Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Síða 13
TÍMARIT
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
1. hefti 1970 55. árg.
MARKMIÐ OG LEIÐIR
Nýlega var haldin á vegum Verkfræðingafélags
Islands ráðstefna um markmið félagsins og leiðii
bær, sem unnt er að fara til að ná settu marki.
Margt veldur því að mjög tímabært var orðið að
efna til slíkrar ráðstefnu. Verkfræðingmn hér á
landi fer mjög ört fjölgandi, þáttm- þeirra í at-
vinnulífi þjóðarinnar verður æ mikilvægari, verk-
efni þeirra verða æ flóknari og fjölbreyttari og
loks vinna þeir störf sín í æ ríkari mæli í eigin
verkfræðistofum. Þess vegna var nú spurt: Hvert
skal haldið og hvaða leiðir eru heppilegastar.
Ráðstefna þessi var með nýstárlegu sniði. Meg-
ináherzla var lögð á að gera alla þá, sem tóku
þátt í ráðstefnunni, virka í umræðunum. Þetta
fundarform er gjörfrábrugðið því, sem við eigum
að venjast. Oftast er það fyrst og fremst einn
maður, sem leggur fram sjónarmið sín og aðrir
hlusta. Á þessari ráðstefnu lögðu hinsvegar allir
þátttakendur saman í einn hugmyndasjóð. Fyrri
ráðstefnudaginn var leitað álits fundarmanna á
hinum ýmsu þáttum varðandi félagsstarfsemi
íslenzkra verkfræðinga, en síðari daginn var
reynt að vinna frekar úr þessum hugmyndum.
Ekki er ástæða til að ræða hér frekar það sem
fram kom á ráðstefnunni, þar sem henni eru gerð
betri skil síðar í þessu hefti. Hér skal aðeins
bent á nauðsyn þess að hver einasti félagsmað-
ur leggi nokkuð af mörkum í þeim umræðum og
þeirri vinnu, sem vonandi mun fylgja í kjölfar
ráðstefnunnar. Þeir sem sóttu ráðstefnuna munu
vera sammála um að þar hafi komið fram fjöldi
athyglisverðra hugmynda og að það gæti orðið
Verkfræðingafélagi Islands ómetanlegur styrkur,
ef við berum gæfu til að fylgja himnn mikilvæg-
ari hugmyndum vel eftir. Því fleiri félagsmenn
sem leggja þar hönd á plóg, því betri árangri
verður unnt að ná.
Einn þátt í starfsemi Verkfræðingafélagsins,
sem var mjög til umræðu á fyrrgreindri ráð-
stefnu og var greinilega mjög ofarlega í hug
allra fundarmanna, þykir þó rétt að ræða nokkuð
frekar. Hér er átt við Tímarit VFÍ. Allir voru á
einu máli um mikilvægi þess og að núverandi
form þess væri langt frá því að fullnægja þeim
kröfum, sem við yrðum að gera til þess.Einmikil-
vægasta sóknarlota félagsins mun því miða að
því að bæta tímaritið verulega. Fyrstu skrefin
hafa þegar verið stigin. Samþykkt hefur verið
að launa starf ritstjóra, en jafnframt verða lagð-
ar á hann auknar skyldur. Þá verður reynt á
þessu ári að koma út sex heftum af tímaritinu
en frá næstu áramótum er stefnt að því að tíma-
ritið komi út á föstum dögum á tveggja mánaða
fresti.
Reglubundnir útgáfudagar eru forsenda þess
að unnt sé að birta ávallt nokkuð af fersku frétta-
efni frá starfssviði verkfræðinga. Hinsvegar
skapar þetta fyrirkomulag ritnefnd og ritstjórn
mikinn vanda því oft hefur reynzt mjög erfitt að
fá höfunda greina til að standa við umsamdan
skilatíma. Ritnefndin telur mjög æskilegt að taka
öll mikilvægari mál til skipulegrar umræðu í
tímaritinu. Eðlilegast er þá oft að safna saman
í eitt hefti nokkrum greinum, sem f jalla um hin-
ar ýmsu hliðar sama máls. Torvelt er að hef ja
söfnun greinanna með of löngum fyrirvara, því
þá vill oft verða svo að einstök atriði verða orðin
úrelt, þegar efnið er loks birt. Því hlýtur það að
vera algjör forsenda þess, að hægt sé að ræða
efni á skipulegan hátt í tímaritinu, að verkfræð-
ingar, sem fallast á að skrifa í tímaritið skili
greinum sínum á umsömdum tíma.
Ritnefnd og ritstjóri eru þess albúin að leggja
sitt fram til að bæta Tímarit VFl verulega. Hins-
vegar verða allir verkfræðingar að gera sér ljóst
að það er fyrst og fremst undir þeim sjálfum
komið hvort þetta tekst.