Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004
Fréttir DV
Seldu betri
einkunnir
Tveir ungir tölvunördar í
Kaliforníu hafa verið sakað-
ir um að selja samnemend-
um sínum betri einkunnir.
Félagarnir brutust inn í
tölvukerfi skólans og
breyttu einkunnum
þeirra sem borgað
höfðu uppsett verð.
Nemendurnir
borguðu hærri
upphæð eftir
því hversu háa
einkunn þeir vildu.
„Rannsókn málsins heldur
áfram en vonandi er þetta
eina tilvikið," sagði skóla-
stjórinn en drengirnir
höfðu breytt einkunnum
tólf nemenda. Báðir voru
reknir úr skólanum í fimm
daga á meðan rannsókn
málsins stendur yfir.
Fangar greiði
fyrir gistingu
Fangelsisstjórinn í Or-
egon ætíar að rukka fanga
fyrir hvern dag sem þeir
eyða bak við lás og slá. Tim
Evinger fangelsisstjóri hef-
ur þegar skorið heÚmikið
niður í fangelsinu og bann-
ar meðal annars notkun á
tómatsósu, salti, pipar og
kaffi til að halda fjármáium
fangelsins gangandi. Fang-
arnir verða að greiða 35
pund fyrir daginn en
greiðsluna borga þeir þegar
þeir losna. Þeir sem ekki
geta borgað eða neita að
borga eru kærðir og dómari
látinn skera út um hvort
fjárhæðinni verð bætt við
skattgreiðslu þeirra eða
hvort þeir sleppa við
greiðsiur vegna fátæktar.
bæjarstjóri I Snæfellsbæ.
„Þátttakan i hátiöinni okkar,
Vori undirJökli, hefur veriö
góö. Slagorö bæjarins,„Þar
sem jökulinn ber viö loft“, sýn-
ir hve jökullinn er stór hluti af
tilveru
Landsíminn
Snæ- '......." ..
fellsjökull er reyndar i miöbæ
Snæfellsbæjar og viö þvi eina
sveitarfélagið í heiminum sem
státar afsliku i miðbæ sínum.
Viö höfum fariö í gönguferöir
og ótal margt fleira. Nú er ég
aö leggja upp I fjölskylduferö
á Djúpalónssand þar sem í Ijós
kemur hverjir eru sterkastir í
bænum. Fólk reynirsig viö
Fullsterkan, Hálfsterkan og
Amlóöa. Ég mun reyna viö
grjótiö og verö vonandi ekki
amlóöi eftir. Hátíðin endarsvo
á þvi aö knattspyrnufélagiö
Víkingur I Ólafsvík keppir viö
Skallagrím. Allt endar þetta
svo meö knattspyrnumessu í
kvöld. Hátíöin hefur tekist
mjög vel og veröur væntan-
lega haldin að ári aftur".
Frekari uppsagnir í farvatninu hjá Varnarliðinu. Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að atvinnulífinu á Suðurnesjum sé
að blæða út hægt og rólega á meðan stjórnvöld aðhafist ekkert.
Atvinnulíli á Sufiurnesjum
blæfiir úl hænt on rnlega
fbúðarhúsnæði á svæði Varn-
ariiðsins Tæmist smám saman ú
sama tíma og islenskum starfs-
mönnum er fækkaö
S4i
Frekari uppsagnir eru í farvatninu hjá Varnarliðinu og hefur DV
heimildir fyrir því að í næstu hrinu sé búið að ákveða að segja
upp 20 manns sem hafa unnið að viðhaldi og umsýslu við fast-
eignir á vallarsvæðinu. Kemur þetta til af sameiningu deilda í
kjölfar fækkunar í hópi þeirra sem hafa haft fasta búsetu innan
vallarsvæðis.
Þetta er einn liður í niðurskurði
sem smám saman er unnið að til að
mæta minnkandi fjárframlögum frá
Washington. Engar fréttir berast af
viðræðum milli stjórnvalda um
framtíð varnarsamningsins og er
það túlkað svo að Bandaríkjastjóm
framfylgi yfirlýstri niðurskurðar-
stefnu án þess að stjómvöld á ís-
landi fái rönd við reist.
Kristján Gunnarsson form.
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavlkur Svæöinu er að blæða út
Kemur ekki á óvart
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur segist ekki hafa heyrt af
þessu uppsagnarútspili en það
komi honum þó ekki á óvart. „Þetta
er búið að liggja fyrir lengi," segir
Kristján. „Við höfum lesið það út úr
fréttatilkynningum frá Varnarliðinu
þar sem tilkynnt hefur verið um
uppsagnir að þeim sé gert að spara
meira. Við sjáum það ekki gert
öðmvísi en með frekari uppsögn-
'
'
, ^
wm
Kristján segir að Suðurnesja-
menn séu uggandi yfir samdrættin-
um sem þegar sé kominn fram á at-
vinnusvæðinu. Hann sjáist á því að
tekjur lífeyrissjóða, sveitarfélaga og
verkalýðsfélaga dragist saman auk
þess sem það Qölgi á atvinnuleys-
isskrá. „Atvinnulífinu hér er að
blæða út hægt og rólega á meðan
Davíð [Oddsson] og Halldór [Ás-
grímsson] sitja rólegir og tala um
eðlilegan spamað. Ég skil ekki þessi
rólegheit," segir Kristján og kallar
eftir því að ríkisvaldið grípi til gagn-
aðgerða.
Ekki taiað við sveitarfélög
Sveitarfélög á Suðumesjum
hafa miklar áhyggjur af samdrætti
hjá Varnarliðinu og aðgerðarleysi
stjórnvalda. Sandgerðisbær álykt-
aði um málið nýverið og segir þar
að það hafi ítrekað verið kallað eftir
viðbrögðum rfldsvaldsins „Vegna
þess viðkvæða ástands sem rfldr í
atvinnumálum á Suðurnesjum,
einkum með tilliti til samdráttar hjá
Varnarliðinu á Keflavrkurflugvelli,"
eins og segir í ályktuninni. Segir
svo: „Til þessa hafa viðbrögð verið
engin." Krefst Sandgerðisbær þess
að forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra hitti sveitarstjórnarmenn
á Suðurnesjum hið fýrsta til að
ræða atvinnumálin á svæðinu. ,Að-
gerða er þörf hið fýrsta," segir i nið-
urlagi ályktunarinnar sem sam-
þykkt var samhljóða í bæjarstjórn
Sandgerðisbæjar.
Áhyggjur af neikvæðum áhrifum Kárahnjúkavirkjunar
Konur og hreindýr flæmast
undan framkvæmdum
Áhrif framkvæmda við Kára-
hnjúkavirkjun kunna að leiða til þess
að konum fækki í atvinnurekstri á
Austurlandi. Auk þess er talið að
óvenjulegar ferðir hreindýra á Austur-
landi kunni að skýrast af framkvæmd-
unum. Þetta má lesa í tveimur grein-
um í Austurglugganum. Greint er frá
áhyggjum jafnréttísfulltrúa Austur-
lands af því að verslunar- og þjón-
ustufyrirtækjum í eigu kvenna fækki
vegna þensluáhrifa sem birtast í stór-
hækkun á leigu fyrir atvinnuhúsnæði.
Konur í atvinnurekstri á Egilsstöðum
funduðu um málið á dögunum og
kom þar fram að tvö þjónustufyrir-
tæki hafa þegar hætt rekstri vegna
þessa og viðbúið sé að þrjú til fjögur
fyrirtæki til viðbótar séu í hættu. Kall-
Hreindýr á
Austurlandi
Hreindýrtalin
fælast vegna
framkvæmda
að er eftir inngripum rfldsvaldsins til
að tryggja störf kvenna gagnvart þess-
um þensluáhrifum.
Hreindýrin á Austurlandi virðast
hafa fært sig um set og hafa til dæmis
verið algeng sjón á Vopnafjarðarheiði
sem þykir óvenjulegt á þessum árs-
tíma. Einnig hefur sést til dýranna á
Bakkafirði en það mun vera sjaldgæf
sjón. í Austurglugganum er vitnað til
manna sem telja einsýnt að breyting-
amar á ferðum hreindýranna megi
rekja til Kárahnjúkavirkjunar. Skarp-
héðinn Þórisson, líffræðingur hjá
Náttúrustofú Austurlands telur lang-
sótt að tengja þetta saman og að dýrin
sem hafi verið á ferð á Vopnafjarðar-
heiði séu ekki úr hópi frá ffarn-
kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka.
Fram-
kvæmda-
svæði við
Kárahnjúka
Konur/at-
vinnurekstri
einnig i hættu
Jóhann sigraði
Jóhann
Hjartarson
sigraði á
skákmótinu
Skákvor í
vestri 2004
sem haldið
var á Snæ-
fellsnesi og
Vestijörðum
og lauk í gær.
f öðru sæti
varð Þröstur Þórhallsson, jafn
Jóhanni en lægri að stigum. Hrafn
Jökulsson, forseti Hróksins lenti í
þriðja sæti ásamt stórmeisturunum
Tomas Oral og Henrik Danielsen.
Áslaug Kristinsdóttir sigraði í
kvennaflokki og Ingvar Ásbjörnsson
varð efstur í flokki fimmtán ára og
yngri. Hann sigraði einnig í flokki
drengja í fjórða til sjöunda bekk. Sex
vinningshafar í bama og unglinga-
flokki vom heimamenn. Alls tóku
sjötíu og sjö þátt í mótinu sem þykir
hafa heppnast vel í alla staði.