Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Blaðsíða 15
TlMARIT VFl 1970 3 í stuttu máli meginatriði umræðna í hverjum hóp. Fékkst þannig allgott yfirlit yfir álit fund- armanna á því hvað þeir vildu leggja mesta áherzlu á. Stjórn VFl er ljóst að ráðstefna sem þessi getur einungis verið upphaf að starfi. Þarna hefur verið valin leið, sem vissulega lofar góðu, en ráðstefnan er aðeins fyrsti spölur- inn. Eigi raunverulegur árangur að verða af því starfi, sem þegar hefur verið unnið, þarf að halda þessu starfi áfram, þar sem verkefni ráð- stefnunnar og imdirbúningsnefndarinnar lýkur. Fyrsta skrefið hlýtur eðlilega að vera að vinna betur úr þeim hugmyndum, sem fram hafa kom- ið, skilja þær sem framkvæmanlegar eru frá þeim sem eru óframkvæmanlegar eða vart tímabærar. Ennfremur að flokka þær eftir mikilvægi og að gera tillögur um framkvæmd sumra þeirra. I þeim tilgangi að vinna þetta verk hefur stjórn félagsins skipað tólf nefndir. 1 skipunarbréfi nefndanna er verkefni þeirra talið: 1) Taka afstöðu til staðhæfinga í hugmynda- safni, sem snerta verkefni virmuhóps. 2) Gera rökstuddar tillögur til stjórnar VFl fyr- ir 1. júní n.k. um aðgerðir félagsins í þeim málefnum, sem vinnuhópurinn hefur til úr- lausnar. Öllrnn félagsmönnum, sem hafa áhuga á þeim verkefnum, sem hóparnir eiga að fjalla um, eða hafa eitthvað sérstak til málanna að leggja, er frjálst að taka þátt í störfum viðkomandi hóps. Ráðstefnunni var slitið klukkan rúmlega sjö, en að því loknu snæddi rúmlega helmingur fund- armanna sameiginlegan kvöldverð á Hótel Sögu. Að máltíðinni lokinni var setzt að kaffidrykkju og héldu þá umræðurnar áfram og héldust óslit- ið fram til klukkan ellefu um kvöldið. Þeir sem tóku þátt í þessum eftirleik ráðstefnunnar munu flestir vera á einu máli um það, að hann tókst frábærlega vel. Mikill fjöldi fundarmanna tók þarna til máls, en hver maður talaði stutt og menn voru að jafnaði því gagnorðari. Ennfremur skapaði umhverfið og fundarformið mjög óþvingað andrúmsloft, og voru ræðumenn oft opinskárri en verkfræðingar eiga að venjast á fundum sínum. Kom greinilega í ljós, að þarna var fundarform sem gæti verið mjög frjósamt við umræður ýmissa vandamála, því þarna var sem allur hópurinn væri að kljást sameiginlega við vandann, en ekki einn eða tveir, sem væru að fræða alla hina hvernig ætti að yfirvinna erfiðleikana. Erfitt er að gera grein fyrir niðurstöðum ráð- stefnunnar umfram það að birta listann yfir þær hugmyndir, sem þar komu fram, því á svo mörg athyglisverð atriði var drepið. Þó skal gerð hér tilraun til að draga fram þau atriði, sem oftast bar á góma eða sem talin voru mikilvægust. Hér hefur verið valin sú leið að draga fimm slík atriði fram og reynt að lýsa í stuttu máli þeim skoðunum, sem fram komu á ráðstefnunni um þau. Húsnœðismál og félagsleg aðstaða. Þetta efni bar sennilega hæst í umræðunum, enda snerti um helmingur þeirra hugmynda, sem fram komu, þessi atriði beint eða óbeint. Greini- legt er, að félagsmenn eru almennt mjög óánægð- ir með það hvernig þessi mál eru nú á vegi stödd. Hæðin, sem félagið á við Brautarholt, nýtist fé- laginu afskaplega illa, bæði vegna þess að hún er illa fallin fyrir þá starfsemi, sem félagið hef- ur þörf fyrir og ekki síður vegna þeirra beinu og óbeinu óþæginda, sem skapast af sambýlinu við Þórskaffi. Upplýst var á ráðstefmmni að illmögulegt væri að komast inn í húsnæði það, sem er í eigu VFl, á kvöldin, nema þá helzt að hafa dömu með sér og taka þá einn snúning á dansgólfinu í Þórskaffi! Enda þótt þetta sé ekki í öllum tilfellum ókostur, þá getur lítill vafi leikið á því að þetta á sinn þátt í því að illa geng- ur að leigja þarna út húsnæði, en nú er ekki nema um helmingur hæðarinnar nýttur. Á ráðstefnunni var mikið rætt um möguleik- ana á að reisa Dómus Teknika í samvinnu við arkitekta og tæknifræðinga. Þar yrði reynt að skapa það umhverfi sem bezt hentaði félagslífi þessara starfshópa. Var rætt allmikið um að auka þyrfti kynni meðal verkfræðinga í sam- bandi við bætt félagsleg skilyrði, því slíkt væri mikilvægur þáttur til að skapa eðlilegar umræð- ur meðal verkfræðinga og annarra tæknimanna um sameiginleg vandamál. Allmikið var rætt um form funda í félaginu. Menn voru á einu máli um, að núverandi form, þar sem einn maður heldur framsögu á kvöldfundi, væri engan veginn eina fundarformið, sem rétt væri að beita. Sjálf ráðstefnan var gott dæmi um frjósamt fundarform. Tillögur komu fram um að hafa fundi t. d. kl. 16—19 eða 18,30—22. Æski- legt var talið að leitast við að vinna að umræðu ýmissa mála með hópumræðum og með almenn- ari þátttöku fundargesta en nú tíðkast. Tímaritið. Allir voru sammála um að breyta þyrfti Tíma- riti VFl verulega. Menn töldu efni þess of ein- hliða og þurrt. Þar vantaði alveg frásagnir af

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.