miðjan dag hafði
enginn farið yfir leyfilegan
hámarkshraða á Suður-
landsvegi.
Enn svarar
Davíð ekki
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og ráðu-
neyti hans hafa enn í
engu svarað skriflegum
fyrirspurnum DV varð-
andi samskipti forsætis-
ráðherra og umboðs-
manns Alþingis. DV hef-
ur ítrekað óskað eftir því
að Davíð Oddsson upp-
lýsi um tilefni og inni-
hald hótunarsímtals sem
hann átti við Tryggva
Gunnarsson, umboðs-
manns Alþingis. Símtalið
varð til þess að settar
verða samskiptareglur
varðandi þá úr stjórn-
sýslunni sem vilja eiga
orð við umboðsmann.
Fyrirspurnin var einnig
send á starfsmenn for-
sætisráðuneytisins.
Ráðuneytisstjóri er Óiaf-
ur Davíðsson.
Var sagt að
pynta
Hermaðurinn Ivan
„Chip“ Frederick II, einn af
sjö hermönnum sem eru
fyrir dómi vegna pyntinga á
föngum í frak, ver sig með
því að hershöfðinginn
Ricardo Sanchez og aðrir
háttsettir innan hersins
hafi fyrirskipað pyntingarn-
ar. Þeir hafi fylgst með
pyntingunum, verið við-
staddir og sagt hermönn-
unum að pyntingarnar
væru venjubundin störf.
Bandaríkjaher neitaði
þessu í gær, en hermaður-
inn stendur fast á sínu.
Sanchez fyrirskipaði rann-
sókn á meintum pynting-
um í janúar, en fregnir af
þeim komu ekki fyrr en
undir lok apríl.
Stofnandi án
styrks
Óánægja er hjá Land-
vemd með að samtökin
fengu enga úthlutun úr
Pokasjóði á dögunum.
„Það vekur vonbrigði að í
síðustu úthlutun Poka-
sjóðs var öllum umsókn-
um Landvemdar hafnað.
Þess iná geta að Landvemd
stofnaði Pokasjóð á sínum
tíma og rak hann allt fram til
ársins 1995," segir í ályktun
sem Landvernd samþykkti á
aðalfundi sínum um helgina.
Fram kom að 1 milljónar
króna halli varð í fyrra á
rekstri Landvemdar. Árið á
undan var halfinn 4 milljón-
ir. Steingrímur Hermanns-
son er meðal stjómarmanna
í Landvemd.
Hættulegir staurar Ljósastaurar við
Reykjanesbraut og víðar utan þéttbýlis
eru með sérstaka brotfleti og eiga að
gefa strax eftir við árekstur.
Sérhannaður Ijósastaur
brást í banaslysi
Rannsókn á því hvers vegna sérhannaður og dýr ljósastaur brást. Átti að gefa eftir
við högg en gerði það ekki. Vegagerðin leitar skýringa.
Vegagerð ríkisins mun á næstu dögum og vikum rannsaka sér-
staklega hvers vegna sérhannaður ljósastaur á Keflavíkurvegi gaf
ekki eftir þegar jeppi keyrði á hann á þriðjudag í umferðarslysi
þar sem ökumaður bílsins lést samstundis og farþegi slasaðist
alvarlega. Um er að ræða staura sem keyptir voru sérstaklega, og
voru talsvert dýrari en aðrir ljósastaurar, einmitt í þeim tilgangi
og með þeim rökum að staurar þessir séu hannaðir með brot-
flatafestingum sem valda því að árekstur við þá á ekki að vera
harður og á þar af leiðandi ekki að valda slysum á við hefð-
bundna ljósastaura.
Magnús Ó. Einarsson, umdæm-
isstjóri hjá Vegagerðinni, staðfestir
að staurar þessir séu með sérstakan
brotlið við jörð og eigi að gefa eftir
við árekstur, sem ekki hafi gerst í
þessu tilviki. Hann tekur skýrt fram
að mörg dæmi séu um að þessi
hönnun stauranna á Keflavíkurvegi
hafi virkað eins og hún eigi að gera
og hér því augljóslega um undan-
tekningu að ræða.
Vegagerðin áhyggjufull
„Við vitum ekki ástæðuna en
þetta verður vandlega skoðað. Ég vil
ekki fullyrða of mikið um málið á
þessu stigi, en tek eftir að þarna er
um samverkandi þætti að ræða.
Svona mál eru vandmeðfarin og við
munum ásamt öðrum skoða þetta
mál mjög vandlega," segir Magnús.
Hann segir að þessir staurar hafi
„farið í gegnum heilmikið ferli" hjá
Vegagerðinni vegna þeirrar stefnu
að taka upp staura sem séu þannig
gerðir að þeir gefi eftir við árekstur,
til að forða dauðaslysum. „Við mun-
um fara yfir lögregluskýrslur máls-
ins og sérstakir menn hjá Vegagerð-
inni munu taka málið upp og skoða
það vandlega."
Uppsetning á lýsingu Reykjanes-
brautar hófst 1996 og lauk að mestu
sama ár. Mikii áhöld eru um hvort
bætt lýsing utan þéttbýlis fækki í
raun slysum, heldur breytist tegund
slysa með auknum hraða og síðan
árekstrum við ljósastaurana.
„Þó nokkurt vandamál"
I skýrslu sem Vegagerðin gaf út
1999 segir einmitt: „Lýsing gefur
hugsanlega falskt öryggi sem veldur
því að hraði eykst og verður meiri
en aðstæður leyfa. Niðurstöður fyrri
athugana á áhrifum lýsingar benda
til að aukning umferðaröryggis
verði lítil (5% af fjölda óhappa) og
hefði alvarleikinn aukist, ef staur-
arnir hefðu ekki verið sérstaklega
útbúnir með brotíleti."
Fyrirtækið Línuhönnun sagði og
í skýrslu árið 2001: „Staurar við vegi
með hámarkshraða 70 km/klst. eða
þar yfir, verða að vera með brotfleti,
til að draga eftir mætti úr alvarleg-
um meiðslum við ákeyrslur. Þess
vegna eru staurar við þjóðvegi í ná-
grenni þéttbýlis yfirleitt með brot-
flötum... Ákeyrslur á staura eru þó
nokkurt vandamál á vega- og gatna-
kerfum. Alvarlegum slysum fækkar
verulega við notkun staura með
brotfleti."
Enginn vafi leikur því á að staur-
ar með brotfleti hafi sannað gildi
sitt og því þykir sérstök ástæða til að
kanna rækilega hvers vegna þetta
öryggisatriði brást í umferðarslys-
inu á Reykjanesbraut á þriðjudag.
fridrik@dv.is
Úrhelli í sumarferð Davíðs Oddssonar á Þingvöllum á föstudag
Hinsta sumarferð forsætisráðherra í slagviðri
Starfsmenn forsætisráðuneyt-
isins, makar og aðrir útvaldir gest-
ir létu gríðarlega rigningu á Þing-
völlum ekki slá sig út af laginu í ár-
legri sumarferð ráðuneytisins á
föstudag.
Gestimir komu í langferðabíl af
stærstu gerð austur í friðlandið
rétt fyrir kvöldmatartíma. Áður
höfðu forsætisráðherrahjónin
rennt í hlað á b£l eiginkonu ráð-
herrans.
í anddyrinu á Þingvallabænum
stóð eiginkona forsætisráðherra,
Ástríður Thorarensen, og bauð
gestina velkomna. Innar og í hvarfi
frá ljósmyndara DV stóð forsætis-
ráðherra sjálfur og tók á móti. Þar
voru drykkir á boðstólum.
Nánast ailt kvöldið barði rign-
ingin burstirnar á bústað forsætis-
ráðherra og allar grundirnar þar í
kring. Öxárá ólmaðist mórauð í
Þingvellir á föstudag Fríð fylking gesta
streymir úr langferðabílnum og fram hjá
Þingvallabænum. Forsjálir voru með regn-
hlífar.
farvegi sínum. Inni var þó hlýtt og
notalegt. Glatt var á hjalla.
Góðar veitingar voru bornar
fram í veislunni sem síðar um
kvöldið færðist yfir í sali Hótels
Valhallar, handa Öxarár.
Ferðalangar forsætisráðuneyt-
Vinstri snú Hersingin beygði inn í bústað
forsætisráðherra.
isins hafa vart getað varist þeirri
hugsun að slagviðrið í þessari síð-
ustu sumarferð Davíðs Oddssonar
- að minnsta kosti svo vitað sé -
hafi verið lýsandi fyrir þann and-
byr sem leikur nú um forsætisráð-
herrann. En það var þó að minnsta
(dyragættinni Ástríöur Thorarensen, eigin-
kona Davíðs Oddssonar, tók vel á móti gest-
um sem þar með sluppu inn úr vatnsveðrinu.
DV-Myndir E.ÓI
kosti allt með kyrrum kjörum
þessa kvöldstund á Þingvöllum.
Sama kvöld var stjórnarand- ■
staðan í Alþingishúsinu langt fram
á nótt og ræddi hið umdeilda fjöl-
miðlafrumvarp. Töluðu fulltrúar
hennar fyrir daufum eyrum.