Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Síða 16
76 MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004 Sport DV Miller tryggði Indiana sigur Indiana Pacers bar sigurorð af Detroit Pistons, 78-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattíeik í fyrrinótt. Það var hinn aldni Reggie Miller sem tryggði sínum mönnum sigur með því að skora fjögur síðustu stíg leiksins. Hann kom Indiana yfir, 77-74, þegar 31 sek- únda var eftir og gulltryggði síðan sigurinn á loka- sekúndum leiksins með vítaskoti.. Ekki er ráð... Ekki er ráð nema I tíma sé tekið. í það minnsta virðast Eng- lendingar halda að tíminn sé að hlaupa frá þeim því þeir eru þegar farnir að undirbúa umsókn um að halda heimsmeistarakeppn- ina 2018. Mt bendir til þess að Evrópa muni halda keppnina 2018 samkvæmt skiptikerfi FIFA en Þýskaland heldur keppnina 2006, Suður-Afríka heldur keppnina 2010 og eitthvert landa Suður- Ameríka heldur keppnina 2014. Beckham meiddur David Beckham er meiddur á ökkla en læknir Real Madrid telur þó engar líkur á því að hann verði ekki orðinn klár fyrir Evrópukeppnina í Portúgal. „Hann er í banni í leiknum í dag en ef hann mætti spila þá hefði það ekki verið neitt mál. Þetta er minni háttar tognun," sagði Juan Carlos Hernandez, læknir Real. Ailton á spjöld sögunnar Brasilíski framherjinn Mton hjá Werder Bremen, er varð marka- hæsti leikmaðurinn í þýsku 1. deildinni með 28 mörk, varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora yfir 25 mörk á einu tímabili í þýsku deildinni. Mton heíur þegar ákveðið að spila með Schalke á komandi tímabili. Markaskorarar með bíkarinn Cristiano Ronaldo og Ruud van Nistelrooy, marka- skorarar Manchester United I leiknum gegn Millwall, meö bikarinn I leikslok. Reuters Manchester United tryggði sér enska bikarinn á laugardaginn með því að leggja 1. deildarlið Millwall að velli, 3-0, í úrslitaleik á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Maður leiksins að flestra mati var Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Portúgalinn ungi Cristiano Ronaldo stal senunni þegar Manchester United bar sigurorð af Millwall í úrslitaleik enska bikarsins á laugardaginn. Ronaldo skoraði fyrsta mark og fór hvað eftir annað illa með bakvörðinn Robbie Ryan. Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, var sennilega eini maðurinn, sem sá ekki að Ronaldo var besti maður vallarins en hann valdi Ruud van Nistelrooy besta mann leiksins. Það tók Manchester United 43 mínútur að brjóta baráttuglaða leikmenn Millwall á bak aftur. Þá skoraði Ronaldo fallegt mark og eins og Dennis Wise, spilandi knatt- spyrnustjóri Millwall, viðurkenndi eftir leikinn þá var það einum of mikið fyrir leikmenn MiRwall. Markið fór með okkur „Þetta mark fór með okkur. Ef við hefðum náð að halda jöfnu fram í hálfleik þá hefði þetta getað orðið öðruvísi leikur. Við gerðum mistök og okkur var refsað," sagði Wise. Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy skoraði síðan tvö mörk í síðari hálfleik og gerði út um leikinn. Alex Ferguson var sáttur við sigurinn en þó ennþá sáttari við hinn unga Ronaldo sem hann taldi hafa borið af á vellinum. Ronaldo var bestur „Ég skil ekki hvernig Eriksson gat valið van Nistelrooy mann leiksins og ég held að Nistelrooy sjálfur hafi verið mest hissa af öllum. Þetta kom okkur öllum á óvart því að mínu mati og annarra var Ronaldo maður leiksins. „Hann hefur ótrúlega hæfileika og ég held að það sé ekki hægt að finna ungan leikmann í Evrópu sem hefur jafnmikla hæfileika og hann. Hann þurfti tíma til að venjast ensku knattspyrnunni en hann hefur aðeins orðið betri og betri," sagði Ferguson eftir leikinn, greinilega ósáttur við Eriksson. Misstum ekki þolinmæðina Varðandi leikinn sagði Ferguson að leikmenn Millwall hefðu staðið sig vel en hans menn hefðu náð markmiðinu sem var að vinna titil. „Fyrstí hálftíminn var erfiður. Það var ekki auðvelt að spila góðan fótbolta á þurrum og hörðum vellinum og leikmenn Millwall gerðu okkur erfitt fyrir með góðri baráttu. Þeir vonuðust til þess að við myndum missa þolinmæðina en sem bemr fer þá skoruðum við mark undir lok fyrri hálfleiks og eftir það vorum við sannfærandi. Lokin á leiknum sýndu síðan hversu stórt þetta félag er. Stemningin og andrúmsloftíð á vellinum var stórkostíegt," sagði Ferguson sem vonast til að þessi titill verði undirstaða að fleiri titíum á næsta tímabili. Sá besti sem ég hef mætt Bakvörðurinn Robbie Ryan, sem átti erfiðan dag gegn Ronaldo, sagðist aldrei hafa mætt öðrum eins leikmanni á ferlinum. „Hann er ótrúlegur. Ég hef aldrei mætt öðrum eins leikmanni og ég held að það sé óhætt að segja að hann sé sá besti sem ég hef mætt. Ég trúi því varla ennþá hversu góður hann er, sérstaklega í ljósi þess að hann er aðeins 19 ára gamall, og það er alveg ljóst að hann á bara eftir að verða betri. Hann er með ótrúlega tækni og ég hefði svo sannarlega reynt að sparka hann niður ef ég hefði komist nálægt honum," sagði Ryan sem berst fyrir nýjum samningi hjá Millwall og gerði væntanlega h'tið í þessum leik til að hjálpa sér í þeirri baráttu. oskar@dv.is „Hann er ótrúlegur. Ég hefaldrei mætt öðrum eins leikmanni og ég held að það sé óhætt að segja að hann sé sá besti sem ég hefmætt." Celtic skoskur bikarmeistari um helgina Henke Larsson kvaddi með tveimur mörkum Sænski framherjinn Henke Lars- son kvaddi skoska liðið Celtic með tveimur mörkum í bikarúrslita- leiknum gegn Dunfermline á laugar- daginn. Celtic vann leikinn, 3-1, eftir að hafa lent undir en Búlgarinn Stilian Petrov bætti þriðja markinu við. Þetta var síðasti alvöruleikur Larssons fyrir Celtic en hann er með lausan samning í sumar og ætlar að freista gæfunnar annars staðar á komandi tímabili. Hann fékk hlýjar móttökur hjá stuðningsmönnum Celtíc eftir leik- inn enda kominn í guðatölu þar á bæ. Hann sagði eftir leikinn að það væri dásamlegt að enda ferilinn með titli. „Ég hef átt frábær ár hjá Celtic og mun minnast þeirra með mikilli ánægju. Það var gaman að geta fært stuðningsmönnum félagsins titíl í kveðjugjöf," sagði Larsson. oskar&dv.is Upp með bikarinn Jackie McNamara og Henke Larsson lyfta skoska bikarnum á loft eftir sigurinn gegn Dunfermline á laugardaginn. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.