Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Side 10
10 MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004 Fréttir DV Ódýrt kókaín drepur Lögreglan í Bretlandi segir lágt götuverð á kókaíni valda fjölda dauðsfalla þar í landi. Fyrsta ársfjórðung ársins 2003 olli eftiið 87 mannslátum en það er helmingi hærri tala en í árs- fjóröungnum þar á undan. í rannsókn sem gerð hefur verið um málið kemur fram að ungt fólk velur nú kókaín í auknum mæli fram yfir önnur efni til helgarnota en kókaín getur valdið hjartaá- falh, heilablóðfaili og lang- tíma þunglyndi. Sjónvarp fyrir páfagauka Eigendur páfagauka geta nú skilið fugla sína eft- ir eina heima án samviskubits. Á markaðinn er komið sérstakt vídeóefni fyrir fuglana. Mynd- in, sem er um 80 mínútur á lengd, sýn- ir páfagauka fljúga um, borða og maka sig í regnskógi. „Við vildum búa til sér- stakt efni fyrir fugla sem búa í búrum. Eitthvað til að stytta þeim stundirnar meðan eigendur þeirra eru ekki heima," sagði kvik- myndagerðarmaðurinn en hann er sérfræðingur í at- ferli páfagauka. Fjölbraut út- skrifar Fjörutíu og sjö nem- endur brautskráðust frá Fjölbrautarskóla Vestur- lands á Akranesi fyrir helgi. Tuttugu og fjórir útskrifuðust af almenn- um bóknámsbrautum, tólf af iðnbrautum og átta af sjúkraliðabraut. Þá voru viðurkenningar veittar fyrir góðan náms- árangur. Tveir nýstúd- entar, Eyjólfur Ingvi Bjamason úr Dalasýslu og Birna Björnsdóttir frá Akranesi, hlutu námsstyrki. Þetta kemur fram á vefsíðunni skessuhorn.is Atkins-kúrinn hefur löngum verið umdeildur og jafnvel talinn stórhættulegur heilsu manna. Hvað sem því líður þá hafa bandarískir vísindamenn komist að því að kúrinn virkar hraðar en aðrir matarkúrar. Efasemdir eru uppi um hvort kúr- inn virkar til langframa. eiga sig Fólk léttist hraðar ef það sleppir brauðum og pizzum fremur en kjötmeti og ostum. Þetta er umdeilt en niðurstöður nýrrar rann- sdknar benda til þess að fítukúr Atkins sé hraðvirkari en aðrir kúrar. Atkins-kúrinn felur í sér að fólk umbyltir mataræðinu og hefur kúr- inn stundum verið kallaður fitukúr- inn. Fólki er ráðlagt að sleppa með öllu brauði, pasta, hrísgrjónum, kök- um og kartöflum - þ.e. borða ekki kolvetnisríkan mat. Þess í stað er mælt með kjöti, rjóma, beikoni og eggjum. Þetta er kúr sem byggir á kol- vetnasnauðri fæðu en er að sama skapi prótínríkur. Vísindamenn við læknadeild Duke-háskólans í Bandaríkjunum hafa nýlokið við hálfsárs rannsókn þar sem þeir fylgdust með hópi fólks f tveimur mismunandi matarkúrum. Annar hópurinn fór eftir Atkins með smá viðbót sem fólst í því að vítamín- um og næringarefhum var bætt á matseðil dagins. Hinn hópurinn fór í það sem sumir myndu kalla „hefð- bundna megrun" en þeir forðust fitu- ríkan mat og lögðu sig fram um að neyta ekki kólesteróls eða of margra hitaeininga yfir daginn. Að sex mánuðum liðnum var fólk- ið svo vigtað og mælt. Þá kom í ljós að Atkins-hópurinn hafði lést um það bil helmingi meira, eða um 13 kíló að meðaltah, en hinn hópurinn um sjö kíló að meðaltali. „Við komumst að því að kolvetna- snautt fæði er mjög grennandi og reyndar kom það okkur á óvart hversu hratt fólk léttist," segir Will Yancy læknir sem fór fyrir rannsókn- arhópnum. Yancy bætir við að gera þurfi frekari rannsóknir til að meta langtímaáhrif kúrsins á heilsufar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í nýjasta hefti Annals of Intemal Medicine og vísindamenn- imir taka fram að þeir séu á engan hátt tengdir Atkins-megrunarfyrir- tækinu en þess er skemmst að minn- ast að Robert Atkins, sá sem fann upp kúrinn, lést fyrr á árinu og var hermt að bæði offita og hjartveiki hefði orð- ið honum að aldurtila. Önnur rannsókn segir annað Fréttín um rannsókn Duke-há- skólans hefur verið áberandi í heims- pressunni í vikunni en í fyrradag birtí bandaríska sjónvarpsstöðin ABC nýja frétt um matarkúra og einkum Atkins-kúrinn. Samkvæmt þeirri frétt er tekið undir að Atkins-kúrinn sé hraðvirkur en það eigi líka bara við í nokkra mánuði. ABC vitnar til ann- arrar rannsóknar þar sem kom fram að fólk á Atkins-kúrnum léttist hrað- ar en fólk á hefðbundnum megmn- arkúr fyrstu sex mánuðina. Þegar árið var liðið höfðu hópamir jafiiast og þeim sem höfðu tamið sér fitusnautt fæði og pössuðu upp á hitaeininga- magnið vegnaði í raun betur. „Það er hægt að halda því fram að Atkins sé fljótvirkur en þegar á heildina er litíð er ávinningurinn ekki meiri en af fitusnauðum ktirum,“ segir David Katz, prófessor við Yale-háskóla. Katz varar við oftrú manna á megrunar- kúra og segir það eina jákvæða við kúrana að hugsanlega hjálpi þeir við- komandi að koma sér upp sjálfsaga. „Við ættum frekar að hugsa um heils- una en eilíft um það að léttast," segir David Katz. Gisll Marteinn Baldursson sjónvarpsmaöur Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka íslands Ánægja með nýjan þjóðgarð og Þingvelli Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur létta lund og er jákvæður í fram- komu. Glsli hlustar gjarnan á viðmælendursína til enda, hvort sem er I sjónvarpssal eða í rökræðum á pólitískum vettvangi. Hann vandar vel undirbúning að þvl sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðalfundur Náttúruverndarsam- taka íslands sem haldinn var í síð- ustu viku lýsir ánægju sinni með þá undirbúningsvinnu sem átt hefur sér stað við stofnun þjóðgarðs norð- an Vatnajökuls er taki til alls vatna- sviðs Jökulsár á Fjöllum. Náttúm- verndarsamtökin undirstrika að litíð verði á stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem fyrsta skref í þá átt að friðlýsa svæði frá strönd í norðri til strandar í suðri þar með tahnn Langasjó. Mikilvægt er að reglur Alþjóða náttúmverndarsamtakanna, IUCN verði lagðar til gmndvallar verndun svæðisins. Við stjórn þjóðgarðsins ráði faglegur metnaður með það að markmiði að þjóðgarðurinn uppfylli alþjóðleg skilyrði IUCN og hafi möguleika á að komast á heimsminjaskrá. Yfirstjórn þjóð- garðsins verði í höndum Umhverfis- stofnunar eða samsvarandi þjóð- garðastofnunar í samvinnu við full- Þing vellir Lýst er ánægju með umsókn stjórnvalda um að þjóögarðurinn á Þingvöll- um verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO. trúa sveitarstjórna og frjálsra félaga- samtaka. Aðalfundurinn fagnar fmmvarpi forsætisráðherra um stækkun þjóð- garðsins á Þingvöllum. Lýst er ánægju með umsókn stjórnvalda um að þjóðgarðurinn á Þingvöllum verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO. Til að svo megi verða þarf verndun og stjórnun þjóðgarðsins að fylgja ítmstu kröfum. Tónleikar með breskum plötusnúði á Nasa Fullt hús en stjarnan mætti ekki „Við erum að vinna að því að leysa þetta mál,“ segir Helgi Már Bjarnason einn þeirra sem stóð að tónleikum á skemmtistaðnum Nasa á miðvikudagskvöldið þar sem plötusnúðurinn Sasha frá Bretíandi átti að troða upp. Hann lét hins veg- ar ekki sjá sig og einhverjir urðu að vonum fúlir með það enda búnir að greiða 2500 krónur fyrir miðann. „Húsið var orðið fúllt og klukkan hefur líklega verið nálægt þrjú þegar einhver Breti kom í hljóðkerfíð og sagði að Sasha gæti því miður ekki spilað þetta kvöld. Það urðu margir fúhr og mikil örtröð myndaðist þar sem hægt var að fá miðann sinn endurgreiddan," sagði einn tón- leikagesta í samtali við DV. Hann bætti því við að margir hefðu þurft frá að hverfa án þess að fá endur- greitt. „Þetta gerðist á mjög erfiðum tíma. Kvöldið var farið af stað þegar við fengum þær fréttír að hann hefði Umsjónarmenn Partyzone Helgi Már Bjarnason segir að aðstandendur tónleik- anna vinni að lausn málsins sem allirgeti sætt sig við. Fullt var út úr dyrum á Nasa þeg- ar tilkynnt var að breski plötusnúðurinn gæti ekki mætt. misst af flugvélinni. Við gáfum fólki þá strax kost á því að fá miðann end- urgreiddan og það voru eitthvað um 50 manns sem nýttu sér það. Annars var fuht út úr dyrum og fólk virtíst skemmta sér mjög vel,“ segir Helgi Már sem nú er að vinna að því að fá plötusnúðinn til landsins síðar í sumar. „Við erum að vinna að lausn málsins sem allir geta sætt sig við. Til stendur að fá Sasha til landsins þann 5. júní til að bæta upp fyrir þetta," segir Helgi Már.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.