Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 17
DV Sport
MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004 17
Setti aðeins
kassann í
hann
Umdeilt atvik átti sér
stað undir lok leiks Fylkis
og FH þegar Heimi Guð-
jónssyni og Val Fannari
Gíslasyni laust saman.
Heimir virtist stjaka við Val
og vildu margir meina að
hann hefði átt að fá rautt
spjald fyrir. „Nei, ég átti
ekkert að fá rautt. Eg setti
aðeins kassann í hann og
ég tek ekki nema fimmtíu
kíló í bekk þannig að þetta
getur nú ekki hafa verið
mikið högg,“ sagði Heimir
eftir leikinn og bætti við á
léttu nótunum að Valur
mætti fara að bæta við sig í
bekknum. „Það þarf að
skora í svona leikjum og ef
við hefðum skorað fyrsta
markið þá hefðum við
væntanlega unnið þennan
leik en maður fær ekkert
fyrir hefði í þessu."
FYLKIR-FH 1-0
2. umf. - Fylkisvöllur -22. ma(
Dómari: Kristinn Jakobsson (6).
Áhorfendur: 952. Gæði leiks: 2.
Gul spjöld: Fylkir: Engin - FH: Ásgeir
(61.),Jón Þ. (72.), Sverrir (78.)
Rauð spjöld: Engin.
Markið
1 -0 Þorbjörn Atli Sveinsson 76.
Skot úr markteig Sævar Þór (frák.)
Leikmenn Fylkis:
Bjarni Þórður Halldórsson 3
Guðni Rúnar Helgason 3
ValurFannarGlslason 3
ÞórhallurDanJóhannsson 4
Gunnar Þór Pétursson 3
Ólafur Ingi Stígsson 1
Helgi Valur Daníelsson 1
Finnur Kolbeinsson 2
Ólafur Páll Snorrason 4
(80., Kristján Valdimarsson -)
Sævar Þór Gíslason 4
(87., Jón B. Hermannsson -)
BjörgólfurTakefusa 1
(56., Þorbjörn Atli Sveinsson 4)
Leikmenn FH:
Daði Lárusson 4
Heimir Snær Guðmundsson 3
(85., Atli Guðnason -)
Tommy Nielsen 5
Sverrir Garðarsson 3
Freyr Bjarnason 3
Heimir Guðjónsson 1
ÁsgeirGunnarÁsgeirsson 3
Simon Karkov 3
Víðir Leifsson 1
(71., Guðmundur Sævarsson -)
Jón Þorgrímur Stefánsson 3
(80., Jónas Grani Garðarsson -)
Atli Viðar Björnsson 1
Tölfræðin:
Skot (á mark): 11-7 (6-3)
Varin skot: Bjarni 3 - Daði 5.
Horn: 4-6 Rangstöður: 3-0
Aukaspyrnur fengnar: 23-11.
BESTUR Á VELLINUM:
Tommy Nielsen, FH
K A R L A R LANDSBANKADEILD ffi.
Úrslit 2. umferðar:
ÍA-Grindavík 0-0
ÍBV-Fram 1-1
Keflavík-KR 3-1
Víkingur-KA 0-1
Fylkir-FH 1-0
Staðan:
Keflavík 2 2 0 0 5-2 6
Fram 2 1 1 0 4-1 4
Fylkir 2 1 1 0 2-1 4 1
KA 2 1 0 1 2-2 3
FH 2 1 0 1 1-1 3
(BV 2 0 2 0 2-2 2
Grindavík 2 0 2 0 1-1 2
(A 2 0 2 0 1-1 2
KR 2 0 0 2 1-4 0
Víkingur 2 0 0 2 0-4 0
Barátta Það var nokkuð um átök íÁrbænum
á laugardag en minna um fótbolta. Hér
berjast bakverðirnir Guðni Rúnar Heigason og
Freyr Bjarnason um boitann en Atli Viðar
Björnsson og Helgi Valur Danieisson fylgjast
með. DV-mynd Pjetur
Hann var ekki burðugur fótboltinn sem leikmenn Fylkis og
FH spiluðu í Árbænum á laugardag. Áhorfendur, sem horfðu
á leikinn i grenjandi rigningu, fengu ekkert fyrir aurinn
Áhorfendur í Árbænum voru ekki öfundsverðir af því að þurfa að
horfa upp á tilburði leikmanna í kuldanum og rigningunni og
blaðamaður prísaði sig sælan með kaffið sem hann fékk hjá
Fylkismönnum. Það var sterkt og gott og ekki veitti af til þess að
halda manni vakandi. f raun var það kraftaverk að áhorfendur
skyldu hafa enst eins lengi á vellinum og raun bar vitni því það
var ekkert að gerast á vellinum sem gaf ástæðu til þess að hanga
hundblautur í stúkunni í tvo klukkutíma.
Það verður reyndar að segjast
leikmönnum til vorkunnar að
völlurinn var mjög þungur og
erfiður viðfangs. Bæði þessi lið geta
aftur á móti spilað miklu betri
fótbolta og það vita þau best sjálf.
Fyrstu mínútur leiksins voru
ákaflega tilviljanakenndar og
miðjumenn liðanna vissu vart í
hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Allar
sóknir liðanna einkenndust af því að
bakverðir liðanna stungu boltanum
upp vænginn með ákaflega
takmörkuðum árangri. Lítið álag var
á varnarmönnunum sem þurftu ekki
að hafa mikið fyrir því að vinna
boltann.
Eitt færi
Fylkismenn voru þó ívið sprækari
til að byrja með og þá sérstaklega
Ólafur Páll og Sævar Þór en þá
vantaði alltaf hinn heimsfræga
herslumun til þess að klára dæmið.
Það hjálpaði þeim einnig lítið að
Björgólfur Takefusa náði engum
takti en Tommy Nielsen pakkaði
honum saman eins og litlum
skólastrák og var algjör yfirburða-
maður á vellinum í fyrri hálfleik.
FH-ingar hresstust seinni hluta
fyrri hálfleiks og Víðir Leifsson fékk
algjört dauðafæri á 36. mínútu en
Bjarni markvörður varði frábærlega.
Þetta færi var í raun það eina
markverða sem gerðist í fyrri
hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjaði
nákvæmlega eins og fyrri hálfleikur
endaði og allir vallargestir voru að
komast á þá skoðun að þessum leik
myndi lykta með markalausu
jafntefli. Þá tók Þorlákur Árnason,
þjálfari Fylkis, Björgólf af velli og í
hans stað kom Þorbjörn Atli
Sveinsson. Hann hressti verulega
upp á leik liðsins og uppskar síðan
ríkulega þegar hann potaði
boltanum inn fyrir línuna korteri
fyrir leikslok.
FH-ingar reyndu í örvæntingu að
jafna leikinn en sóknaraðgerðir
þeirra voru ómarkvissar og varnar-
menn Fylkis lentu aldrei í
verulegum vandræðum.
Tommy bestur
FH-ingar geta samt huggað sig
við að þeir áttu besta mann vallarins
í Tommy Nielsen en hann var einn
af fáum sem lék af eðlilegri getu.
Daði var öruggur í markinu og
Ásgeir og Karkov áttu einstaka
spretti sem og Jón Þorgrímur. Mikið
munaði um fyrir FH að Heimir
Guðjónsson var fjarri sínu besta en
það verður seint sagt að aðstæður
hafi hentað honum vel.
Fylkismenn una eflaust vel við
stigin þrjú og þau geta þeir þakkað
Þorbirni Atla sem átti líflega
innkomu. Ólafur Páll lék sinn besta
leik í langan tíma og Sævar Þór
minnti á sig og sýndi að hann er í
fantaformi. Miðjumenn liðsins voru
arfaslakir og í raun með ólíkindum
að þeir skuli hafa sigrað með svona
slaka miðju. Vörnin sýndi annan
leikinn í röð mikið öryggi en
mótspyrnan var reyndar af mjög
Það hjálpaði Fylki
lítið að Björgólfur
Takefusa náði engum
takti við leikinn en
Tommy Nielsen
pakkaði honum
saman eins og litlum
skólastrák
skomum skammti að þessu sinni.
Þórhallur Dan Jóhannsson fór fyrir
sínum mönnum í vörninni og var að
vonum kátur.
Skrítinn leikur
„Aðstæðurnar leyfðu ekki mikinn
fótbolta og það var skrítið að spila
þennan leik. Ég veit eiginlega ekki
hvað ég á að segja því við spiluðum
ekki vel en það er styrkur að vinna
þegar við leikum illa. Við tókum þrjú
stig og þótt þau hafi ekki verið falleg
þá vom þau ljúf,“ sagði Þórhallur
sem gladdist fyrir hönd Þorbjörns
Atla. „Það er flott fyrir Bjössa að
koma svona inn og það hjálpar
honum að fá sjálfstraustið aftur eftir
útreiðina hjá Fram.“
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH,
var með böggum hildar í leikslok og
fyrsta spurning var hvað þetta hefði
verið sem var boðið upp á?
„Vom þetta ekki bara tvö lið sem
ætla sér stóra hluti og þora ekki að
opna sig mikið og spiluðu því frekar
passífan fótbolta. Þetta féll þeirra
megin þótt þeir hafi hvorki verið
verri né betri en við,“ sagði Ólafur en
hann saknaði sóknarinnar í
leiknum. „Ég hefði viljað fá meiri
sóknarleik og aðeins sprækari takta
hjá mínum mönnum. Það er ekki
líkt okkur að vera svona rosalega
passífir en það var mikið undir í
þessum leik.“ henry@dv.is
VÍKINGUR-KA 0-1
2. umf. - Vfldngsvöllur -21. mal
Dómari: Egill Már Markússon (4).
Áhorfendur: 650. Gæði leiks: 3.
Gul spjöld: Sölvi (34.), Höskuldur
(42.), Þorri (56.) - Jóhann (52.).
Rauð spjöld: Engin.
Markið
0-1 Atli Sveinn Þórarinsson 47.
Skalliúrteig Hreinn
Leikmenn Víkings:
Martin Tranicík
Höskuldur Eiriksson
Þorri Ólafsson
Sölvi Geir Ottesen
Steinþór Gíslason
Sigursteinn Gíslason
(80., Þorvaldur Már Guðmundsson
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Kári Árnason
Egill Atlason
(86., Stefán Örn Arnarson
Grétar Sigurðsson
Daníel Hjaltason
Leikmenn KA:
Sandor Matus
Steinn Viðar Gunnarsson
Atli Sveinn Þórarinsson
Ronni Hartvig
Óli Þór Birgisson
Örn Kató Hauksson
Dean Martin
Kristján Elí Örnólfsson
Pálmi Rafn Pálmason
Hreinn Hringsson
(82., Steingrímur Eiðsson -)
Jóhann Þórhallsson 3
Tölfræðin:
Skot (á mark): 13-4 (10-3)
Varin skot:Tranicík 2 - Matus 8.
Horn: 11-3 Rangstöður: 1-2
Aukaspyrnur fengnar: 27-18.
BESTUR Á VELLINUM:
Sandor Matus, KA
Atli sterkur i loftinu Markaskorari
KA-manna, Atli Sveinn Þórarinsson, f
baráttu við V/kinginn Grétar Sigurösson
í leik liðanna i Vikinni.
KA-menn stálu
þremur stigum
Víkingar sóttu og sköpuðu
sér fullt af góðum marktæki-
færum en það voru KA-menn
sem fóru burt með öll stigin og
skildu nýliðann eftir stigalausan
á botninum eftir leik liðanna á
föstudagskvöldið. Þetta voru
fyrstu stig KA-manna en
Víkingur er eina liðið sem
skoraði ekki mark í fyrstu
tveimur umferðunum.
Ath Sveinn Þórarinsson
skoraði eina mark leiksins með
góðum skalla eftir hornspyrnu
og fyrirgjöf Hreins Hringssonar
en markið kom á upphafs-
mínútum seinni hálfleiks.
Sandor Matus, markvörður
KA-manna hafði nóg að gera í
markinu og varði alls átta skot
frá Víkingum mörg þeirra úr
opnum færum. í viðbót áttu
Víkingar stangar- og sláarskot
það síðara átti Vilhjálmur
Vilhjálmsson úr aukaspymu af
35 metra færi. Vilhjálmur var
iðinn að skjóta á markið í
leiknum og oft skapaðist mikil
hætta.
Það var allt annað að sjá til
Víkingsliðsins en í fyrsta
leiknum gegn Fram en þrátt fyrir
góða baráttu og oft ágæta spila-
mennsku eru áhyggjur Víkinga
af skorti á mörkum aðeins meiri
eftir fyrstu tvo leikina. KA-menn
geta þakkað fyrir stigin en þurfa
að sýna betri leik í ffamhaldinu
ef liðið á að geta verið í efri
hlutanum. ooj@dv.is og hrm
NJNJMMNJNJLn^MLn ^OJsUMCn^wMM^UJMU)