Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Page 16
4
TlMARIT VPl 1970
því sem væri að gerast, persónulegar upplýsing-
ar um félagsmenn (stöðubreytingar o. fl.), lif-
andi gagnrýni og/eða lof á störf verkfræðinga.
Hugmyndir komu fram um nýja skipan á út-
gáfu tímaritsins, t. d. um samvinnu við aðra
aðila, sem hafa áhuga á svipuðu efni. Mikil
áherzla var lögð á að tímaritið kæmi reglulega
út a. m. k. sex sinnum á ári.
Þá var nokkuð rætt um möguleikann á því að
gefa út mánaðarlega lítið fréttablað, þar sem
meiri áherzla væri lögð á hraða en útlit.
Töluvert var einnig rætt um hlutverk tíma-
ritsins í kynningu á verkfræðingastéttinni og
störfum hennar út á við. Töldu margir að æski-
legt væri að stíla töluverðan hluta af efni tíma-
ritsins til breiðari lesendahóps en nú er, þannig
að verktakar og aðrir þeir aðilar, sem hafa bein-
an áhuga á verklegum framkvæmdum og tækni-
framförum yfirleitt, teldu ástæðu til að fylgjast
með því, sem í tímaritin birtist.
Eftirmenntun.
Mikið var rætt um eftirmenntun verkfræðinga.
Öllum er ljós hin sívaxandi þörf sem er á því,
að verkfræðingar bæti stöðugt við menntun sína,
þannig að þeir beiti ávallt þeim vinnuaðferðum
og lausnum, sem hagkvæmastar eru. Fyrir til-
stilli VFl hefur nú fengizt viðurkenning Háskóla
Islands á því að slík eftirmenntun sé eðlilegt
verkefni Háskólans. Fyrstu skrefin hafa því þeg-
ar verið stigin í þessu efni. Nú þarf hinsvegar að
koma þessari starfsemi á fastari grundvöll, bæði
varðandi námskeiðahald hér á landi og þátt-
töku í eftirmenntun erlendis. Allmikið var rætt
um hvernig unnt sé að tryggja það, að íslenzkir
verkfræðingar sæktu slík námskeið í nógu ríkum
mæli. Var meðal annars bent á það að bæði kenn-
arar og læknar hefðu það tryggt með ráðningar-
samningum sínum að þeir fengu með vissu árabili
frí frá störfum á fullum launum til að bæta við
menntun sína.
Athygli ráðstefnunnar beindist mjög að því á
hvaða sviðum eftirmenntunar væri mest þörf, og
voru flestir á þeirri skoðun að mest væri þörfin
fyrir námskeið í stjórnunarfræðum.
Vinnuhópar og verkefni þeirra
V erkefni:
1) Taka afstöðu til staðhæfing'a í hugmynda-
safni, sem snerta verkefni vinnuhóps.
2) Gera rökstuddar tillögur til stjórnar VFl fyr-
ir 1. júní n.k. um aðgerðir félagsins í þeim málefn-
um, sem vinnuhópurinn hefur til úrlausnar.
Vinnuhópar:
1. Verkefni 1.1-1.5 Markmið, stjórn, skrifstofa,
stjómskipulag/deildir, félagsgjöld. Nefndarmenn:
Einar B. Pálsson, Jónas Elíasson Sveinn Þórarins-
son og Gunnar Ámundason.
2. Verkefni 1.6: Húsnœðismál. Nefndarmenn:
Birgir Frímannsson, Sigurður Halldórsson og Sig-
fús Thorarensen.
3. Verkefni 1.7: Tímarit/útgáfustarfsemi. Nefnd-
armenn: Haukur Pálmason, Jónas Frímannsson og
Stefán Hermannsson.
4. Verkefni 1.8-1.12: Félagsandi, fundir, ráð-
stefnur, skemmtanir, skoðunarferðir. Nefndarmenn:
Gylfi Isaksson og Kristján Jónsson.
5. Verkefni 2.0: Kjaramál og 8. V. Nefndarmenn:
Gunnar Baldvinsson, Skúli Skúlason, Vífill Odds-
son og Sigurður Þórðarson.
6. Verkefni 3.0: Gjaldskrá. Nefndarmenn: Rík-
arður Steinbergsson, Gunnar H. Pálsson og Páll
Sigurjónsson.
7. Verkefni 4.0: Lífeyrissjóður. Nefndarmenn:
Jóhannes Guðmundsson, Hörður Frímannsson og
Magnús Bjarnason.
8. Verkefni 5.0: Stéttarreglur. Nefndarmenn:
Björn Kristinsson, Bragi Þorsteinsson og Haukur
Pálmason.
9. Verkefni 8.0-8.3: Menntamál, almennt, tœkni-
menntun, eftirmenntun. Nefndarmenn: Dr. Gunn-
ar Sigurðsson, Jakob Gíslason og dr. Vilhjálmur
Lúðvíksson.
10. Verkefni 10: Réttindi og skyldur. Nefndar-
menn: Jóhann Indriðason, Leifur Hannesson og
Bergur Jónsson.
11. Verkefni 11.0-11.4, 16.0 og 17.0: Skyldar
starfsgreinar og samtök: arkitektar, tœknifrœðing-
ar, verkfrœðinemar, BHM, erlend samkeppni, al-
þjóðasamvinna. Nefndarmenn Skúli Guðmunds-
son, Geir A Gunnlaugsson og Sæmundur Óskars-
son.
12. Verkefni 12.0 og 18.0: Stjórnmál, almennings-
tengsl. Nefndarmenn: Aðalsteinn Guðjohnsen.
Guðmundur Magnússon og Pétur Stefánsson.
F.h. Stjórnar V.F.l./Ráðstefnunefnd